Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 1
20 síður 46. árgangur 53. tbl. — Fimmtudagur 5. marz 1959 Prentsmiðja Mor;'nnblaSsbiS Gerviplánetan fór fram hjá funglinu í gœrkvöldi Fer rtú á sporbraut umhverfis sólina JODRELL BANK í Englandi, 4. marz. (Reuter) — Banda- ríska gervireikistjarnan Pioneer IV hélt áfram út í geiminn í dag með 6400 km hraða á klukkustund. Skýrði Bernard Lovell, forstjóri stjörnurannsóknarstöðvarinnar í Jodrell Bank, frá því, að þaðan liefði verið fylgzt með gerviplánet- unni í rúmar 6 klukkustundir. Fylgzt með radíósendingum Við stjörnurannsóknarstöðina er risavaxið móttökutæki fyrir radíóbylgjur (radíó telescope). Með þessu tæki hafa heyrzt radió- sendingar frá Pioneer IV, þótt þær séu 100 milljónum sinnum veikari en venjulegar útvarps- bylgjur. Sagði prófessor I.ovell, að það væri merkilegur árangur af þessu tunglskoti, að hægt hefði verið að fylgjast með radíósend- ingum gerviplánetunnar lengra út í geiminn en nokkru sinni fyrr. Frófessorinn sagði að þetta bandaríska tunglskot hefði að vísu mistekizt eins og rússneska tunglskotið í janúar sl. Skotið hefði geigað og eldflaugin færi fram hjá tunglinu. En tunglskot Bandaríkjamnana er þó engu ó- merkara heldur en tunglskot Rússa. Stytzt frá tungli í dag var gerviplánetan 320 þúsund km frá jörðu og var búizt við að með kvöldinu yrði hún hvað næst tungli, eða um 54 þús. km frá því. Síðan Ætlar Krúsjett að gera sértrið við ausfur-þýzka kommúnista? Leipzig, 4. marz. (Reuter) — KRÚSJEFF, forsætisráð- herra Rússlands, lýsti því yf- ir í ræðu, sem hann hélt á aðaltorgi Leipzig-borgar í A- Þýzkalandi, að ef Vestur- Þýzkalands fengist ekki til að undirrita friðarsamning myndu Rússar allt að einu undirrita friðarsamning við Austur-Þýzkaland og fela austur-þýzku stjórninni öll yfirráð yfir samgöngum til V estur-Berlínar. Krúsjeff kom í dag flugleiðis frá Rússlandi til flugvallarins við Kottbus og ók þaðan í opinni bifreið til Leipzig. Þar ætlar hann að skoða vörusýningu og dveljast fjóra daga í Þýzkalandi. Um 150 SAS flýgur enn til Ameríku Kaupmannahöfn, 4. marz. (Frá Páli Jónssyni). SAS ætlar aftur að opna í kvöld flugleið sína yfir Grænland til Los Angeles. Verður Ameríku- ferðum síðan haldið uppi með 5 ferðum í viku til Los Angeles og daglegum ferðum til New York. Flugferðir til Ameríku stöðvuð ust vegna verkbannsins á sænska flugmenn. Aðrar langleiðir verða áfram lokaðar, svo sem Tokyo- leiðin yfir Norðurheimskautið og Indlandsleiðin. Skortir flugfélag ið mjög fleiri flugmenn. Flugfélagið heldur nú uppi að- eins 40% af ferðum sínum í Evrópu. Ferðirnar til Ameríku taka lengri tíma en áður, vegna þess að notaðar eru Douglas DC-6 sem fljúga hægar en Douglas DC- 7. Ekki er hægt að nota síðar- nefndu flugvélategundina vegna skorts á vélvirkjum. þúsund manns voru saman komin á aðaltorgi borgarinnar til að hlýða á fyrirhugaða ræðu hans. Rigna tók skömmu áður en ræðan skyldi hefjast og fór þá allveru legur hluti áheyrendanna á brott af torginu. Hinn rússneski foringi sagði að Sovétríkin óttuðust ekki ógnanir Vesturveldanna um valdbeitingu, ef Austur-Þjóðverjum væri af- hent eftirlit með flutningum til Vestur-Berlínar. Krúsjeff sagði að það væri stað reynd að nú væru til tvö Þýzka- lönd hlið við hlið. Tillögur Rússa í Þýzkalandsmálinu væru ekki ófærar eins og Vesturveldin vildu vera láta. Meginefni þeirra væri að gera skyldi friðarsamninga við bæði Þýzkalöndin, Austur og Vestur. Því næst mælti Krúsjeff af munni fram mörg vígorð eins og: —■ Við heimtum frið aftur frið og enn frið. Við segjum við hina vestrænu stjórnmálamenn: — Við skulum halda