Morgunblaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 13
MORGVNBLAÐIÐ 13 Sunnudagur 1. marz 1959 : s. : >.•' • •'•<•:.:. Myndin er tekin efst í reykháfi sementsverksmiðjunnar á Akranesi og sést yfir verksmiðju- bygginguna, sem er ekki að fullu lokið, og út yfir Akraneshöfn. — Myndina tók Bergur Arn- björnsson, Akranesi. RE YK JAVÍKU RBRÉF Laugard. 28. febrúai Leggjumstölláeitt MISSIR ástvinar og fyrirvinnu er ærið og óbætanlegt tap, þó að því fylgi ekki áhyggjur út af afkomu á morgundegi. Við fyllt- ustum öll samúð með aðstand- endum, þegar skipin Júlí og Her- móður hurfu með allri áhöfn í hafsins djúp með fárra daga millibili. Nú gefst okkur færi á að sýna samúð í verki með því að láta nokkuð af hendi rakna í söfnun, sem hafin hefur verið til að létta undir með aðstand- endum. Sem betur fer er fjöldi manna og vonandi flestir, nú svo vel stæðir, að þeir geta sér að meinfangalitlu gefið nokkuð í guðs þakkar skyni. Berum sam- an hlut okkar annars vegar og hinna, sem misst hafa ástvini sína, hins vegar. Notum tækifær- ið um mánaðamótin og leggjum okkar skerf í söfnunina. Bættar slysavarnir Svo mikilsvert sem það er að gera vel við aðstandendur þeirra, sem látizt hafa af slysförum, þá er ekki síður þýðingarmikið .að reyna að hindra slys í framtíð- inni. í þeim efnum hefur verið unnið ómetanlegt verk hér á landi síðustu áratugi. Þeir, sem þar hafa lagt hönd að, eiga skilið þakkir alþjóðar. En allt er breyt- ingum undir orpið og tækninni fer stöðugt fram. Sl. sunnudag var hér í blaðinu birt grein eftir víðlesnu þýzku tímariti um sitt- hvað, sem talið var ábótavant um slysavarnir á hafi úti. Þar var að vísu gert ráð fyrir, að skipsmenn á Hans Hedtoft mundu hafa komizt í björgunar- báta. Eftir þeim gögnum, sem fyrir hendi eru, einkum frásögn- um þýzka togaraskipstjórans, sem kom á slysstaðinn í sömu svifum og Hans Hedtoft fórst, virðist það raunar útilokað. Og öruggt má telja, að skipverjar á Júlí og Hermóði hafi hvorugir haft svigrúm til að fara í björg- unarbáta. Neyðarskeyti voru alls ekki send. Skýringin á því er sú, að skipin hafa sokkið á auga- bragði með öllu, sem á þeim var, án þess að við yrði gert. öll önnur rök hníga og að því sama. Hvað sem því líður virðist ljóst, að sendiútbúnaður á björgunar- bátum nú sé með öllu ófullnægj- andi. Þá þarf að kanna betur, hvernig björgunarbátum skuli háttað og úr hvaða efni gerðir. Fróðir menn telja og, að ýmsar ráðstafanir sé hægt að gera gegn ísingu, sem reyndist hættuleg á Nýfundnalandsmiðum. Allt þetta og ýmislegt fleira þarf nú að taka til gagngerðrar athugunar og hnígur þingsálykt- unartillaga, sem fram hefur kom- ið á Alþingi, flutt af þingmönn- um úr öllum flokkum, að því, að svo skuli gert. Gæftir Á. skammri stundu skipast veð- ur í lofti og mjög hefur brugðið til hins betra síðustu daga. Áður hafði lengi verið einstakt gæfta- leysi. Margreyndur og glöggur útgerðarmaður sagði nú í vik- unni, að gamlir menn teldu, að annað eins hefði ekki að borið síðan 1916. Sjálfur efaðist hann þó um, að þá hefði verið eins illt og nú. Fjöldi manna og þar með þjóðarbúið allt hefur orðið fyrir gífurlegu tjóni. Við því verður ekki gert. Sjávarafli er ætíð óviss og sannast enn, hvílík þörf er á, að við íslendingar komum okkur upp fleiri og tryggari atvinnuvegum. Það verður ekki gert nema á löngum tíma og með mikilli fyrirhyggju. Eins og á stendur nú, verðum við að láta okkur nægja