Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 6
6 MORCTJTSnLAÐÍÐ Fimmtudagur 5 marz 1959 Samningur Dana og landh.elgi Færeyja Bretar mega ve/ða inn að 6 sjómilna takmörkum en viðurkenna jbó í ýmsu 12 sjómilna fiskveiðitakmörk Breta um FY RIR nokkru gaf danska utanríkisráðuneytið út til- kynningu um nýjan íiskveiði- samning við Breta varðandi landhelgi Færeyja. í samningi þessum er kveðið svo á að Fær- eyjar skuli hafa 12 mílna fisk- ▼eiðilandhelgi. Sá er þó hængur á að Bretar mega veiða inn að 6 miina landhelgi nema á nokkr- Mm svæðum, þar sem Færeyingar hafa einkarétt til fiskveiða út að 12 mílna landhelgi á vissum árs- timum. Færeyska lögþingið hefur nú samþykkt þennan samning. Það þykir athyglisvert við hann að með honum viðurkenna Bretar rétt Færeyinga til að hafa 12 mílna landhelgi gagnvart öllum nema Bretum sjálfum. O—□—O ITILKYNNINGU danska utan- ríkisráðuneytisins segir m. a. að samningurinn sé aðeins tíma- bundinn. Hann komi í staðinn fyrir fiskveiðisamning Dana og Breta frá 22. apríl 1955, en eigi aðeins að gilda þangað til náðst hefur almennt samkomulag um stærð landhelgi á fyrirhugaðri landhelgisráðstefnu. Hann sé gerður með hliðsjón af því að ekki tókst að ná samkomulagi um stærð landhelgi á ráðstefnunni í Genf vorið 1958, en fyrirhuguð ráðstefna verði haldin vorið 1960. En sérstakt tilefni samn- ingsins var ályktun færeyska lögþingsins frá 6. júní 1958 um 12 milna fiskveiðilandhelgi. Það er sjónarmið Dana að fiskveiðilandhelgi hvers lands skuli vera jafn breið og lögsögu- landhelgin og skuli hún ekki vera breiðari en 6 sjómílur. Danir telja þó að nauðsynlegt sé að gera undantekningu frá þessari reglu, þar sem einstök lönd eru eyjar í hafinu fráskilin öðrum löndum, og þar sem íbúarnir séu sérstaklega mikið háðir fiskveið- um. Þá eigi að vera heimilt að víkka fiskveiðilandhelgina allt upp í 12 sjómílur, þótt lögsögu- landhelgin skuli eftir sem áður vera 6 sjómilur. O—□—O SAMNINGURINN eins og hann nú liggur fyrir felur í sér málamiðlun, þar sem báðir aðil- ar Danir og Bretar hafa hliðrað Færeyska lög- þingið samþykkir FREGNIR frá Þórshöfn herma, að færeyska lögþingið hafi sam- þykkt samning Dana og Breta um hina nýju fiskveiðilandhelgi Færeyja. Stóðu harðar umræður í lögþinginu um málið í 7 klst. Með samningnum greiddu at- kvæði stjórnarflokkarnir, sem eru jafnaðarmenn, Sambands- flokkurinn og Sjálfstýriflokkur- inn og auk þess Kjartan Mohr. Samtals voru þetta 18 atkvæði. Móti samningnum greiddi at- kvæði Þjóðveldisflokkur Erlends Paturssonsar. Eru það 7 atkv. Fólkaflokkurinn sem hefur 5 atkvæði sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Eftir þetta verður samningur- inn lagður fyrir danska þjóð- þingið, sem örugglega mun sam- þykkja hann. Á næstunni fer lög maður Færeyja, jafnaðarmaður- inn Peter Mohr-Dam, til Kaup- mannahafnar og mun hann sitja fund með John Hare fiskimála- ráðherra Breta og Jean Otto Kragh, utanríkisráðherra Dana og munu þeir allir undirrita samninginn. nokkuð til. Þetta kemur og fram í því að samningurinn á aðeins að gilda um stundarsakir, og hann skerðir rétt hvorugs aðil- ans ef fyrirhuguð ráðstefna um landhelgismál kemst að ákveð- inni niðurstöðu um stærð land- helgi. 1 samningnum eru dregin tvö mismunandi fiskveiðitakmörk. — Annað er 6 sjómílna takmörk, hitt er 12 sjómílna takmörk. Bretar hafa fallizt á það, að brezkum fiskiskipum sé bannað að stunda veiðar innan 6 sjó- mílna takmarkanna. Fiskveiðar innan 6 sjómílna takmarkanna eru áskildar færeyskum og dönsk um fiskiskipum. Danir hafa hins vegar fallizt á það að Bretar megi veiða inn að 6 sjómílna takmörkunum. — Byggist það á því að það er orð- in gömul venja ,að Bretar stundi fiskveiðar umhverfis Færeyjar. Óyggjandi upplýsingar hafa hins vegar fengizt um það, segir í tilkynningunni, að aðeins Bret- ar geta borið fyrir sig, að þeir hafi stundað fiskveiðar að stað- aldri við Færeyjar innan 12 mílna landhelginnar. Þess vegna verður fiskveiðilandhelgi gagn- vart