Morgunblaðið - 24.02.1959, Page 18

Morgunblaðið - 24.02.1959, Page 18
18 MORGl’NBLAÐI» Þriðjudagur 24. febr. 1959 Úr skýrslu framgang aðarþing ANNAR fundur búnaðarþings var haldinn í gær. Var þar sam- þykkt eitt kjörbréf og lögð fram 3 ný mál. Búnaðarmálastjóri flutti skýrslu um framgang mála þeirra er siðasta búnaðarþing samþykkti. Að siðustu flutti Ey- vindur Jónsson erindi um reynslu bú. í upphafi ræðu sinnar bauð búnaðarmálastjóri þingfulltrúa velkomna til starfa. Þetta væri fyrsta búnaðarþing eftir nýjar kosningar. Væru því nokkrir nýir menn á þessu þingi, en aðrir hefðu horfið. Bauð ræðumaður nýja fulltrúa velkomna en þakk- aði þeim, er nú hættu þingsetu, vel unnin störf. Öll búnaðarsambönd fengið ráðunauta Búnaðarmálastjóri gat þess að nú hefðu öll búnaðarsambönd landsins fengið ráðunauta í þjón- ustu sína. Þá drap hann nokkuð á ósk Búnaðarsambands Skagfirð inga um að fá að ráða til $ín vélaráðunaut með sömu kjörum og aðrir ráðunautar hefðu. Kvað hann vilja stjórnarinnar _ að greiða fyrir því að vélaráðunnaut ar fengjust. Þá vé'k búnaðarm:lastjóri að einstökum málum er afgreidd voru frá búnaðarþingi í fyrra. Vegna samþykktar um athug- un á kalkþörf ræktarlanda kvað ræðumaður stjórnina hafa snúið sér til Tilraunaráðs jarðræktar en á vegum þess færi nú fram rannsókn á þessu sviði og yrðu niðurstöður birtar, er ráðið teldi það fært. Um erindi varðandi kornrækt, þar sem lagt var til að stjórn B.í. hlutaðist til að frumvarp til kornræktarlaga væri lagt fyrir Alþingi, kvað búnaðarmálastjóri það mál vera í athugun enn. Vegna samþykktar um inn- flutning varahluta til landbúnað- arvéla, var bæði landbúnaðar- ráðuneytirtu og innflutningsskrif stofunni skrifað og haldið uppi munnlegum áróðri fyrir þessu máli. Það mundi hafa borið nokk urn árangur. Hins vegar yæri þetta mikið vandamál. | Ræktun holdanauta Vegna samþykktar um ræktun holdanauta kvað ræðumaður all- mikið hafa verið unnið að mál- inu undir stjórn þeirra Ólafs Stefánssonar og Halldórs Páls- sonar. Byrjunarframkvæmdir vegna þessa máls mundu kosta 12—1300 þús. kr. og væri fyrir- hugað að deila þeim kostnaði nið ur á þrjú ár. Farið hefði verið fram á það við Alþingi að veitt yrði á fjárlögum framlag til til- raunabús í holdanautarækt. Frumvarp til laga um álag til — Minning Framh. af bls. 12. Hann andaðist 8. febrúar 1959 og fór útför hans fram í gær. Sár harmur er kveðinn að hans nánustu svo og kunningjum hans og vinum. Þó að Sigurður virtist stundum hrjúfur í fasi, skein alltaf í ljúf- rnennið undir niðri. Reykjavikurbær mun æ minn- ast hans með þökk, sem eins er byggði þessa borg, og sumir munu kannski raula fyrir munni sér við og við það, sem einu sinni var til hans kveðið: Ég er ekki í villu að vaða, víst er það að rétt ég sé. Milli hárra húsaraða hillir undir Sigga P. 18. febrúar 1959. B. Th. Frá Búnaðarþingi: búnaðarmálastjóra um mála er síðasta bún- afgreiddi eflingar hagfelldri áburðarnotk- un þar sem gert er ráð fyrir Vi % álagi á heildsöluverð