að vona, að úr rætist. Enn er eftir svo langur tími vertíðar, að vél má vera, að aflaföng verði sæmileg áður en yfir lýkur. Brun sendiherra látinn Sú fregn barst hingað í vik- unni, að Brun, sem um skeið var sendiherra Dana hér væri látinn. Hann varð bráðkvaddur sl. miðvikudag suður í Monte Carlo, þar sem hann dvaldi í orlofi. Undanfarið hefur Brun verið sendiherra í Sviss en hafði nýlega verið skipaður sendiherra í Noregi. Brun dvaldi tvívegis hér á landi. I upphafi ófriðarins 1939 —1945 var hann sendisveitarráð hér en hvarf héðan og hélt til Washington, þar sem hann gekk. í lið með frjálsum Dönum. Að ófriðnum loknum var hann svo skipaður sendiherra hér. Brun var einstakt ljúfmenni og maður mjög velviljaður. Við íslendingar megum minnast þess með þakklæti, að eftir að hann hafði látið af sendiherrastörfum hér lagði hann okkur eindregið lið í handritamálinu. Hann skrif- aði t. d. grein um það í Ber- lingslte Tidende, sem vakti mikla athygli. Varð hann þá fyrir að- kasti sumra landa sinna en hann lét það ekki á sig fá, því að hann taldi veg dönsku þjóðarinnar verða meiri með því að bæta úr gömlum órétti. Veikindi Dulles I erlendum blöðum er mikið rætt um veikindi Dulles, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. — Hann hefur hingað til ekki notið sérlegra vinsælda í Evrópu, a. m. k. ekki á Norðurlöndum og í Bretlandi. Hin frjálslyndari blöð í Bandaríkjunum hafa og oft gagnrýnt hann harðlega. Hvort sem það er af eðlilegri samúð eða vegna þess, að eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, þá er hljóðið nú orðið töluvert annað í hans garð. Allir viðurkenna nú fádæma dugnað og kunnugleika hans á utanríkismálum. Þeir, sem áður gagnrýndu Dull- es segja nú, að enginn Banda- ríkjamaður hafi neitt svipaðan myndugleik í þessum efnum. Sér- staklega hefur verið vitnað til hins nána samstarfs hans og Adenauers kaslara Þýzkalands. Víst hljóta allir frjálshuga menn að meta mikils vitnisburð Aden- auers, því að enginn öruggari málsvari frelsis og hollra stjórn- arhátta er nú við völd í heim- inum en hann. Engu að síður hlýtur það að vekja ugg, að tveir æðstu menn Bandaríkjanna skuli nú vera bil- aðir á heilsu. Eftir Eisenhower Bandaríkjaforseta er haft, að það sé „einkamál þeirra tveggja, for- setans og Dulles, hvort Dulles héldi áfram í embætti sínu“. Séu þessi ummæli rétt eftir höfð, lýsa þau furðanlegri skammsýni. Því miður er hér miklu meira í húfi en svo, að þetta fái staðizt. Það er ekki einu sinni einkamál Bandaríkjanna, hvort fárveikur maður geti gegnt embætti utan- ríkisráðherra þeirra. Þau eru nú forysturíki lýðræðisþjóða hvar- vetna um heim. Á þeim hvílir þvílíkur vandi, að fullerfitt er við að ráða fyrir alheilbrigða menn. Hitt er annað, að allir góðviljaðir menn óska þess, að Dulles nái sem fyrst fullri heilsu. En dýrt varð Bretum það að láta Eden vera við völd, eftir að hann var orðinn sárþjáður maður og gat ekki á heilum sér tekið. Sættir á Kýprus Mikið fagnaðarefni er, ef nú takast sæmilegar sættir í Kýprus- deilunni. íslendingar fá seint skilið með hvaða rétti erlendar þjóðir, þótt voldugar séu, taka sér ráð yfir öðrum án þeirra samþykkis. Viðureignin á Kýpur að undanförnu hefur sízt orðið til þess að auka veg Bretlands, og óhamingjan, sem hún hefur leitt yfir Kýpurbúa sjálfa, er meiri en svo, að orð þurfi um að hafa. Skiljanlegt er, að ýmsir örðugleikar vakni, þegar fornum völdum er afsalað, en