Morgunblaðið - 14.03.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. marz 1959 MORGVNBLAÐIB 3 Okkur fundust rökin fyrir útfærslu landhelginnar sannfærandi sagði Sven Sandstedt blaðamaður við Svenska Dagbladet í samtali við MbL EINN sænsku blaðamannanna, sem dvalizt hafa hér á iland þesa viku, er Sven Sandstedt blaðamaður við Svenska Dag- bladet í Stokkhólmi. Tíðinda- maður Mbl. hitti hann snöggv- ast að máli í gær og spurði hann um dvölina og hvernig þeim blaða mönnum hefði litizt á landið. — Ég get sagt það strax, að við erum stórhrifnir af því, sem við höfum séð. Við höfum fyrst og fremst kynnt okkur atvinnu- vegina og þá einkum sjávarút- veginn. Fórum í því skyni upp_ á Akranes strax á mánudag og heimsóttum Harald Böðvarsson. Þar nutum við mikillar gestrisni og fengum að fara í róður. Veðrið var ekki að öllu leyti hagstætt og stærsti fiskurinn, sem dreginn var, var 150 kg. stórlúða, djúp- fryst. Það var gert eingöngu fyr- ir ljósmyndarann og sögðu karl- Tónleikar Hljómsveitar útvarpsins í Háskólanum HLJÓMSVEIT Ríkisútvarpsins hefur í vetur leikið vikulega í dagskrá útvarpsins, svo sem kunnugt er, undir stjórn austur- ríska hljómsveitarstjórans Hans Antolitsch. — Nú frá þessum sunnudegi verður aftur tekinn upp sá háttur, sem hafður var á í fyrravetur, að hljómsveitin leikur endrum og eins opinber- lega fyrir almenning, jafnframt því sem útvarpað verður beint frá tónleikunum. — Verða fyrstu tónleikarnir á vetrinum í hátíða sal Háskólans í kvöld kl. 20,15. — Á efnisskránni verða fjögur tónverk: Fyrst ballett-svíta eftir franska tónskáldið André Grétry, í útsetningu Felix Mottl. — Þá fiðlurómansa nr. 1 í G-dúr op. 40 eftir Beethoven. — Einleikari í því verki er ungur danskur fiðluleikari, Anker Buch, sem ný- lega hefur verið ráðinn til starfa við hljómsveitirnar hér. — Þriðja verkið á tónleikunum er sinfónía nr. 5 í B-dúr eftir Franz Schu- bert. — Schubert var aðeins 19 ára, þegar hann samdi þessa sin- fóníu árið 1816. — Er verkið létt og skemmtilegt, þrungið æskufjöri og ber glöggt vitni þeim anda, sem ríkti 1 Vínar- borg í byrjun 19. aldar. — Fjórða og síðasta viðfangsefnið á tón- leikum Hljómsveitar Ríkisút- varpsins í kvöld, er svo „Prezi- osa“-forleikurinn eftir Carl Maria von Weber. Næstu opinberu tónleikar hljómsveitarinnar munu að öllu forfallalausu verða í hátíðasal HúsoiæSrafræðsla Kron DAGANA 16: febrúar til 3. marz gekkst Kron fyrir átta fræðslu- fundum fyrir konur félagsins. sóttu þessa fundi um 400 konur. Forsaga húsmæðrafræðslu Kron er sú, að á aðalfundi félagsins 1957, kom fram tillaga um það, að kvenfulltrúar þeir, sem sæti áttu á fundinum, mynduðu nefnd til þess að vinna að sánara sam- starfi við húsmæður innan félags- ins. — Strax þá um haustið voru haldnir 6 fræðslufundir fyrir húsmæður. — Síðasti aðalfund- ur fól svo kvennanefndinni að halda þessu starfi áfram. Fundirnir hófust með ávarpi Kjartans Sæmundssonar, kaupfé- lagsstjóra. Síðan sýndi O'lga Ágústsdóttir myndir og tal aði um næringarefnafræði. Vil- borg Björnsdóttir, húsmæðra- kennari, hafði sýnikennslu í mat- reiðslu og bökun brauða og