Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 20
Bridgeþátfur Sjá bls. 13 M jólkurflutningarnir gengu seinlega í gcerdag VEGNA talsverðrar snjókomu síð ustu daga, er færð tekin að spill- «zt á þjóðvegunum og í gærdag lokaðist Hellisheiðin, en það hef- ur sárasjaldan gerzt á þessum vetri sem kunnugt er. Eins hafði Hvalfjörður teppst. Færð var og mjög tekin að þyngjast i Borgar- firði. Holtavörðuheiðin var ófær orðin. Ferðalangar i áætlunarbíl frá Akureyri komust að símstöð- inni í Hrútafirði í gærkvöldi eftir erfiða ferð í ófærð og stórhríð. t>eir gistu í Hrútafirði í nótt og í ráði var að leggja á heiðina í dag. Ferðalangarnir voru 15 talsins. Mjólkurflutningarnir fyrir augt an fjall gengu mjög seint í gær. Það var þó ekki vegna ófærðar á vegunum, heldur vegna þess hve blint var og erfitt að greina veg- inn. Sem dæmi um þetta má nefna, að í gærkvöldi klukkan 6, voru mjólkurbílar úr uppsveitum Árnessýslu orðnir 3—4 klst. á eft- ir áætlun af þessum sökum. Sein- farið var og til Reykjavíkur um Krýsuvíkurveg, eftir að Hellis- heiðin hafði lokazt, um hádegis- bilið, og tók ferðin sex klukku- stundir. Ekki urðu þó nein óhöpp er þóttu í frásögur færandi þar eystra. Ekki var talin nein á- stæða til þess að óttast að ekki myndi næg mjólk berast til Reykjavíkur. Skaðabóta krafizt vegna galla á vél Þormóðs goða UM þessar mundir er togarinn Þormóður goði úti i Bremerhav- en, vegna bilunnar á vél skipsins. Viðgerð þessi var fyrirhuguð þar eð gallar höfðu komið í ljós í aðalvél og eins hjálpar- vélinni. Það kom í Ijós er farið var að athuga vélarnar náið, að ekki Dren«ur fyrir bíl O j sem kona ók í FYRRADAG um klukkan 6 síðdegis, varð 3 ára drengur fyrir bíl sem kona ók, á Eiríks- götunni á móts við húsið nr. 21. Konan talaði við eldri börn er voru með litla drengnum er þetta gerðist, en meðal þeirra var sex ára systir litla drengsins. Var tal- ið í fyrstu að drengurinn hefði ekki hlotið nein meiðsl, en nú hefur það komið á daginn, að hann hefur ekki alveg sloppið ómeiddur. Biður rannsóknarlög- reglan þessa umræddu konu vin- samlegast að gefa sig fram. Stjórranálanám- skeið í Haf narf irði HAFNARFIRÐI. — Stefnir, félag ungTa Sjálfstæðismanna, hefir á- kveðið að gangast fyrir stjórn- málanámskeiði fyrir ungt fólk i bænum. Verður fyrsti fundurinn haldinn í kvöld (fimmtudag) og hefst kl. 8,30. — Þar mun Birgir Kjaran, hagfræðingur, flytja er- indi um Sjálfstæðisstefnuna. Nokknum sinnum áður hafa ver ið haldin hér stjórnmálanám- skeið, sem vel hafa verið sótt, og þá jafnan fengnir ýmsir leiðandi menn í Sjálfstæðisflokknum til að halda erindi á þeim. Mun einn ig sá háttur verða á hafður nú. Á námskeiðum sem þessum, gefst ágætt tækifæri til að kynn- ast stefnu og störfum Sjálfstæð- isflokksins, og svo auðvitað til að æfa sig í ræðumennsku. Er ungt fólk hvatt til að f jölmenna á nám skeiðið og mæta í Sjálfstæðishús- inu í kvöld kl. 8,30. — G. E. KEFLAVÍK Keflvíkingar. f kvöld kl. 9 vorð- ur hið vinsæla Bingo spilað á Vík. Margir og góðir vinningar. Fjölmennið. Sjálfstæðisfélögin í Keflavík. varð hjá því komizt að taka þær úr skipinu og flytja þær til viðgerðar í borginni Essen, en við gerðartíminn verður 8—10 vikur. Munu vélarnar þegar vera komn- ar þangað til viðgerðar. Á fundi í útgerðarráði sem hald inn var fyrir nokkru, var skýrt frá því að framkvæmdastjórar Bæjarútgerðarinnar hefðu skrifað skipamiðstöðinni, og krafizt skaða bóta vegna þeirra galla er komið hafa fram á vélum togarans Þor- móðs goða. Hríðarveður spillti skíðaferð nemenda í GÆRmorgun milli kl. tíu og ellefu lögðu um fjögur hundruð hressir og kátir nemendur frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar í 10 áætlunarbílum upp í fyrstu skíðaferð ársins og var ferðinni heitið upp í Skíðaskálann í Hvera dölum. Á leiðinni upp eftir var hríðarveður. Og þegar komið var þangað um hádegi var þar blind- hríð, og lítt álitlegt skíðaveður, en færi gott. Fóru þar þó flestir út úr bílunum á skíði. Um kl. 2,30 var farið að safna mannskapnum saman, því haldið var að vegur- inn til bæjarins myndi teppast þá og þegar. Um kl. 3 var lagt af stað til Reykjavíkur. Ferðin gekk vel í bæinn og var komið þangað um fjögurleytið. SandgerSisbátar SANDGERÐI, 4. marz. — Á mánudaginn voru 18 bátar héðan á sjó og öfluðu samtals 148 lestir. — Aflahæstur var Magnús Mar- teinsson með 13,5 lestir, en næstur var Víðir II. með 13 lestir. Yfir- leitt var afli bátanna þennan dag 6—11 lestir. í