áburðarins og tvöfalt hærri upphæð frá ríkis sjóði. Frumvarpið var sent land- búnaðarráðuneytinu, en hefir ekki enn verið lagt fram á Al- þingi. Tillögur um búnaðarháskóla voru sendar landbúnaðarráðu- neytinu og eftirgrennslun um framgang þess máls ítrekuð í haust. Engin skrifleg svör hafa fengizt og frumvarp ekki verið lagt fram á Alþingi um málið. Frumvarp til laga um útflutn- ing hrossa var afgreitt á Alþingi með nokkrum breytingum frá því er Búnaðarþing afgreiddi það og breytingar hafa verið gerðar á því síðan að ósk hrossaræktar- ráðunauts. Frumvarp til laga um jarðhita dagaði uppi á Alþingi í fyrra og hefir ekki verið lagt fram á ný. Vegna tillögu um breytingu á girðingarlögunum gat búnaðar- málastjóri þess að nefnd væri tekin til starfa, er vinna mundi að enlurskoðun þeirra laga. Tillaga um eftirgjöf harðinda- lána var afgreidd til Alþingis. Elliheimili í sveit Vegna ályktunar um stofnun elliheimila í sveitum var öllum sýslufélögum landsins skrifað um málið og hafa svör borizt frá um helmingi þeirra. Stjórnin teldi rétt að málið yrði tekið fyrir í nefnd að nýju og srörin athuguð. Vegna erindis um vistun fólks til bústarfa var ráðinn nýr starfs- í TILEFNI þess að Glímufélagið Ármann heldur nú hátíðlegt 70 ára afmæli sitt verður efnt tii sundmóts í kvöld í Sund- höll Reykjavíkur. Undanfarin 32 ár hefur starfað sérstök sund- deild innan félagsins og hafa á því tímabili komið fram margt góðra sundmanna og sundkvenna. Einnig hefur það átt mjög góðum sundknattleiksmönnum á að skipa nú um áratuga skeið. Á sundmót- inu í kvöld verður keppt í 8 einstaklingssundum og tveim boðsundum. Keppnisgreinar eru 100 metra skriðsund karla, þar mætast meðal annars Pétur Krist- jánsson fyrrverandi methafi og Guðmundur Gíslason núverandi methafi, í 100 metra skriðsundi kvenna eru 5 keppendur og þar á meðal Ágústa Þorsteinsdóttir, í 200 metra bringusundi karla verð ur mjög skemmtileg keppni eins og ávallt áður. í 50 metra bringu- sundi kvenna keppa m.a. Hrafn- hildur Guðmundsdóttir ÍR og Sig- rún Sigurðardóttir úr Hafnarfirði en sú fyrrnefnda setti met á síð- asta móti. Auk þess verður keppt í 50 metra baksundi kvenna, 100 metra bringusundi drengja, 100 metra baksundi karla og 50 metra skriðsundi drengja en í unglinga- sundunum koma til keppni margt efnilegra unglinga. Boðsundssveit ir keppa í 4x50 metra fjórsundi ÍÞRÓTTAFÉLAG Menntaskólans á Laugarvatni hélt innanfélags- mót í frjálsíþróttum innanhúss sl. laugardag. Keppt var m.a. í há- stökki án atrennu og þar keppti sem gestur Vilhjálmur Einarsson ÍR. Vilhjálmur sem nú er skóla- stjóri héraðsskólans að Laugar- vatni náði geysigóðum árangri. karla og 4x50 metra skriðsundi kvenna. Er ekki að efa að góður árangur náist í harðri og tvísýnni keppni í kvöld. Sundæf- ingar hjá Sunddeild Ármanns eru NORÐURLANDAMEISTARA- MÓT í handknattleik kvenna (ut- anhúss) fer fram í Þrándheimi (og nágrenni) í Noregi og hefst 19 .júlí. Ákveðið er að landslið íslands taki þátt í keppninni