Morgunblaðið - 15.02.1959, Page 17

Morgunblaðið - 15.02.1959, Page 17
Sunnudagur 15. febr. 1959 MORCTllSfíLAfílÐ 17 Baráltan innan kommúnistaflokk- anna verður þeim sagði ungverski rithöíundutinn Tamas Aczel í gær UNGVERSKI Stalinverðlauna- höfundurinn Tamas Aczel flutti í gær fyrirlestur á vegum Frjálsrar menningar í Sjálfstæð- ishúsinu og talaði um vonbrigði ungverskra rithöfunda yfir kommúnismanum. Aczel hóf mál sitt með því að draga upp mynd af ástandinu í Ungverjalandi eftir fyrri heims- styrjöldina, þegar lénsbarónar og fasistar réðu þar lögum og lofum. Menntamenn, rithöfund- ar og æskumenn yfirleitt voru af eðlilegum ástæðum vinstrisinn- aðir. 1 seinni heimstyrjöldinni fylktu ungir rithöfundar sér und- ir vígorð kommúnismans, af því þeim fannst sósíaldemókratar of reikulir í ráði og máttlausir. Þessir ungu rithöfundar og raun- ar æskumenn yfirleitt trúðu í einlægni, að kommúnisminn mundi ráða bót á ástandinu og tryggja betri framtíð. Rajk-réttarliöldin voru upphafið Tíu árum síðar snerust flestir þessara manna gegn flokki sín- um, eftir að þeir höfðu lifað eitt mesta kúgunartímabil í sögu landsins. Hvað hafði gerzt? Á Vesturlöndum eru menn vel kunnugir hinni frækilegu baráttu Ungverja í uppreisninni 1956, en menn vita minna um hinn eiginlega undanfara hennar, baráttuna í sjálfum kommúnista- flokknum, sem hófst fyrir alvöru, þegar hin margumtalaða hláka gekk yfir kommúnistaheiminn. Ungir höfundar höfðu helgað flokknum alla krafta sína, vegna þess að þeir trúðu á framtíðina og yfirlýst markmið flokksins. En svo gerðust einkennilegir at- burðir. Árið 1949 var einn kunn- asti og valdamesti leiðtogi komm- únistaflokksins, Rajk, dæmdur fyrir njósnir og líflátinn. Rajk hafði stjórnað neðanjarðarhreyf- ingu flokksins á stríðsárunum, meðan Rakosi sat í Rússlandi, hann hafði verið leiðtogi ung- versku hersveitarinnar í spænsku borgarastyrjöldinni. Nú kom hann fram fyrir dómarann eftir stutta fangelsisvist og játaði á sig ótrúlegustu sakir. Réttarhöldin voru opinber, og var mikið veð- ur út af þeim bæði í blöðum og útvarpi. Þau ollu miklum von- brigðum í landinu, enda voru þetta fyrstu sýndarréttarhöldin, og þau urðu upphaf ógnatim- ans. Grunsemdir þaggaSar nið'ur Ungu rithöfundarnir van- —Spurning dagsins Framh. af bls. 4 og sýnt sig í verkunum; því verð ur ekki neitað, hvernig sem menn annars líta á trúariðkanir þeirra. En landinn segir við því aðeins: Þeir eru ekki eins og fólk er flest, og það mun rétt vera. Þetta má víst ekki lengra vera, þótt margt sé ósagt. En ástandið, sem nú var lýst, mun haldast að mestu í tíð núlifandi kynslóðar, hvað sem síðar verður. Ég er gamall fríkirkjusinni, í hugsun, en hefi nú undanfarna áratugi unnið að eflingu þessara mála í þjóðkirkjunni, eins og mörgum mun kunnugt. Ef óáran heldur áfram í mannfólkinu, er ekki að vita nema hún leysist upp og frjáls kirkja taki við í „frjálsu landi“ og fái afhentan sinn mikla skerf, sem hún á inni hjá ríkinu?. treystu samt ekki flokknum og leiðtogunum, sagði Aczel. Þeir trúðu því sem fram kom í rétt- arhöldunum, og ef upp komu efa- semdir, voru þær þaggaðar nið- ur. Ár ógnanna og þagnarinnar fóru í hönd. Aczel var blaðamað- ur og ferðaðist um