Morgunblaðið - 15.02.1959, Side 6
e
MORCUNBL4ÐIÐ
Sunnudagnr 15. febr. 1959
150 ár liðin frá fœðingu
Abrahams Lincolns
ÞANN 12. FEBRÚAE voru 150
ár liðin frá fæðingu Abrahams
Lincolns. Hann fæddist í ofur fá-
tæklegum bjálkakofa í Kentucky,
aem þá var nýbyggjaland í Banda-
ríkjunum. Þetta fátæka barn átti
eftir að rísa til æðstu mannvirð-
ixiga og verða einn mesti spek-
rngur og sérkenilegasti persónu-
leiki veraldarsögunnar.
Abraham Lincoln er nú án efa
▼irtastur og elskaðastur allra for-
»eta Bandaríkjanna. Hann er jafn
▼el meira metinn, en sjálf frelsis-
hetjan hershöfðinginn Georg
Washington. Hann er þó ekki mik-
ilsmetinn fyrst og fremst vegna
sigursins í þrælastríðinu, heldur
vegna þess að andi hans og lífs-
speki hefur enn slíkan kraft, að
það lýsir bandarisku þjóðinni á
hverri stund gegnum misviðri ald-
anna.
★
LINCOLN var mjög sérkennileg-
nr maður. Hann gekk aldrei í
neinn skóla, samt varð hann
fremsti menntamaður, og einn
stærsti meistari enskrar tungu,
sem nokkurntímann hefur verið
uppi. Hann skrifaði ekki leikrit
eins og Shakespeare, heldur eru
verk hans pólitískar ræður, bréf
og smásögur sagðar við kunningj-
ana. 1 þessum myndum málsins
birtist Lincoln, sem hinn stórkost-
legi meistari í að túlka hugsanir
sínar, hugsanir, sem virtust ná
yfir óravíddir. Þannig fulikomn-
aði hann enska tungu, svo að hún
varð öðrum tungum hæfari til að
túlka hugsjónir, skap og geð-
brigði.
Áhrif Abrahams Lincolns ná
þó langt út fyrir hinn Engilsax-
neska heim. Hann verður hvaðan
úr heiminum sem menn líta til
hans brautryðjandi lýðræðishug-
sjónarinnar. Hann hafði forustu
í því að afnema þrælahaldið í
Bandaríkjunum, enginn harmaði
það meira en hann, að slíkt skyldi
kosta blóðsútheliingar og bræðra-
▼íg. En frelsi svertingjunum til
handa var aðeins Htill þáttur í
miklu víðtækari hugsjón um frelsi
öllum mönnum og öllum þjóðum
til handa, hvar sem þeir eru í ver-
öldinni og hvaða litarhátt sem
þeir bera.
★
ABRAHAM LINCOLN var stjóm
málamaður, en hann var heiðarleg
ur stjórnmálamaður. Allan stjórn-
málaferil sinn var hann sjálfum
sér samkvæmur. Hann varaði við
því hve stjómmálamönnum hættir
við því í harðskeyttri baráttu að
taka upp óheiðarlegar aðferðir,
hann fyrirleit lygar og sjálfshól,
*n beitti stöðugri sjálfsgagnrýni
▼ið sjálfan sig og fylgismenn sína,
jafnvel í öllum aðgerðum í hinni
heitu og hatursfullu borgarastyrj-
öld. Má rifja upp eina sögu um
þetta: Einu sinni kom sendinefnd
frá einu Norðurríkjanna til hans
í borgarastyrjöldinni og hafði
prestur einn orð fyrir henni. Hann
lýsti þeirri von sinni, að Guð væri
á bandi Norðurríkjanna. Lincoln
•varaði strax. Það er ekki aðal-
atriðið, hvort Guð er á okkar
bandi, heldur hvort við erum á
bandi Guðs.
★
HÉR Á EFTIR verða nú rakin
í stuttu máli helztu æviatriði
Abrahams Lincolns:
Sem fyrr segir fæddist hann í
rikinu Kentucky, sem er í Alleg-
hany-fjöllum austarlega í Banda-
ríkjunum. Föður hans farnaðist
ekki vel þar og flutti hann sig því
enn vestur á bóginn til Indiana og
enn síðar til Iilinois í Miðríkjun-
wm. 12 ára missir hann móður
eína og í öllum uppvextinum vand-
ist hann harðri líkamlegri vinnu,
•kógarhöggi og landbroti. Honum
▼ar létt að tala og hlýða með at-
hygli á það sem aðrir sögðu. Um
skólagöngu var ekki að ræða í
landi frumbýlinganna, en Lincoln
elskaði bækur og las þær bækur
upp til agna sem hann náði í.