mest verð- ur þó að meta heill, hamingju og vilja fólksins sjálfs, sem býr í því landi, sem erlendir yfirdrottn arar hafa hrifsað til sín völdin í. Afleiðing Kýpurdeilunnar hefur ekki einungis orðið álitshnekkir Breta og óhamingja Kýpurbúa, heldur og spjöll á heilbrigðu sam- starfi Atlantshafsríkjanna. Marg- ar tilraunir hafa verið gerðar til þess að koma sættum á. Sjálf- sagt má ýmsum kenna, að treg- lega hefur gengið, en því ánægju- legra er, ef deilan leysist nú með skaplegum hætti. Rússlandsíör Macmillans Öll eigum við mikið undir þvi, að misskilningur milli stórveld- anna eyðist. För Macmillans til Rússlands var gerð í þeim til- gangi. Enn virðist harla óvíst, hvort svo hefur til tekizt sem vonað var. Að vísu var þar fag- urt mælt af beggja hálfu, en óvissara er hver heilindi fylgdu. Ræðuhöld Krúsjeffs í Moskvu, á meðal Macmillan brá sér út fyrir borgina, sýna, að töluvert hefur skort á einlægnina og jafn- vel háttvisi í alþjóðlegum sam- skiptum. Raunar stóð ekki á til- boði Krúsjeffs um vináttu eða griðasáttmála við Bretland. Hann kvaðst fús til að gera því- líkan samning til 30 ára eða 50 ára, ef svo vildi verkast. Hér sannast enn, að betri er einn fugl í hendi en tveir á þaki. Ágrein- ingsefnin verða ekki jöfnuð nema með þolinmæði og samningum um hvert einstakt atriði. Ef ekki tekst að leysa hin einstöku vanda mál, er ófarnaður vís. Þrátt fyrir mikinn skoðana- mun, þá er samvinna möguleg á milli andstæðinga um tiltekin, ákveðin efni, sem báðir hafa hag af að leyst verði. Á grundvelli slíks samkomulags eru mestar líkur til að tortryggni og þar með hinum meiri háttar ágrein- ingsefnum verði smám saman eytt. Tilboð um griðasáttmála að eilífu hafa enga þýðingu. Slíka sáttmála er jafn auðvelt að rjúfa og gera þá. Fyrir liðlega 30 árum sameinuðust stórveldin um, að afneita styrjöldum í eitt skipti fyrir öll. Ófriðurinn 1939—1945 skar úr um, hv'ers virði-þvílíkar yfirlýsingar eru. Dr. Zivago Þegar maður les skáldsöguna Dr. Zivago eftir Pasternak, verð- ur auðskilið, af hverju kommún- istar hafa fyllzt heift yfir viður- kenningunni, sem hún hefur fengið. Bókin er auðlesin, að vísu margorð nokkuð, eins og rússneskum skáldsögúm er títt, en segir frá mönnum og atburð- um með þeim hætti að erfitt er að slíta sig frá lestrinum. Höf- undurinn skrifar fremur um mannleg örlög en hina heimsögu- legu atburði, er gerðust í Rúss- landi á þessum árum. En þeir atburðir eru bakgrunnur bókar- innar og höfuðgildi hennar er einmitt það, hversu litlu þeir hafa breytt um það, er sker úr um hamingju hvers einstaklings og óhamingju hans. Kúgun keis- aradæmisins og kúgun Sovét- burgeisanna eru hvort tveggja fyrirbæri, sem standa um sinn en líða þó hjá. Þetta er ekki berum orðum sagt, en erfitt er að lesa bókina án þess að sannfærast um hverfulleika kommúnista- veldisins. En þann boðskap vilja Sovétherrarnir sízt heyra. Þeir eru jafn sannfærðir og Hitler sálugi var um, að þeim hafi tekizt að stofna þúsund ára ríki á jörðu hér. Njála í íslenzkum skáldskap í hverfulleika tímanna er hollt fyrir okkur íslendinga að minn- ast samhengisins í menningu okkar. Nýtt dæmi þess er bók, sem Matthías Jóhannessen blaða- maður hefur skrifað og nefnist „Njála í íslenzkum skáldskap“. Hið íslenzka bókmenntafélag hef- ur gefið ritið út og er það hluti af Safni til sögu íslands, en er þó fáanlegt eitt út af fyrir sig. -------------------------Y 1 bók þessari