Morgunblaðið - 15.02.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. febr. 1959 MORCVNBLAÐIÐ 3 Úr verinu --Eftir Einár Sigurðsson—*— Togararnir Úti fyrir Vestfjörðum, þar sem togararnir halda sig, sem fiska á heimamiðum, hefur verið heldur hagstætt veður. Sunnanáttir eru þar beztu áttirnar. En afli er þarna tregur eins og áður, þó hefur eitthvað glæðzt á Halanum. Þannig var Þorsteinn Ingólfsson undir vikulokin búinn að fá við 100 lestir eftir vikuna og aðallega síðustu dagana. Var þetta fallegur þorskur. Á Nýfundnalandsmiðum gerði fyrra laugardag mjög hart veð- ur, sem stóð fram á mánudag. Hlekktist þá skipum á, og til tog- arans Júlí, sem var á þessum slóðum, hefur ekki spurzt. í þessu veðri er vitað um, að 2 kanadisk- ir togarar og 1 spanskt skip fór- ust á þessum sömu slóðum. Eftir þetta veður hættu togararnir veiðum á þessum miðum. Fisklandanir sl. viku: Karlsefni 281 t. Jón Þorláksson .. 257 - Vöttur 294 - Hvalfell 286 - Geir 270 - Neptúnus 339 - Pét. Halldórss. um 330 - Sölur erl. sl. viku: Egill Skallagr. 154 - £ 9.592 Hallv. Fróðad. 167 - — 9.450 Jón forseti .... 161 t. DM 77.000 Þorm. goði .. 291 - DM 139.500 Reykjavik Sífelld ótíð var alla vikuna, svo að ekki gat heitið að komizt væri á sjó og sízt að gagni. Það var að vísu einn daginn brotizt út af nokkrum bátum, og þeir, sem ekki sneru aftur, misstu flestir meirihlutann af línunni. Keflavík Sama ótíðin hélzt alla vikuna með stormi og stundum stólpa- roki og aldrei lítandi að sjó, ef vel hefði átt að vera. Þó var almennt róið á miðviku- daginn, þó ekki fyrr en komið var undir morgunn. Afli var lélegur þennan dag, 3—5 lestir. Um kvöldið fóru svo bátarnir almennt í róður, en sneru allir aftur sem betur fór, því að stór- viðri gerði um daginn af suðri og suðaustri, 10—11 vindstig, sem helzt fram á kvöld. Aðfaranótt föstudagsins var svo enn reynt, en samt ekki fyrr en talsvert eftir venjulegan róðrar- tíma. Bátarnir fóru yfirleitt stutt, og var afli hjá þeim lélegur, 3—4 lestir, en nokkrir, sem fóru lengra fengu 6—7 lestir. Akranes Framan af vikunni voru óslitin frátök og fram á fimmtudag, að allir reru, en helmingurinn kom aftur án þess að leggja nokkurn spotta, en hinir voru að koma að fram eftir kvöldinu með lítið af línunni og engan afla. Á föstudag réru 4 bátar og 4 fóru að leita að línunni, sem þeir áttu í sjó. Fundu þeir mikið af henni. Afli var lélegur, 2%—4% lestir. Það er neyðar- og hörmungar- ástand hjá öllum sem við útveg fást, vegna ógæftanna og afla- leysisins. Vestmannaey jar Síðastliðnar 3 vikur hefur að mestu verið landlega hjá flotan- um. Eru þetta lengstu frátök, sem menn muna eftir. Þá sjaldan að einhverjir bátar hafa róið, hefur alltaf hvesst af einhverri átt, þótt farið væri af stað í sæmilegu veðri. Aðfaranótt fimmtudagsins fóru um 40 bátar af stað í róður og snéru flestir aftur. Nokkrir lögðu hluta af lín- unni og fengu lítinn afla, enda veður slæmt, vindur 1—12 stig af suðausri. Afli bátanna hefir litið breytzt frá því um síðustu mánaðamót. Aflahæstu bátarnir eru: Stígandi ........... 95 t. Björg SU ........... 94 - Snæfugl SU.......... 86 - Kári ............... 82 - Sig. Pétur.......... 75 - Bergur VE .......... 75 - Gullborg ........... 74 - Víðir SU ........... 71 - Kristbjörg ......... 