Morgunblaðið - 15.02.1959, Page 12

Morgunblaðið - 15.02.1959, Page 12
12 M O R C V TS U L 4 Ð I í) Sunnudagur 15. febr. 1959 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigui Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FRAMSÖKN ER BÖLVALDUR BÆNDA Í^NGum hugsandi manni ( dylst, að allar stéttir hins íslenzka þjóðfélags hafa beðið tjón vegna þess gífurlega verðbólguflóðs, sem vinstri stjórn in hellti yfir þjóðina. Er þó óhætt að fullyrða, að ennþá hefur ekki nema lítill hluti áhrifa þess kom- ið fram. Þær ráðstafanir, sem þeg ar hafa verið gerðar af núverandi stjórnvöldum til þess 'að stöðva frekari vöxt verðbólgunnar, miða fyrst og fremst að því að hindra það hrun, sem við blasti, þegar vinstri stjórnin féll. Ein þeirra stétta, sem mikið og tiífinnanlegt tjón hefur beðið af verðbólgustefnu vinstri stjórn- arinnar er bændastéttin. Síðast liðið ár varð henni mjög þungt í skauti. Ein meginástæða erfið- leika bænda á árinu 1958 voru „bjargráð" vinstri stjórnarinnar. Áhrif þeirra ráðstafana gagnvart bændum birtust m.a. í þvi að stórkostleg hækkun varð á erlend um áburði og fóðurbæti. En af báðum þessum vörutegundum verða flestir bændur að kaupa mikið magn til þess að geta hald- ið við ræktun sinni og bústofni. Ennfremur hækkuðu vélar og hvers konar tæki, sem bændur þurfa til búreksturs sins geysi- lega í verði, vegna hinna nýju skatta og tollaálagningar vinstri stjórnarinnar. Mikill fjöldi bænda, sem hafði gert ráðstafan- ir til þess að eignast nauðsynleg- ar ræktunarvélar og aðrar búvél- ar, varð af þessum sökum að hætta við ráðgerð vélakaup. Bændurnir höfðu bókstaflega ekki efni á því að kaupa tækin á hinu stórhækkaða verði. Mun þetta hafa ófyrirsjáanlegar afleið ingar fyrir ræktunarstörf og bú- skap yfirleitt í mörgum héruðum landsins. Vitanlega gera bændur sér ljóst, að þessi geigvænlega verðbólgustefna vinstri stjórn- arinnar var framkvæmd und- ir forystu Framsóknarflokks- ins, flokksins, sem sífellt seg- it fyrst og fremst bera hag íslenzkra bænda fyrir brjósti. Þegar á þetta er litið, sætir það ekki lítilli furðu, að Tímamenn skuli fjölyrða um það nú, að hlut- ur bænda sé fyrir borð borinn af þeim, sem nú fara með stjórn landsins eða styðja hana. Engin stjórn hefur reynzt bændum þyngri í skauti heldur en vinstri stjórnin, sem hellti yfir þessa sparsömustu og iðjusömustu stétt þjóðfélagsins verðbólguflóði og dýrtíð, sem dregið hefur stórkost- lega úr ræktunar- og framfara- möguleikum. Niðurgreiðslurnar og bændur Tímamenn látast nú vera mjög hneykslaðir yfir því, að niður- greiðslur á verðlagi landbúnað- arafurða hafa til bráðabirgða verið auknar verulega, til þess að hindra hækkun vísitölunnar og óviðráðanlegt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. En greiddi ekki vinstri stjórnin verð landbúnaðarafurða niður á ná- kvæmlega sama hátt og núver- andi stjórn gerir, aðeins með nokkru lægri upphæðum, þar sem verðbólgualdan var ekki orð- in eins há þá eins og þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum? Vitanlega gerði vinstri stjórn- in það. En niðurgreiðslur hennar voru hins vegar árangurslausar. Verðbólgan og dýrtíðin hélt á- fram að magnast, hvert ólagið á fætur öðru leið yfir íslenzkt