Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 5- marz 1953 MORGVJSBLaIÐIÐ 19 Atliugasemd ER ÉG KOM í land úr veiðiför hinn 3. marz las ég það í Alþýðu- blaðinu að tveir málleysingjar hefðu verið reknir úr skiprúmi á b.v. Marz til að koma Færey- ingum í þeirra stað. Fyrr i téðu blaði hafði út- gerðarmaður skipsins orðið fyrir aðkasti. Undrar mig það satt að segja ekki neitt þótt svo hafi verið, því dugnaðarmenn eru ekki óvanir áð verða fyrir aðkasti lítilmenna. Samt sem áður átti ég ekki á slíku von hvað mig snertir, því ekki hef ég sótt um upptöku í hóp dugnaðarmanna. Ég sagði öðrum málleysingj- anum upp starfi vegna ódugnað- ar, hinn mætti ekki til skips við burtför skipsins. Af hvaða ástæð- um veit ég ekki. Ekkert er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Ef fyrr- greind grein mætti verða til að vekja áhuga manna á vandamál- um málleysingja þá er það gott eitt, en Marðarstimpilinn er ekki hægt að þvo af henni. Að endingu vil ég láta Alþýðu- blaðið vita, að í framtíðinni mun ég sem hingað til, víkja óhæf- um mönnum úr skiprúmi hjá mér, ef á vinnumarkaðinum eru hæfir menn, sem starfann vilja. Markús Guðmundsson, skipstjóri b.v. Marz. Systiafundur stúkunnur Frón I KVÖLD verður fundur í st. Frón nr. 22 á Fríkirkjuvegi 11 með sérstökum hætti og af sér- stöku tilefni. Systurnar í stúk- unni sjá um fundinn og stjórna honum að öllu leyti. Fyrir nokkr- um árum var stofnaður í stúk- unni vísir að sérstökum sjóði, sem verða átti til styrktar og aðstoðar í veikindum og erfið- leikum. Hann var í fyrstu lítill og lítils megnugur en með dæma- fárri fórnfýsi og dugnaði hafa stúkusysturnar eflt hann á ýms- an hátt, svo að honum hefir tek- izt að vaxa og aukast, bæði að vöxtum og í því að geta gegnt hinu merkilega og góða hlut- verki sínu. Sjóður þessi var í upphafi nefndur sjúkrasjóður og átti ein- göngu að miðast við það að geta hjálpað þeim sem urðu fyrir veikindum eða sjúkdómum. Síð- an hefir skipulagsskrá hans og nafni verið breytt eftir því sem honum hefir aukizt ásmegin og heitir hann nú Styrktarsjóður og er marltmið hans, auk hins upp- runalega, að veita hjálp í sjúk- dómstilfellum, að veita einnig styrki til dva-lar á hressingar- hælum og til náms í ákveðnum námsgreinum. Stjórn styrktarsjóðsins skipa nú frú Ágústa Pálsdóttir, Máva- hlíð 37, frú Sigríður Jónsdóttir, Drafnarstíg 2 og frú Arnbjörg Stefánsdóttir, Bragagötu 21. Þær hafa verið í stjórn sjóðsins nú síðustu árin við góðan orðstír. I dag ætla systurnar í stúk- unni enn einu sinni að auka gengi styrktarsjóðsins. Eftir góð- an og skemmtilegan fund sem þær stjórna og sjá um að öllu leyti, bjóða þær upp skrautlega hluti sem hafa inni að halda hið mesta hnossgæti, handa þeim, sem kaupa, og eykur vellíðan þeirra bæði líkamlega og and- lega, því allur ágóði af upp- boðinu rennur til styrktarsjóðs- ins. Hér er því tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi, að neyta og njóta þess sem konu- hendur fá bezt framreitt og leggja góðu málefni lið. 743. Sigurður Ölason Hæsiaréltarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögniaður Málflutningsskrifstofa Austurslræti 14. Sími 1-55-35. íbúð óskost Óskum að taka á leigu 4—5 hea-bergja íbúð. Upplýsingar gefur Hilmar Bendtsen. sími 1-12-49. Slúlorfélag Snðurlonds Lokaðí dag kl. 1—4 vegna jarðarfarar. * Egill Amason umboðs- og heildverzlun — Klapparstíg 20. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar. Vátryggingafélagið Klapparstíg 26. Trolle & Rothe hf. Lokað í dag vegna jarðarfarar milli kl. 1—4. Pólar h.f Lokað í dag frá hádegi vegna jarðarfarar. Samábyrgð íslands á fiskiskipum Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig og heiðruðu á sextugsafmæli mínu með heimsókn, kveðjum og góðum gjöfum. Sérstaklega þakka ég BSRlingum fyrir þá vináttu sem þeir sýndu mér. Sveinbjörn Timóteusson. Útför mannsins míns, JÓNS HELGASONAR húsgagnasmiðs, Auðarstræti 13. fer fram Föstudaginn 6. marz kl. 1,30 frá Dómkirkjunni. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Blóm og kranzar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Katrín Magnúsdóttir Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð vegna fráfalls og jarðarfarar GUNNÞÓRUNNAR HALLDÓRSDÓTTUR Ása Pétursdóttir, Jónas S. Jónasson, Jón B. Jónsson, Hulda Kristjánsdóttir, Sigmar Kristinsson, Guðlaug E. Úlfarsdóttir Eiginkona mín ÓLAFÍA ÞORLÁKSDÓTTIR verður jarðsungin frá Frik;rkjunni í Hafnarfirði föstud. 6. marz kl. 2 e.h- Guðmundur Sigiujónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNU JÓNSDÓTTUR Selvogsgötu 13, Sömuleiðis þökkum við öllum þeim sem sýndu henni vináttu í hennar löngu sjúkdómslegu. Þuríður Sigurðardóttir, Brymlís Sigurðardóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MAGNÚSAR VILHELMSSONAR Aðstandendur. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall okkar elskulega tonar og bróður RUNÖLFS VIÐARS INGÓLFSSONAR III. vélstjóra, sem fórst með b/v Júlí við Nýfundnaland. Krístin Runólfsdóttir og börn. Þökkum öilum þeim er sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall mannsins míns og stjúpföður MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR og sonar míns og bróður SIGMUNDAR HAGALlNS FINNSSONR er fórust með b/v Júlí. Jóhanna Jóhannesdóttir og börn. Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengda- móður og ömmu ÁSTRÓSAR JÖNASDÓTTUR Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð við hið sviplega fráfall okkar elskulega sonar og bróður VIÐARS AXELSSONAR matsveins Foreldrar og systkini. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu er auð- sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns sigurðar JÓNSSONAR skólastjóra Mýrarhúsarskóla. Ég vil þakka sóknarpresti, safnaðarstjórn, kirkjukór og organista Neskirkju hlýja og höfðinglega framkomu mér auðsýnda. Einnig vil ég færa hreppsnefnd Seltjarn- arneshrepps sérstakar þakkir. Fyrir mína liönd, barna, tengdabarna og barnabarna Þuríður Helgadóttir. Innilega þökkum við öllum þeim er hafa vottað okkur samúð í sorg okkar vegna fráfalls hjartkærs föður okkar ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR skipstjóra b.v. Júlí. Guð blessi ykkur öll. Börn hins látna. Faðir okkar og tengdafaðir TÓMAS KRISTINN JÓNSSON frá Sómastaðagerði, andaðist að morgni 3. marz síðastliðinn. Böm og tengdabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR Leifsstöðum. Sigurður Benediktsson og böm. Innilega þökkum við öilum þeim, er vottuðu okkur samúð við fráfall bróður okkar ÓLAFS ÓLAFSSONAR er fórst með b/v Júlí. Systkinin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.