Morgunblaðið - 15.02.1959, Side 10

Morgunblaðið - 15.02.1959, Side 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. febr. 1959 Ágreiningur um greiðslutíma Eftir Jón Sigurðsson alþingismann á Reynistað DEILT er um það, hvort full- trúar bænda hefðu átt að knýja fram á Alþingi hvað sem það kostaði 3V2 % grunnkaupshækk- un á kaupi bóndans frá 1. febr. til 1. sept. n.k. umfram þá hækk- un sem fulltrúar bænda sömdu um við fulltrúa neytenda s.l. haust eða bíða eftir þessari hækk un til 1. sept. n.k. er nýr verð- lagsgrundvöllur yrði ákveðinn. En 314% grunnkaupshækkun á kaupi bóndans, jafngildir sem næst 2% hækkun á verðlags- grundvelli landbúnaðarins. Til þess að gera þetta mál Ijós- ara skal reynt að gera í stuttu máli grein fyrir hvernig í þessu liggur. Þegar framleiðsluráð landbún- aðarins reiknaði út afurðaverð til bænda í byrjun sept. s.l. hafði verkamannafél. Dagsbrún í Reykjavík ekki lagt fram endan- legar kröfur um grunnkaups hækkunina. Hafði framleiðsluráð stjórn Dagsbrúnar mjög grunaða um að fresta hækkunarkröfum sínum af ásettu ráði, þar full- trúar bænda hefðu lokið verð- lagningu landbúnaðarvaranna. Vel vitandi að framleiðsluráði var samkvæmt þágildandi lögum óheimilt að hækka kaup bónd- ans nema einu sinni á ári til sam- ræmis við aðrar stéttir. — þ.e. 1. sept. ár hvert þegar verð land búnaðarvara er ákveðið.— Þrátt fyrir þennan grun var ekki hægt að fresta verðlagn- ingunni. Með því hefðu skýlaus ákvæði framleiðsluráðslaganna verið brotin. Og auk þess úti- lokaö vegna sölu sláturfjáraf- urða sem voru að koma á mark- aðinn og varð að selja með gömlu verðlagi meðan nýtt verð var ekki fyrir hendi, til stór- tjóns fyrir bændur. Það varð því að ráði í framleiðsluráði að semja við fulltrúa neytenda um að ákveða bóndanum 6% grunn- kaupshækkun eins og verkam.fél. Hlíf í Hafnarfirði og ýmis önnur félög höfðu þá fengið samþykkta. Varð þetta að samkomulagi milli þessara aðila. Þessi hækkun á kaupi bóndans var svo tekin með, þegar reiknað var út hvað bóndinn þyrfti að fá fyrir afurðir sínar samkv. þeim verðgrundvelli er fulltrúar bænda og neytenda höfðu orðið ásáttir um og með aðstoð Hag- stofunnar. Nokkru eftir að verð- lagningu landbúnaðarvara var lokið, kom stjórn Dagsbrúnar með miklar kröfur um grunn- kaupshækkun líklega 12%% en samdi seint í september um 9%% hækkun. Þetta var mikið meiri hækkun en bændur og mörg félög og starfsmannahópar höfðu fengið og búa við enn 1 dag, þar á meðal mjólkurfræð- ingar mjólkursamlaganna sem sömdu um 5%. Að því er bænd- ur snerti máttu þeir ekki hækka vörur sínar vegna grunnkaups- hækkana fyrr en 1. sept. n.k. — Annars er þetta að stór hækka kaupið, fljótlega eftir að land- búnaðarvöruverðið hefir verið ákveðið, ráð sem kommar hafa notað á undanfömum árum — Svo það er engin ný bóla. Með því hafa þeir tryggt sér óeðlilega lágt verð á landbún. vörum stundum nær því árlangt eða til 1. sept. haustið eftir. Á öðrum tímum árs hefir fram- leiðsluráði verið leyft að breýta verðlagningu ef breyting hefir orðið er lýtur að sölu og dreif- ingu varanna. En hefir ekki tek- ið til breytinga er snerta sjálfan búrekstur bænda, s. s. kaup- bóndans og fólks hans, o. fl Þegar stjórn Emils Jónssonar var að ganga frá frv. sínu um niðurfærslu verðlags og launa o. fl. var framleiðsluráð land- búnaðaríns kvatt á fund ríkis- stjórnarinnar til viðræðu um frv. í tilefni af þeim viðræðum sendi framleiðsluráð ríkisstjórn- inni einskonar óskalista í 3 lið- um, um breytingar og viðauka við frv. stjórnarinnar. Þessir liðir voru í aðalatriðUm. 