loks var vörusýning. Háskólans 5. apríl n.k. — Meðal annarra tónverka, sem þá verða flutt, er cellókonsert í a-moll op. 129 eftir Schumann, en Einar Vigfússon fer þar með einleiks- hlutverkið. Tónleikar Hljómsveitar Ríkisút varpsins í hátíðasal Háskólans í kvöld hefjast kl. 20,15. — Að- gangur er ókeypis og öllum heim ill meðan húsrúm leyfir. arnir að þeir hefðu aldrei innbyrt kaldari fisk. — Hér í Reykjavík skoðuð- um við fiskiðjuverin og sáum m. a. er landað var úr togaranum Neptúnusi. Þótti okkur mikið til koma hve fljótt það gekk fyrir sér. Þá hittum við einnig fiski- fræðingana dr. Hermann Einars- son og dr. Jón Jónsson og fræddu þeir okkur um árangur fiskirann- rannsókna, hafstrauma og margt fleira. Þá höfum við einnig fengið ítarlegar upplýsingar um hina stórpólitísku þýðingu íslenzku fiskimiða ma. í gær gaf Guð- mundur f. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, okkur greinagott yfirlit yfir gang landhelgismáls- ins og skýrði okkur frá ástæð- unum fyrir útfærslu landhelg- innar. Þau rök, sem hann færði fyrir málinu þóttu okkur í senn sannfærandi og mjög skýrt fram sett, en fram til þessa höfum við haft nokkuð einhliða upplýsingar um landhelgisdeiluna. — Vita Svíar lítið um ísland? — Við vitum miklu minna um fsland eins og það er í dag, en eins og það var til forna. Við þekkjum fornbókmenntirnar, börn frá 7 til 10 ára lesa t. d. Njálu jafnhliða ævintýrum Nils Sven Sandstedt Holgersens eftir Selmu. Þá erum við einnig vel heima í Háva- málum og bókmenntir okkar haia sótt mikið í íslenzku fornbók- menntirnar. Við Svíar dáumst að íslandi vegna sögu þess og for- tíðar. — En það er einnig nóg til að dást að á íslandi í dag, og það vildum við gjarnan að sem flestir Svíar gætu séð með eigin augum. Við blaðamennirnir munum gera okkar bezta til að koma löndum okkar í skilning um að það borgi sig að gera ferð sína til íslands og sjá þá grósku velmegunar og blómlegs atvinnulífs, sem hér ríkir, sagði Sandstedt að lokum, JHA. Blesi og Bleiksokka gerðu mikla lukku á lögreglustöðinni HAAG, 12. marz. — Frjálslyndir hafa unnið á í þingkosningum í HollandL DALÍTIÐ undarlegt mál hefur skotið upp kollinum hér í bæ. — Stefán Vilhjálmur Jónsson kom inn á ritstjórnarsk^rifstofur blaðs- ins í gærdag í fylgd með Andrési Valberg fasteignasala og voru þeir daufir í dálkinn. — Hvað leggst svona þungt á þig, Andrés minn, spurðum við. — Ja, það er hann Stefán hérna, sagði Andrés og benti á förunaut sinn. Þekkiði hann ekki? — Nei. — Hann er tónskáld og list- málari og sonur Jóns í Möðrudal — Nú-já. En hvað getum við við gert fyrir 'Stefán? — Ja, þeir tóku málverkin mín, sagði Stefán og lyfti hattinum. Og þeir hafa ekki skilað þremur aftur, tvö seldu þeir á uppboði og eitt gerðu þeir upptækt. — Já, skaut Andrés inn í, Stef- án var að selja málverk á Lækj- artorgi í gær og þá kom lög- reglan og rak hann burtu. — Og tók málverkin, sagði Stefán. Fyrst kom einn og spurði, hvort ég hefði fengið leyfi til að selja á Lækjartorgi, svo kom ann- ar og ítrekaði spurninguna og loks komu fjórir í viðbót og sögðu, að ein myndanna væri hneykslanleg. Ég