70 - Síldarútflutningur Færeyinga nam á sl. ári við 60 millj. króna (með 55%.) Færri skip tóku þátt í síldveiðunum sl. ár en 1957. Alls voru fluttar út 115.000 tunn ur af saltsíld, og tóku Svíar og Austur-Þjóðverjar álíka mikið hvorir, við 50.000 tunnur, hitt fór til Danmerkur. Minni afli — Hærra verð Úthafsveiðar Vestur-Þjóðverja gáfu útgerðinni við 200 millj. kr. (með 55%) meira í aðra hönd en Vélbátinn Jóhann Þorkelsson ÁR 24 ra’k á land upp vestan við Eyrarbakka meS jakaburSi, þegar Ölfusá ruddi sig 29. jan. sl. Á efri myndinni sést hvar hann ligg- ur í fjörunni. Þar sem erfiSleikum var bundið aS koma honum á flot þarna á staSnum var honum Iyft upp á tvo dráttarvagna og ekiS um kílómetra leiS þar sem auS- veit væri aS sjósetja hann. Mun þetta í fyrsta skipti, sem líkri aS- ferð er beitt viS björgun hér. — Báturinn er tæplega 30 lestir að stærS. — Á neSri myndinni gést þar sem veriS er aS flytja hann. árið áður þrátt fyrir miklu minni afla. Er þetta þakkað stöðugra fiskverði og hlutfalls- lega minni útgerðarkostnaði á hinum nýju stóru dieseltogur- um. Flelrl bætast í hópinn Fimm Arabaríki hafa ákveðið að færa landhelgi sína út í 12 mílur. Fleiri togarar Stærsta togarafélag Vestur- Þjóðverja, „Nordsee“, hefur pant- að 3 nýja togara, sem verða til- búnir um næstu áramót. Skipin verða ekki nema 716 br. lestir að stærð eða aðeins stærri en ný- sköpunartogararnir. Engu að síð ur eiga þeir að vera byggðir sem verksmiðjutogarar, með fiski- mjölsvinnslu, flökunarvélum og hraðfrystingu. Erfiðlelkar vegna ógæftanna. Það má segja, að nú sé búinn að vera nær óslitinn ógæftakafli í 3 vikur. Eru þetta lengri frá- tök en menn eiga að venjast nú á seinni árum. Eins og öllum til- kostnaði við útgerð er orðið hátt- að, hefur þetta sorfið mjög að út- gerðarmönnum. Kauptrygging er t.d. kr. 1500 á mann á viku, og eru þetta 9—11 menn við bátinn. Svo eru ótal útgjöld, enda þótt ekki sé róið, sem ekki verður komizt hjá að greiða. Allir, sem skipta við útgerðina, vilja fá sitt um leið og gengur illa að skilja, að lítið sé til að borga með, þeg- ar aldrei gefur fisk úr sjó. Ekki bætir það úr, að útgerðar- lán hafa staðið í stað nú í mörg ár þrátt fyrir stórhækkuð út- gjöld. Lánin hrökkva hvergi nærri fyrir því, sem þarf til að koma bátnum af stað, og er því skuldaslóðinn á eftir mönnum, þegar ýtt er úr vör. Allt getur þetta blessazt í öllu venjulegu, en þegar út af ber eins og nú, eru erfiðleikar útgerðarinnax ótrú- lega miklir. En þetta er ekki nema hálfsögð sagan. Allir, sem verka fisk sinn, hvort heldur frysta, salta eða herða, verða að inna af hendi meiri og minni kaupgreiðslur, enda þótt lítið eða ekkert sé við að vera. Tekur þetta í hnúkana, þegar hér er um marga menn að ræða, eins og nærri má geta. Ó- talin eru svo ótal önnur útgjöld alveg eins og við útgerðina og jafnvel meira, t.d. að halda vélun- um í gangi, þótt ekkert sé við að vera dag eftir dag. Ofan á þetta bætist svo, að bú- ið er verr að fiskvinnslunni en sl. ár og það mikið, varð hún t.d. að taka á sig allar grunnkaups- hækkanir og ótal aðrar hækkan- ir án svo til nokkurra bóta. Þeg- ar þetta leggst svo á eitt með verkefnaskortinum, má nærri geta, hversu ástandið er. Níðzt á atvinnurekstrinum Alltaf er verið að gera kröfur til fyrirtækja, sem hafa einhvern atvinnurekstur, um innheimtu alls konar gjalda fyrir það opin- bera, án þess að greiðsla komi fyrir þann mikla kostnað, sem þessu er samfara. Þessi gjöld, sem krafizt er að innheimt séu hjá starfsfólkinu eru m.a.: 1) Skattar 2) Útsvör 3) Lífeyrissjóður 