gær voru 18 Sandgerðisbát- ar á sjó, og var afli þeirra þá sam tals 134 lestir. — Guðbjörg var hæst með rúmar 11 lestir og Víð- ir II. næstur með 9,4 lestir. Ann- ars var afli bátanna 6—9 lestir. Aflatölurnar eru allar miðað- ar við óslægðan fisk. — Axel. Huppdrættið M U N I Ð happdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Dregið eftir 12 daga. Um þessar mundir er verið að ljúka við lestun Suðurlandssíldar til útflutnings. Alls nam söltunin 107.000 tunnum. Myndin sýnir, er síðasta síldin frá Hafnarfirði fór um borð í flutningaskip. Mað- urinn á myndinni er Hreiðar Guðnason, lestunarstjóri síldarútvegsnefndar, er séð hefur um lestun á samtals um Vt milljón síldartunna frá Suðurlandi síðustu 7 árin. Lestun síldartunna er vanda- samt verk, sem krefst mikillar aðgæzlu, svo ekki hljótist af skemmdir á farmi. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Kommúnistar tapa Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík I GÆRKVÖLDI var haldinn að-| alfundur Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík. Full trúaráðið er skipað þeim fulltrú um sem kjörnir voru á síðasta I FLUGVÉL Loftleiða, Hekla, sem væntanleg var frá New York um klukkan 2 í gærdag, gat eigi lent hér og varð að halda fluginu á- fram allt til Hebrideseyja. Flugvélin hafði lagt upp í áfang ann milli Goose Bay flugvallar á Nýfundnalandi og Reykjavíkur, klukkan tæplega 7 í gærmorgun. Var flugvélin komin hingað til Reykjavíkur um klukkan 2. Þá var hér hríð, og skyggni svo slæmt að ógerningur var að lenda, og með öllu óvíst hvenær létta myndi til aftur. Flugstjórinn Jóhannes Mark- ússon, ákvað þá að halda förinni áfram. Þetta hefur valdið 57 far- þegum flugvélarinnar meiri og minni vonbrigðum, einkum þeim 7—8 sem til íslands ætluðu.Klukk Bæjarráð vill gefa til slysasamskot- anna Á FUNDI sem bæjarráð hélt ný- lega var samþykkt að leggja til, við bæjarstjórn Reykjavíkur að úr bæjarsjóði verði lagðar fram 50.000 krónur í hin almennu sam- skot vegna sjóslysanna miklu. Þá hefur hafnarstjórn Reykja- víkur einnig samþykkt að leggja fé af mörkum til samskotanna og samþykkti hafnarstjórnin á fundi sínum fyrir skemmstu að leggja fram 25.000 krónur. Alþýðusambandsþing frá verka- lýðsfélögunum í Reykjavík. Þetta fulltrúaráð kýs sér á tveggja ára fresti stjórn, sem an tæplega hálf sjö í gærkvöldf lenti Hekla á flugvellinum Storno way á Hebrideseyjum. Var þá mjög gengið á benzínforða flug- vélarinnar og við mælingar á benzínmagninu kom í ljós að það hefði þó dugað enn til einnar klukkustundar flugs. Frá Storno- way hélt Hekla áfram til Stav- angurs. Er flugvélin væntanleg hingað til Reykjavíkur í kvöld. Farþegaþota varð al snua frá í gœr KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 4. marz. — Undanfarna viku hefur snjóað hér á Keflavíkurflugvelli meira og minna á hverjum degi. Snjór er orðinn alldjúpur. Þó hef- ur tekizt að halda flugbrautum opnum. í dag hefur verið mikil snjó- koma og skafhríð, enda lokaðist flugvöllurinn skömmu fyrir há- degi. Comet farþegaþota frá BOAC var á leið til Keflavíkur frá London og varð flugvélin að snúa við til Prestvíkur, er hún var komin upp undir Grindavík. Allir vegir innan flugvallarins, sem ekki hafa verið ruddir með snjóplógum, eru þegar ófærir. Þelr vegir sem tekizt hefur að sér um sameiginleg málefnl verkalýðsfélaganna í Reykjavik á milli Alþýðusambandsþinga. Kommúnistar hafa farið með stjórn þessara samtaka sl. 4 ár. í kosningunni í gærkvöldi urðu úrslit þau, að kommúnistar töpuðu stjórninni. Hlutu lýðræð issinnar sem í kjöri voru 81 at- kvæði en kommúnistar 59. Stjórn fulltrúaráðsins er nú þannig skipuð: Jón Sigurðsson frá Sjómannafélagi Reykjavík- ur; Guðjón Sigurðsson frá Iðju; Þónunn Valdimarsdóttir frá Verkakv.fél. Framsókn; Guðni Árnason frá Trésm.fél. Reykja- víkur og ÓIi Bergholt Lúthers- son frá Hreyfli. Varastjórn skipa: Bergsteinn Guðjónsson, Hreyfli; Guðmund- ur Hersir Bakarasveinafélaginu og Helga Þorgeirsdóttir frá Starfsstúlknafélaginu Sókn. halda opnum undanfarið, eru sem óðast að lokast og bifreiðar eru þegar fastar í snjónum innan flug vallarins. Megináherzla er lögð á að halda flugbrautum opnum, en það verður erfitt ef skafhríðinni heldur áfram. — Bogi. Málfundur HEIMDELLINGAR! Málfundur- inn í kvöld hefst kl. 20,30 í Val- höll. Mætið stundvíslega Hekla varð að lenda á Hebridiseyjum í gœr Mikill snjór á Keflavíkur flugvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.