Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNBL4ÐIÐ Fímmtudagur 5. mara 1959 Óróinn, s«m gripið hafði hlut- 6afana, fór stöðugt vaxandi. — J>ykk reykjamóða lá eins og ský í „Eiginmaður minn kom til fund ar við mig í París, vegna mjög áríðandi málefna. Hann varð sikyndilega og óvænt að flýta sér aftur til New York, þegar hann lenti í slysinu. Hann hafði sann- frétt að lítill, en þeim mun ákveðn ari hópur manna væri í þann veg- inn að svifta hann forstöðu og etjórn fyrirtækisins. Það á að telja yður trú um að þér séuð að skipa umboðsstjórn til bráða- birgða, í fjarveru eiginmanns míns. Án vitundar hr. Morrisons og án vitundar yðar sjálfra hefur ungfrú Ryan haft sína einka stjórnarskrifstofu í þessu húsi, um nokkurt skeið. Án þess að eig- inmaðurinn minn vissi hið minnsta um það, hefur hún gefið fyrirskip anir á aðal-ritstjórnarskrifstof- ■unni, fyrinskipanir, sem brjóta al- gerlega í bága við vilja hans og boð. Þér, dömur mínar og herr- ar, eigið svo aðeins að samþykkja það, sem húið er fyrir löngu að álkveða, án þess að þér væruð epurð álits eða ráða. Joftinu. „Enginn yðar, herrar inínír og frúr“, hélt Helen áfram — „hefur nokkra ástæðu til að iðrast eftir kaupin á Morrison-hlutabréf- unum. Ég þori að fullyrða, að hvergi í heiminum sé til nokkurt blaðaforlag, sem standi á öruggari og fastari grundveili en Morrison- blöðin. Ef eiginmaðurinn minn skyldi þurfa að verða fjarverandi í nokkurn tíma, þá er hann áreið- anlega fær um að velja staðgengil sinn sjálfur. Hér er aðeins um trúnað og hollustu að ræða“. Hún tók sér örstutta málhvíld. — F1 niL „Viljið þér samiþykkja vantraust á þeim manni sem með óþreytandi fórnarstarfi sínu hefur tryggt yð ur og fjölskyldum yðar varanlega velmegun? Viljið þér votta slíkum manni vantraust yðar, þegar hann liggur varnarlaus í sjúkrahúsi? Ég legg til að atkvæði verði greidd um þessa spurningu og þessa spurningu eina. . . .“ „Ég bið um orðið“, hrópaði Rutíh Ryan, áður en Helen hafði lokið máli sínu. Sherry veitti henni orðið. Helen Ieit ekki á hana. Hún renndi augunum um salinn. Þetta fólk átti Morrison að þakka alla sína velmegun. Hvers vegna hreyfði enginn sig? Hún leit á myndirnar uppi á veggnum. Með hverri mínútunni sem leið, fann j hún það betur og betur, að hún tilheyrði þessum manni, þessum : þögula manni þarna uppi í hinum skrautlega ramma. Ruth Ryan tók til máls. „Ég skal ekki verða margorð", sagði hún. — „En sem fulltrúi tuttugu prósent hluthafa þessa fyrirtækis neita ég að taka nokk- urt tillit til teprulegrar viðkvæmni, hvaðan sem hún kemur. Varnar- laus í sjúkrahúsi — svo að ég i vitni í orð frú Morrison. — Já,' það eru einmitt réttu orðin. Frú Morrison neyðir mig til að segja nokkuð, sem ég hefði helzt kosið að láta ótalað. Við höfum fengið óyggjandi sannanir fyrir því, að hr. Morrison muni aldrei verða fær um að taka að sér stjórn fyr- irtækisins aftur. Jafnvel þótt hinn tvísýni uppskurður, sem fram- kvæmdur verður á morgun, kunni að heppnast framar öllum vonum, mun Richard Morrison aldrei end- urheimta þá andlegu hæfileika sína, sem við öll metum svo mikils. H afnarfjörður Unglinga eða eldra fólk, vantar til blað- burðar nú þegar við: BREKKUGÖTU og SUÐURGÖTU (1 hluta). HVALEYRAR og HÓLABRAUT Talið strax við afgreiðsl. Álfaskeiði 40 sími 50930. Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn HOLMENS KANAL 15 C. 174 Herbergi með morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00. I Tuðborgmni — rétt við höfnina. Heilasköddun hans gerir hann í raun og veru „varnarlausan". — Ekki hvað sízt fyrir metnaðargimi þeirrar konu, sem fyrir tveimur árum var einungig óþekktur frétta ritari....