Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. marz 1959 N.L.F.-BtJÐIN auglýsir Handsnúnir Grænmetisraspar N. L. F. húðin Sími 10263. Gufusuðugrindúr N. L. F. búðin Sími 10263. Grænmetishnifar með þykktarstil'lingu. N. L. F. búSin Sími 10263. Hunang í % og 1/1 kg. glösum N. L. F. búðin Sími 10263. Steinarúsinur og lausar, í lausri vigt. N. L. F. búSin Sími 10263. DÖblur í lausri vigt og pökkum. N. L. F. búSin Sími 10263. Gráfikjur spænskar og amerískar, — í lausri vigt. N. L. F. búSin Sími 10263. Sveskjur 8 mínútna, í pökkum. N. L. F. búSin Sími 10263. Krúska með rúsínum (blandað 4 korn- tegundir). N. L. F. búðin Simi 10263. Krúskakom frá Skodsborg N. L. F. búðin Sími 10263. Hýðishrisgrjón Hýðisbaunir 1/1 Sojubaunir Hveiliklíð N. L. búðin Týsgötu 8. Sími 10202 og 10263. Nú er tækifærið til að eignast góða kjötsög Sími 449B. Vélstjóri óskar eftir atvinnu í landi. — Margt kemur til greina. Uppl. i síma 50730 í kvöld og næstu kvöld. — TIL SÖLU: 24 ha Jhonson utanborðsmótor Upplýsingar í stnia 12443, milli kl. 6 og 9 e.b. næstu daga. Góð bújörð Góð bújörð í Árnes- eða Kang- árvallasýslum, óskast til leigu frá næstkomandi fardögum. Tlla hýst jörð kemur ekki til greina. Tilboðum með ýtarlegum upp- lýsingum, sé skilað á afgr. blaðsins fyrir 15. marz n. k., merkt: „Góð bújörð — 59“. Hjólbarðar 825x20 750x20 700x20 450x17 Loftmælar í tveimur stærðum. BARÐINN h.f. Skúlagötu 40 og Varðarhúsinu, Tryggvagötu. Símar 14131 og 23142. Stúlka óskast á fámennt heimili, í einn til tvo mánuði. Titboð ásamt upplýsingum, sendist blaðinu fyrir föstudagskvöld, merkt: „6. marz“. — Gólfteppi úr íslenzkri uM, nýlegt, til sölu. Stærð 3x4 metrar. Tækifæris- verð. — Upplýsingar í síma 34900. — Laghentan mann vantar vinnu á kvöldin og um helgar. Margs konar vinna kem ur til greina. Tilboðum sé skil- að til afgr. Mbl., fyrir kl. 12 á laugardag, merkt: „Aukavinna — 5253“. Ljós-jarpur hestur dökkur á tagl og fax. (Mark: Fjöður aftan hægra og sílt vinstra), hefur tapast. Finn- andi vinsamlega geri aðvart í síma 32861. Gisli Sveinsson, kirkjuráðsmaður: Passíus i Loksins. Það örlar þó á því nú að einhverir meðal fólksins gefi alvarlega gaum að föstuflutningi Passíusálmanna í útvarpinu. Þessa dagana hafa raddir um þetta komið fram í fleirum af dagblöðum bæjarins og er þar drepið á málið frá nokkuð mis- munandi sjónarmiðum, en eng- inn virðist þó fullánægður með ástandið eins og það er nú eða hefur verið undanfar.’ð. Er þetta vel, því að ég hefi iengi verið þeirrar skoðunar, að hér þyrfti að breyta til, og hefi ég borið fram tillögur um það við út- varpsráð, sem að vísu hafa ekki fundið náð fyrir þess augum hing að til, og eins hefi ég birt nokk- uð um þetta á prenti fyrir tveim árum. Loks fór ég með málið á héraðsfund Reykjavíkurprófasts- dæmis i fyrra, en þar hefi ég um hríð átt sæti sem s£.fnaðarfull- trúi dómkirkjusafnaðarins. Fund urinn var ákveðinn í því að sinna málinu og var sú samþykkt ger, að kjörnir skyldu tveir menn með dómprófasti sr. Jóni Auðuns, þeir Gísli Sveinsson og sr. Jakob Jónsson, til þess að fjalla um málið til frekari undirbúnings, með aðstoð biskups Ásmundar Guðmundssonar og í samráði við hljómlistarráðunaut ríkisútvarps ins dr. Pál ísólfsson, en umræðu- efnið var, að söngur Passísusálma kæmi að meira eða minna leyti í staðinn fyrir lestur þeirra í út- varpinu. Þessir menn komu síðan saman á biskupsskrifstofunni fyrri part þessa vetrar og urðu þeir ásáttir um að leggja til við útvarpsráð, að breytt