Fremsta kennalubók hans var
Biblían, Róbinson Krúsó og sið-
ar leikrit Shakespears. Hann tók
fyrir að læra lögfræði af sjálf-
um sér og fékk leyfi til að stunda
málflutning í bænum Springfield
í Illinois.
★
ABRAHAM LINCOLN ákvað ung
ur að árum að gerast stjómmála-
maður. Það virtist þó ekki liggja
vel fyrir honum, því að hann var
á yngri árum feiminn og ófram-
færinn. Til skamms tíma hafa að-
dáendur Lincolns viljað halda því
fram, að hann hafi aldrei viijað
troða sér fram í stjórnmálabar-
áttunni. Rannsóknir á æviferli
hans sýna þó að þetta er rangt.
Hann stefndi markvisst að frama
á stjórnmálasviðinu, en þurfti að
beita þeim mun meiri sjálfsaga
sem hann var óframfærinn að eðli.
Máiflutning sinn í réttarsölum
Springfields notaði hann til að
fullkomna ræðuflutning sinn.
Hann var ekki mikill lögfræðing-
ur, en brábt fór að fara orð af
mælsku hans.
1 Springfield bjó hann ásamt
öðrum manni í einu litlu herbergi
og varð það brátt samkomustaður
ungra manna og vettvangur
stjórnmálarifrildis. Þangað tíðk-
aði meðal annars komu sína ann-
ar ungur lögfræðingur í Spring-
field Stephen A. Douglas, sem var
demokrati meðan Lincoln var repu
blikani. Rifust þeir oft langt
fram á næstur um póltík, en brátt
átti það rifrildi eftir að færast
á æðri staði. Er mjög undarlegt
hvernig örlög þessarra tveggja
manna úr herberginu í Spring-
field áttu eftir að fléttast saman
og skapa örlagaríkan þátt í sögu
Bandaidkjanna.
★
í SPRINGFIELD kvæntist Lin-
ooln Mary Todd. Hann hafði ætíð
verið óheppinn í kvennamálum sín
um, enda mjög óframfærinn og
ðlögulega vaxinn, 194 sentimetrar
á hæð og mjór eins og þvengur.
Mary Todd virtist fyrst ungra
stúlkna skilja það, að fyrir þess-
um unga manni myndi bíða mikill
frami og frægð. Hún tók hann
með trompi og e.t.v. hefur það haf t
nokkur áhrif á hann, að giftingin
styrkti hann pólitískt í Illinois, því
að ætt henar var stór og áhrifa-
mikil. Á seinni árum Lincolns
varð kona hans honum mikil byrði,
mjög eyðslusöm og glysgjöm og
oft svo afbrýðisöm, að stappaði
nærri geðveiki og olli hr.eykslun-
um. Var fjölskyldulíf þeirra á
margan hátt óhamingjusamt.
★
SVO snúið sé aftur að gtjómmála-
ferli Lincolns þá var hann fyrst
kosinn til þings Illinois og fór
stöðugt meira orð af málsnilld
hans. Eftir nokkur ár var hann
kosinn til fu-lltrúadeildar Banda-
ríkjaþings og fluttist til Washing-
ton. Frægð hans sem ræðuskör-
ungs jókst enn. Hins vegar fékk
hann lítinn frama vegna þess, að
hann var oft gagnrýninn og bein-
skeyttur í orðum jafnt við sam-
herja sem andstæðinga. I’ór áhugi
hans á stjórnmálum nú dvin-
andi um tíma.
Þá gerðist það árið 1854, að
demokratar og þar fremstur í
flokki fyrrnefndur Stephan Dougl
as, sem nú var einn helzti foringi
demokrataflokksins fengu sam-
þykkt í þinginu hin svonefndu
Kansas-Nebraska lög.
