Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 4
á MORGUNBLAOIL Fimmtudagur 5. marr 195» BSDagbók I dag er 64. dagur ýrains. Fimmtudagur 5. marz. ÁrdegisflæSi kl. 2:24. SíSdegisflæSi kl. 15:01. Slysavarðstofa Reykjavíkur i Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama ítað frá kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvarzla vikuna 1. til 7. marz er í Ingólfs-apóteki, sími 11330. Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. Hafnarf jarðarapótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Heigi- dag kl. 13—16 og kl 21. Næturlæknir í Hatnarfirði er Ólafur Einarsson, sími 50952. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. □ GIMLI 5959357 — 1. Frl. Atkv. RMR — Föstud.6.3.20. — VS — Fr. — Hvb. I.O.O.F. 5 = 140358»Á = Sp.kv. ® Helgafell 5959367. IV/V. — 2 Brúökaup 1 dag verða ge.fin saman í hjónaband, í Þýzkalandi, ungfrú Almuth Andersen og Þorvarður Alfonsson, hagfræðingur frá Hnífs dal. — Heimili þein-a er Bismarck Strasse 19, Rendsburg. |Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Halldóra Bára Hall- dórsdóttir, afgreiðslumær og Kristján Már Þorsteinsson, sjó- maður. — Skipin Eimskipafélag Islands h.f.: —- Dettifoss er í Riga. Tjallfoss fór frá Reyðarfirði 28. f.m. Goðafoss fór frá Gautaborg í fyrradag. — Gullfoss fer frá Rostock í dag. — Lagarfoss fór frá Hafnaríirði í íyrradag. Reykjafoss fer frá Rotterdam í dag. Selfoss fór frá New York 26. f.m. Tröllafoss fór frá Hamborg í gærkveldi. Tungu- foss fór frá Vestmannaeyjum 28. fyrra mán. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á Vestf jörðum. Esja er á Vest- fjörðum. Herðubreið er á Aust- fjörðum. Skjaldbreið er í Rvík. Þyrill fór frá Reykjavík í gær- kvöld. Helgi Helgason er í Rvík. Baldur fer frá Reykjavík í kvöld. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er í Gdynia. Arnarfell fór frá Vestmannaeyjum 3. þ.m. Jökulfell fór frá Rvík í gær. Dísmfetl losar á Húnaflóahöfnum, Litlafell er á leið til Faxaflóa. Helgafell fór frá Gulfport 27. f.m. Hamrafell fór frá Batumi 21. f.m. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla átti að fara frá Glomfjord í gær, áleiðis tii Tarragona. Askja átti að fara frá Halifax í gær, áleiðis til Stavangurs og Óslóar. Flugvélar Flugfélag íslands h.f. — Hrím- faxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 16,35 í dag frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 98,30 í fyrramálið. — Innanlands- flug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Bíldudals, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólma- víkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Vestmanna eyja og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: — Saga er væntanleg frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Ósló kl. 18,30 í dag. Hún heldur áleiðis til New York kl. 20,00. i^jFélagsstörf ÆskuIýSsfélag Laug.irnessókn- ar: — Fundur í kirkjukjallaran- um í kvöld kl. 8:30. Fjölbreytt fundarefni. Séra Garðar Svavarss. Kvenfélag Óháða safnaðarins: Aðalfundur félagsins verður hald- inn í Kirkjubæ annað kvöld (föstu dag), kl. 8:30. Betanía, Laufásvegi 13. — Sam- koma laugardaginn 7. þ.m. kl. 8,30. Allir velkomnir. — Stefán Run- ólfsson, Litla-Holti. Ymislegt Nýjar kvöldvökur, 4. og 5. hefti, eru komnar út. Eru þær sem kunnugt er gefnar út á Ak- ureyri og eru ritstjórar þeir Jónas Rafnar og Gísli Jónsson. Utgefandi er Kvöldvökuútgáfan. — Af efni þessara hefta má nefna: Hugleiðingar og frásagnir eftir Ólaf Tryggvason — Um byggingar á fyrri tíð eftir Krist- ján Eldjárn Þórarinsson — Sig- urður I Helgafelli eftir Björn R. Árnason — þá er smásaga, Ijóð og lausavísur, sagnir um Jóhann bera, Jólahugleiðing eft- ir Ól. Tryggvason — Björgun á jólakvöld eftir Ingólf Kristjáns- son — Hulduljós eftir Magnús Kristjánsson frá Sandhólum — Saga eftir Hólmfríði Jónasdótt- ur — Með bjamdýr á hælunum eftir Roaíd Amundsen, og ýmis- legt fleira er í þessum heftum Nýrra kvöldvakna. mx^uhkaffmw Fjórir af hverjum fimm kven- höturum í heiminum eru konur. ★ Eftirfarandi klausa birtist í blaði nokkru í Portúgal. — í Englandi er allt leyfilegt, sem ekki er bannað. í Þýzka- landi er allt bannað, sem ekki er leyfilegt. í Frakklandi er allt leyfilegt, þó að það