Morgunblaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 1
siður
46. árgangur
50. tbl. — Sunnudagur 1. marz 1959
Prentsmiðja MorgnnblaðsiM
Við Hafnarfjarðarkirkju um það leyti sem minningarathöfn-
in hófst þar. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Rafmagnsverð í Reykja-
vík lœkkar um 6°/o
Frumvarp Jbess efnis samþykkt á
aukafundi bæjarstjórnar i gær
I AUKAFUNDI bæjarstjórnar í
gærmorgun, var tekið fyrir frv.
um breytingu á 1. kafla gjald-
skrár fyrir Rafmangsveitu
Reykjavíkur. Frumvarp þetta,
sem felur í sér 6% lækkun á
rafmagnsverði, hafði verið sam-
þykkt í bæjarráði daginn áður
með 4 atkvæðum gegn 1.
Gunnar Xhoroddsen borgar-
stjóri gerði grein fyrir frum-
varpinu. Skýrði hann frá því,
að gildandi gjaldskrá væri byggð
á 195 stiga vísitölu, en sú regla
hefði gilt að undanförnu að
heimilt væri að hækka rafmagns
gjöldin um 6% fyrir hver 10
vísitölustig. Við lækkun kaup-
gjaldsvísitölu úr 195 stigum í
175 stig, lækkaði kaupgjald á
rafveitunni sem svaraði 10%. Nú
hefði grunnkaup opinberra starfs
manna hækkað um 6 og 9% í
desember sl. Launakostnaður á
rafveitunni hefði því aðeins lækk
að um 3,76%. Annar kostnaður
en laun lækkaði ekki að sama
skapi, svo að heildarútgjalda-
lækkun hjá rafveitunni vegna
niðurfærslulaganna yrði ekki
nema 3%.
Á annað þúsund manns var viðstatt mtnnlngar guðsþjónustuna.
til hægri á myndinni, en biskupshjónin fremst til vinstri.
— Forsetahjónin sjást fremst
(Ljósm.: P. Thomsen).
Geysifjölmenn og virðuleg
minningarathöfn
HAFNARFIRÐI. — Minningarat-
höfnin um skipverjana af togar-
anum Júlí fór fram í gærdag í
Þjóðkirkjunni og var þar eins
margt fólk og kirkjan frekast
rúmaði í sæti og stæði. Hófst at-
höfnin með því að söngstjóri og
organleikari kirkjunnar, Páll Kr.
Pálsson, lék sorgarlag á orgelið,
en áður hafði Lúðrasveit Hafn-
arfjarðar undir stjórn Alberts
Klahn leikið fyrir utan kirkjuna.
Því næst söng kirkjukórinn, en
að því búnu flutti séra Garðar
Þorsteinsson, prófastur, minning-
arræðuna og lagði út af orðum í
bók Jesaja spámanns, 42. og 43.
kafla, sem hljóða svo: „Ég mun
leiða blinda menn um veg, sem
þeir ekki rata, segir Drottinn.
Færa þá um stigu, sem þeir ekki
þekkja. Ég vil gjöra myrkrið
fram undan þeim að ljósi. Ótt-
ast þú eigi, því að ég er með þér
— ég frelsa þig.
Friður, friður fyrir fjarlæga og
fyrir nálæga menn“.
Þá söng Kristinn HallsSon
óperusöngvari einsöng með und-
irleik Páls Kr. Pálssonar. Séra
Garðar flutti bæn, en að lokum
var leikið lag í G-dúr eftir Bach.
Stóð hin hátíðlega minningarat-
höfn yfir í rúma klukkustund. —
í kór kirkjunnar hafði verið kom-
ið fyrir fánum félagssamtaka sjó-
manna og nokkurra annara fé_
laga„ svo sem Slysavarnafélags-
ins. Skipverjar af togaranum
Júní stóðu þar og heiðursvörð.
Strax um klukkan 1,30 tóku
Frh. á bls. 2.
Borgarstjóri sagði, að það væri
hins vegar rétt að lækka meira,
til þess að stuðla að þeirri verð-
hjöðnun, sem nú væri unnið að,
Því væri lagt til að lækka gjald-
skrá rafmagnsveitunnar, ekki
aðeins um 3% heldur um 6%. —
Þyrfti í þessu sambandi að gera
breytingar á fjárhagsáætlun raf-
veitunnar, en samkvæmt þeirri
breytingu, sem hér væri lögð til,
mundu tekjur rafveitunnar
lækka um tæpar 4,3 milljónir.
Guðmundur Vigfússon talaði
næstur. Taldi hann að gjaldskrá
rafveitunnar ætti að lækka um
12% samkvæmt lögunum um
niðurfærslu verðlags og launa.
Rafmagnsveitan bæri sig það vel
að undanfarin ár hefði rekstrar-
afgangur hjá fyrirtækinu verið
á annan tug milljóna, en það væri
stefna Sjálfstæðismanna að láta
rafmagnsnotendur standa undir
framkvæmdum rafmagnsveit-
unnar. Taldi ræðumaður að eðli-
legra væri að taka lán til að
standa undir þessum framkvæmd
um.