Deilurnar um þrælahaldið í Suð
urríkjunum voru byrjaðar og þótti
Norðurríkjamönnunum þrælahald-
ið vera bandarísku þjóðinni til
ævarandi svívirðingar. Stöðugt
voru uppi kröfur um það meðal
Norðurríkjamanna, að afnema
þrælahald, þar sem það væri ó-
samboðið menningarríki. En Suð-
urríkjamenn stóðu fast gegn öll-
um sMkum afskiptum af innan-
ríkismálum þeirra.
En með þessum lögum ætl-
uðu Suðurríkjamenn að víkka stór
lega út svæði þrælahaldsins. Með
þeim var þrælahald leyft, ekki að-
eins í Suðurríkjunum, heldur og
í framtíðarlöndum bandarísku
þjóðarinnar fyrir vestan Missi-
■■
ABRAHAM LINCOLN
sippi. Óhemjuleg reiði breiddist út
um Norðurríkin við samþykkt þess
ara laga, því að ef þau fengju
að standa óhögguð var hindruð út-
færsla hinnar frjálsu stjórnskip-
unar Norðurríkjanna og þá hefði
þróunin orðið sú, að meirihluti
hinna núverandi Bandaríkja hefðu
orðið þrælaríki, eins og Suðurrík-
in.
★
VIÐ ÞETTA vaknaði á ný stjóm-
málaáhugi Lincolns. Stephen
Douglas fór nú í leiðangur um
í ■ 1 Wm Wæt3$WITwWs , skrifar úr daglega lífinu ,
Mjóu hælarnir
ska'ræðisgripir
MÖRGUM kann að finnast að
mjóu tízkuhælarnir á skóm
blessaðs kvenfólksins sé efni á
kvennasíðu og það mál komi
karlmönnum ekki við, hversu vel
vakandi sem þeir eru. En þetta er
mesti misskilningur, það sann-
ar eftirfarandi dæmi.
Maður nokkur hér í bænum
sat eitt kvöldið eftir vinnutíma
makindalega í hægindastól með
dagblaðið sitt og naut þess að
geta látið fara vel um sig, því öll
kvöld undanfarin eitt eða tvö ár
hafði hann rétt gleypt í sig
kvöldmatinn og rokið svo í nýju
bygginguna sína, smíðað, málað,
lagt gólfdúka o. m. fl. langt
fram á nótt. Nú sat hann semsagt
inni í stofu í nýja húsinu, og í
fjarska heyrðist malið í eigin-
konunni og vinkonu hennar
frammi í eldhúsi. En Adam var
ekki lengi í Paradís. Konurnar
kölluðu á hann fram í kvöld-
kaffið, og þá uppgötvaði hann
hræðilegan sannleika. Nýi, dýri
gólfdúkurinn, sem hann hafði
haft svo mikið fyrir að leggja, var
alsettur smáum hringjum. Vin-
konan hafði spígsporað um eld-
húsið á dýrindis skóm með mjó-
um málmhælum og sett för
í allan dúkinn. Þetta varð til þess
að maðurinn strengdi þess heit
að hleypa engri konu framar inn
£ húsið, fyrr en búið væri að
skoða fótabúnað hennar og ganga
úr skugga um að plöturnar væru
ekki eyddar undan mjóu stál-
hælunum. Lái honum það hver
sem vill.
Annars hefur kvenfólkið líka
sína afsökun. Það á í stöðugu
stríði við mjóu tízkuhælana. Séu
þeir úr tré eða plasti eiga þeir
það til að brotea á versta tíma,
svo ekki er um armað að ræða
en að hoppa á einum fæti á næstu
bílastöð, ef hinn hællinn fer þá
ekki líka undan þessum ofur-
þunga, en séu þeir úr málmi með
leðurplötu undir, er varia hægt
að ganga á þeim í tvo daga, áður
en komið er upp í máiminn, svo
það er engu líkara en sá gamli
með hófinn sé á ferð, þegar tízku-
drósin kemur tiplandi eftir gang-
stéttinni, og glymur í við hvert
spor. Skóhlífarnar koma hér að
engu gagni, því þessi spjót sting-
ast fyrr en varir gegnum sólann
eða út í gegnum skóhlífina til hlið
ar, ef leðurplata er sett í hælinn.
Velvakandi treystir sér ekki til
að koma með neina tillögu til úr-
bóta og dettur ekki í hug að
hefja baráttu gegn mjóu hælun-
um — því tízka* er herra sem
lætur hlýða sér alveg skilyrðis-
laust.