friðarráðstefnu. Það væri bezta framlagið til frið- arins. Aftur hrópaði Krúsjeff: Frið, Frið, Frið. Þeir sem ekki vilja undirrita friðarsamning vilja viðhalda hernaðarástandi. Á eftir Krúsjeff talaði Walter Ulbricht foringi austur-þýzkra kommúnista. Hann sagði að það væri óþolandi ástand, að ekki væri enn búið að undirrita friðar- samning við Þýzkaland 14 árum eftir að heimsstyrjöldinni lauk. Enn væri hernámslið í hjarta Austur-Þýzkalands, Berlín og hernámsreglugerð enn látin vera í gildi þar. Ulbricht sagði, að ef Bonn- stjórnin neitaði að undirrita frið- arsamning yrði samt að virða vilja austur-þýzku stjórnarinnar og þorra þýzku þjóðarinnar um tafarlausa friðarsamninga. Það er álitið að Krúsjeff muni nota tækifærið í heimsókn sinni til Austur-Þýzkalands til að ræða við Ulbricht um gerð sérfriðar- samnings við Austur-Þýzkaland. heldur eldflaugin áfram og mun snúast kringum sólina eins og reikistjörnurnar. Prófessor Bernard Lovell sagði í dag, að hægt yrði að greina radíósendingar frá gerviplánet- unni í allt að milljón km fjar- lægð frá jörðu. Radíóskeytin verða síðan leyst í sérstökum tækjum og mun fást frá þeim ómetanlegur fróðleikur um eðli geimsins. Macmillan — ánægður með árangur Moskvuferðar Eldgos Lagos i Nigeriu, 4. marz. — (Reuter). HIÐ 4000 metra háa eldfjall Kam erún fyrir botni Gíneu-flóa tók til að gjósa fyrir þremur dögum. Var það mikið gos og renna mikl- ir hraunstraumar upp úr fjallinu. Talið er að gosið hafi nú náð há- marki og hætti eftir viku. ★ London, 3. marz. Reuter. — Brezk Comet-þota hefur flogið um 11.000 kílómetra frá London til Buenos Aires á 18 klukku- stundum, og hefur þannig farið þessa flugleið á helmingi skemmri tíma en áður hefur tíðkazt. Þýðingarmest að Rússar lofa að leysa deilumálin með samningum Athugaðir möguleikar á banni við kjarnorkuvopnum í Mið Evrópu LONDON, 4. marz. (Reuter) — Macmillan, forsætisráðherra, flutti brtzka þinginu í dag skýrslu um 10 daga för sína og Selwyns Lloyds til Sovétríkjanna. Hann sagði, að aðalárangur ferðarinnar hefði verið sá, að Rússar féllust á það, að Berlínar-deilan og aðrar alþjóðlegar deilur yrðu aðeins leystar með samningum. Samningar í stað valdbeitingar Macmillan sagði, að það væri ljóst af viðræðum við rússneska ráðamenn að mikill skoðana- ágreiningur væri milli Rússa og vestrænna ríkja um stærstu al- þjóðamál. Það er því stórlega mikilvægt að Rússar fengust til að gera samning um að alþjóða- deilur skyjdu ekki leystar með valdi heldur með samningum. Þá skýrði Macmillan frá því, að ekki hefði tekizt á þeim stutta tíma sem til umráða var í Moskvu að ganga frá griðasáttmála milli Bretlands og Sovétríkjanna. En Macmillan kvaðst hafa lýst því yfir við Krúsjeff, að Bretar væru reiðubúnir að gera samning við Rússa, sem byggðist á eftirfar- andi meginatriðum: í fyrsta lagi að í öllum deil- um, sem upp kynnu að koma milli landanna yrði hlýtt ákvæð- um stofnskrár S.Þ. í öðru lagi að ríkisstjórnir beggja landa hétu því að ganga ekki á rétt hvor annarrar. í þriðja lagi, að ríkisstjórnir beggja landanna lýstu því yfir, að þær vildu jafna ágreining, ekki með valdi heldur með samn- ingum. Slík yfirlýsing, myndi ekki breyta ákvörðun beggja aðilja um að halda fast við varnarsamn- inga, er þær hafa gert við banda- menn sína. Gagnlegar viðræður Macmillan sagði, að hann hygð- ist nú fara í næstu viku til París- ar og Bonn til viðræðna við franska og þýzka ráðamenn, um viðhorfin eftir Rússlandsförina. Einnig kvaðst hann búast við að fara til Washington, innan skamms. Kvaðst forsætisráðherrann að lokum telja, að það myndi koma í ljós, að viðræðurnar