1. Að kaup bóndans væri hækkað um 3%% til sam- ræmis við Dagsbrún áður en kaup hans lækkaði samkv. frv. stjórnarinnar. 2. Að framleiðsluráði skuli heimilt að hækka afurða- verð til framleiðenda ef hækkunin verður á vísitöl- unni er nemur 2 stigum eða meiru. Að framleiðsluráði skuli heimilt á sama hátt að um- reikna verð á landbúnaðar- vörum ef breyting verður á grunnkaupi. Allir framleiðsluráðsmenn voru sammála um að bera fram þess- ar óskir. En virtust ekki á einu máli um hverjar af þessum 3 óskum væru þýðingarmestar fyr ir bændur ef þess yæri ekki kostur að fá þær allar uppfyllt- ar. — Gætti þessa því meir eftir því sem málið skýrðist í meðförun- um. Ríkisstjórnin dró enga dul á það að hún gæti ekki geng- ið inn á að hækka kaup bóndans, umfram það, sem fulltrúar bænda höfðu samið um og lög stæðu til, af ástæðum sem síðar verður greint frá. — Þegar það var ljóst, lögðu Sjálfstæðismenn í framleiðslu- ráði allan þunga sinn í að tryggja að 2. og 3. liður óska- Framtíðarstarf Stórt innflutningsfyrirtæki vantar vanan og dugleg- an skrifstofumann, sem innan tíðar mun koma til greina, sem forstöðumaður. Þeir, sem áhuga hafa, eru beðnir að leggja nöfn sín og símanúmer á afgr. Mbl. merkt „Framtíðarstarf—50—5139“ Nýkomið fjölbreytt úrval af Áklœði á bifreiða- sœti KRISTINN JÓNSSON Vagna- og bílasmiðja Til sölu 100 ferm. einlift járnklætt timburhús við Álfhóls- veg Kópavogi, ágætt fyrir iðnað eða líkan rekstur Fokheld 100 ferm íbúðarhæð við Langholtsveg. Fokheldar og fullsmíðaðar íbúðir við Álfheima og fleiri íbúðir. Upplýsingar í síma 15795. 3. Jón Sigurðsson listans þ. e. heimildin til hækk- unar á afurðaverffi til bænda, vegna hækkunnar á grunnkaupi eða vísitölu yrði lögfest. Þetta tókst. Með samþykkt þessara tillagna fá bændur leiðréttingu mála sinna, sem allir er fylgzt hafa með þessum málum hafa óskað og beðið eftir árum sam- an. Hér eftir verður t. d. ekki hægt að stórhækka grunnkaup verkamanna í sept.-okt. þannig að bændur fái ekki tilsvarandi hækkun fyrr en 1. sept. næsta ár, eins og verið hefir. Verði hér eftir knúin fram almenn kauphækkun er nú að- staða til að svara henni um hæl með tilsvarandi hækkun á verði landbúnaðarvara. Allir hljóta að játa að slík víxlhækkun á kaupgjaldi og verðlagi er háskaleg. En við það hefir þjóðin búið í mörg ár. Og er þá ekki jafngott að fólk fái strax að sjá afleiðingarnar t. d. af almennri kauphækkun, að þær dragi óumflýjanlega strax dilk á eftir sér, í stað þess að láta afleiðingarnar koma fyrst fram mörgum mánuðum síðar. Líklegt er að þessi breyting verði til þéss, að fólki verði hér eftir ljósara en verið hefir að almenn- ar kauphækkanir séu að minnsta kosti vafasamur gróðavegur þeg- ar á allt er litið, og hugsi sig því vel um áður en þær eru knúðar fram. Væri þá strax nokkuð unnið. Eins og öllum mun kunn- ugt voru þessar breytingar sam- þykktar og eru orðnar að lögum frá Alþingi. Eins og getið er um hér að framan taldi ríkisstjórnin sér ekki fært að samþykkja