yrði að að koma niður á lögreglustöð. — Og mótmæltir þú ekki, spurði Velvakandi, sem var kom. inn á vettvang og stóð álengdar eins og ein heljarstór hneyklis- hlust. — Jú, auðvitað, svaraði Stefán og kvaddi Andrés Valberg með þéttu handabandi. — Þið réttið hlut hans, kallaði Andrés og veifaði til okkar. — Hvað heitir hneykslismynd- in, spurðum við. — Hún heitir Blesi og Bleik- sokka. Það má kannski líka kalla hana Vorleik. — Nú, og hvað er svona hneyksl anlégt við myndina? — Jú, sjáiði til, hún er af hest- um, sem eru að, ja eins og hestar á vorin, já þeir eru að ieika sér sko eins og hestar gera á vorin. — Nú, og hvað gera hestar á vorin? — Þeir leika sér. — En hvað fannst lögreglunni hneykslanlegt við þennan leik? — Ég veit það ekki, ég held að þeir hafi nú misskilið þetta eitt- hvað, jú sjáiði til þetta var málað í sama lit og hófskeggið á hest- inum, dálítið ljósara en liturinn á skrokknum. Glófextir hestar, sem eru Ijósari á hófskeggi en skrokkinn, geta líka verið ljósari á kviðinn. En það skilja löreglu- menn ekki. Þeir héldu þetta væri sko, þeir héldu þetta væri eitt- hvað hneykslanlegt, en það er nú eitthvað annað. Ég hélt mennirnir væru vanir þessu úr sveitinni. — En þótti þeim ekkert hneykslanlegt við hryssuna? — Nei, það held ég ekki. En það er ómögulegt að vita, hvað lögregluþjónar hugsa undir húf- unni. — Nei, það er ekki gott. En segðu okkur, Stefán, hvers vegna fórstu að mála þessa ástarsenu? — Þetta er engin ástarsena, þetta er bara mynd af vini mín- um. Ég reyndi að breyta honum dálítið, svo hann þekktist síður, og gerði bæði faxið og taglið svolítið dekkra en það er, en samt held ég nú hann þekkist á*eyr- unum. Sumir þekkjast á eyrun- um, eins og þið vitið. Nú branaði Velvakandi aftur fram á sviðið með forvitnis- glampa í augunum og sagði: — En þú ert ekki búinn að svara því, hvers vegna þú mál- aðir svona mynd. — Ja, bara til að fá svolitla tign í hana, svaraði Stefán án þess að láta sér bregða. Það er eins og öll reisn Möðrudalsfjalla sé í augum skepnanna á þessari mynd minni. Undarlegt, að lög- regluþjónarnir skyldu hafa séð þetta. Þeir gerðu myndina upp- tæka bara til þess að fá hana fyrir lítið. En mér voru boðnar í hana 17 þúsund krónur á Lækj- artorgi og þeir skulu ekki fá hana fyrir minna. En eitt var dálítið skrítið. Þegar þeir voru búnir að læsa myndirnar inni í skáp, voru þeir alltaf að laum- ast til að skoða Blesa og Bleik- sokku og sýna hana hver öðrum, eins og þeir yrðu aldrei þreyttir á því. Dálítið skrítin náttúra það, finnst ykkur ekki? — Ojú, svöruðum við og brost- um, þó að alvaran ætti betur við á þessari stund, því Stefán sagði .okkur frá því, að hann hefði ekkert borðað í sólarhring og því síður hefði hann sofið, allt af eintómum eltingarleik við lögregluna og hugarvíli, sem því fylgdi. Stefán bætti við: — Svo hafa þeir stórskemmt fyrir mér mynd- irnar, sagði hann, því þær voru allar málaðar undanfarinn hálfan mánuð og voru ekki orðnar þurr- ar á léreftinu. — Hvað voru þær eiginlega margar? — Ja, þær voru ekki margar. Ég held þær hafi verið tíu eða tólf. — Og ertu búinn að fá þær