Morgunblaðið - 15.02.1959, Side 1
24 síður
Framsókn lögleiddi stór kjördœmi
og hlutfallskosningu til
\ Dulles i Bonn
Búnaðarþings
Gefur slikt kosningafyrirkomulag iil
Alþingis orð/ð bændum og strjál-
býlinu til tjóns?
Allir frjálslyndir menn verða að sam-
einast um að Alþingi verði rétt mynd
af vilja þjóðarinnar
ÁRIÐ 1937 samþykkti Búnaðarþing nýjar reglur um kjördæma-
skipun og kosningar til þessarar virðulegu samkomu íslenzkra
bænda. Voru þar upp teknar merkilegar nýjungar. Ákveðið var
að öllu landinu skyldi skipt í 10 stór kjördæmi og að allir 25
fulltrúar á Búnaðarþingi skyldu kosnir með hiutfallskosningum
i þessum kjördæmum.
Ekki er annað vitað en að gott samkomulag hafi ríkt á Búnað-
arþingi um þessa skipulagsbreytingu. Forystumenn bændastéttar-
innar, og bændur almennt, töldu það spor í réttlætisátt að fulltrúar
á sjálft stéttaþing bænda skyldu framvegis kosnir hlutfallskosn-
ingu í stórum kjördæmum. Einnig var það talið stuðla að auk-
inni samvinnu bænda og nánari samtökum milli héraða, að kjör-
dæmin skyldu stækkuð.
Áhrif frá frv. Hannesar Hafstein
Margt bendir til þess, að
þessi nýja kjördæmaskipun til
Búnaðarþings hafi átt rætur í
frumvarpi því, sem Hannes
Hafstein flutti á Alþingi árið
1905 um stór kjördæmi og hlut
fallskosningar til Alþingis.
Ýmsir af helutiu sSuðnings-
mönnum þess frumvarps tóku
þátt í stofnun Framsóknar-
flokksins eða voru honum
nátengdir. Má þar nefna Pét-
ur Jónsson á Gautlöndum,
Þórhall biskup Bjarnarson og
Jónas Jónsson frá Hriflu.
7. og 8. gr. laga Búnaðar-
félagsins
Síðan 1937 hefur hin nýja kjör-
dæmaskipun í aðalatriðum gilt
í kosningum til Búnaðarþings.
Þó hafa nokkur kjördæmi verið
klofin, og eru nú 17 af 25 fulltrú-
um á Búnaðarþingi kosnir með
hlutfallskosningu i 2ja til 5
manna kjördæmum, en 8 eru
kosnir í einmenningskjördæm-
um. Vegna þess, að hlutfalls-
kosningar í stórum kjördæmum
eru nú mjög ræddar með þjóð
inni, telur Morgunblaðið rétt að
birta þær greinar úr lögum Bún
aðarfélags fslands, sem ákvæðin
um kjördæmi og kosningar fel-
ast £. Fara 7. og 8. gr. laganna
hér á eftir:
7. gr.
Búnaðarþingsmenn skulu
kosnir með hlutfallskosningu
í eftirgreindum kjördæmum:
1. Kjalnesinga, ar nær yfir
Gullbringu- og Kjósarsýslu,
ásamt Reykjavik og Hafnar
fjarðar- og Keflavíþur-
kaupstað.
2. Borgfirðinga, or nær yfir
Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslur og Akraneskaupstað.
3. Dalamanna og Snæfellinga,
er nær yfir Dala-, Snæfells-
ness og Hnappadalssýslur.
4. Vestfirðinga, er nær yfir
Austur og Vestur-Barða-
strandar-, Vestur- og Norð-
ur-ísafjarðarsýslur, Isafjarð
arkaupstað og Strandasýslu.
5. Húnvetninga, er nær yfir
Húnavatnssýslur.
6. Skagfirðinga, er nær yfir
Skagafjarðarsýslu og Sauð-
árkrókskaupstað.