þá ósk framleiðsluráðs, að bændur fengju grunnkaupshækkun um- fram það, sem þeir höfðu samið um s.l. haust. Ástæðurnar fyrir þessari synjun, sem ekki varð mótmælt með rökum, voru þess- ar: 1. Að bændur ættu ekki rétt til að fá þessa grunnkaups- hækkun lögum samkvæmt fyrr en á n.k. hausti, og að engar líkur væru til að henn ar hefði verið krafizt, ef þetta tækifæri hefðd ekki boðizt. Bændur ættu þarna víxil ef svo mætti segja, sem ekki félli til útborgun- ar fyrr en í sept. n.k. 2. Að með lögunum um niður- færslu kaupgjalds og verð- lags, fengju bændur mikils verðar réttarbætur, sem væru þeim mörgum sinn- um meira virði í framtíð- inni, en þó þeir fengju nokk urn frádrátt á þeirri afurða- verðs-lækkun, sem lögin mæla fyrir um og því órétt- mætt að setja kröfuna um kauphækkun á odd af þeirri ástæðu. 3. Að ljóst er, að framleið- endur landbúaðarvara fá vegna aðgerða þess opin- bera uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur frá 1. sept. 1958 — 31. ágúst 1959, sem áætlað er að nemi allt að 6 millj. kr. um fram það, sem reiknað var með, er verðlagningin fór fram í byrjun sept. 1958, þar eð útllutningsbætur hafa hækkað úr 83%, sem reikn- að var með upp í nær 100% Þetta ætti að gera bændur skaðlitla af að bíða eftir umræddri kaupgreiðslu til næsta hausts. 4. Loks var upplýst að ýmsar stéttir og starfshópar, hafa fengið miklu minni grunn- kaupshækkanir en Dags- brúnarverkamenn, jafnvel aðeins frá 1%—5% grunn- kaupshækkun á sama tíma og bændur höfðu tryggt sér 6% hækkun með samningi við fulltrúa neyt- enda. Það var því augljóst er þannig var í pottinn bú- ið að ekki var gjörlegt að taka bændur nú eina út úr og veita þeim grunnkaups- hækkun. Slík aðgerð hefði óhjákvæmilega orsakað svo víðtæka óánægju að allt hefði farið úr böndunum hjá ríkisstjórninni. Þar með hefði þessi tilraun ríkis- stjórnarinnar að kippa efna hagsmálum í betra horf og forða frá hruni verið úr sög- unni eins og forsætisráð- herra lýsti yfir. Þetta voru þær staðreyndir, sem Alþingi varð að horfast í augu við, og vega og meta er greitt var atkvæði um að hækka grunnkaup bóndans. Tillaga um það frá Framsóknarflokknum var felld með miklum atkvæða- mun. Þrátt fyrir það treystust Frams.fl.menn ekki til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu, sátu hjá við atkvæðagreiðslu um frv. Þeir vildu ekki taka á sig þá ábyrgð að drepa frv. hreinlega, og setja með því allt í sama farið og fyrir áramót, svipta bændur þeim kjarabótum er frv. veitti þeim og bændur þó engu nær því að fá kaupupp- bótina fyrr en á n.k. hausti. Af sömu ástæðu var tillagan um grunnkaupshækkunina felld af Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks- mönnum, þar eð þeir töldu að samþykkt hennar væri sama og að eyða málinu, samanber yfir- lýsingu forsætisráðherra. Landsmálafélagið Vörður lleldur fund í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 17. febrúar kl. 8,30. Umræðuefni: Þingmál, frummælendur: Magnús Jónsson 2. þingmaður Eyfitrðinga, Ragnildur Helgadóttir, 8. þingmaður Reykvíkinga, Friðjón Þórðarson 11. landskjörinn þingmaður, Sigurður Bjarna- son, þingmaður N-ísfirðinga. Allt sjálfstæðisfólk velkomið, meðan húsrúm leyfir. Landsmálafélagið Vorður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.