Morgunblaðið - 01.03.1959, Blaðsíða 23
Sunnudagur l. mara -1959
MGRGVISBL A&IÐ
23
7
Friöarsamningar
og A-ÞjóÖverja í upp-
sigiingu
LEIPZIG, 28. febrúar. — Reuter.
Krjúsjeff forsætisráðherra Sov-
étríkjanna mun sennilega gera
sérstaka friðarsamninga við A-
Þýzkaland, þegar hann heim.
sækir kaupstefnuna í Leipzig á
fimmtudaginn. Þetta er haft eftir
formælanda rússnesku stjórnar-
innar í Leipzig. En þessir samn-
ingar verða ekki undirritaðir
strax, sagði hann.
Óháða dagblaðið „Neuer Kur-
ier“ í Vínarborg skýrði frá því í
dag, að samkvæmt ónafngreind-
um heimildum í Berlín hefðu
Rússar í hyggju að halda sér-
staka ráðstefnu um friðarsamn-
inga við A-ÞýzkalaSd og mundi
hún hefjast 10. marz. Tekið var
fram að Krúsjeff yrði viðstadd-
ur.
Sömu heimildir hermdu að öll
leppríki Rússa hefðu þegar fengið
boð um að senda fulltrúa til ráð-
stefnunnar.
Blaðið okýrði ennfremur frá
því, að góðar heimildir í Berlín
teldu líklegt að sérstakir friðar.
samningar Sovétríkjanna og Aust
ur-Þýzkalands yrðu undirritaðir
28. maí, ef Vesturveldin hefðu
ekki fallizt á tillögur um Berlín-
armálið fyrir þann tíma.
ýþrcttajfrétti? filcrpHbla*
Tilraunalandsliðið í körfuknattleik
gegn bandarísku úrvalsliði í kvöld
Flugvél Mukuríosar hlekktist ú
LONDON, 28. febrúar. Reuter. —
Makaríos erkibiskup, leiðtogi
griskumælandi Kýpurbúa, lagði
af stað áleiðis til Rómaborgar í
annað sinn i dag, eftir að flug-
vélin, sem hann fór með fyrst,
hafði nauðlent á flugvellinum í
London vegna fcilunar í einum
hreyflinum rétt eftir flugtak.
Það var aðeins nokkrum mín-
útum eftir að flugvélin var kom-
in á loft, sem flugmaðurinn bað
um leyfi til að lenda aftur á flug
vellinum vegna bilunar í hreyfl-
inum. Þegar flugvélin lenti með
þremur hreyflum voru sjúkra-
bílar til taks, ef eitthvað kæmi
fyrir í lendingunni.
Makaríos og föruneyti hans
var flutt í flugstöðvarbygginguna
ásamt öðrum farþegum, meðan
hinn bilaði hreyfill var athug-
aður.
Eftir rannsóknina var ákveðið
að taka flugvélina úr umferð, og
önnur flugvél af sömu gerð (DC-
6) frá Olympic-flugfélaginu var
send á vettvang frá Frankfurt.
Makaríos mun koma til Kýpur
á morgun, og er búizt við að þá
verði mikið um dýrðir á eynni.
Hugrakkasta móðir
Bretlands
PORTSMOUTH, 28. febrúar. —
Reuter. — „Það var eins og
martröð . . . .“
Lestin kom á fullri ferð eftir
teinunum. Lestarstjórinn sá
ekki barnavagn, sem lá á hlið-
inni yfir teinana. í vagninum
voru tvö ungbörn, Stephen
Griffin 10 mánaða gamall og
bróðir hans Kelvin 2 ára. Móðir
þeirra, frú Shirley Griffin, 23
ára gömul, hafði staðnæmzt á
götunni til að tala við grann-
konu sína, og á meðan hafði
vagninn runnið af stað og lent
á járnbrautarteinunum, þar sem
hann lagðist á hliðina.
Allt í einu tók konan viðbragð
eins og af eðlishvöt o-g þaut út
á teinana.
Mmningarathöfn
á Vopnafirði
í GÆRDAG fór fram á Vopna-
firði minningarathöfn um Vopn-
firðingana tvo, er voru á vita-
skipinu Hermóði, er það fórst á
dögunum út af Hafnarbergi. —
Menn þessir voru Kristján Frið-
björnsson, 27 ára, og Einar Björns
son, 29 ára. Báðir voru þeir fædd-
ir á Vopnafirði. Minningarathöfn
in fór fram í Vopnafjarðarkirkju
og var hvert sæti kirkjunnar
skipað, en minningarræðuna
flutti séra Jakob Einarsson, pró-
fastur á Hofi. Lagði hann út af
sálmi Matthíasar „Veikur maður,
hræðstu ekki, hlýddu“.
Kristján Friðbjörnsson var
sonur Friðbjörns Einarssonar,
verkamanns, og konu hans frú
Ingigerðar Grímsdóttur, en þau
búa bæði á Vopnafirði. Var Krist
ján einn af 12 börnum þeirra
hjóna.