öðrum þjóðum ákveðin 12 sjómílur og ekki hægt að sjá að neinn réttur sé brotinn á öðrum þjóðum með því. O—□—O RÉTTUR brezkra fiskimanna til að stunda veiðar milli 6 og 12 sjómílna fiskveiðitakmark- anna er þó ekki ótakmarkaður. Með tilliti til þess hve fiskveið- arnar eru mikilvægar- fyrir efna- hag Færeyinga er þessi réttur Breta nokkuð takmarkaður Eru ákvæði í samningnum um þrjú nánar skilgreind svæði sem sér- stakar reglur gilda um. A viss- um tímum ársins verður aðeins leyft að veiða með línu og færi á þessum svæðum, veiðar með öllum öðrum veiðarfærum bann- aðar. Þýðir það að Færeyingar einir munu veiða á hinum sér- stöku svæðum. Hvert þessara svæða liggur á beltinu milli 6 og 12 sjómílna takmarkanna og er hvert þeirra rúmlega 20 sjómílur á lengd. Tímamörkin sem togurum er bannað að veiða á þessum svæð- um eru: Á norðursvæðimj: 15. febrúar til 15. apríl. Á vestursvæðinu: 15. nóvember til 1. apríl. A suðursvæðinu: 1. október til 31. maí. Það er tekið fram í samningn- um að öllum togurum, líka fær- eyskum, verði bannað að stunda veiðar innan 6 sjómílna fiskveiði- takmarkanna. O—□—O AÐ LOKUM segir í tilkynning- unni, að samningur þessi eigi að gilda, þar til fyrirhuguð landhelgisráðstefna hefur náð samkomulagi um almennar regl- ur varðandi stærð landhelgi. Ná- ist ekki slíkt samkomulag á ráð- stefnunni er þessi samningur Dana og Breta uppsegjanlegur eftir 3 ár með eins árs uppsagn- arfresti og munu þá gilda al- mennar reglur þjóðaréttarins um þetta réttarsamband. Miimingarathöfn í Akraneskirkju AKRANESI, 3. marz — S1 sunnu dag, 1. marz, fór fram í Akranes- kirkju minningarathöfn um fjóra Akurnesinga, er drukknuðu með Júlí og Hermóði, þá Guðjón Sigurjónsson, 1. vélstjóra á Her- móði, Guðmund Þóri Elíasson, háseta á Júlí, Runólf Viðar Ing- ólfsson, 3. vélstjóra á Júlí, og Sigurð Guðnason, háseta á Júlí. Sóknarpresturinn, séra Jón M. Guðjónsson, flutti minningar- ræðu um hina föllnu sjómenn og hafði að inntaki „En er birti af degi, stóð Jesús á ströndinni (Jóh.)“ Sjómenn stóðu heiðurs- vörð meðan á athöfninni stóð. Kór kirkjunnar söng undir stjórn Bjarna Bjarnasonar, organ leikara, sóknarpresturinn las ljóð, sem Helena Halldórsdóttir, húsfreyja á Akranesi, hafði ort, bundið minningu hinna horfnu sjómanna, og ástvina þeirra. Hvert sæti í kirkjunni var skipað. Athöfnina einkenndi mikil helgi og djúp samúð. — Oddur. Uppdráttur þessí sýnir hin nýju fiskvciðitakmörk Færeyja. Gagnvart Bretum gilda 6 sjómílna takmörk. Bretar fallast á einkarétt Færeyinga til fiskveiða á takmörkuðum svæðum út að 12 sjómílum. 12 sjómílna fiskveiðitakmörk gilda gagn- vart öllum öðium þjóðum en Bretum. Þó er 12 mílna línan færð inn að 6 sjómílna linunni á einum stað á Vestursvæðinu. Þekkt bandarískt leikrit tlutt af segulbandi á vegum islenzk-ameriska félagsins Á NÆSTUNNI mun íslenzk- ameríska félagið veita félags- mönnum sínum tækifæri til að hlusta á nokkur þekkt bandarísk leikrit af segulbandi og verður fyrsta léikkvöldið í bókasafni Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna að Laugavegi 13 í kvöld kl. 8,30. Verður flutt hið fræga leik- rit Roberts Sherwoods, „Abe Lincoln in Illinois", sem fyrst var sýnt á Broadway 1938 og höfundurinn hlaut Pulitzerverð- laun fyrir sama ár. Leikurinn fjallar um ævi Lincolns frá 1831 — 1861, þegar hann fór að heim- an frá Springfield í Illinois og hélt til höfuðborgarinnar til að skrifar úr daglegq lifínu Hálka á götunum. FYRIR nokkrum dögum kom skyndilega frost ofan í bleytu eða bleyta ofan í frost hér í höfuðstaðnum, þetta hefur hvort eð er skipzt á með stuttu millibili lengi undanfarið. Mynd- ast við þetta hálft lag á götum, enda munu margir fínir bílar hafa fengið ljótar skrámur. Það má e. t. v. segja, að einka- bílstjórunum sé ekki sérlega mikil vorkunn, ef þeir halda áfram að aka um göturnar eftir að þær eru orðnar svo hættu- lega hálar. Vilji þeir vera alveg öruggir með bílana sína, leggja þeir þeim auðvitað og ganga eða taka strætisvagn. En