Morgunblaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 6
6
MORGUiy RL AÐiÐ
Sunnudaarur 1. marz 1959
j ^J^venJojóÉin oc^ heimiliÉ
Fyrstu myndirnar af vor-
tízkutöfunum
ÞEGAR fyrstu myndirnar af vor-
tízkusýningum stóru tízkuhús-
anna birtast, reka flestir upp
skellihlátur og heita sjálfum sér
að aldrei muni þeir láta sjá sig
í öðru eins — en það er áður en
nágrannakonurnar eru allar
komnar í „nýju tízkuna“. í þetta
sinn bregður svo við að á sýn-
ingum tízkufrömuðanna finnst
varla nokkur flík, sem vekur
'hneykslun. Hér á síðunni birtum
við nú myndir af nokkrum flík-
um, og af þeim má sjá að tízkan
Dragt úr rauðu og draplitu
tweedi. Jakkinn er ofurlítið
innsniðinn i mittið. Stóri krag-
inn, uppslögin á ermunum,
fóðrið og hnapparnir eru úr
rauðu silki.
Þessi kjóll er einkennandi fyrir
tízkuna í ár. Hann er úr al-
silki og organza og er frá
Ninu Ricci.
lætur kannski ekki eins mikið
yfir sér og „nýju línurnar“ und-
anfarin ár en eru í staðinn klæði
legri og við hvers manns hæfi.
Þegar fataframleiðendurnir
verða búnir að ná sér eftir von-
brigðin með „empire“-línuna,
sem frá þeirra bæjardyrum séð
hvarf alltof fljótt af markaðin-
um, þá verða þeir tízkuhúsunum
vafalaust þakklátir fyrir það, hve
miklu auðveldara verður nú að
sauma tízkukjóla. Pokatrapez- og
empire-kjólar eru nefnilega
geysilega erfiðir í fjöldafram-
leiðslu, ef þeir eiga að fara vel,
en það getur ekki verið mjög erf-
itt að sauma einfalda kjóla með
ofurlítið víðu hálsmáli, stuttum
eða engum ermum, hnöppum að
framan svolítið niður fyrir mitt-
ið, með sléttu eða ofurlítið
rykktu pilsi og belti. Slíkan kjól
getur hver laghent kona meira að
segja saumað sjálf.
Dragtirnar tvær, sem hér birt-
ast myndir af, eru frá Channel,
en dragtirnar hennar hafa haft
áhrif á sniðið á drögtum hinna
tízkufrömuðanna í nokkur ár,
þangað til þeir eru núna komnir
á þá skoðun að svona eigi dragtir
einmitt að vera, stuttir jakkar,
Kjólar frá Jean Patou þykja
nokkuð flegnir. Innan undir
þessum hvíta kvöldkjól verður
meira að segja að hafa lítið
vesti úr sama efni, svo hann
sé sómasamlegur.
Þessir svörtu siikiskór eru frá Dior, teiknaðir af Roger Vivier.
Hann gcrir sýnilega ekki ráð fyrir þrengslum eins og á dans-
gólfum, því hann hefur fest stóra ijósrauða rós með grænum
blöðum á hælinn.
víðir í bakið, en ekki of, pilsið
slétt og ekki of þröngt og fóðrið
í jakkanum gjarnan úr sama efni
og blússan. Annars eru Channel-
dragtirnar eldri en margar stúlk-
urnar sem nú ganga í þeim sem
nýjustu tízku. Madame Channel
var fræg fyrir dragtir sínar fyrir
stríð. Hér er hún þekktsst af ilm-
vatni sínu Channel nr. 5.
Nasser sfóB bak við
óeirðirnar í Beirut
BEIRUT, 28. febr. Reuter. Tveir
menn létu lífið og níu særðust í
götubardögum í Beirut í gær milli
Múhameðstrúarmanna og krist-
inna manua. í nótt var allt með
kyrrum kjörum í höfuðborg Lí-
banons, en i óeirðunum í gær
var kveikt í tveimur sporvögn-
um í hjarta borgarinnar. í dag
voru vopnaðir hermenn á verði
á götum borgarinnar.
Karami forsætisráðherra sagði
í útvarpsávarpi, að stjórnin væri
staðráðin í að kæfa allar tilraunir
til að stofna öryggi Líbanons í
hættu. Hann kvað slúðurberar.a
skrifar ur
daglegq lífínu
Þessi Channeldragt er nokkuð
sérkenniieg. Fleginn bolero-
jakki, breitt belti úr rauðu og
svörtu silki og blússa með bindi
úr sama efni.
Draumurinn
um gæðafiskinn
HÚSMÓÐIR skrifar;
„Mig dreymdi dálítið furðu-
legan draum nýlega og hefi verið
að velta honum fyrir mér síðan.
Langar mig til að biðja Velvak-
anda fyrir hann, ef ske kynni að
hann vekti fleiri til umhugsunar
en mig.
Mér þótti sem ég væri á minni
daglegu ferð eftir fiski og mjólk
fyrir heimili mitt. Þegar ég köm
að fiskbúðinni, brá mér heldur
við. Þarna var þá mín venjulega
fiskbúð horfin með öllu, en í
hennar stað risið af grunni mikið
stórhýsi og glæsilegt. Þar var
letrað gullnu letri „Fiskbúðin
Klippt og skorið“.