yrði nú til (aðallega eftir tillögu dr. Páls) um flutning sálmanna, sem til- raun þannig, þótt þeir yrðu lesn- ir, að á hverju kveldi yrðu sung- in tvö fyrstu og tvö síðustu vers hvers sálm, svo að séð yrði, hversu það félli hlustendum í geð. Um þetta var svo sent bréf til útvarpsins, en Jak. J. var þá forfallaður og hafði beðið G. Sv. að greina frá sinni skoðun í mál- inu. Þessu svaraði útvarpsráð 26. janúar sl. með endurriti úr gerða bók ráðsins, þar sem greindi, að tillagan hefði verið rædd, „en hlaut ekki stuðning útvarpsráðs", stóð þar; kvaðst það vilja halda sama hætti og áður. Nú taldi ég, sem var upphaís- maður þessa máls, að eigi væri lengur til setunnar boðið að skýra afstöðu mína enn á ný fyr- ir útvarpsráði, sem mér hafði satt að segja lengi þótt harla áhuga- lítið um þetta efni, en hátt á annan tug ára mun nú vera síð- an er þessi sálmalestur hófst og alltaf hjakkað í sama farið. Varð þá að samráði milli mín og þess, að ég kæmi á fund með því til- tekinn dag, sem og varð (1. febr. sl.) að viðstöddum útvarpssjóra, enda var þá líka kominn þar dr. Páll ísólfsson. „Var s kipzt á skoðunum og fóru fram gagnleg- Vil kaupa Trillumótor 6—8 ha Tilboðum skijað til afgreiðslu Mbl., fyrir sunnudag, merkt: „5250“. — Geymslu eða iðnaðarhúsnæði til leigu, bjart og með hita, í nánd við Miklatorg. Stærð ca. 60 ferm. Upplýsingar í síma 14929, í dag og næstu daga, frá kl. 10 f.h. til 2 e.h. álmar í ar viðræður", eins og stundum heyrist nú annara á milli, og má þá geta sér til um árangur. Voru sumir þar mér sammála í aðal- atriðum tða einhverjum atriðum, en aðrir lítt til þess búnir, og Gisli Sveinsson mourstaoan varð að svo vöxnu engin önnur en aö íhugað skyldi málið áfram. Hafði ég þá og þar nokkuð rannsakað hjörtu og nýru ráðsmanna, sem ég óskaði þó, að mætti „fara batnanda“. Skildu svo sáttir að kalla. II. Tel ég nú rétt að skýra frá því í fám orðum, hvað á undan var gengið þessari síðustu atrennu í Passíusálma-málinu. Fyrir 4—5 árum hóf ég máls á því, að gefnu tilefni, við full- trúa útvarpsráðs, hvort ekki myndi rétt fyrir ráðið að sinna því, sem ég vissi að var ósk eigi fárra í landinu, að nú yrði um sinn horfið frá lestri sálmanna, en þeir sungnir í þess stað. Höfðu og jafnvel prestvígðir menn haft þau orð um í mín eyru, að þeir og fleiri væru orðnir „dauðleið- ir“ á þessum þululestri sálmanna allan föstutímann. Þar sem þetta varð ekki að neinu, sendi ég út- varpsráði skriflegt erindi um málsástæður dags. 8. marz 1955, og set ég hér úr því fáeina kafla, til þess að menn glöggvi sig bet- ur á viðhorfi málsins í heild .— og rízt hefur það breytst síðan til batnaðar. Eru þeir á þessa leið: „Þar sem mér hefur fundist — svo sem ég hefi einnig látið í ljósi við hlutaðeigendur —, að vandi allmikill sé ríkisútvarpinu á höndum í meðferð Passisusálm- anna á föstunni, sem sé um lest- ur þeirra......vil ég leyfa mér að leiða athygli að eftirfarandi vegna framtíðarinnar: Ég hefi í raun réttri ávallt verið þeirrar skoðunar, að æfðir klerkar lesi sálmana, ef þá skal lesa í alþjóð- aráheyrn. Þegar á allt er litið mundi almenningur una því vel, og þeir ættu einnig að hafa einna bezt skilyrði til Jýtalauss flutn- ings, eftir því sem verða má, enda ófært að taka til þess hina og aðra, þótt úr góðum leikmanna- hópi sé, stundum ef til vill eftir geðþótta einstakra manna, sem hér um eiga að fjalla. Allir palla dómar um þetta eru hvimleiðir. — Hjá þeim mætti væntanlega komast og annari óánægju út af þessu efni til