Morgunblaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. marz 1959
MORCXJISBLÁÐÍÐ
1
Carl Th. Dreyer
einn merkasti kvikmyndafrömuður
vorra tíma
Nærri hver mynd hans hefir orbib
listrænn sigur — um sibir
FYRIR skömmu varð einn merk-
asti kvikmyndafrömuður vorra
tíma, Daninn Carl Th. Dreyer,
sjötugur. f því tilefni sendi Nyt
Nordisk Forlag frá sér safn af
ritgerðum hans um kvikmyndir
og vandamál kvikmyndalistar-
innar frá 1920 og fram á þennan
dag. Heitir bókin „Om Filmen“.
Það er ekki ofmælt að Dreyer
sé einn mesti listamaður á sviði
kvikmyndunar frá upphafi þeirr-
ar listgreinar. Alþjóðleg dóm-
nefnd frægra kvikmyndagagnrýn
enda kvað upp þann úrskurð sl.
sumar á heimssýningunni í
Bruxelles að mynd hans Jeanne
d’Árc (Heilög Jóhanna) væri
ein af 6 beztu kvikmyndunum,
sem gerðar hafa verið fyrr og
síðar. Myndina gerði Dreyer árið
1928, og vegna hinna sterku nær-
xnynda, sem þögular virðast tala
Carl Th. Dreyer
til áhorfenda, kallaði dómnefnd-
in hana „síðustu þöglu myndina
og fyrstu talmyndina". Þessi
mynd hefur verið sýnd hér í
Filmiu a. m. k. tvisvar.
Það liggja ekki margar myndir
eftir Carl Dreyer, aðeins 14 full-
langar myndir og nokkrar stuttar
fræðslumyndir, enda hefur hann
aidrei fengizt til að breyta fyrir-
ætlunum sínum til að þóknast
framleiðendum eða almenningi.
í hans augum gildir aðeins eitt:
listrænar kröfur, og þeim er hlýtt
til hins ýtrasta. Hvað eftir annað
hefur hann fremur kosið að vera
útlægur úr öllum kvikmynda-
verum i t'u ár heldur en að
stjórna rr.yndum, þar sem slakað
er hið minnsta á listrænum kröf-
um. Á fjórða tug aldarinnar beið
hann í tíu ár milli þess sem hann
gerði Blóðsuguna og Dag reiðinn-
ar og aftur liðu 10 ár milli mynd
anna Tvær mannverur og Orðið,
er hann kvikmyndaði 1954.í hvert
sinn sem honum var ekki settur
stóllinn fyrir dyrnar, framleiddi
hann kvikmynd, sem var tíu ár-
um á undan sínum tíma og mát*i
svo bíða í áratug eftir að þróunin
næði honum. Nærri öll þau tæki-
færi sem hann hefur fengið hafa
orðið að listrænum sigri — um
síðir. Milli mynda hefur hann
haft góðan tíma til að hugsa um
viðfangsefnið og setja á það sinn
eiginn svip eða stíl. í hvert skipti
sem þessi sjaldséði gestur í kvik-
myndaheiminum sendi frá sér
nýja mynd, breytti hann á ein-
hvern hátt túlkunarmöguleikum
kvikmyndanna.
Blómaskeið danskrar
kvikmyndagerðar
Carl Th. Dreyer er fæddur 1
Kaupmannahöfn 3. febrúar árið
koliur, setningarnar voru fáar og
meitlaðar, já og nei gefið til
kynna með látbragði og þegar
leið á myndina var hún öll tekin
með nærmyndum. Þessi mynd er
enn þann dag í dag, þrátt fyrir
allar þær framfarir, sem orðið
hafa í kvikmyndatækni, talin
meðal hinna fáu gimsteina kvik-
myndanna.
1889. Hann var upphaflega blaða
maður að starfi, en byrjaði 1912
að búa verk til kvikmyndunar og
síðan að skrifa kvikmyndahandrit
og annast klippingu á myndum.
Á þeim árum stóð dönsk kvik-
myndagerð með irestum blóma.
Frá byrjun 18. aldar hafði blómg-
azt þar leikhúsmenning, og frá
leikhúsunum fengu kvikmyndirn-
ar leikstjóra sína, leikara og leik-
tjaldamálara, og danskar kvik-
myndir voru einvaldar á markað-
inum í Norðurálfu. Kvikmynda-
leikkonan Asta Nielsen varð á
þeim árum fyrsta alþjóðlega kvik
myndastjarnan og danskir kvik-
myndagerðarmenn innleiddu
tvær nýjungar, sem vöktu heims-
athygli — og gífurlega hneyksl-
un; kossinn og kvengerðina, sem
kennd er við blóðsugu. í lok
þessa blómaskeiðs í danskri kvik-
myndagerð stjórnaði Dreyer sín-
um tveimur fyrstu myndum. Síð-
an hnlgnaði kvikmyndagerð í
Danmörku, Svíar fóru fram úr
Dönum á því sviði og tveir beztu
stjórnendur þeirra, þeir Carl
Dreyer og Benjamin Christensen,
fóru yfir til Svíþjóðar. Eftir það
framleiddi Dreyer nokkrar kvik-
myndir í ýmsum löndum. Hann
gerði Prestsekkjuna í Svíþjóð,
„Einu sinni var“ í Þýzkalandi,
Glomdalsbrúðina í Noregi og
sitt mesta snilldarverk „Jeanne
d’Arc" í Frakklandi.
Ein af beztu myndum heims
Myndin fjallaði um réttarhöld-
in yfir heilagri Jóhönnu og var
á allan hátt ákaflega nýstárleg.
