Morgunblaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 20
20
MORCVNBLAÐIt>
Surmudagur . , 1959
Hún leit á hann. Fyrir aðeins
fáum dögum hafði þetta andlit
fyilt hana heitum ástriðueldi. Nú
sat hún andspænis honum, í að
eins einum næfurþunnum nátt-
slopp og fann varla til þess, að
hann væri karlmaður. En jafn-
framt fann hún það á sér, að hann
sagði satt.
„Og ef ég trúi þér. ..."
„Snemma í morgun, rétt eftir
að ungfrú Brown var handtekin,
kom Kessen til mín. Hann sagði
mér allt. Hann krefst þess að þú
haldir a. m. k. nafni hans leyndu.
Ungfrú Brown þegir“ ,
Hún hleypti brúnum. 'V
„Það e.r sem sagt Kessen, sem
sendi þig“.
„Ég kom vegna þess að ég vil
bjarga þér. Ef þeir handtaka
Kessen, mun ha»n ofurselja þig“.
„Fól hann þér að segja mér
það?“
„Já“.
„Þú veist þá . ...“
Áður en henni tækist að hindra
hann hafði hann gripið hönd
hennar. — „Helen“, sagði hann.
„Reyndu að skilja aðstöðu mína.
Þe.tta er allt saman mér að kenna.
Þú fórst vegna mín til Tulpanin
ofursta. Þú undirritaðir þetta ör-
lagaríka plagg, til þess að bjarga
mér. Bara að þú hefðir sagt mér
frá því. Ég sagði Kessen, að ég
myndi fljúga þegar i stað til Ber-
línar og skýra heimsblöðunum frá
því, sem skeð hefði. Hann hló
bara að mér. Enginn lifandi mað-
ur mun trúa þeirri fullyrðingu
minni, að ekkert náið samband
hafi verið á milli okkar í Berlín
UTSALA
Drengja jakkaföt, I miklu úrvali frá kr. 450.—
Enskar poplinkápur, kvenna, margir litir. Kulda-
úlpur á drengi. Ullar sportsokkar, Nælonsokkar,
frá kr. 20—. Perlonsokkar. Þýzkir náttkjólar, skíða-
húfur.
— Margt annað fyrir hálfvirði -
Vesturgötu 12 — Sími 13570
forðum. Enginn mun trúa því, að
þú hafir undirritað falska játn-
ingu. Frami þinn......Staða þín.
Hann sleppti hönd hennar — „eig
inmaður þinn. . . . “
Hún hallaði sér aftur á bak í
stólnum.
„Útskýrðu öll málsatvik fyrir
mér“, sagði hún.
„Þú myndir ekki skilja þau“.
„Hvers vegna ekki?“
„Vegna þess að þú þekkir Þýzka
land ekki. Vegna þess að þú varst
ekki í Þýzkalandi" — hreimurinn
í rödd hans varð beizkur. —
„Vegna þess að þú varst ekki í
Þýzkalandi á árum Þúsund ára
ríkisins okkar“. — Nú talaði
hann lágt, en með ákafa og rödd
hans varð skyndilega hlýleg aftur.
„Manstu eftir fyrsta fundi okkar?
í „Femina“. Ég útskýrði þá fyrir
þér hvað „Kauz“ var“.
Hún varð annars hugar. Hún
hafði kallað hann „Kauz“.
„Hvað kemur það Kessen við?“
spurði hún.
„Faðir Kessens var ofursti í rík
ishernum. Rússarnir handtóku
hann í Leipzig. Þeir hafa ákært
hann sem stríðsglæpamann. í tvö
ár hefur líf hans hangið á veikum
þræði. Sonur hans komst til
V.-Berlínar... .“
„Og af því að Kurt Kessen var
kúgaður af Rússum, varð hann
erindreki þeirra“, svaraði Helen.
„Og af því að hann er kúgaður,
kúgar hann mig“.
„Lögmál fangelsisins", sagði
Jan. — „Lögmál, sem gildir fyrir
hálft Þýzkaland".
„Hvað snertir þetta svo ung-
H eimilistœki
Heimilistœki
PROCRCSS RYKSUGUR eru sterkar, endingagóðar og þægilegar í notkun.
PROCRESS BÓNVÉLAR léttar og meðfærilegar í notkun.
Hraðsuðukatlar, Hitarar, Straujárn, Vöfflujárn,
Saumavélamótorar, Brauðristar, Sumbeam rafm.
pönnur með hitastilli, 3 stærðir hellur í eldavélar.