Tæknilegir örðugleikar
FYRIR nokkrum árum, senni-
lega árið 1954 eða 1955, átti
Velvakandi tal við símayfirvöldin
um það, hvernig stæðiáþví aðnær
hvergi væru almenningssímar í
bænum og fékk þær upplýsingar,
að það stafaði af smávægilegum
tæknilegum örðugleikum í sam-
bandi við sjálfvirka símakerfið
eða eitthvað þess háttar. Hvernig
sem það nú var, þá var því spáð
að þessir tæknilegu erfiðleikar
hlytu að leysast á næstunni, og
þá væri hægt að fara að hugsa
fyrir almenningssímaklefum. Nú
eru semsagt liðin nokkur ár,
alltaf er verið að stækka síma-
kerfið, en ekki bólar á almenn-
ingssímunum. Erlendis eru víða
almenningssímar, svo einhvern
veginn hefur þar veii* hægt að
leysa hina tæknilegu hlið þessa
máls. Almenningssímar, sem fólk
hefur aðgang að fyrir vissa borg-
un, eru nauðsynlegir, ekki gízt í
bæ, þar sem fólk getur ekki feng-
ið einkasíma þegar það þarf á hon
um að halda. Símar í mjólkur-
búðum og söluturnum geta
ekki komil í staðinn fyrir
símaklefa fyrir almenning.
Þar er ekkert næði og þessi
fyrirtæki eru ekki skyldug
til að lána hverjum sem er síma.
Er nú ekki rétti tíminn til að
koma upp nokkrum almennings-
símum, úr því unnið er að stækk-
un bæjarkerfisins?
heimaríki sitt Illinois til að skýr»
afstöðu sína við setningu hinna
nýju lag'a. En Lincoln fór í kjöl-
far hans og svaraði honum með
þrumandi ræðum. Frægust þeirra
er ræða Lincolns í bænum Peoria
16. október 1854, sem er talin
fyrsta stóra ræða hans.
Upp úr þessu var republikana-
flokkurinn stofnaður og komst
Lincoln nálægt því að verða for-
setaefni hans í kosningunum. 1
þeim forsetakosningum var demo-
krati kosinn forseti. Ilom það í
ljós að republikanarnir, andstæð-
ingar þræ'.ahald'sins fengu tæpast
nokkurt einasta atkvæði í Suður-
ríkjunum og virtist þá sem svo
myndi verða um alla framtíð, að
republikani yrði ekki kosinn for-
seti Bandaríkjanna.
Hélt nú baráttan um þrælahald-
ið enn áfrarn um skeið og gekk á
ýmsu. Með samtökum republikana
vestan Missisippi tókst að hindra
útbreiðslu þess til þeirra héraða.
★
ÁRIÐ 1860 var rúncoln svo kjör-
inn forsetaefni republikana og
þann 6. nóvember sama ár, gerðist
sá atburður, sem tíðindum þótti
sæta, að Lincoln náði kosningu
sem forseti Bandaríkjanna.
Baráttan gegn þrælahaldinu
hafði fyrst og fremst beinzt gegn
útbreiðslu þess vestur á bóginn og
það eru ekki líkur fyrir því, að
Lincoln hefði sem forseti Banda-
ríkjanna þegar beitt sér fyrir af-
námi þess í Suðurríkjunuim. Hann
skildi það, að slíkt væri ekki hægt
að gera i einu vetfangi. En Suð-
urríkjamenn voru skelfingu lostn-
ir yfir því, að hið ótrúlega hafði
gerzt, republikani hafði náð kosn-
ingu, og hann var enginn annars
en Abraham Lincoln helzti bar-
áttumaðurinn fyrir afnámi þræla-
haldsins.
X
UNDRUN Suðurríkjamanna og
ótti yfir þessum atburði nægði
einn til þess að ríkið Suður-Karo-
lina ákvað þann 20. desember 1960
að segja sig úr ríkjasan.bandinu
og á eftir fylgdu ellefu önnur
ríki og mynduðu með sér Suður-
ríkjasambandið. Hófst upp úr þvi
hin ægilega borgarastyrjöld, sem
hefur verið nefnd Þrælastríðið og
stóð S 4 ár. Var það hlutverk
Abrabams Linoolns að stjóma
baráttu Norðurríkjanna í þeim
hernaði. Hann hafði sigur en
lengur varð honum ekki lífs auðið.
Framih. á bls. 9.