at- hafna- og efnahagslíf. Niðurstað- an varð svo sú, að forvígismaður og höfundur vinstri stjórnarinnar Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, kom fram fyrir Alþingi hinn 4. desember s.l. og lýsti því yfir, að nú væri allt um þrotið. Vinstri stjórnin yrði að segja af sér, þar sem stórfelld ný verðbólgualda væri risin og stjórnin ætti engin sameigin- leg úrræði gagnvart þeim vanda. Tvísöngur Tímans Annars er rétt að bændur veiti því athygli, að Tíminn syngur hreinan tvísöng um þessar mund- ir. Sést það m.a. af því að bera saman ummæli .blaðsins 5. og 7. febr. sl. í öðru blaðinu er talað um að níðzt sé á launastéttunum meira en öðrum með niðurfærslu lögunum. í hinu blaðinu segir Tíminn að verst sé farið með bændur, og sýni það enn fjand- skap Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins gagnvart sveita- fólkinu. Þannig leikur málgagn Fram- sóknarflokksins tveim skjöldum. Þegar Tíminn er að tala við kaup- staðafólkið, segir hann að niður- færslulögin bitni verst á launþeg- um og verkalýð. Þegar hann beinir máli sínu til bænda og sveitafólks, segir hann að niður- færslulögin séu árás á sveitirn- ar og dreifbýlið. En auðvitað veit sveitafólk- ið, eins og aðrir landsmenn að Framsóknarflokkurinn treysti sér ekki til þess að greiða at- kvæði gegn þessari nauðsyn- legu löggjöf, sem sett var til þess að hindra ennþá meiri ógæfu en vinstri stjórnin hafði leitt yfir þjóðina undir forystu Framsóknarmanna. Mundu Framsóknarmenn hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu um niðurfærslulöggjöfina, ef þeir hefðu talið hana fela í sér stórfellda árás á bændastétt- ina, eins og Tíminn vill nú vera láta? Það er heldur ólik- legt. Sannleikurinn er auðvitað sá, að niðurfærslulöggjöfin fól ekki í sér árás á neina stétt þjóðfélags- ins. í henni fólst aðeins tilraun til þess að stöðva verðbólguflóðið með bráðabirgðaráðstöfunum. Sjálfstæðismenn munu aldrei halda því fram’ að þessi löggjöf hafi ekki haft í för með sér nokkra kjaraskerðingu í bili. En hún var lífsnauðsynleg til þess að forða ennþá meiri kjaraskerð- ingu og stórfeldum vandræðum, sem hlutu að bitna á allri þjóð- inni fyrr en varði, ef ekki hefði verið að gert. Þetta skilja íslenzklr bænd- ur áreiðanlega vel. Vaxandi fjöldi fólks í sveitum lands- ins mun einnig skilja það, að Framsóknarflokkurinn er versti bölvaldur bændastétt- arinnar. UTAN UR HEIMI De Gaulle œtlar að búa í Vincennes- Söllinni Hann viíl ekki láta glaum og gleði heimsborgarinnar trufla sig DE GAULLE forseti vill ekki búa í höllinni, sem forsetar franska lýðveldisins hafa til þessa búið í. Honum finnst Elysée-höllin ekki vel staðsett í hjarta heims- borgarinnar. Hann ætlar að flytja bústað sinn í Vincennes- höllina, sem er í Vincennes- skóginum í útjaðri Parísarborg- ar. Kastalinn er kuldaleg en til- komumikil bygging frá 14. öld, og er eitthvert öflugasta mann- virki Frakka frá þeim tíma. For- setinn segir sjálfur, að sér falli ekki að búa í Elysée-höllinni af því að hún er í þeim hluta París- ‘:i% Gamla konungshöllin í Vincennes r, sem beri greinileg merki naðar og óhófs. Höllin stendur ið Rue St. Honoré, en við þá ötu eru fínustu verzlanir borg- rinnar. Ys og þys ferðamanna- traumsins