Vara þeytaratr og skálar í hrærivélar, 2ja hólfa rafm.
hellur.
PHILIPS
rafmagnsrakvélar
Vesturgötu 2 — Sími 24-330
frú Brown?“ spurði Helen.
„Ástasamband, sem hófst í Ber-
lín. Hún var þar á vegum hersins
ykkar. Eins og þú. .. .“
Nóvemberregnið glumdi á
gluggarúðunum.
Helen reis á fætur og gekk út
að glugganum. Hún staðnæmdist
þar og sneri bakinu að Jan. Hún
hugsaði með sér: — Ef þeir hand-
taka Kessen og ef hann kemur upp
um mig, er úti um allt. Mér stend-
ur á sama um allan frama. En
Morrison. Hvað gagnar mér um-
boð mitt, þegar hneykslisaldan
skellur á mér, strax þegar ég kem
til New York? Hvers vegna tal-
aði ég ekki við hann, meðan ég gat
talað við hann? Hann hefði þekkt
eitthvert ráð. Hann einn. AUt í
einu datt henni Bayard ábóti í
hug. Bayard — hét ekki miðalda
riddarinn það, „Riddarinn ótta-
ig lýtalausi“? Einhvers staðar
hafði hún heimilisfangið hans. —
Kannske gat hann hjálpað henni.
Hún sneri sér við. Hún hafði
löngu gleymt því að hún var að-
eins í einum þunnum náttsloppi.
Maðurinn reis á fætur.
„Get ég fengið að tala við mann
inú þinn?“ spurði hann.
Hún hristi höfuðið.
„Hann svífur en» á milli heims
og helju“.
„Hann myndi trúa mér, ef ég
segði honum að þú værir sak-
laus“.
Hún hló.
„En ég er ekki saklaus. Ég
er ástmær þín“.
„Þú varst ástmær mín“.
„Það breytir ekki neinu“.
„Jú, víst breytir það miklu. —
Lengi vel trúði ég því, að þú hefð
ir fórnað öllum embættisframa
þínum fyrir mig. Ég er Kauz. Ég
vildi ekki trúa því, að þú myndir
fórna ást okkar fyrir sendiherra-
embætti... . “
„Við skulum «kki tala um það,
Jan“.
„Þú verður »amt að vita það.
Ég vildi ekki gefast upp fyrir emb
ættisframa þínum. En nú veit ég
að það var ekki ósk þín að verða
sendiherra. Það var dálítið annað.
Þú hefur alltaf elskað Morrison.
Þú hefur bara ekki vitað það“.
„Kannske“, sagði hún. —
„Kannske.... “
Síminn á skrifborðinu byrjaði
að hringja.
Hún tók upp heyrnartólið.
„París biður um samtal við yð-
ur, frú sendiherra", tilkynnti
'ímastúlkan.
Á næsta andartaki var henni gef
ð samband við Howard Lee. Hann
spurði fyrst eftir heilsufari Morri
sons. Þegar hún hafði afgreitt
hann með nokkrum ómei'kilegum
orðum, vék hann að tilefni sím-
talsins.
„Þér vitið að ungfrú Brown hef
ur verið handtekiri*.
„Já“.
„Hún neitar öllu sambandi við
Kessen. Hún vill ekki gefa neinar
upplýsingar um umbjóðanda
sinn“.
„Og ....?“
„Lögreglan í París á úr mjög
vöndu að ráða. Kessen er
þýzkur fréttaritari með umboð
frá stjórninni. Handtaka hans
gæti því haft mjög afdrifarík
áhrif á þýzk-franska sambandið.
Auk þess hefur Monsieur Lebiche
sagt mér að þetta landslagskort,
sem þér funduð, sé einungis mjög
hæpið sönnunargagn. .. .“
„Og hvað með það. .. . ?“
„Þeir vilja vita, hvort ameríska
sendiráðið sé fúst að taka á sig
a
r
/
jr datt ekki í hug að við
slyppuna í burtu, án þess að ein-
hver vaknaði, Jón. En okkur tókst
það.“
2) „Ég skal segja þér það, Jón,
að við erum búin að ná í efni í I mitt.“
einhverja þá beztu grein seinl 3) „Auk þess hefi ég myndir
hægt er að hugsa sér fyrir blaðið' til frekari skýringa“.
ábyrgðina, ef Kessen verður hand
te>kinn“.
„Með öðrum orðum, hvort ég
muni vilja taka á mig alla
ábyrgðina?“
„Já, einmitt".