4) Skyldusparnaður Hjá mörgum stærri fyrirtækj- um er alveg einn maður fastur við þessi störf, og kostar þetta fyrirtækin tugi þúsunda á ári. Fyrir utan kostnaðinn fylgir þessu nokkur ábyrgð, svo að fyrirtæki geta þurft að greiða fyrir starfsmann þessi gjöld, ef gleymzt hefur einhverra hluta vegna að halda gjöldunum eftir, enda þótt starfsmaðurinn sé far- inn veg allrar veraldar og engin tök á að ná neinu hjá honum. Ef þverskallazt er við að greiða í slíkum tilfellum, er framkvæmt lögtak hjá fyrirtækinu. Sr. Óskar J. Þorláksson: Harmsefni hafsins, i. Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið, frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ert þú þar, þótt ég gerði undir- heima að hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt ég lyfti mér á vængjum morgunroðans og settist við hið yzta haf, einnig þar myndi hönd þín leiða mig, og hægri hönd. þín halda mér. (Sálm. 139.7-10). ★ Undanfarnar vikur hefur verið stormasamt á höfum úti, og þeg- ar vér höfum legið vakandi og hlustað á þyt stormsins, hefur nokkur kvíði fyllt hugann. Það er gömul saga hér á landi, að mikl- um óveðrum hafa fylgt sorgar- fregnir, þó hefur slíkum fregnum sem betur fer, fækkað mjög hin síðari ár. Stærri og tí@&i skip, margvísleg öryggisþjónusta gerir það að verkum, að auðveldara er að sigla um höfin og það í vondum veðrum, en áður var. En allt á sín takmörk, líka þekking og máttur mannanna. Enn er mönnum í fersku minni, er danska Grænlandsfarið ,Hans Hedtoft’ týndist með alla áhöfn við Grænlands strendur nú fyrir skömmu. Sá sorgaratburður vakti athygli og samúð um allan heim og þjóðarsorg, bæði á Grænlandi og í Danmörku. Vér íslendingar ættum flestum betur að skilja, þá sorgarsögu, sem slíkum atburðum er tengd. Og þessa síðustu daga höfum vér beðið milli vonar og ótta í sambandi við leit þá, sem gerð hefur verið að togaranum ,Júlí‘ frá Hafnarfirði, sem engar fregnir Það er óviðunandi að láta það opinbera komast upp með að velta skriffinnskunni yfir á at- vinnureksturinn, a.m.k. án þess að greiða fullt fyrir, þegar það er sjálft að kikna undir öllu sam- an. Einstklingurinn og félagið Um þessar mundir hafa menn verið að skila skattaframtölum sínum. Ætli það sé ekki hjá mörgum þyngsta þraut ársins. Það er svo mannlegt að vilja ekki sjá af sínu yfir til þess opinbera meira en nauðsyn krefur. Flestir hafa þörf fyrir að halda sem mestu af tekjum sínum, ýmist til persónulegrar neyzlu, til að koma þaki yfir höfuðið á sér eða til ýmissa framkvæmda, svo að ekki sé talað um að leggja eitthvað fyrir til efri áranna, en það hef- ur nú lengi verið talin dauða- synd í þessu skattþjakaða landi. Og það ýtir heldur ekki undir fórnarlund í þessum efnum að sjá, hversu farið er með opin- bert fé af hálfu ráðamanna þjóð- arinnar. En að því slepptu, hversu fénu er ráðstafað, er ekki úr vegi að vekja hér athygli á því, að enn hefur ekki fengizt leiðrétting á því misrétti, sem gjaldendum tekjuskatts er gert hér á landi, og má það þó furðulegt heita, þar sem stjórnmálin snúast svo mikið um að vinna hylli fjöld- ans, og ekkert sett fyrir sig, þeg- ar um atkvæðaveiðar er að ræða. Hámarkstekjuskattur hjá fé- lögum hefur nú verið ákveðinn 25%, og getur hann því aldrei orðið meiri. Hins vegar þarf ein- staklingur ekki að hafa nema kr. 60,000 tekjur til þess að fara yfir þetta hámai'k. Og komist tekjur hans t.d. upp í kr. 70.000 sem ekki þarf