sé bannað. í Rússlandi er allt bannað, þó að það sé leyfilegt. Ég kraup niður á bakkanum, kastaði beitunni út í og ekki leið á löngu þar til ég sá mér til mikillar gleði eina önd- ina nálgast. Hún gleypti fleskbitann um- •vifalaust. Hinar hópuðust þegar um hana. Fleskið var svo feitt, að það rann viðstöðulaust í gegnum öndina, sem fyrst náði í ætið. Síðan gleypti önnur það. Og þannig gekk þetta koll af kolli, þar til allar endurnar höfðu gleypt fleskbitann og bandið með. SIRKUS-kabarettinn fer nú að hefja sýningar í Austurbæjar- bíói, en ágóðinn af skemmtun- um kabarettsinS verður látinn ganga til slysasamskotanna er nú standa yfir. Enn hefur bætzt við eitt „númer“ í þennan kabarett. Fyrir nokkrum árum kom hing að til Reykjavíkur í hópi kaba- rettfólks lítil telpa að nafni Gitta og lék hún á hljóðfæri, er cylofónn nefnist. Hún mun einn- ig koma fram með sirkus-kaba- rettinum á sýningum hans hér. Hér að ofan er mynd af afar snjöllum fimleikamönnum, sem sýna ótrúlegustu kúnstir, og hefur farið af þeim mikið orð fyrir kunnáttu og þor. Kampakátur dró ég endurnar á land og vafði bandinu fimm eða sex sinnum um mittið á mér. Því næst lagði ég af stað heimleiðis. En þegar endurnar höfðu áttað sig of- Að lokum tókst þeim að lyfta mér urlítið og sigrazt á hræðslunni, tóku þær upp. Flestir hefðu orðið alveg ringlaðir, ef að baða út vængjunum til að reyna að þeir hefðu orðið fyrir slíku. En mér varð sleppa frá mér. undir eins ljóst, hvað ég átti að gera. FEStDINAiMD Tvennum konum mætt á götu Hvernig skyldi þetta vera I Portúgal? ★ Franski leikarinn Francois Perier hefir sagt eftirfarandi sögu af sjálfum sér sem smá- barni. f litla þorpinu, sem hann átti heima í sem barn, ákvað prestur inn eitt sinn að setja jólaguð- spjallið á svið, og Francois átti að leika Jesúbarnið, en faðir hans átti að leika einn af vitr- ingunum frá Austurlöndum. Francois litli lék hlutverk sitt ágætlega í jötunni, þar til faðir hans kom inn á sviðið. Þá teygði hann handleggina í áttina til hans og spgði: — Pabbi. Sóknarpresturinn sá sér ekki annað fært en leiðrétta þennan misskilning og sagði við áhorf- endur: — Þetta er hvorki samkvæmt handritinu eða biblíunni! Hinn þekkti franski heim- skautafari Paul Émile Victor sagði eitt sinn: — Ef Grænlandsjökull væri skorinn í stykki, væri hægt að gefa íbúum jarðarinnar — sem eru um 2.500 millj. að tölu — tvær lestir af ís hverja mínútu í heilt ár. Læknar fjarverandl: Árni Björnsson frá 26. des. um óákveðinn tírna. — Staðgengill: Halldór Arinbjarnar. Lækninga- stofa í Laugavegs-apóteki. ViS- tatstírrú virka daga kl. 1,30 til 2,50. Sími á lækningastofu 19690. Heimasími 35738 Gísli Ólafsson um 2 vikur. — Staðgengill: Guðjón Guðna-son, Hverfisgötu 50. Viðtalstími kl. 3,30—4,30, nema laugardaga. Sími á lækningastofu: 15730. — Heima- simi: 16209. Guðmundur Bei.ediktsson um 4- ákveðinn tíma. Staðgengiil: Tóm- as Á. Jónasson, Hverfisgötu 50. — Viðtalstími kl. 1—2, nema laug ardaga, kl. 10—11. Sími 15521. Kjartan R- Guðmundsson ti! aprílloka. — Staðgengill: Gunnar Guðmundsson, Laugavegi 114. — Viðtalstími kl. 1—2,30, laugárdagm kl. 10—11. Sími 17550. Söfn Byggðasafn Reykjavíkur a® Skúlatúni 2 er opið kl. 2—5 alta daga nema mánudaga. Lislasafn Einars Jónssonar að Hnitbjörgum er lokað um óákveð- inn tíma. — Listasafn rikisins lokað um óá- kveðinn tíma. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — AðalsalniS, Þingholtsstræti 29A. — Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 14—19. Sunnud. kl. 17—19. — Lestrarsalur fyrir fullrrðna. Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13 —19. Sunnudaga kl. 14—19. Útibúið, Hólmgarði 34. Útlána deild fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21, aðra virka daga nema laugardaga, kl. 17—19. — Les- stofa og útlánadeild fyrir börn: Alla virka daga nema laugardaga kl. 17—19. Úlilníið, Hofsvallagötu 16. Út- lánadeild fyrir börn og fullorðna: Alla virka daga nema laugardaga, kl. 18—19. Útibúið, Efstasundi 26. Utlára deild fyrir börn og íullorðna: — Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga, kl. 17—19. Bamalesstofur eru starfræktar í Austurbæjarskóla, Laugarne* skóla, Melaskóla og Miðbæjar- akóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.