landið; hann sá hvað var að gerast, fólk var fyrirvaralaust fangelsað, flutt burt eða drepið, en hann hélt að þetta væru mistök einstakra flokksmanna, og því sendi hann miðstjórn flokksins kvartanir og ábendingar, en þeim var aldrei svarað. Hann trúði enn á kenn- inguna, en hélt að framkvæmd hennar væri í ólestri vegna slæmra leiðtoga. En hvarvetna varð hann var við óttann hjá fólkinu. Það neitaði að tala, þó það væri vingjarnlegt og bros- milt. Versta afturhald sögunnar Hver var ástæða þess að við sáum ekki hvað raunverulega var að gerast? spurði Aczel. Hún var sú að við vorum einangraðir. Við vorum riddarar hinnar nýju valdastéttar, lifðum í fallegum húsum, ókum góðum bílum og töluðum og skrifuðum fyrir munn fólksins, sem við lifðum á. En við vorum algerlega ein- angraðir og vissum ekkert hvað gerðist með þjóðinni. að fjörtjóni Valdastéttin átti rætur sínar í lægri stéttum þjóðfélagsins, en jafnskjótt og byltingarsinnarnir komust til valda urðu þeir aftur- haldssamari og sinnulausari en nokkur önnur stétt fyrr eða síð- ar. Þetta var eins konar við- hafnarmikill dauði, sagði Aczel. Við vorum ófrjóir, hugsuðum enga nýja hugsun, áttum enga ferska tilfinningu. Við vorum að- eins áróðursmenn og trúboðar, og það sem við skrifuðum var bæði ósatt og fyrir neðan allar hellur bókmenntalega. Byltingu afstýrt Svo kom dauði Stalins 1953 og skömmu síðar uppreisnin í Ber- lín. í valdastétt Sovétríkjanna urðu ýmsar breytingar. Valda- mennirnir sáu ýmis uggvænleg merki við sjóndeildarhringinn. Nokkrir helztu leiðtogar ung- verskra kommúnista voru kvadd ir til Moskvu, þar sem Rakosi var skammaður blóðugum skömmum, m. a. af Beria, sem viku síðar var fangelsaður. Nið- urstaðan varð sú, að Imre Nagy var gerður forsætisráðherra í stað Rakosis, sem var áfram framkvæmdastjóri flokksins. — Hér er að finna rætur uppreisn- arinnar, sem var gerð löngu síð- ar. Landið var þegar á þessum tíma á barmi byltingar, en Rúss- ar fundu það á sér og komu í veg fyrir hana með því að gera breytingar á forustunni. Ný viffhorf Undir stjórn Nagys hófst nýtt skeið. Rithöfundarnir sáu nú, að grunsemdir þeirra höfðu verið á rökum reistar, og þeir hófu bar- áttuna innan flokksins. Þeir komust í nánari snertingu við líf fólksins og skrifuðu um það, eins og þeim fannst réttast og sannast. Þeir veigruðu sér ekki heldur við að lýsa ógnaröldinni, sem ríkt hafði áður. Þetta olli miklum viðsjám innan flokksins, en foringjarnir fengu við ekkert ráðið. Nagy var mjög góðgjarn og réttsýnn maður, hann var fyrst og fremst búfræðingur og vísindamaður, en lítill stjórn- málamaður og ekki mikill leið- togi. Hann átti samt stærri þátt í undirbúningi byltingarinnar en nokkur annar einstaklingur. Fangelsin opnuff Nú gerðust nefnilega þeir at- burðir, sem voru eiginlega síð- asti hlekkurinn í orsakakeðjunni. HESTAMANNAFÉLAGIÐ FAKUR Ársnatíð félagsins verður haldin laugardaginn 21. febr. í Tjarnarcaft- • hefst með borðhaldi kl. 7 e.h. Skemmtiatriði : 1. Ávarp. 2. Skemmtiþáttur Fáks-félaga eftir Guðmund- Sigurðsson. Flytjendur: Sigurffur Ólafsson, Árni Tryggvason og Brynjóifur Jóhannes- son. 3. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, ópern- söngvari, með undirleik Fritz WeisshappeL 4. Dans. Aogangskort verða afhent í skrifstofu félagsins, Smiðju- stíg 4 og hjá Kristjáni Vigfússyni, Lindargötu 26 á morg- un og næstu daga. SKEMMTINEFNDIN Fangelsin og þrælabúðirnar voru opnaðar, og út kom fólkið sem þar hafði setið og var mörgum okkar gleymt. Margir þessara manna voru persónulegir vinir rithöfundanna, og þeir sögðu sögur af reynslu sinni. Janos Kadar var meðal þeirra sem sögðu Aczel ófagrar sögur af pyndingum og svívirðingum ógn- arskeiðsins. Aldrei fyrr í sögu Ungverjalands höfðu böðlarnir verið jafn önnum kafnir. Heilög reiffi Þegar við heyrðum þessar sög- ur, sagði Aczel, fylltumst við reiði, hatri og skömm, bæði í garð flokksins og I garð okkar sjálfra, því við höfðum átt þátt í öllum þessum hörmungum, þó við gerðum okkur þess ekki fulla grein. Við vorum fylltir sams konar heilagri reiði og þeirri, sem upphaflega fékk okkur til að ganga í kommúnistaflokkinn. Nú beindist þessi reiði gegn þessum sama flokki. Og þetta varð upphaf einhverrar hörð- ustu baráttu í ungverskum bók- menntum. Við vorum kallaðir fyrir flokksforingjana og okkur var hótað öllu illu, en þegar þeir komust að raun um að við vissum allt sem þeir höfðu alltaf vitað, þá var ósigur þeirra vís. Hættulegasta fyrirbæriff Þessi misklíð innan valda- stéttarinnar og flokksins er hættulegri en nokkuð annað fyr- ir hið kommúníska skipulag. Það eru meðlimir valdastéttarinnar, menntamenn, vísindamenn og rithöfundar, sem á endanum munu gera út af við flok.kinn, en ekki kjarnorkusprengjan. Þetta kann að taka langan tíma, en það gerist fyrr eða síðar. Bar- áttan við „endurskoðunarstefn- una“, sem nú er háð um allan heim, er talandi tákn um þetta. Ef til vill er það veigamesta af- leiðing ungversku byltingarinn- ar að veikleikar kommúnista- flokksins komu fram í dagsljósið, að það varð lýðum ljóst, að sjálf hin innri rök kommúnismans leiða ævinlega til kúgunar og upplausnar, sagði Tamas Aczel að lokum. Stutt ávarp Þegar Aczel hafði lokið máli sínu, ávarpaði Sigurður A Magnússon blaðamaður hann nokkrum orðum á ensku, en flutti síðan stutt ávarp á ís- lenzku til fundarmanna, þar sem hann ítrekaði merkingu ung- verska blóðbaðsins fyrir okkur Islendinga. Borðstofuhúsgögn úr tekki, mahony, eik og birki. Kommóður og bóka- hillur. Lágt verð, góðir greiðsluskilmálar. 3 HÚSGAGNAVERZLUN Guðmundar Guðmundssonar Laugaveg 166 Kópavogur Skemmtifundur .Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður í Breiðfirð- ingabúð þriðjudaginn 17 þ.m. og hefst kl. 20,30. D a g s k r á : Félagsvist. Ávarp: Sveinn Einarsson D ANS Skemmtinefndin ■ Örðsending frá Bólsturgerðinni Skipholti 19. Höfum nú aftur á boðstólum eftirtalin úrvals húsgögn Sófasett útskorin, — Hringsófasett, — Armstólasett, Sett með póleruðum sökkli, — Létt sett, Svefnsófar, — Stakir stólar. Tekk húsgögn: Borðstofusett, — Sófaborð 3 gerðir, mjög ódýrt Kringlótt borð, afar falleg. Ú r mahoný: Kringlótt borð með ópal gleri, 4 stærðir, Skókassar. Öll okkar húsgögn seljast með afborgunum, ef óskað er Greiðsluskilmálar eftir samkomulagi. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Bólsturgerðin h.f Skipholti 19 — Sími 10388

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.