Þórður Björnsson talaði næst-
ur. Sagði hann að eitt af því
sem bæjarbúar hefðu verið að
furða sig á undanfarið, væri
hækkunin á rafmagnsverðinu. —
Hefði það hækkað hvað eftir
annað um samtals 24% frá 1957,
um 6% í hvert skipti. Þórður
Björnsson taldi að rafmagnsgjöld
in æt.tu að lækka um 12% og
kvað minni lækkun ekki í anda
laganna um niðurfærslu verð-
lags og launa o. fl. Bar hann
fram breytingartillögu um þetta
og nokkrar breytingartillög-
ur til vara, ef hin fyrsta næði
ekki fram að ganga. Þá taldi
Þórður það ekki ná nokkurri
átt, að 6% hækkunin á rafmagns
verðinu skyldi gerð án þess að
bæjarstjórn væri látin af því vita
og bar fram tillögu um vítur fyr-
ir þetta atriði.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri tók næstur til máls. Vék
hann fyrst að ummælum Þórðar
Björnssonar xun 6% hækkun á
rafmagnsverði vegna hækkunar
á vísitölu. Kvaðst hann vilja
taka það fram, að í gjaldskrá
rafmagnsveitunnar væri hvergi
á það minnzt að samþykki bæj-
arstjórnar þyrfti til að þær hækk
anir kæmu til framkvæmda, sem
leiddu beint af hækkaðri vísitölu,
enda væri þetta hreint fram-
kvæmdaratriði.
Það væri rangt hjá bæjarfull-
trúa Framsóknarflokksins, að
þessar hækkanir hefðu komið tii
framkvæmda þegar í stað eftir
að vítitalan hefði hækkað. Hefðu
stundum liðið mánuðir áður an
rafveitan hækkaði vegna hækk-
aðrar vísitölu, og síðast er kaup
gjaldsvísitalan varð 202 stig
hefði gjaldskrá Rafveitunnar ver-
ið miðuð við 195 vísitölustig.
Þegar vísitalan hefði verið 183
stig á sl. ári, hefði gjaldskrá Raf-
veitunnar um langan tíma verið
Frh. á bls. 2.
Bretar og Egyptar
semja
KAÍRÓ, 28. febr. Reuter. — Það
var tilkynnt í Kaíró í dag að Bret
ar mundu undirrita efnahags-
samning við Arabíska sambands-
lýðveldið í kvöld. Samningsum-
leitanir hófust fyrir fimm vik-
um, en samningurinn leysir deil-
ur sem komu upp eftir Súez-
stríðið 1956. öll helztu atriði
samningsins verða birt samtím-
is í London og Kairó á mánudag.
Mikojan tók á móti Mac-
milían í Leningrad
Rússar ganga á loforð sín v/ð blaðamenn
LENINGRAD, 28. febr. — Reuter.
Það kom Macmillan á óvart, er
hann kom til Leningrad í dag, að
á flugvellinum tók á móti honum,
Anastas Mikojan, sá hinn sami
sem fyrir tveimur dögum sakaði
hann um að hafa „spillt“ um-
ræðum brezkra og rússneskra
leiðtoga í Kreml á dögunum.
Mikojan og Andrei Grómýkó
utanríkisráðherra Rússa komu
óvænt til flugvallarins í Lenin-
grad, þegar Macmillan lenti þar
eftir för sína til Kiev í Úkraínu.
Brezkir og rússneskir fánar
blöktu hlið við hlið, og sérstak-
ur heiðursvörður heilsaði, þegar
Macmillan steig út úr flugvél-
inni.
A því er vakin athygli, að þeir
Mikojan og Grómýkó tókust á
hendur þessa skyndiför til Len-
ingrad rétt eftir að Rússar létu
í veðri vaka, að það væri sök
Macmillans að viðræðurnar í
Kreml fóru út um þúfur.
Stutt ræða
Mikojan virtist vera í mjög
góðu skapi, þegar hann heilsaði
brezka forsætisráðherranum og
lék á als oddi. Macmillan hélt
stutta tölu á flugvellinum, og
sagði m. a., að þrátt fyrir mikinn
mun á lífskjörum, stjórnmálum
og efnahagsþróun í Bretlandi og
Sovétríkjunum, þá ættu Bretar
og Rússar margt sameiginlegt,
bæði minnifígar um sameiginlega
baráttu í síðari heimsstyrjöld-
Frh. á bls. 2.
Sunnudagur 1. marz
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Karlmennska og kærleikur, eft-
ír sr. Óskar J. Þorláksson.
Úr verinu, eftir Einar Sigurðs-
son.
— 6: Fyrstu vortízkumyndirnar.
— 8: Rætt við Sigtrygg Jónsson, fyrr
um hreppstjóra frá HrappsstöV-
um.
— 9: Kvikmyndir.
— 10: Fólk í fréttunum.
— 12: Forystugreinarnar: — Alvarlegt
frumhlaup Breta og Óstjórnin
mun ekki gleymast.
Utan úr heimi: „Drottning vík-
inganna“ á ferð.
— 13: Reykjavíkurbréf.
— 15: Skák. — Lesbók barnanna.
— 16: „Undraglerin“, leikdómur. —
Lesbók barnanna.
— 17: Frímerkjaþáttur.