og glaumur skemmt- nalífsins á Champs Elysée er kki langt undan. m En yfir höllinni í skóginum hvílir mikill virðuleiki. Veggirn- ir í kastalanum eru 17 feta þykk- ir. I stærsta virkisturninum bjuggu frönsku miðaldakonung- arnir. Hér er forsetinn nægilega einangraður til að geta einbeitt sér að störfum sínum í ró og næði. Forsetinn lætur það ekkert á sig fá, að er hann sezt að í Vincennes-höllinni, flytur hann — sem er kjörinn af þjóðinni — inn í kastala, sem er í raun og veru minnismerki franskra kon- unga, sem ríktu af Guðs náð. m í sambandi við fyrirætlanir forsetans rifja menn ósjálfrátt upp ýmsa atburði, sem gerzt hafa í kastalanum, og saga hans hefur eðlilega verið mjög við- burðarík. í Vincennes-höllinni dó hinn 9. marz 1661 síðasti ráðherrann, sem stýrði ríkinu, áður en full- komið einveldi komst á í land- inu. Það var Mazarin kardínáli og daginn eftir andlát hans lýsti hinn ungi konungur, Lúðvík XIV því yfir að hann myndi ekki velja nýjan forsætisráð- herra. Hann ætlaði að gegna sjálfur störfum forsætisráðherra. Er Napóleon III rauf stjórnar- skrána 1851, voru þeir þing- menn, sem andvígir voru stjórn- lagarofinu, settir í fangelsi í Vincennes-höllinni. Aðeins einu sinni á okkar tím- um hafa menn verið minntir á Vincennes-höllina. Það var 1931, er alþjóða nýlendusýningin var haldin í skóginum við hið fallega. Daumesnil-vatn. — Þetta var ein af þeim fáu al- þjóðasýningum, sem mjög góður hagnaður hefur orðið af. Sýning- una sóttu um 30 milljónir manna. En sýningin í Vincennes mun líka hafa verið einstök. Við vatnið voru t. d. reistar skraut- legar byggingar í austurlenzkum stíl. 1 sögu Frakka skipar Vincenn- es sama sess og Tower í sögu Breta. Þar sem kastalinn stendur nú, var upphaflega veiðikofi, sem franski konungurinn Filip Ágúst lét byggja handa sér. Hann tók þátt í krossferðunum ásamt erki- óvini sínum, Ríkarði ljónshjarta, og átti sök á því, að Ríkarði var haldið lengi í fangelsi í Austur- ríki. Filip V af Valois lét byggja fyrsta hlutann af höllinni. Hann hafði um sig stóran flokk ridd- ara og hélt burtreiðar í Vincenn- es-skóginum. í stjórnartíð hans hófst hundrað ára stríðið við Englendinga. Höllin var fullgerð af Karli V, hinum vitra. Hers- höfingja hans, Bertrand du Gues- clin, tókst að ná aftur undir Frakkakonung mestum hluta þess landsvæðis, sem England ingar höfðu lagt undir sig. Karl V var konungur borgaranna og kom góðri skipan á fjármál Frakklands. Hann var því mjög ólíkur fyrirrennara sínum, sem lagði grundvöllinn að Vincennes- höllinni. Þegar de Gaulle flytur inn í kastalann, er ekki að efa, að hon- um verður fremur hugsað til Karls V en hins glysgjarna Filips V. Um langt skeið var kastalinn í Vincennes eftirlætisbústaður franskra konunga og skylduliðs þeirra. Meðan stórskotaliðið var ekki komið til sögunnar, var De Gaulle og kona hans fara inn í Elyséehöllina 8. jan. sl. — daginn, sem de Gaulle tók við forsetaembættinu. kastalinn óvinnandi vígi. Vin- cennes-skógurinn var mjög gott veiðiland. Og borgararnir í París, sem ekki var ávallt hægt að treysta fyllilega, voru í hæfilegri fjarlægð. í stærsta turninum í kastal- anum voru híbýli konungs, drottningar og prinsa. Umhverfis turninn voru reistar