Hún gerist öll á einum degi og
aðeins á tveimur stöðum, i fang-
elsinu og við bálið. Leikararnir
notuðu engan farða og engar hár-
Falconetti í hlutverki heilagrar Jóhönnu i meistaraverki Carls Dreyers „Jeanne d’Arc“. Sú mynd
var i sumar úrskurðuð ein af sex beztu kvikmyndunum, sem teknar hafa verið fyrr og síðar.
aftur leið áratugur, áður en hann
fékk verkefni við sitt hæfi —
Orðið eftir Kaj Munk. Sú mynd
var sýnd í Hafnarfirði í fyrra.
Aðalkvenhlutverkið í myndinni
lék Birgitte Federspiel, sem kom
hér sl. sumar með leikflokki frá
Folketeatret og sagði þá í viðtali
við Mbl.: Dreyer getur aldrei
sætt sig við að slaka á kröfun-
um. Fyrst hugsar hann um efnið
í mörg ár og síðan byggir hann
upp allt umhverfið. Þegar hann
tók Orðið hafði hann allan bónda
bæinn tilbúinn, svo hægt var að
ganga herbergi úr herbergi, en
tók ekki í einu öll atriðin, sem
fram áttu að fara á sama stað,
eins og aðrir stjórnendur gera.
Hann er alþjóðlegt nafn og á
engan sinn likan.
Myndin hlaut lof. í Danmörku
heyrðust að vísu raddir um að
hún bæri meiri keim af Dreyer
en Munk, en öðrum fannst ekki
vera nógu mikill Dreyerstíll á
henni. Hvað sem um það má
segja, þá hlaut myndin kvik-
myndaverðlaunin í Feneyjum það
ár (1954) og íslenzkum gagnrýn-
endum og kvikmyndagestum kom
saman um að þarna væri stór-
verk á ferðinni.
Síðan hefur Carl Dreyer aftur
látið sér nægja að gera stuttar
fræðslukvikmyndir, meðan hann
býður eftir næsta stóra verkefn-
inu. Jesúmyndin, sem hann er
búinn að ígrunda á tíunda ár
og hefur stöðugt í undirbúningi,
er ekki nein væmin Hollywood-
kvikmynd. Ef til vill er það ástæð
an fyrir því að enn vantar 5
milljónir dollara til að gera
draum hans að veruleika. Þó
Dreyer sé mikill* trúmaður sér
hann fyrst og fremst pólitísisan
harmleik í þjáningarsögu frelsar-
ans, hernámssögu, sem leysir
Gyðinga frá hinni gömlu sök að
hafa* myrt frelsarann. Vonancji
fær hann að glíma við þetta verk-
efni. Það væri ekki nema eðli-
legur hápunktur á frægðarferli
hans að gera slíku verkefni stór-
kostleg skil.
Skemmtistaðurinn Lido hefur ráðið til sin nýja skemmtikrafta.
Er það enskt dansfólk, sem nefnir slg Allyson-tríóið. Eru það
tveir karlmenr. og ein stúlka og munu þau skemmta á Lido
næsta mánuðinn. Þetta er víðförult dansfólk, stúlkan hefur
sýnt dans í vel flestum löndum Evrópu og tríóið í heild sýnt
víða, m. a. um 4 mánaða skeið í Stokkhólmi á sl. ári. Tríóið
hefur oft komið fram í sjónvarpi bæði í Stokkhólmi og í
London. Tróið sýnir ýmsa dansa og er blaðamenn sáu æfingu
þess í gær var það almenn skoðun að góð skemmtun væri að
sýningu þess. —
Næsta mynd Carls Th. Dreyers,
Blóðsugan, varð ekki eins mikill
listrænn sigur fyrir hann og á
henni varð þvílíkt fjárhagslegt
tap, að Dreyer varð að snúa við
heim til Danmerkur og gefa sig
aftur að blaðamennskunni. Ástæð
an fyrir þessum óförum mun
fyrst og fremst hafa verið sú, að
Dreyer hafði skuldbundið sig til
að gera myndina í þremur út-
gáfum, á ensku, þýzku og
frönsku, því nú var talið komið
til sögunnar. Þar sem enginn af
leikurunum hafði fullt vald á öll-
úm þremur málunum, varð að
fækka setningunum eins og frek-
ast var unnt og það varð drag-
bítur á allt verkið.
Eins og áður er sagt liðu nú
tíu ár, áður en Carl Th. Dreyer
fékk aftur tækifæri til að nota
þá miklu möguleika, sem tal-
myndirnar veittu.
Kvikmyndalist á Norðurlönd.
um fór ekki að ná sér aftur á
strik fyrr en upp úr 1940. Á
stríðsárunum gátu Danir fram-
leitt kvikmyndir (eins og Frakk-
ar). Þá gerði Carl Th. Dreyer
myndina Dagur reiðinnar sem er
dramatísk galdrasaga frá mið-
öldum, þegar „galdranornin"
Anna Svierkier var brennd á
báli. (Filmía. hefur sýnt hana).
Frásögnin gengur nokkuð hægt,
en myndin er gædd þessum plast-
ísku eiginleikum og þessari ugg-
vekjandi dulúð, sem einkennir öll
verk þessa höfundar. Myndinni
var ekki tekið með neinni hrifn-
ingu í Danmörku, en þegar stríð-
inu lauk, og umheimurinn fékk
tækifæri til að dæma um þetta
verk Dreyers, hófu Engle.idingar
og Frakkar myndina til skýjanna,
og í Bandaríkjunum varð hún
keppinautur Hamlet-myndar
Laurence Olivers um Óskar-
verðlaunin.
Verður næsta mynd saga
frelsarans?
Á næstu árum stjórnaði Dreyer
nokkrum stuttum fræðslumynd-
um fyrir dönsku stjórnina. Og