að teljast nein goðgá, verður hann 30%. Skatt- urinn á einstaklingum kemst upp í 40% af tekjunum. Gæti það átt sér nokkurs stað- ar stað í heiminum, að kannske stór og stælt félög væru látin búa við miklu lægri skatt en einstaklingar. Hér er svo ótalið, að félög hafa varasjóðshlunn- indi, sem hafa mikið að segja í .Framhald á bls. 22. I hafa enn borizt af, eftir hina miklu storma á Nýfundnalands- miðum, eftir síðustu hegi. Ennþá er leitað, þó að vonir manna dofnl með hverjum degi. Það er ekki á voru valdi aS rekia sundur alla hina mörgu þræði mannlegra örlaga. Þrátt- fyrir góðan útbúnað og margvís- lega tækni bæði á sjó og landi, fáum vér ekki ráðið örlögum líf* og dauða. Vér verðum alltaf að vera við því búin, að dauðinn geti komið áður en varir, annað hvort að hann kalli oss sjálf héðan burt, eða kalli þá frá oss, sem oss eru kærastir. Ein óveðursnótt getur því orðið örlagarík fyrir oss og gert að engu bjartar vonir og framtíðardrauma. Harmsefni hafsins eru mörg og fáir munu þeir vera, hér á landi, sem ekki hafa, að einhverju leyti komizt í kynni við þá reynslu. Hafið býr vissulega yfir miklum örlögum. Þar er hinzti hvíldar- staður margfa og því vakna svo margar hugsanir, þegar horft er út á hafið. Ég minnist þín, er sé ég sjóinn glitra, . við sólarhvel, I og þegar mánans mildu geislar ’ titra, ég man þig vel“. (M.J.) En vér látum oss ekki nægja að hugsa um harmsefni hafsins, vér viljum gera það, sem í voru valdi stendur, til þess að bægja frá þeim hættum, sem jafnan fylgja störfum sjómanna og sæ- farenda, og efla stöðugt það starf, sem miðar að þvl, að auka ör- yggi á sjónum, og betri slysa- varnir bæði á sjó og landi. Hver einasta sorgarfregn er oss ný áminning, ný hvatning í þessum efnum. II. En allir sorgaratburðir hafa líka aðrar hliðar. Hvernig eigum vér að mæta sorginni, sem svo oft óvænt verður á vegi vor mann- anna? Margar hendur eru vissu- lega fram réttar, til þess að létta þær byrðar, sem ástvinamissi eru jafnan samfara. En þrátt fyrir slíkan vinar og kærleikshug eru margar spurningar, sem knýja á hugi þeirra, sem missa. Þá leitum vér oss huggunar í trúnni. Vér minnumst þeirra fyr- irheita, sem Guð hefur gefið oss í orði sínu og vér treystum því, að þeim sem Guð elska, samverki allt til góðs. Þetta hefur verið reynsla allra þeirra, sem í alvöru hafa leitað sér styrks í trúnni. Enginn, sem les það, sem Jesús Kristur talar til vor í Nýja-Testa mentinu, þarf að vera í v^fa um það, hvernig hann leit á lif og dauða. „Ég lifi, og þér munuð lifa“. Og sjálfur leiddi hann í ljós líf og ódauðleika með upp- risu sinnL Þetta er sú trú, sem hann vill gefa oss á sorgarstundum, þetta er sú trú, sem á að hjálpa oss til þess að líta með bjartsýni á hin miklu vistaskipti lífs og dauða. Því verður aldrei neitað, að dauðinn er oft mikið sorgarefni, þegar hann kallar þá frá oss, sem eru í blóma lífsins, en hann getur líka verið kærkominn gest- ur, þegar hann veitir þeim lausn, sem þrotnir eru að heilsu og kröft um. En hann bendir oss alltaf til æðra lífs og æðri þjónustu. Og ef við hugsum dauðann í ljósi trúarinnar, þá er hann eins og ferðalag. Vér kéeðjum ástvini vora hér í heimi, en göngum inn til fagnaðarfunda við þá, sem á undan eru gengmr. Hvar er hel? Öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu breiðir. Sólarbros, er birta él, heitir hel“. (M.Þ.) Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.