“ Sherry greip til bjöllunnar. Ruth Ry-an lét samt ekki fipa sig með bjölluhringingu. — „Þér ætlið að segja, að ég megi ekki vera persónuleg, hr. Sherry. En ég hlýt að verða persónuleg vegna þess, að við eruvn hingað komin til að íáða fram úr persónulegu vandamáli. Ég legg til að við göng um til dagskrár og kjósum hina nýju stjórnarnefnd". „Alveg rétt“, kvað við úr öllum áttum. Nú reis Helen á fætur, án þess að virða aðalforstjórann, sem hringdi bjöllunni í ákafa, viðlits. Rödd hennar var róleg, þegar hún sagði: „Þessi atkvæðagreiðsla, herrar mínir og frúr, er skrípaleikur. — Ég verð því að ráða yður frá því að láta niðurlægja yður með því að gerast þátttakendur í honum. Á hluthafafundi eru það ekki hin greiddu atkvæði sem úrslitunum ráða, heldur tala hlutabréfanna. Eiginmaðurinn minn, sem ég er nú fulltrúi fyrir, á 75% í þessum eignum. Af því leiðir að ég hef rétt á 75% af atkvæðunum. Þess vegna eru úrslit atkvæðagreiðsl- innar fyrirfram ráðin“. Hún leit í kringum sig. — „Ég ’.eyfi mér að kunngera yður að eig inmaður minn, Richard Morrison II., hefur skipað mig sem einka staðgengil sinn í fjarveru sinni. Jafnskjótt og ég fæ til þess leyfi hjá bandarísku stjórninni mun ég segja af mér sendiherrastarfinu í París. Ég tek að mér stjórn fyrir tækisins hérna. . . Þar að auki ber mér sem fulltrúa hluthafa-meiri- hlutans, forsætið á þessum fundi“. Hún leit hvasst til Sherryg að- alforstjóra: „Sherry, ég mun nú taka forsætið. Jafnframt segi ég fundi þessum slitið, þar sem við- fangsefni hans hefur nú þegar leystst af sjálfu sér“. Karlar og konur umhverfis lang borðið spruttu á fætur. Hvarvetna mátti heyra upphrópar.ir, svo sem: „Ranglæti", „Ofbeldi", „Ósvífni“. Helen stóð kyrr við borðið. Hún stóð hnakkakert og hnarreist í brimrótinu. Hún leit ekki á nokk- urn mann. Augu hennar beindust að Morrisonunum báðum að hinum dána og hinum sem dauðinn hélt nú í helj-argreipum, líkast því sem hún þyrfti að standa reiknings- skap gerða sinna fyrir þeim æin- um og engum öðrum. She.rry virtist loks ná sér að mestu eftir undrunina. Hann reyndi að tala kæruleysislega og gætti þess að halda sama, fasta brosinu. „Frú sendiherrann", sagði hann „hefur mælt hér hlægilega hörð orð, sem ég vona samt að hún eigi eftir að afsaka með því aumkunar verða sálarástandi, sem hún ber- sýnilega er í þessa stundina. Frú sendiherrann hefur á engan hátt lagt fram neinar sannanir á þeirri fullyrðingu sinni, að hún hafi ver- ið skipuð fulltrúi hins dauðvona eiginmanns síns. Ég legg því til að þessum fundi verði haldið áfram að einni viku liðinni og vænti þess fastlega, að á þeim tíma hafi frú Morrison tekizt að afla sér óve- fengjanlegs, skriflegs umboðs frá eiginmanni sínum, sem hún get- ur þá lagt fram fyrir fundar- menn“. „Ég hef viðbótartillögu", hróp- aði Ruth Ryan æst. Án þess að minnast þess, að hann var nú ekki lengur í forsæti, gaf aðalforstjórinn henni orðið. Hin fagra, grannvaxna kona var alveg náföl til varanna, þegar hún sagði: „Ég krefst þess í fyrsta lagi, að frú Morrison komi með fyrirskip- un eiginm-anns síns og jafnframt álit undirritað af sérfræðingi, um það hvenær hann muni hafa náð að fullu andlegu heilbrigði sínu aftur eftir áfallið. 1 öðru lagi krefst ég þess ,að rætt verði um siðferðilega hæfileika frú Morri- sons til að stjórna mikilvægasta blaðaútgáfufélagi í heimi. Ég Ieyfi mér að leggja fyrir hluthafana sannanir á því, að frú Morrison sé Skrifstofustúlka óskast nú þegar eða sem fyrst. Þarf að vera vön vél- ritun. Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m. merkt: „Véiritun — 4523“. Sfúlka óskast til afgreiðslustarfa Síld og fiskur Beiígstaðastræti 37. a r l 0 u ó 2) „Sjáðu, Jón. Þarna kemur Míló“. 3) „Og úlfarnir elta hann! Kannski ég geti hrætt þá í burtu með byssunni". siðferðilega óhæf til slíks starfs. „Hvernig getur hún þá verið sendiherrann okkar?“ spurði ein konan við borðið. „Það horfir allt öðru vísi við“, fullyrti einn hluthafinn, án frek- ari skýringar. „Ungfrú Ryan er að i-ægja heiðarlega konu“, sagði maðurinn með vangaskeggið. „Þetta er hreinasta svívirðing fyrir Morrison-forlagið“, sagði maður við hinn borðendann. „Þeir, sem eru samþykkir því að mæta til fundar að viku lið- inni, á sama tím-a, geri svo vel og rétti upp höndina", hrópaði Sherry og hringdi bjöllunni án afláts. Allir réttu upp hendur nema Helen sjálf, konan með blóm- skreytta hattinn og karlmaður sem hafði sofið fast og rólega mest allan tímann. „Fundi er slitið", tilkynnti Sherry valdmannslega. Hálfri klukkustund síðar sat Helen 1 salnum á Park Avenue, andspænis Bill, hinum gamla vini sínum. „Á morgun verður skurðaðgerð- in framkvæmd“, sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég get útvegað þett-a umbeðna skjal fyrir næsta fund, að viku liðinni og því siður hitt, hvernig mér tekst að leggja niður sendiherrastarfið og fram- kvæma þá ákvörðun hína, að taka að mér stjórn forlagsins. Og er samvizka mín hiæin, Bill? Ég veit það ekki. Ég hef hindrað það sem vont var. Kannske hef ég s*rt það fram sem verst er“. Skurðaðgerðin slcyldi fram kvæmd klukkan 12 á hádegi. Nú var klukkan átta f. h. Helen hafði komið til New York tveimur klukkustundum áður, tek- ið sér heitt tað á hótelinu sínu, haft fataskipti og flýtt sér að því loknu til sjúkrahússins. Sólargeislar hins bjarta nóvem- betmorg-uns féllu inn um gkyggðar gluggarúður sjúkrastofunnar. — Helen sat við rúm Morrisons og skýrði honum frá ferðalaginu. Morrison hafði fulla meðvitund og læknarnir undruðust hina óskiljanlega miklu breytingu á ástandi hans, sem orðið hafði síð- ustu fjörutíu og átta klukkustund- irnar. Einnig höfðu hin kvala- stillandi ]yf nú í fyrsta skipti til- ajútvarpiö Fimmtudagur 5. niarz: Fastir liðir eins og .venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðbjörg Jónsdótt- ir). 18,30 Barnatimi: Yngstu hlust endurnir (Gyða Ragnarsd.). 18,50 Framburðarkennsla í frönsku. —- 19,05 Þingfréttir. — Tónleikar. —- 20.30 Spurt og spjallað í útvarps- sal: Þátttakendur eru Katrín Smári, Sigríður J. Magnússon, Haraldur Norðdahl tollvörður og Haraldur Ólafsson iðnverkamaður. Umræðustjóri: Sigurður Magnús- son fulltrúi. 21,30 Útvarpssagan: „Ármann og Vildis“ eftir Krist- mann Guðmundsson; III. (Höf- undur les). 22,10 Passíusálmur (32). 22,20 Islenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). 22,35 Sin- fónískir tónleikar (nýjar plötur), 23,25 Dagskrárlok. Föstudagur 6. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Barnatími: Afi talar við Stúf litla; — annað samtal (Guð- mundur M. Þorláksson kennari flytur). 18,55 Framburöarkennsla í spænsku. 19,05 Þingfréttir. Tón- leikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Ragnar Jóhannes- son kand. mag. flytur minninga- þátt eftir Halldóru Bjaraadóttur um heimili Jóns Árnasonar þjóð- sagnaritara. b) Islenzk tónlist: — Lög eftir Pál ísólfsson (plötur). c) Andrés Björnsson les kvæði eft ir Árna G. Eylands. d) Samtal um Bolungarvík: Hallfreður Örn Ej- riksson kand. mag. ræðir við Finn- boga Bernódusson. 22,10 Passíu- sálmur (33). 22,20 Lög unga fólks ing (Haukur Hauksson). — 23,15 Dagskrárl jk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.