rekur Matthías1 á skemmtilegan og fjörlega skrif- aðan hátt áhrif Njálu í íslenzkum skáldskap. Oft hefur verið sagt, að varhugavert væri að sækja yrkisefni í listaverk, sem erfitt j væri að betrumbæta. Matthías ■ sýnir, að svo er þessu farið um margt, sem um Njálu eða út af henni hefur verið orkt. En til hennar hefur einnig verið sótt efni í sum beztu kvæði, sem á íslandi hafa verið kveðin. Allt er þetta rakið skilmerkilega og sýnt fram á mismunandi skilning manna á persónum sögunnar á ólíkum tímum og hversu við- fangsefnin breytast, eftir því sem tímar líða. Þá færir Matthías rök að því, hvílíka hvatningu menn sóttu í sjálfstæðisbarátt- unni til Njálu og gefur það nokkra bendingu um, í hverjum anda hún sjálf var skrifuð, skömmu eftir að Islendingar misstu sjálfstæði sitt á 13. öld. Loks hefur Matthías dregið sam- an margháttan fróðleik um það, með hverjum hætti Njálu- kvæði eru til orðin og lýsir þar með vinnubrögðum skálda, bæði ýmissa, sem löngu eru látin, og annarra, sem enn eru á lífi. . Lækkun útsvara Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- bæjar var samþykkt fyrir hér um bil 10 dögum. Umræður um hana hafa nú verið raktar í blöð- um og flest þeirra eitthvað lagt til málanna af sjálfsdáðum. Ó- hagganlegt er, að þó að sjálf útsvarsupphæðin hækki sem svarar 10 milljónum króna frá því í fyrra, þá verður útsvars- stiginn í ár lægri en hann var þá. Þetta stafar af því, að gjald- endur 1959 eru fleiri en þeir voru 1958 og að tekjur manna voru meiri 1958 en 1957. Borgar- stjóri hefur sýnt fram á, að þetta muni nema a. m. k. 5% lækkun útsvarsstiga. Þegar haft er í huga, að þrátt fyrir verð- lagsstöðvunina nú, eru laun 1959 hærri en þau voru 1958, og metnar allar þær kröfur, sem vöxtur bæjarins hefur í för með sér, þá verður því ekki á móti mælt, að lækkun útsvarsstigans er glöggt vitni góðrar stjórnar bæjarmálefna. Gagnrýni and- stöðuflokkanna var að vísu marg orð en efnislega með öllu mátt- laus og hröktu borgarstjóri og bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hana lið fyrir lið. 23 sýslur - 14 kaupstaðir Hér á landi eru nú 23 sjálfstæð sýslufélög og 14 kaupstaðir. — Sumir tala eins og þessi skipt- ing landsins í sýslur eða lög- sagnarumdæmi sé óaðskiljanleg kjördæmaskipuninni. Hvílík fjar stæða það er sést, ef athugað er, að kjördæmi eru einungis 28. Hér hefur sem sé fyrir löngu alveg slitnað á milli. Óhugsandi er og, að nokkrum manni, sem athugar það mál, komi til hug- ar, að hvert einstakt sýslufélag eða kaupstaður geti gerzt sér- stakt kjördæmi. í Austur-Barða- strandasýslu eru t. d. aðeins 573 íbúar og í Ólafsfirði eru 872. — Hverjum getur í alvöru komið til hugar að láta Austur-Barða- strandasýslu fá sérstakan þing- mann? Gullbringusýsla, að slepptum Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og Kjósarsýslu, hefur 5208 íbúa og hefur þó engin til- laga heyrzt um að hún fengi nema einn þingmann, þótt hún yrði gerð að sérstöku kjördæmi. Á Akureyri eru nær 10 sinnum fleiri íbúar en Ólafsfirði, eða 8420 á móti 872. Vill nokkur verja það, að þessir tveir ágætu norð- lenzku kaupstaðir hafi sinn þing- manninn hvor? Allt tal um að byggja kjördæmaskipun á sýslu- skiptingu með þessum hætti er óraunhæft, enda hefur jafnvel Framsóknarflokkurinn ekki treyst sér til að bera fram neinar heillegar tillögur um lausn máls- ins á þeim grundvelli. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.