Einar Björnsson var sonur
Björns Jóhannssonar, skólastjóra,
og konu hans, frú önnu Magnús-
dóttur. Var hann yngstur 8
bræðra.
Athöfnin í Vopnafjarðarkirkju
til minningar um þessa ungu
menn var virðuleg og fög-
ur, en séra Jakob Einarsson, pró-
fastur flutti sérstaka kveðju frá
gömlum Vopnfirðingum, sem bú-
settir eru í Reykjavík.
í KVÖLD kl. 8,15 fer fram að
Hálogalandi keppni í körfuknatt-
leik milli ísl. úrvalsliða og banda
ríksra úrvalsliða. Hefur Körfu-
knattleiksráð Reykjavíkur valið
„tilraunalandslið" og B-úrvalslið
til að keppa við Bandaríkj amenn-
ina.
Fyrri leikurinn er á milli starfs
manna í bandaríska sendiráðinu
og B-úrvalsliðsins. Sendiráðs-
mennirnir iðka körfuknattleik
mikið og í æfingaleikjum milli
þeirra og ísl. liða hefur komið í
ljós að getan er lík og þessi leik-
ur verður því án efa jafn. í ísl. lið
inu sem mætir sendiráðsmönnun
um eru Ingi Þorsteisson KFR,
Einar Matthíasson KFR, Guð-
mundur Árnason KFR, Gunnar
Sigurðsson KFR, Ingi þór Stefáns
son ÍR, Jón Eysteinsson ÍS, Þórir
Arinbjarnarson ÍS, Hörður Tuli-
nius KA og Jón Stefánsson KA.
— Hinir tveir síðasttöldu eru frá
Akureyri en þar er körfuknatt-
leiksáhugi mikill og Akureyring-
ar hafa sýnt mikinn áhuga á þess
um leikjum úrvalsliðsins.
í síðari leiknum mætir tilrauna
landslið úrvalsliði af Keflavíkur-
flugvelli, sem All Star nefnist.
Það er skipað beztu körfuknatt-
leiksmönnum vamarliðsins og er
liðið nýkomið úr keppnisferð til
Bandaríkjanna þar sem það tók
þátt í miklu móti fyrir hönd
Keflavíkurflugvallar. Þetta er
þetta bandaríska lið auðveldlega
geta.
Tilraunalandsliðið skipa Lárus
Lárusson ÍR, Helgi Jóhannesson
fR, Ólafur Thorlacius KFR, Krist
inn Jóhannesson ÍS, Þorsteinn
Hallgrímsson ÍR, Birgir Örn
sterkt lið, og á vafalaust auðveld Birgis Á, Ingvar Sigurbjörnsson
Á, og Ingi Gunnarsson ÍKF.
ísl. liðin hafa æft allvel und-
ir þessa prófraun og hefur Ás-
geir Guðmundsson kennari stjórn
að samæfingum.
an sigur gegn „tilraunalandslið-
inu“entilgangurinn með leiknum
er m.a. sá að sýna almennigi
körfuknattleik eins og hann get-
ur beztur verið, en það mun
„Hvernig gat ég látið börn
in eiga sig? Fólkið hrópaði til
mín að ég skyldi forða mér.
Börnin mín hágrétu. Ég mun
aldrei gleyma kveinstöfum
þeirra.“
Á broti úr sekúndu þreif hún
litlu drengina og kastaði þeim
á brautarpallinn, tók síðan stökk
til að forða sér undan lestinni.
Svo naumt stóð það, að lestin
reif af henni pilsið um leið og
hún þaut fram hjá.
Stöðvarstórinn Leslie Broomen
sagði, að lestin hefði verið kom-
in svo nálægt stöðinni, að of seint
hefði verið að gefa henni merki.
„Þessi björgun gengur krafta
verki næst“, sagði hann.
Barnavagninn gereyðilagðist,
Stephen litli skrámaðist á hök-
unni þegar hann lenti á braut-
arpallinum, pils konunnar var
ónýtt, en hún hefur fengið
sæmdarheitið „hugrakkasta móð-
ir Bretlands".
Bolton fallið úr
bikarkeppninni
f GÆR fór fram 6. umferð bik-
arkeppninnar brezku, en átta lið
voru þá eftir. Leikar fóru svo að
Aston Villa og Burnley gerðu
jafntefli 0:0, Blackpool og Luton
Town 1:1, Nottingham Forest
Bolton Wanderers 2:1, Sheffield
United og Norwich City 1:1. —
Bolton fellur því úr.
LEIÐRÉTTING
í þingfréttum blaðsins í gær
höfðu fallið niður tvær línur og
olli það vondri villu í samhengi
frásagnarinnar. Rétt er máls-
greinin þannig:
Minnihlutinn (Alfreð Gíslason)
var mótfallinn málinu og skilaði
séráliti.