7. Eyfirðinga, er nær yfir Eyja
fjarðarsýslu með Akureyr-
arr, Ólafsfjarðar- og Siglu-
fjarðarkaupstað, ásamt Sval
barðsstrandar og Grýtu-
bakkahreppum í Suður-Þing
eyjarsýslu.
8. Þingeyinga, er nær yfir Þing
eyjarsýslur og Húsavíkur-
Framh. á bls. 2
Þegar Dulles kom úr Evrópu-
förinni á dögunum hélt hann
beint til sjúkrahússins — og
nú hefur komið í ljós, að
krabbameinið þjáir Dulles
enn. Þessi mynd er merkileg
að því leyti, að hún var tekin
skömmu áður en þeir Dulles
og Adenauer kvöddust — og
Adenauer var síðasti stjórn-
málaforinginn, sem Dulles
heimsótti i Evrópuförinni. —
Vafi þykir nú leika á því, að
Dulles eigi afturkvæmt í ut-
anríkisráðherrasæti sitt sakir
sjúkdóms síns, sem erfiðastur
er nú viðfangs allra sjúkdóma.
En það var ekki að sjá á
Dulles, að hann kenndi meins,
þegar hann kvaddi Adenauer.
— Síður en svo. — Á vestur-
leið hafði Dulles viðkomu á
Keflavíkurflugvelli, eins og |
kunnugt er. \
Dulles sjúkur af krabbameini
Hugað á geislalækningar fremur
en uppskurð
Washington, 14. febr.
ÞAÐ VAR tilkynnt í Wash-
ing'ton í dag, að John Foster
Dulles, utanríkisráðherra,
Veður hamlaði frekari
leit að Júlí í gær
Leitarsvæðið stækkað í dag
ER MBL. átti tal við Slysa-
varnafélag íslands í gær-
kvöldi, var ekki vitað til
þess, að unnt hefði verið að
halda uppi leit að togaran-
um Júlí í gær vegna þess,
hve veður var óhagstætt á
leitarsvæðinu. - Samkvæmt
upplýsingum Veðurstofunn-
ar, var þar vestan-hvass-
viðri, snjókoma og um 6
stiga frost. — Nokkuð var
veðrið tekið að lægja í gær-
kvöldi, og bjóst Veðurstofan
við, að það mundi enn ganga
eitthvað niður í nótt.
Leitin að Júlí hefir nú staðið
síðan þriðjudaginn 10. febrúar,
en síðast heyrðist í togaranum á
sunnudagskvöld, eins og kunnugt
er. — Má segja, að vonir manna
um að togarinn sé ofansjávar
dvíni með degi hverjum, en þó
er þess að gæta, að skilyrði til
leitar hafa yfirleitt verið mjög
óhagstæð.
Blaðið fékk þær upplýsingar
hjá Slysavarnafélaginu í gær-
kvöldi, að það hefði farið þess
á leit, að leitarsvæðið yrði stækk
að nokkuð. Mun þvi í dag verða
leitað lengra til austurs en áður.
í Reutersskeyti, sem barst frá
Halifax í gær, segir að á föstu-
daginn hafi orðið að fresta leit
úr lofti að Júlí. Þær níu flug-
vélar, sem þátt tækju í leitinni,
hefðu orðið að snúa aftur til
stöðva á Nýfundnalandi.
þjáist af krabbameini. Dull-
es var skorinn upp við kvið-
sliti í Walter Reed sjúkra-
húsinu í gær — og við þenn-
an uppskurð komust læknar
að því, að ekki hafði tekizt
að komast fyrir sjúkdóminn,
sem gerði vart við sig fyrir
tveimur árum. — Þá var
Dulles skorinn upp við
krabbameini.
★
í tilkynningu, sem gefin var út
um líðan Dulles í dag — og und-
irrituð af Eisenhower forseta,
sagði, að læknar gerðu sér ekki
grein fyrir á hvaða .stigi krabba-
meinið væri, en geislalækninga-
tæki yrðu reynd þegar og Dulles
hefði náð sér eftir uppskurðinn
í gær. Ekki kemur fram í til-
kynningunni, að haft sé í hyggju
að reyna annan uppskurð til þess
að vinna bug á meininu.