það er fjöldi af bílum, sem ekkí er hægt að taka úr umferð, stræt isvagnar, sjúkrabílar, slökkvi- bílar, leigubílar og þeir aðrir bílar, sem veita þjónustu. Enda munu strætisvagn, lögreglubíll og slökkvibíll hafa lent í árekstr- um af völdum hálkunnar um þetta leyti. Oft hefur verið rætt og jafn vel deilt um það, hvernig bezt sé að koma í veg fyrir eða eyða slíkri hálku af götum, og virð- ast þær aðferðir sem þekktar eru og beitt er hafa ýmsa galla í för með sér. Saltdreifing reyndist illa. NÝLEGA las ég í sænsku blaði greinargerð verkfræðings um baráttuna við hálkuna á götun- um í Svíþjóð. Segir hann að vega málaskrifstofa sænska ríkisins hafi látið rannsaka ýmsar að- ferðir til að vinna á hálkunni og látið gera tilraunir í því skyni, sem enn sé haldið áfram. Þessi rannsókn hefur í stuttu máii leitt í ljós, að saltdreifing hefur því aðeins áhrif á frosnum, hálum vegum, að hitinn sé um frostmark. Við lægra hitastig er dreifing á einu saman salti fjár- hagslega óheppileg og óhentug. Það þarf alltof mikið salt til að fjarlægja snjó- og íslagið. Aftur á móti verða göturnar stam ari og áhrifin endast lengur, ef salti er blandað í sandinn, sem borinn er á. Síðan segir hann, að reynslan hafi sýnt, að alltof mikill salt- burður hafi önnur álmf en til sé ætlazt, ef frostið fer vaxandi. Þá myndist nefnilega „kuldablanda“, sem geri það að verkum að ís- lagið undir verði ennþá hálla. Hitni aftur á móti í veðri mynd- ist snjókrap, sem sprautist upp ’undir bílana og berist auk þess á fótum manna á tröppur og inn í íbúðir. Og kvarti bæði bíleig- endur og vegfarendur undan því. Ekki sé enn fundin nein lausn, sem menn geti gert sig ánægða með, þegar rigning, kuldi, snjó- koma og þíða skiptist svo ört á, en alltaf sé unnið að því, að reyna að finna beztu aðferðina til að vinna bug á hálkunni. Meðan ekki hefur fundizt við- unandi lausn á. þessu vandamali eftir skipulégar rannsóknir og til- raunir í Svíþjóð, er þess víst varla að vænta að við kunnum nein heppileg ráð. Það lítur því út fyrir að enn um skeið verði þeir bílstjórar, sem ekki geta hreinlega lagt bíl- unum þegar þannig er ástatt, að feta sig áfram eftir götunum á lággírunum, í stöðugum ótta um að bíllinn láti nú ekki að stjórn á næsta hættustað. slíkri hálku af götunum, og virð- taka við forsetaembættinu. Hin leikritin, sem áformað er að flytja, verða Bærinn okkar eftir Thornton Wilder, flutt þriðjudaginn 17. marz, „On Borro wed Time“ eftir Paul Osborn, flutt miðvikudaginn 1. apríl, Glerdýrin eftir Tennessee Willi- ams, flutt 14. apríl, og Beyond the Horizon eftir Nóbelsverð- launahöfundinn Eugen O’Neill, flutt 28. apríl. Upptökur leikritanna voru gerð ar á vegum bandarísku útvarps- stöðvarinnar Voice of America í samvinnu við The American National .Theatre and Academy og tekur hvert þeirra hálfa aðra klukkustund. Hlutverkin skipa þekktir leikarar i amerísku leik- húslífinu og margir eru einnig þekktir úr kvikmyndaheiminum. í húsakynnum bókasafnsins er nýtt og fullkomið „High Fidelity" tæki fyrir bæði hljómplötur og segulband, og hátalarakerfi hef- ur verið komið upp. Þar eru einnig tæki til sýningar á kvik- myndum og skuggamyndum. Ný- lega hafa farið fram gagngerar breytingar á húsakynnum bóka- safnsins og var kamið þar fyrir nýjum og þægilegum húsgögnum. Tekur safnið nú 40—50 manns í sæti og er það kið vistlegasta. AXEL Andrésson, hinn vinsæli knattspyrnuþjálfari, dvaldist í fyrra mánuði um þriggja vikna skeið í Skógaskóla. Hélt hann námskeið í margs konar knatt- leikjum fyrir pilta og stúlkur. Axel hefur fellt kennsluna í fast kerfi, sem við hann er kennt og nefnist Axelskerfi. Axel er mikill aufúsugestur i skólanum og sýndu nemendur hug sinn til hans með því að af- henda honum forkunnar fagra bréfamöppu að skilnaði. Af öðrum góðum gestum, sem heimsótt hafa skólann nýlega, skal getið Ólafs Ólafssonar, kristniboða. Ræddi hann við nemendur, sagði ferðasögur og sýndi kvikmyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.