Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5- marz 1959 MORGVISBLAÐIÐ 9 Margir þingmenn fyrir eitt kjör- dæmi tryggja sa mvinnu og minni flokkaríg Eftir Guðbrand Guðmundsson verkamann FÁTT er deilt jafn mikið um nú eins og kjördæmamálið, þó að það liggi skýrt fyrir, og hverra breytinga sé helzt þörf til þess að hver flokkur fái þingmenn í hlutfalli við atkvæðamagn sitt. En Tímamenn sjá ekki rang- lætið, því að þeir hafa hagnað af því, og til þess að gera and- stöðu sína áhrifameiri, panta þeir mótmæli utan af landi og birta jafnóðum í Tímanum. Þeir birta jafnvel frásagnir tvívegis frá sömu hreppsnefndinni með stórum fyrirsögnum, og svo eru þeir vísir til að halda enn einn fund hjá sömu hreppsnefndinni, og þá eru mótmælin komin fram þrívegis. Ailt er þegar þrennt er, og finnst þeim víst góð vísa aldrei of oft kveðin. En hvernig væri fyrir Tíma- menn að safna mótmælunum saman og birta þau, þegar búið er að leggja tillöguna fram á þingi? Hvað er verst? Hvað finna Tímamenn tillög- unni svo helzt til foráttu? Þeir segja að með því að stækka kjördæmin sé verið að slíta þingmennina úr tengslum við fóikið. En þetta er rangt, því að með stækkuninai verða fleiri þingmenn fyrir hvert kjör- dæmi. í öllum kjördæmunum verða þingmenn frá fleiri en einum flokki. Þá verður metn- aður á milli fuiltrúa um hver geri bezt fyrir kjördæmið, og þá eru allar líkur fyrir því, að hlutaðeigandi flokkar semji um framgang hvers máls. Með því verða öruggari líkur fyrir fram- gangi hagsmunamála kjördæm- anna en ella hefði verið. Eru Tímamenn svo þröngsýnir og hugmyndasnauðir, að þeir treysti sér ekki til að vinna fyrir kjördæmin nema þau séu pinulítil og fólksfá? E. t. v. eru þeir hræddir við kjósendur, ef margir eru saman komnir, og ekki að ástæðulausu, því að víst má samvizkan vakna yfir öllum sviknu loforðunum. Áreiðanlega muna margir eftir þeim, því að hugsanafrelsi ríkir hér enn, og skoðana- og málfrelsi, þrátt fyr- ir tveggja Og hálfs árs stjórn Framsóknar og Komma. Alþýðu- flokkurinn var þá bundinn og heftur á kiafa þeirra, þó að honum hafi tekizt að losna nú, vonandi fyrir fulit og ailt. Eiga verkamenn og sjómenn að hafa minni rétt? Finnst Tímamönnum verka- menn, sem vinna á mölinni í öllum stærri bæjum landsins og sjómenn, vera á það lægra menn- ingarstigi en landbúnaðarverka- menn og bændur, að þeir megi ekki hafa sama atkvæðisrétt og þeir? Kannski vilja þeir taka upp sams konar stéttaskiptingu og er í Indlandi? Kjördæmaskiptingunni nú svip ar mjög til þess, að tekinn yrði upp sá háttur í samvinnufélög- um að atkvæðisréttur manna yrði miðaður við viðskipti hvers og eins. Ef maður hefði einn jafnmikil viðskipti og segjum fimmtán aðrir, þá gilti atkvæði hans eins jafnt og alira hinna. Slík regla brýtur alveg í bág við hugsjón samvinnustefnunn- ar. Ætli Framsóknarmenn mundu reyna að halda í núgildandi kjör- dæmaskipun ef þeir hefðu 42% atkvæða en sama þingmanna- fjölda og þeir hafa nú? örugg- lega ekki! Hver var orsökin til að Fram- sóknarmenn þorðu að „slíta“ búnaðarþingsfulltrúana „úr tengslum við fólkið" með þvi að stækka kjördæmin? Var orsökin sú, að bændur eru fullgóðir til að vera kosnir á það þing? En væri þá ekki hægt að bjóða fram menn búsetta í kjördæm- inu til Alþingis, en þá þætti Framsóknarmönnum kannski of mikill sveitabragur á þinginu. Framsóknarmenn eru farnir að sjá það, að flestir, sem geta hugsað rökrétt og sjálfstætt, eru að gerast þeim fráhverfír. Sveita- vináttan gleymist nema rétt fyr- ir kosningar. Kjördæmaskipunin, eins og hún er nú, var kannski réttlæt- apleg meðan samgöngúr voru litlar sem engar og þá með því að þingmaðurinn ætti hejma í sínu kjördæmi, annars kom hann þar ekki nema rétt fyrir lcosningar. En það á að vera metnaðar- mál hvers flokks og helzt skylda að frambjóðendur séu búsettir í því kjördæmi, sem þeir bjóða sig fram í, og mikil má