★
Eisenhower forseti heimsótti
Dulles í dag og sagði forsetinn að
heimsókninni lekinni, að Dulles
hefði verið glaður og reifur, upp
skurðurinn við kviðslitinu hefði
tekizt eins og vonir stóðu til —
og væri ráðherrann furðu bratt-
Kvaðst Eisenhower vona, að
Dulles mætti aftur verða heill —
og bandaríska þjóðin ætti eftir
að njóta starfsorku hans enn um
skeið. Notaði forsetinn og tæki-
færið til þess að færa Dulles
þakkir fyrir hið ómetanlega starf,
sem hann hefði þegar unnið þjóð
sinni.
Ljóst er, að Sulles verður að
dveljast í sjúkrahúsi margar vik
ur þó svo að batahorfur verði
betri en hægt er að vona. Þess
vegna leysti Eisenhower Dulles
frá utanrikisráðherrastörðum um
stundarsakir — og mun Hart-
er aðstoðarutanríkisráðherra
gegna störfium hans fyrst um
sinn. Ilarter hefur verið í orlofl,
en snéri til Washington strax i
dag, er honum barst fregnin um
það hver sjúkdómur Dulles værL
★
Báðar deildir Bandaríkjaþings
fluttu Dulles í áag þakkir fyrir
hið mikla og óoigingjarna starf
hans í þágu þjóðar sinnar og lýð-
ræðishugsjónarinnar — og Mac-
millan fór miklum viðurkenning-
arorður um starf Dulles á undan.
förnum árum og sendi honum
innilegustu þakkir og kveðjur
brezku þjóðarinnar. — Adenauer
minntizt og hin fórnfúsa starfs
Dullesar í þágu lýðræðisþjóð-
anna.
Kýpurráðstefna á þriðjudaginn
LONDON, 14. febrúar. — Miklar
vonir eru bundnar við ráðstefnu
þá, sem hefst í Lundúnum á
þriðjudaginn og fjalla mun um
Kýpurdeiluna — á grundvelli
samkomulags þess, sem forsæt-
is- og utanríkisráðherrar Grikk-
lands og Tyrklands gerðu með
sér í Zúrich í vikunni.
Brezka stjórnin hefur boðið til
fundarins forsætisráðherrum
Tyrklands og Grikklands, utan-
ríkisráðherrum beggja landanna,
sem staddir eru í Lundúnum, svo
og Makariosi erkibiskupi, öðrum
leiðtogum griskumælandi Kýpur-
búa og leiðtogum tyrkneskætt-
aðra Kýpurbúa. Mun Makarios
fara flugleiðis til Lundúna á
morgun og hefur hann látið í ljós
góðar vonir um að Kýpurdeilan
verði nú loksins leyst.
Sunnudagur 15. febr.
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 2: Við viljum ekki byggja upp
menninguna í landinu á kostn-
að mannúðarinnar. Ræða Ólaft
Thors fyrir frv. um vöruhapp-
drætti S.Í.B.S.
— 3: Sr. Óskar J. Þorláksson: Harmt
efni hafsins.
Úr verinu, eftir Einar Sigurðs-
son.
—- 6: 150 ár liðin frá fæðingu Abra-
hams Lincolns.
— 8: Stutt samtal við systur Fulbertu
í Landakoti.
•- 9: Spjallað við Kristin Pétursson
blikksmið sjötugan.
— 10: Ágreiningur um greiðslutíma,
grein eftir Jón Sigurðsson,
alþm.
— 12: Forystugreinin: Framsókn er
bölvaldur bænda.
— 13: Reykjavíkurbréf.
— 15: Fólk í fréttunum.
Lesbók barnanna.
— 16: Lesbók barnanna. — Skák.
— 17: Baráttan innan kommúnista-
flokkanna verður þeim að fjör-
tjóni. Frá fyrirlestri ungverska
rithöfundarins Tamas Aczel.
— 22: Olíuverðið mundi að öllum lík-
indum hækka. Frá umræðum á
Alþingi.