Hún svaraði ekki um hæl.
Augu hennar hvörfluðu um her-
bergið og staðnæmdujc á Jan.
Hann leit til hennar biðjandi,
líkast því sem hann vissi hvers
eðlis símtalið var.
Hún hugsaði um Morrison, hugs
aði um deiluna í ameríska blaða-
ríkinu, hugsaði um embættisframa
sinn. Einnig kom myndin af Bay-
ard ábóta fram í huga hennar.
Hafði hún ekki hugsað sem svo
fyrir nokkrum dögum: — Sann-
leikurinn er svo einfaldur og lyg-
in svo flókin. Allt frá september-
deginum, þegar hún hitti Þjóðverj
ann i næturklúbb hinnar hálf-
hrundu Berlínar, hafði hún sífellt
haldið áfram að Ijúga. Átti hún nú
ekki einu sinni að reyna að halda
sig sannleikans megin? Átti hún
nú ekki einu sinni að gera skyldu
sína og láta örlögin um hitt?
Það var líkast því sem Jan hefði
í hyggju að taka símtólið af
henni, þegar hann gekik til hennar.
Hún bjóst til að verjast og
sagði með ákveðinni röddu:
„Segið lögreglunni í París, að
ég taki á mig alla ábyrgðina á
handtöku Kurt Kessens“.
Sflíltvarpiö
Sunnudagur 1. niarz:
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í Dómkirkjunni —
(Prestur: Séra Jón Auðuns dóm-
prófastur. Organleikari: Ragnar
Björnsson). 13,15 Erindi um nátt-
úrufræði; IV: Dr. Hermann Ein-
arsson fiskifræðingur fytur hug-
leiðingar um hagnýtar og vísinda
legar fisikirannsóknir. 14,00 Hljóm
plötuklúbburinn (Gunnar Guð-
mundsson). 15,30 Káffitíminn. —
16.30 Eftir kaffið — tónleikar af
plötum. 17,30 Barnatími (Anna
Snorradóttir). 18,30 Miðaftantón-
leikar (plötur). 20,20 Hljómsveit
Ríkisútvarpsins leikur. Stjórnandi
Hans Antolitsch. 20,60 „Vogun
vinnur — vogun tapar“. Stjórn-
andi þáttarins: Sveinn Ásgeirsson
hagfræðingur. 22,05 Danslög (plöt
ur). — 23,30 Dagskrárlok.
Mánudagur 2. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Búnaðarþáttur: Geta bænd
ur staðizt kapphlaupið? III. (Ás-
geir L. Jónsson ráðunaiutur). —•
18.30 Tónlistartími barnanna (Jón
G. Þórarinsson kennari). 18,50
Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins-
son). 19,05 Þingfréttir. — Tónleik
ar. 20,30 Einsöngur: Hertha
Töpper óperusöngkona frá
Múnchen syngur; Franz Mixa
leikur undir á píanó (Hljóðritað
á söngskemmtun í Austunbæjar-
bíó 11. júlí 1957). 20,50 Um dag-
inn og veginn (Gunnlaugur Þórð-
aison dr. juris). 21,10 Tónleikar
(plötur). 21,30 Útvarpssagan: —■
„Ármann og Vildís" eftir Krist-
mann Guðmundsson; II. (Höf.
les). 22,10 Passiusálmur (29).
22,20 Hæstaréttarmál (Hákon
Guðmundsson hæstaréttarritari).
22,40 Kammertónleikar. — 23,15
Dagskrárlok.
Þriðjudagur 3. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,30 Barnatími: Ömmusögur. —•
18,50 Framburðarkennsla í esper-
anto. 19,05 Þingfréttir. — Tón-
leikar. 20,30 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson kand. mag.). 20,30
Erindi: Minningabók Montgo-
merys (Vilhjálmur Þ. Gíslason
útvarpsstjóri). 21,00 Erindi með
tónleikum; Baldur Andrésson tal-
ar um íslenzk tónskáld; VI: Sig-
valdi Kaldalóns. 21,30 Iþróttir
(Sigurður Sigurðsson). — 21,45
Svissnesk tónlist (plötur). 22,10
Passíusálmur (30). 22,20 Upp-
lestur: „Kaupakonan hans Gísla í
Gröf“, smásaga eftir Ingu Skarp-
héðinsdóttur (Valdimar Lárusson
leikari). 22,35 Islenzkar dans-
hljómsveitir: JH-kvintettinn leik-
ur. Söngvari: Sigurður Ólafsson.
23,05 Dagsikrárlok.