þá þröng- Guðbrandur Guðmundsson sýni þeirra vera, ef þeir þekkja ekkert til í næstu sýslum eins og samgöngur eru orðnar nú. Meiri eining á þingi Og við það að fulltrúar úr flestum flokkum berjast fyrir hagsmunamálum sama kjördæm- is ætti flokksrígurinn að minnka og skapast meiri eining á þingi. Framsóknarmenn segja, að með stækkun kjördæmanna sé verið að eyðileggja jafnvægið i byggð landsins, að þá flykkist fólk utan af landi til Reykjavík- ur og á Suðurnesin, af því að þá verði hvergi neitt fjármagn til framkvæmda nema þar. Kjör- dæmin eiga að vera orðin svo stór úti á landi, að þingmenn þekkja ejtki lengur hagsmuni kjósenda sinna og geti þar af leiðandi ekkert gert. Léleg afsökun eða hvað finnst ykkur, kjósendur góðir? Tryggð betri afkoma Þetta verður þveröfugt, því að með þessu fyrirkomulagi verð- ur tryggð ennþá betri afkoma kjördæmanna úti á landi, þegar orðnir eru margir fulltrúar um hvert í stað þess að áður var einn að pukrast fyrir hvert. Þá er líka úr sögunni sú afsökun hjá þeim, sem ekkert gera fyrir sitt kjördæmi, að hann hafi ekki komið þessu máli í gegn af því að það sé svo erfitt að berjast fyrir þessu einn, og hinir voru alltaf að hugsa um sitt kjördæmi. Ef margir fulltrúar eru, þá er hægt að fella þá lélegu, en kjósa þann er eitthvað gerir og hans félaga. Óttast Tímamenn þessa samkeppni? Væri það ekki að ástæðulausu, því að margir þeirra haía gleymt hagsmunum kjósenda, sem þeir hafa verið fulltrúar fyrir, vegna gróða SÍS. Síðasti greiðinn, sem Fram- sóknarmenn gerðu kjósendum til sjávar og sveita, var þegar þeir hækkuðu yfirfærslugjald og tolla. Það verður þeim munað í næstu kosningum. Eru Framsóknarmenn hrædd- ir um að geta ekki biekkt eins vel stóran hóp kjósenda og lít- inn? Klóra í bakkann Eitt er hægt að virða við Framsóknarmenn: Þeir reyna að klóra í bakkann eins lengi og hægt er. En nú er of seint að lofa bót og betrun, þeir eru fallnir á verkum sínum, því að síðustu verk þeirra urðu til þess að opna augu manna fyrir því ranglæti, sem kjördæmaskipunin hefur í för með sér, og nauðsyn þess að tekið verði fyrir það, að pólitískir glæframenn geti misnotað kjördæmaskipunina sér og sinni klíku til framdráttar, eins og þeir gerðu við síðustu kosningar. Guðbrandur Guffmundsson Laugarnesvegi 67. Cuðriín Finsen —minning Minningarorð. ¥ „Visin breiði ég blöð því blómstur ei á-----.“ „Guliið er skært þótt í grómi liggi. Svo er manndyggða minning". (Sig. Br.) FRÚ Guðrún Finsen fæddist 8. júní 1885 á Akureyri og lézt í sjúkrahúsi hér í bænum 25. þ. m. eftir langvarandi og þungbær veikindi. Útför hennar verður gerð í Neskirkju í dag. Foreldrar Guðrúnar voru Að- alsteinn skósmiðameistari Jóns- son bónda að Öngulsstöðum og konu hans Unu Þorláksdóttur Halldórssonar. Sigríður var dótt- ir hjónanna Jóns Helgasonar Laxdal bónda að Tungu á Sval- barðsströnd og Elínar Helgadótt- ur, Helgasonar prentara í Viðey og síðar á Akureyri. Er Guðrún var á fjórða ári lézt faðir hennar og stóð þá móðir hennar ein ef'.ir með þrjú börn. Ömmusystir Guð- rúnar, Sigriður Helgadóttur var þá ráðskona við Friðriksspítala í Kaupmannahöfn og fór Guðrún í fóstur til hennar og hlaut þar hið bezta uppeldi og ágæta mennt un. Móðir Guðrúnar, Sigríður Jónsdóttir, fór síðan til Ameriku og giftist þar Friðriki Sveinssyni listmálara, bróður séra Jóns Sveinssonar (Nonna). Árið 1905 fóru þær frænkurn- ar, Sigríður og Guðrún, í orlof til Islands. Landssíminn var þá að taka til starfa. Hannesi ráð- herra Hafstein, var þá mikið í mun að gott fólk veldist til sím- ans. Á Hafnarárum sínum hafði Hafstein, eins og aðrir stúdentar og landar, vanið komur sínar á heimili Sigríðar. Hefur ekki far- ið hjá því, að hann hefur kynnzt Guðrúnu þar, og að líkum fundizt mikið til um glæsileik hennar, sem marka má af því, að er hann frétti, að þær frænkur væru stadd ar hér í bænum, fer hann á fund þeirra og