í Moskvu, hefðu verið gagnlegar og að það hafi verið rétt af brezku stjórn- inni að taka boðinu um Rússlands ferðina. Rússar hafa nú birt tillög- ur sínar um efni griðasátt- mála milli Bretlands og Sovét ríkjanna. Eru þær tillögur allt aðrar en tillögur Breta. Leggja þeir megináherzluna á það, aS bandarískar herstöðvar í Bret landi verði bannaðar. Kjarnorkubann Hugh Gaitskell foringi verka- mannaflokksins, talaði á eftir Macmillan. Hann sagði að förin til Moskvu hefði án efa verið gagnleg, þar sem hún hefði stuðl- að að auknum kynningartengsl- um við ráðamenn Rússlands. Ann ar árangur af förinni væri hins- vegar sáralítill. Helzt taldi Gaitskell að eitt- hvað væri að græða á því atriði, sameiginlegrar yfirlýsingar Mac- millans og Krúsjeffs að mögu- leikar væru á afmörkun svæðis í Mið-Evrópu, þar sem bannað væri að hafa eldflauga- og kjarn- orkuvopn. Spurði Gaitskell hvort bandamenn Breta væru sam- þykkir þessari hugmynd. Macmillan svaraði því aftur, að í hinni sameiginlegu tilkynn- ingu væri rætt um þennan mögu- leika og að nauðsynlegt væri að rannsaka hann nánar. Slík rann- sókn færi að sjálfsögðu fram í samráði við bandamannaþjóðir Breta. Fréttir i stuttu máli if Brighton, 3. marz. Reuter — Kona ensks vörubílstjóra, sem hefur rúm 10 pund í vikulaun, vann í dag 75.200 pund í knatt- spyrnugetraun. Sömu upphæð unnu þrír aðrir Bretar í dag. ★ Wick, 3. marz. Reuter. — Sænska flutningaskipinu „Stella- tus“ hefur hlekkzt á undan Skot. landsströndum, og var um helm- ingur skipverja fluttur á land í björgunarbátum í dag. Á skipinu voru 26 menn. ★ Haífa, 3. marz. Reuter. — Yitzhac Ben Zvi forseti ísraels bauð í dag opinberlega velkomna 140 hebreska innflytjendur frá Rúmeníu, þegar þeir lögðu að bryggju á ítalska farþegaskipinu „Messapia." Kenyatta á móti skemmd- arverkum Maumau KITALE í Kenya, 4. marz (Reut- er) — Afríkanski stjórnmálafor- inginn Joma Kenyatta, staðhæfði í dag fyrir rétti, að hann hefði aldrei verið foringi í Maumau skemmdarverkahreyfingu svert- ingja. Hann hefði þvert á móti barizt á móti hreyfingunni. Keny atta var handtekinn árið 1952 og dæmdur fyrir að stjórna Maumau félagsskapnum. Nú er verið að rannsaka mál hans að nýju vegna þess, að grunur hefur komið upp um að ljúgvitni hafi verið borin móti honum. í dag sagði Kenyatta í réttin- um, að hann hefði verið foringi Afríku-hreyfingarinnar, sem var stjórnmálahreyfing meðal svert- ingja, en hafði aldrei í frammi neina vopnaða baráttu, né skemmdarverk. Þvert á móti kveðst Keny- atta hafa barizt á móti skemmdarverkunum. Benti hann á það, að hann hefði far- ið í leiðangur um Kyansi-hér- að vorið 1952 og haldið marg- ar ræður, þar sem hann hefði latt svertingja þess að beita ofbeldi. Taldi Kenyatta að það hefðu verið mikil mistök hjá brezku nýlenduhreyfingunni að hand- taka og fangelsa foringja Afríku- hreyfingarinnar. Þá fyrst hefði hermdarverkafaraldurinn komizt í algleyming er ofstækismenn fengu aukin áhrif meðal svert- ingjanna. En það er stefna Afríku hreyfingarinnar, að vinna svert- ingjum rétt eftir lýðræðislegum leiðum. ★---------------------★ Efni blaðsins m.a.: Fimmtudagur 5. marz 1959 Bls. 3: Umræður um innflutningsmál á Alþingi. — 6: Samningur Dana og Breta una landhelgi við Færeyjar. — 8: Passíusálmarnir I útvarpinu. — 9: Margir þingmenn fyrir eitt kjör dæmi tryggja samvinnu og minni flokkaríg. — 10: Forystugreinin: „Hollt fordæml Sjálfstæðismanna“. Þriðja heimsstyrjöldin er hafin (Utan úr heimi). — 11: Stefna Kristilega demokrata- flokksins þýzka. — 13: Bridge-þáttur. Kafari í öllum skipum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.