Sigurður Ó. Ólafsson sagði að
lokum, að enda’ þótt sveitar-
stjórnirnar notuðu þá heimild,
sem í frv. fælist, mundi það vera
svo í flestum tilfellum, að fast-
eignagjöldin hækkuðu ekki frá
því sem áður var, miðað við það,
að 400% heimildin væri að fullu
notuð. f annan stað mætti benda
á, að sveitarstjórnum væri ó-
heimilt að nota þessa heimild, þó
samþykkt yrði, nema samþykki
ráðherra kæmi til.
— Tónleikar
Framh. af bls. 15.
Það var mikil heppni fyrir okk-
ar litlu þjóð að hingað skyldi ber-
ast jafnágætur maður og Róbert
Ottóson. Ef til vill er skýringar-
innar á því hve hann hefir vaxið
ört að leita í þeim miklu áhrif-
um, sem hann hefir orðið fyrir af
sínu nýja föðurlandi. Auðséð er
nú, er hann hefir um sund dval-
izt í fæðingarborg sinni, Berlín,
við hin fullkomnustu skilyrði, og
kemur aftur hingað með nýjan
kraft og vilja, að hann hefir val-
ið rétt er hann kaus að verða fs-
lendingur og búa við hin erfið-
ustu vinnuskilyrði.
Fyrir fjórum árum átti Róbert
Ottóson tal við nokkra forystu-
menn í íslenzku tónlistarlífi um
það hve mjög hann hefði hug á að
flytja hér eitt af stórverkum
Brahms, Deutsches Requim. Væri
nú ekki bráðlega unnt að láta
þennan draum rætast?
— Vikar.
Bréf frá Vigfúsi
Guðmundssyni
Hr. ritstjórar Morgunblaðsins:
Eg gleðst yfir frjálslyndi yð-
ar, að þér skylduð hafa ánægju
af að birta greinarstúf minn.
Það, sem þér létuð fylgja hon-
um, er auðvitað mælt frá yðar
sjónarhæð.
Um eitt atriði þess vil ég þó
segja þetta: Eg hefi hvergi látið
í Ijós að Reykjavík ætti enga
þingmenn að kjósa. Tel slíkt sem
aðra fjarstæðu.
í greinum mínum um kjör-
dæmamálið hafði ég lagt til að
þingmönnum yrði fækkað niður
í 48. Þar af kysi svo Reykjavík
beint tíu til tólf. Með því yrðu
auðvitað fleiri kjósendur í Rvík
á bak við hvern þingmann, held-
ur en til jafnaðar annars staðar
á landinu. En ég tel slíkt réttlátt,
vegna þeirrar sérstöku aðstöðu,
sem höfuðstaðurinn hefir fram
yfir aðra staði landsins.
Það verður að hafa það, þó að
einhverjir fari af þessu að kalla
mig „óvin“ höfuðstaðarins okk-
ar. Eg hefi þá verið uppnefndur
áður.
Þakka svo fyrir birtinguna, og
kveð yður vinsamlegast.
Vigfús Guðmundsson.
Tveir brezkir
togarar á Selvogs-
banka
KL. 8 í gærmorgun, er brezku
herskipin opnuðu verndarsvæðin
á Selvogsbanka og útaf Snæfells-
jökli, voru þar engir togarar að
veiðum.
Russell ásamt íslenzku varð-
skipi er við Jökul, en ekki var
vitað um neinn togara á leið
þangað í gær.
Á Selvogsbanka eru herskipin
Duncan og Palliser ásamt einu
birgðaskipi. Á því svæði eru
einnig 2 íslenzk varðskip. Á há-
degi í gær voru komnir 2 enskir
togarar á Selvogsbanka. Voru
þeir byrjaðir veiðar skammt
utan við 12 sjómílna fiskveiðitak
mörkin en aðrir togarar voru á
leiðinni á þetta svæði.
Vestmannaeyjabátar reru ekki
í gær vegna óhagstæðs veðurs.
INNANMM CtUOCA
V-í
f FNIS&OEID04----
V
VINDUTJÍ'-LD
Dúkur—PappUr
Framleidd
eftir máli
Margir litif
og gerðir
Fljót
afgreiðsla
Kristján Siggcirsson
Laufiavegi 13 — Simi 1.-38-79
Ný sending:
Þýzkar HANDTÖZKUR
PENINGABUDDUR
Glugginn
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu okkur
með skeytum, gjöfum og heimsóknum á silfurbrúðkaups-
degi okkar 24. febrúar.
Kristín og Alfreð Þórarinnsson, Reykjavíkurveg 29
Mínar hjartans þakkir vil ég færa þeim, sem mundu
mig og glöddu, með heimsóknum, gjöfum og skeytum á
fimmtugsafmæli mínu, hinn 4. febrúar.
,Lifið heil.
Pálína Halldórsdóttir
Aðalstræti 13, Patreksfirði
Móðir mín
GUÐNÝ EGILSDÓTTIR,
Hverfisgötu 83 andaðist 27. febrúar.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Ástríður Ólafsdóttir, Grundarstíg 2
Móðir mín
KATRlN BÖÐVARSDÓTTIR
verður jarðsett frá Fossvogskirkju, mánudaginn 2. marz
kl. 10,30 f.h.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Sigurbjörg Sigurvinsdóttir