ræður Guðrúnu í þjón- ustu símans. Kom mannþekking hans þar að góðu, sem fyrr, því Guðrún reyndist afbragðs vel starfi sinu vaxin. Var henni strax veitt það aukastarf að gera veð- urathuganir og varð hún að mæta á símstöðinni kl. 6 að morgni og 10 að kvöldi á hverjum degi, meðan hún hafði þetta aukastarf. Sigríður fóstra Guðrúnar dvald- ist hjá henni hér í Reykjavík alla tið upp frá því og dó hér í bænum árið 1927. Hinn 29. maí 1915 giftist hún Carli Finsen forstjóra, syni Óla Ólafssonar póstmeistara Finsen. Carl var valinkunnur maður og lézt hér i bænum 8. nóvember 1955. Þau eignuðust þrjú börn, öll á lífi og búsett hér í bænum. Þau eru: María Sj^rriður, Elín Herdís og Ólafur Hannes. Frú Guðrún Finsen bjó manni sínum glæsilegt heimili. Þar var hátt til lofts og vitt til veggja. Hún var hvort tveggja, ástrik eiginkona og góð móðir. Hún veitti gestum sínum góðan beina og sjálf bar hún með sér birtu og yl. Hún átti sumar innra fyrir and- ann. Ég minnist hennar með hlýj- um huga og ástvinum hennar votta ég innilega samúð. Ó. H. Matth. Alls 2882 lestir kornnar á land í Sandgerði SANDGERÐI, 2. marz. — Sl. hálfan mánuð hafa gæftir ekki verið góðar. Aðeins voru farnir sjö róðrar að meðaltali á bát, en 10 á sama tíma í fyrra. Á tíma- bilinu frá 16.—28. febr. voru farnir alls 113 róðrar af 19 bát- um. Mestan afla í róðri fékk Víðir II. sl. föstudag, 21,9 lest- ir, annar var Rafnkell með 21,6 lestir og þriðji Helga með 21,3 lestir. Hæstan afia þennan hálfa mánuð hefir Helga með 92,7 lest- ir, næst er Guðbjörg með 92,3 lestir og þriðji Pétur Jónsson með 92 lestir. Það, sem af er vertíðinni, hafa komið alls á land í Sand- gerði 2882 lestir í 398 róðrum, miðað við óslægðan fisk, en í fyrra voru komnar á land 3007 lestir í 565 róðrum, miðað við slægðan fisk. Sést af þessu, að afli hefir til þessa verið töluvert betri en á sama tíma i fyrra, en gæftir hafa hins vegar verið miklu verri í ár. Aflahæsti báturinn á vertíð- inni til þessa er Víðir II. með 277 lestir, annar er Guðbjörg með 256 lestir, þriðji Helga með 252 lestir og fjórði Pétur Jónsson með 246, 5 1. Meðalafli í róðri það sem af er vertíðinni, er 7,2 lestir, og er þá r*iðað að mestu við óslægðan fisk, en í fyrra var meðalaflinn 5,3 lestir, miðað við slægðan fisk. — Axel. ORN CLAUSEN heraðsdómslögmaður Málf' ulmngsskrifstofa. Bankastræti 12 — Simi 18499. GLÆSILEG ISY ibúð á eftirsóttuim stað, tíl leigu. — Upplýsingar í síma 11873. Drengja reiðhjól Holper, rautt og hvítt, týndist, frá Laufástúni, um miðjan janúar. Vinsamlegast hringið í sima 24520. Bentley Pianó Af sérstökum ástæðum selst vel með farið Bentley pianó, mjög ódýrt. Tilhoð sendist Mbi., fyrir iaugardag, merkt: „Píanó — 5323“. Ný sending Þýzkir perlon-undirkjólar, — 2 tegundir. — Ofympia Hringnót Og hríngnólabátur til solu. — Gott verð. Magnús Jensson li.f. Tjamargötu 3. — Sími 14174. Vinna Ungur, i-eglusamur maður ósk- ar eftir einhvers konar vinnu. Margt kemur til greina. Upp- iýsingar í síma 32975, í dag og á morgun. Útsala - Útsala Margar gerðir af sirsefnum frá kr. 7,95. Flónel m/vaðmálsvend, 80 cm., blátt, bleikt, gi'ænt, á 10,75. Amerískir nylon-undirkjólar á kr. 100,00. Karimanna-sundskýlur á kr. 18 Karlmanna-sokkar á kr. 9,00. Barnahúfur á 45,00. Verzl. MÁNAFOSS Grettisgötu 44A. Róleg og regiusöm stúlka getur fengið leigt Herbergi í Hlíðunum. Eldhúsaðgangur kæmi til greina. Tilboð sendist afgr. Mbi., merkt: „Hlíðar — 4524“. íbúð óskast Tveggja til þriggja hedbergja íbúð óskast til leigu 1. maí eða fyrr. Þrennt í heimi'li. Upplýs- ingar í síma 11047. Verkfræðingur óskar eftir 2ja—3ja herbergja íbúð lil leigu, strax. — Upplýsingar í sima 23708, í kvöld og næstu kvöid eftir kl. 6. Vantar 1 til 2ja herbergja ÍBÚÐ strax eða 14. maí. Regiusöm og fámenn fjölskylda. Upplýsing- ar í dag í síma 17811.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.