og verður það í annað sinn er ísl. kvenfólk tekur þátt i Norður- landakeppni í handknattleik. Undirbúningur undir utanför stúlknanna er hafinn fyrir all- löngu og hafa þær stundað auka- æfingar af miklum áhuga. HSÍ hefur nú valið 21 stúlku til sér- stakra æfinga og í maíbyrjun verð ur endanlegt landslið og vara- stúlkur valdar úr þeim hópi. Stúlkurnar 21, sem valdar hafa verið til æfinganna eru þessar: Gerða Jónsdóttir, María Guð- mundsdóttir, Guðlaug Kristins- dóttir, Perla Guðmundsdóttir, Erla ísaksen, Inga Magnúsdóttir, Hrönn Pétursdóttir, allar úr KR. Sigríður Lúthersdóttir, Rut Guð- Hann stökk 1,68 metra, sem er nýtt ísl. met. Það gamla var 1,66 og átti hann það. Þessi árangur Vilhjálms er næst bezti árangur sem náðst hefur í þessari grein í heiminum. Heimsmetið á Norðmaðurinn Ev- andt 1,73 m. Þess má geta að Vilhjálmur var mjög nærri því að fara yfir 1,71 metra. á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 7.00—8.30 og sundknatt- leikur á mánudögum og miðviku- dögum frá 9.50—10.40. Þjálfari er Ernst Backman. mundsdótir, Þuríður Kjartans- dóttir, Þórunn Erlendsdóttir, Jóna Bárðardóttir, Liselott Oddsdóttir, allar úr Ármanni. Frá Fram hafa verið valdar Olína Jónsdótir, Ingibjörg Hauksdóttir og Ingi- björg Jónsdóttir. Frá Þrótti: Helga Emilsdóttir, Katrín Gúst- avsdótir. Frá Val: Sigríður Sig- urðardóttir. Frá Víking: Þórunn Pétursdóttir. Frá ísafirði: Stein: unn Annasdóttir. Átta þessara súlkna voru með í landsliðsför- inni á Norðurlandamótið 1956. Undanfarnar vikur hafa stúlk- urnar æft saman sem fyrr segir. Hafa æfingarnar verið einu sinni í viku á vegum HSÍ, en auk þess hafa stúlkurnar æft hjá sínum félögum. Nú verða upp teknar úthaldsæfingar og strax og veð- ur leyfir verður æfingum enn fjölgað og útiæfingar upp tekn- ar. í Norðurlandamótinu, sem stúlkurnar fara til, taka þátt Dan ir, sem eru núverandi Norður- landameistarar kvenna, Svíar og Norðmenn ,áuk ísl. stúlknanna. Finnar senda ekki lið að þessu sinni. ísl. stúlkur tóku fyrst þátt í þessu móti 1956. Þá voru öll Norðurlandaliðin með. ísland hafnaði þá í 4. sæti, vann Finn- land, en tapaði fyrir Dönum, Sví- um og Norðmönnum, Leikur liðs- ins þá vakti athygli og þá áunnu stúlkurnar sér reynslu sem koma mun þeim að góðu haldi í mótinu í sumar. HSÍ hefur skipað landsliðs- nefnd fyrir kvennaflokkinn. Hana skipa Valgeir Ársælsson, form. og Frímann Gunnlaugsson I og þjálfar Frímann liðið. Vilhjálmur náði öðrum bezta árangri í heimi /s/. stúlkur á Norður- landamót í handknattleik maður % hluta ársins Gísla Krist jánssyni til aðstoðar. Bauð bún- aðarmálastjóri hinn nýja starfs mann Ingólf Þorsteinsson, vel- komin til starfs. Um annan lið þessa erindis, er fjallar um að endurskoðun fari fram á vinnu- hjúalöggjöfinni, var ekkert að segja. í því máli hefði ekkert verið unnið enn. Erindið um búfjártryggingar hafði verið kynnt í Frey og hreppabúnaðarfélögunum skrif- að um málið. Enn hafði ekki kom ið nema eitt svar, en á þessu ári mætti hins