frambúðar með tvennum hætti, að ég hygg — annað hvort 1) með því að góður lestur sé geymdur á þræði og úfvarpi notaður oftar sem föstulestur, en eins og menn vita er þetta nú hvort sem er talað inn á þráð, eins og svo margt annað, og þyrfti að ganga svo frá, að geymdist vel og óskaddað .... Það er líka sýnu betra að endurtaka það, sem vel er, heldur en flytja nýjan lestur misjafnan eða að einhverju leyti misheppnaðan. — Eða 2) að hætta blátt áfram að „lesa“ Pass- úisálmana, en syngja þá heldur. Á því þætti mér fara bezt. — „Undir öllum kringumstæðum, þar því varð við komið, voru sálmarnir sungnir með þjóðinni um ár og aldir, þótt oft væri sjálfsagt af veikum mætti, en nú gæti öll alþýða þessa lands notið þeirra vel sunginna í útvarpinu .... Væri það hið ákjósanlegasta, og hið þjóðlega endurtekið á nú- tíma vísu og ágallarnir þar með úr sögunni. Hæfilegur söngkór (kirkjukór) — ef ekki einsöngv- arar — syngi sálmana inn á þráð eða plötur, og þetta síðan notað föstu eftir föstu, meðan vel end. ist. Yrði þetta að sjálfsgögðu einnig ódýrara til lengdar en hinn hátturinn, en flutningurinn tæki (alls) vart lengri tíma en hann gerir nú og vinsældir hans myndu aukast og ánægja fólksins, enda með því allt gert hátíðlegra og hugðnæmara". — Svo hijóðaði sá pistill, en hann endaði með þessum orðum: „Leyfi ég mér að vænta þess, að ráðamenn útvarps ins taki þessar athuganir mínar til velviljaðrar meðferðar". Við þetta hefur nú setið öll misserin síðan. Fjögur ár. Ekki andsvar frá útvarpsins hálfu, fyrr en ef nú er að komast nokkur hreyfing á málið! III. Sú tilbreyting hefur að vísu ger verið þessa yfirstandandi föstu, að leikið er á organ „gam- alt lag“ á undan og eftir lestri. Hafðj safnað þessum forngripum hinn ágæti söngstjóri og tónsnill- ingur S. Þ. og var það tilkynnt með nokkurri viðhöfn fyrir hlust- endum og í blöðum, en þessu fylgdi þó sú leiða missögn, að Passíusálmarnir hefðu ávallt ver- ði „lesnir" á heimilum á liðnum tímum, hvernig sem á þeirri fullyrðing stendur, því að þessu var vissulega öfugt farið, eins og kunnugt mætti vera. Um list- gildi þessara laga get ég ekki dæmt, en hitt staðhæfi ég, að fæstir (ef nokkrir að ráði) geta ekki notið þeirra sem eigandi við sálmana nú á tímum, á móts við hin venjulegu lög. Sök sér væri þó að gera sér rétta grein fyrir þessu, ef lögin þessi væru sungin (eða rauluð, eins og líka má segja) fyrir fólkið. Mætti og kynna ágrip af þeim með þessum hætti og sér í lagi eitthvert kvöld ið, hlustendum væntanlega til ánægju, en ekki held ég, að þau geti fylgt Passíusálmunum héðan af, og verður hinn mikilsvirti höfundur að virða mér þetta álit mitt til vorkunnar, enda munu fleiri en ég undir þá sök seldir. Vitaskuld á lítill kór, t. d. hluti úr dómkirkjukórnum (í dóm- kirkjunni) að syngja Passíusálm- ana á föstunni, og bókina geta menn haft við höndina, svo og greinist orðaskil, enda er það ekki óþekkt undir sálmasöng. Og ekki er þess að dyljast, að vel getur komið til mála að velja úr hverj- um sálmi ákveðin vers að „beztu manna ráði“ til þess að fara með hverju sinni, en sleppa alveg sum um versunum o. s. frv. Myndu þó nútímamenn ef til vill betur geta notið bæði listar og betrun- ar af flutningi hinna dýru sálma. Hirði ég eigi að rökstyðja sér- staklega þetta síðastgreinda um sinn — og lýk máli mínu. Aðrir segja þá sína skoðun ,ef vilja, enda engin goðgá, þótt „sínum augum líti hver á silfrið“ í þessu efni sem öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.