Ég læddist inn, heldur forvitin,
og virti fyrir mér raðir af ný-
tízku vélum og frystitækjum, sem
tóku öllu fram sem ég hingað til
hefi séð af þessu tagi. Loks rakst
ég á einkennisbúinn sölumann,
sem spyr mig hve mikið ég ætli
að fá af fiski. Ég segist vilja tvö
kíló af ýsu eða þorski. Hann lítur
á mig með undrunarsvip. „Ýsu“,
segir hann, „eða þorski? Eruð þér
utanbæjarkona, frú mín góð? Hér
er ekkert selt nema gæðafiskur".
Síðan vindur hann sér inn fyrir
disk, rífur fram geypi-mikla
sköku, sker af henni væna sneið
og réttir mér. „Gjörið þér svo
vel, tvö kíló af fiski. Fiskur er
og verður aldrei annað en fiskur,
og svona er hann seldur í þessum
bæ. Þetta eru stórstígar framfar-
ir, frú mín. Héðan af þurfið þér
ekki að hlaupa á milli búða í leit
að einstökum, fáséðum tegund-
um. Héðan af verður hugsað fyrir
yður, valið fyrir yður, klippt,
skorið og pakkað fyrir yður, og
ef þér eruð í einhverjum vanda,
er sérstök stofnun hér í bænum,
sem sér um að éta fyrir yður
líka“. „Þakk’ yður fyrir", segi ég,
„en ekki vænti ég að þér vilduð
þá segja mér hvað það er, sem
þið hafið valið fyrir mig. Flestu
er nafn gefið, sem syndir í sjó,
og eitthvað hlýtur það að heita,
sem ég stend með í höndunum".
„Þér hafið þá ekki hátt um það“,
segir maðurinn, „en þannig er
mál með vexti, að hér fóru að
berast á land uppgrip af ails
konar fiski, sem enginn vildi éta,
af eintómurn génverðugheitum.
Fólkið hélt áfram að heimta
þorsk og ýsu, rétt eins og það
heíði einhver sérréttindi til þess
að ákveða hvað það lætur í sig.
„Samtök íslenzkrar samátu" tóku
því i taumana og settu upp pessar
líka fínu kjörbúðir, þar sem allir
geta keypt það sem þeim er ætlaö
að éta í það og það skiptið, skiljið
þér? Og hérna hafið þér tvö kíló
af gæðafiski". Hann leit í kring-
um sig, færði sig eilítið nær og
hvíslaði: „Þetta er samhakk úr
A-flokkj, frú mín, haus, sporður,
uggar og innvols úr tindabikkju,
skötusel, hámeri, stórkjöftu, mar-
hnút, geirnyt og öfugkjöftu. Eruð
þér hissa á þessu? Það er harð-
bannað. Þér ættuð bara að vita
hvað verður í matinn á morgun
í öllum búðum bæjarins!"
Það setti að mér hroll og ég
bjóst til brottferðar. „En segið
þér mér, maður minn, hvernig
farið þér að því að kaupa í mat-
inn fyrir yður sjálfan?“ Hann sló
á lærið og skellihló. „Ég“, sagði
hann. „Ég og allt mitt fólk, við
erum löngu hætt að éta“.
Ekki að furða þó húsmóður
dreymi kynlega drauma á þessum
síðustu tímum gæðavöruviðskipt-
anna.
vera að „stinga Líbanon í hjart-
að“. Salem fyrrverandi foringi
uppreisnarmanna sagði, að þjóð-
in væri þess umkomin að koma
í veg fyrir að óróaseggirnir ynnu
landinu alvarlegt mein.
Chamoun og Nasser.
Bardagarnir í gær brutust út
milli kristinna stuðningsmanna
Chamouns fyrrverandi forseta og
múhameðskra fylgismanna Nass
ers forseta Arabíska sambands-
iýðveldisins. Þrátt fyrir óeirðirn.
ar hafði San Francisco-ballettinn
sýningu í einu leikhúsi bor.garinn
ar í gærkvöldi, en tveir bryn-
vagnar stóðu fyrir utan leik-
húsið, sem stendur i útjaðri borg
arhverfis Múhameðstrúarmanna,
því er var miðstöð uppreisn-
armanna í átökunum í fyrra.
Nokkrir af ballett-dönsurun-
um urðu vitni að bardögunum, og
einn þeirra kvaðst hafa séð mann
skotinn niður á miðri götu, en
síðan komu tveir menn og báru
hann burt.
Nokkrar skemmdir
af völdum veðurs
GJÖGRI, Ströndum, 27. febrúar.
Allan þorra og það sem af er
góu, hefur verið alveg snjólaus
hér. Oft hefur verið vestanrok
og stundum aftök. Hafa nokkrar
skemmdir hlotizt af, t. d. missti
Þorleifur Friðriksson á Litla-
Hrauni trillubát sinn, sem fauk
og gereyðilagðist. Talið er hins
vegar, að vél bátsins sé óskemmd.
í einni hrinuni sprengdist upp
hurð á vörugeymsluhúsi Kaup-
félags Strandamanna. Nokkur
hluti af þaki hússins fauk einnig,
en skemmdir á vörum urðu eng-
ar, þar sem snögglygndi rétt eftir
að gatið kom á þakið.
★
Kindum hefir alltaf verið beitt
út síðastliðnar 6 vikur, og hefir
mönnum þannig tekizt að spara
mikil hey. Nokkrir bændur
slepptu kindum sínum á þorra.
Hestar, sem ekki eru notaðir yfir
vetrarmánuðina, hafa ekki verið
teknir á gjöf enn.