vegar vænta að fyrir lægi hver væri raunveru- legur vilji bænda í þessu. Erindi yfirdýralæknis um slátrun stórgripa o.fl. hefir verið til afgreiðslu hjá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Innfl. á ómöluðu korni Búnaðarmálastjóri kvað all- mikið hafa verið gert vegna er- indis um innflutning á ómöluðu korni. Þetta væri stærra og viða- meira mál en menn hefðu al- mennt gert sér grein fyrir. Leit- að hafði verið til fóðurfræðings Atvinnudeildar Háskólans, Pét- urs Gunnarssonar. 'Hefði hann farið til Danmerkur og kynnt sér málið. Lægi skýrsla hans fyrir. Einnig hefði erindið verið sent SÍS og Innflytjendasamtökun- um. SíS hefði unnið talsvert að málinu og svar væri væntanlegt frá Innflytjendasamtökunum. Vegna erindis um reynslubú hafði búnaðarsamböndunum ver- ið skrifað, en aðeins fá svör bor- ist. Þá hafði Eyvindur Jónsson farið utan og m.a. kynnt sér þessi mál á Norðurlöndum. Frumvarp um sauðfjárbaðanir væri nú til afgreiðslu á Alþingi. Tillaga til þingsályktunar varð andi byggðasöfn send mennta- málaráðherra en ekkert verið gert í málinu enn. Frumvarp til laga um varnir gegn útbreiðslu kartöfluhúðorms o. fl. er ekki enn orðið að lögum. Ræktun og útflutn. hrossa Um framgang tillögu til þingsál. varðandi ræktun og út- flutning hrossa. Ekki hafði tekizt að fá Gunnar Bjarnason leystan frá kennarastöðu, eins og óskað var. . Tamninganámskeið væru starfandi á bændaskólunum, á Akureyri, í Skagafirði og víðar. Vegna áskorunar til SÍS að gangast fyrir útflutningi hrossa hafði verið gerð ein tilraun af hálfu sambandsins og af því til- efni hefði Gunnar Bjarnason m.a. farið utan. Hreyfing væri talsverð á þessu máli og teldi hrossaræktarráðunautur ástæðu til bjartsýni um framgang þess. Végna tillögu um aukna veður- þjónustu væri nú unnið að athug un á breytingu í þessu efni. Ætti fulltrúi frá búnaðarsamtökunum hlut að þeirri athugun. Frumvarp til umferðarlaga hefði verið afgreitt frá Alþingi. Vegna hinna geigvænlegu slysa við akstur dráttarvéla mundi Þórður Runólfsson öryggismála- stjóri flytja erindi um þetta mál á yfirstandandi búnaðarþingi. Vegna tillögu um aðild B.í. að Evrópska búfjárræktarfélaginu samþykkti stjórnin að gerast aðili að því að leggja fram í því skyni 6000 kr. ársframlag. Tillaga til þingsál. um áburð- arframleiðslu. Ekki væri hægt að vænta aðgerða fyrst um sinn í því máli vegna rafmagnsskorts. Tillaga til þingsál. um útrým- ingu mæðiveiki í fjárskiptahólfi Suður-Dala og víðar vísað til sauðfj ársj úkdómanef ndar. Hér hefir í fáum dráttum verið drepið á flest þeirra mála er búnaðarmálastjóri taldi ástæðu til að gefa skýrslu um, en alls afgreiddi síðasta búnaðarþing 41 mál. Að lokinni ræðu búnaðarmála- stjóra flutti Eyvindur ráðunaut- ur erindi um reynslubú og lýsti þeim kynnum, er hann hefði haft af þeim á Norðurlöndum s.l. sum ar. Nánar verður frá því erindi sagt síðar. Næsti fundur búnaðarþings verður á morgun og hefst kl. 9,30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.