ýmsar bygg- ingar, og svæðið irtnan virkis- veggjanna er um 220 m á lengd og 178 m á breidd. Þarna eru níu turnar, margir skálar og kapell- ur, og umhverf is svæðið er virkisgröf. Lúðvík XIV lét stækka höllina í Versölum og flutti þangað frá Vincennes 1682. Eftir þetta var aðalturrrinn í Vincennes ríkisfangelsi. Meðal fyrstu fanganna, sem voru send- ir þangað var Condé herforingi, sem gat sér orðstír í þrjátíu ára stríðinu. Meðal annarra frægra fanga, sem lokaðir voru inni í turninum, má nefna Diderot, de Sade markgreifa og tvo aðals- menn, sem hlynntir voru stjórn- arbyltingu, Mirabeaufeðgana. — Mirabeau eldri var fangelsaður, af því að hann gaf út bækling og gagnrýndi þar harðlega skatta- málin. Sonur hans var á yngri árum fangelsaður fyrir ýmiss konar brek — m. a. hnupl og konurán. í Vincennes skrifaði hann klámbækur og einnig bæk- ur um stjórnmál, þar sem bylt- ingin var boðuð. Mirabeau yngri sagði í franska þinginu í bylt- ingunni miklu: Við víkjum að- eins fyrir byssustingjunum! Um miðja 18. öld var fræg postulínsverksmiðja í kastalan- Napóleon mikli gerði Vincennei höllina að vopnabúri og fangelsi fyrir hermenn. I virkisgröfinni gerðust atburðir, sem eru smán- arblettur á orðstír Napóleons. Þar var tekinn af lífi hertoginn af Enghien, sem franskir ridd- araliðar höfðu handtekið á þýzkri grund og gengið þannig í berhögg við allar alþjóðareglur. Hertoginn var náskyldur kon- ungsættinni ,og var hann dæmd- ur til dauða fyrir samsæri gegn Napóleon. Hann var skotinn, og líki hans fleygt í virkisgröfina. Síðustu árin, sem Napóleon var við völd, var Daumesnil hers höfðingi kastalastjóri í Vincenn- és. Hann hafði misst annan fót- inn í orrustunni við Wagram. Er herforingjar óvinanna skor- uðu á Daumesnil að gefast upp við að verja kastalann árið 1814, svaraði hann, að það skyldi hann gera, ef Austurríkismenn skiluðu honum aftur fætinum, sem þeir höfðu höggvið undan honum við Wagram. Eftir að Napóleon mikli náði völdunum í sínar hendur í ann- að sinn — í 100 daga, varði Daumesnil kastalann í fimm mánuði. í byltingunni 1830 rak hann á flótta mannfjöldann, sem ætlaði að ná kastalanum með áhlaupi. í annarri heimsstyrjöldinni hafði Gamelin hershöfðingi að- albækistöðvar sínar í kastalan- um. Er Frakkar gáfust upp, not- uðu Þjóðverjar kastalann sem herbúðir. Rétt áður en Þjóðverj- arnir urðu að yfirgefa Vincennes 1944, myrtu þeir þar 26 menn úr neðanjarðarhreyfingunni frönsku. De Gaulle ætlar að láta útbúa í höllinni sérstakar íbúðir, þar sem erlendir stjórnmálamenn, sem heimsækja hann, eiga að búa. Þó mun hanntakaformlega á móti slíkum gestum í Elyséehöll- inni, sem framvegis á aðeins að nota til veizluhalda á vegum hins opinbera. CHRISTCHURCH á Nýja Sjá- landi, 13. febr. (Reuter). — Bandaríski ísbrjóturinn Glacier og norska íshafsskipið Polarhav eru innilokuð í ísnum við Suður- heimskautslandið. Hefur ísbrjót- urinn verið að reyna að leysa Pol- arhav úr ísnum, en gengið það illa. Er nú helzt talin hætta á því að yfirgefa verði Polarhav. Myndi áhöfni* þá fara um borð í ísbrjótinn og hann freista að komast út úr ísnum. Annar bandarískur ísbrjótur Edistro er skammt undan á opnu hafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.