allar aftur nema Blesa og Bleik- sokku? — Nei, lögreglumennirnir keyptu tvær myndir fyrir 100 krónur. Þeir buðu þær nefnilega upp í Kjallaranum held ég og þessar tvær myndir fóru á 50 krónur hvor. Það er ekki stór peningur, nei það er það ekki. Auðvitað varð ég reiður. Ég hef ákaflega næmar taugar síðan ég lá úti í Möðrudalsfjallgarði í 62 klukkustundir. Það var ákaflega fræg „útilega“ á sínum tíma. Það var 15., 16. og 17. febrúar 1936. Þá tognaði ég á taugum í höfðinu á mér og hef aldrei beð- ið þess bætur. Þó er ég þolinn í lund svona yfirleitt. En sumum finnst ég víst vera smáskrítinn með köflum, en ég hef ekki fund ið til þess sjálfur. Mér finnst ég eiginlega alltof lítið skrítinn, því ef ég væri dálítið undarlegri en ég er, þá mundi mér kannski ekki líða ver en hinum. En ég er annars alveg hissa á því, sagði Stefán að lokum, að lögreglu- þjónarnir skyldu ekki hafa rænu á því að næla í myndina, sem ég hef kallað Skreið, því hún er ákaflega merkileg og stór- falleg. Hún er af blímum sem vaxa upp úr saltfiski og hún hef- ur þá undraverðu náttúru, að karlmaður heldur á fiskinum á daginn, en kvenmaður á nótt- unni. ★ Þegar Stefán var farinn hringdi lögfræðingur hans, Guðlaugur Einarsson, til blaðsins og skýrði frá því, að hvorki lögreglustjóri né fulltrúar hans hefðu átt þátt í „vorleik" lögregluþjónanna. ------------ STAKSTEIiyiAR Ræður Ölafs og Hermanns Tíminn kvartar mjög undan þvi í gær, að Morgunblaðið skyldl ekki strax í fyrraðag birta lands- fundarræðu Ólafs Thors, for- manns Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar lætur hann sér í léttu rúml Iiggja, þótt ræða Hermanns Jón- assonar, sem flutt var sama dag og ræða Ólafs Thors, hafi ekkl enn, þegar þetta er ritað, komið á prenti. En raunum Tímans yfir þessu hlýtur nú að vera af hon- um létt, því eins og kunnugt er, birtist ræða formanns Sjálf- stæðisflokksins í heild hér í blað- inu i gær. Ættu Tímamenn því að hafa fengið tóm til þess að lesa hana og læra af henni margt og mikið um íslenzk stjórnmál og atburðarás þeirra síðustu árin. Annars sýna umkvartanir Tím- ans yfir því að það dróst einn dag að birta ræðu Ólafs Thors í heild mjög vel sálarástand Fram- sóknarmanna um þessar mundir. Hin hrikalega uppgjöf vinstri stjórnarinnar og skipbrot Her- manns Jónassonar hefur gert hina gömlu maddömu óstyrka og óvissa um framtíð sina. Mitt i raunum sínum sækja Tímamenn eftir allt saman einhverja fróun í það að Iesa útmálun andstæð- inganna á hrakfallagöngu henn- ar. ,, Sky nsemisskikk j an fyrirfinnst engin“ Bragi Sigurjónsson, ritstjórl Alþýðumannsins á Akureyri, hef- ur nýlega ritað grein í blað sitt um rökvillur Framsóknarflokks- ins í kjördæmamálinu og rekur þær í stuttu máli. Ályktunarorð hans eru á þessa leið: „Framsóknarflokkurinn er í þeirri hlálegu aðstöðu að berjast fyrir sérréttindum, sem hann veit með sjálfum sér, að eru ranglát og hamast gegn breytingum og leiðréttingum, sem hann skilur og finnur að eru réttlætismál, en verður að freista þess að bregða yfir þessa baráttu skynsemis- skikkju, sem þó fyrir finnst eng- in“. Þessi ummæli ritstjóra Alþýðu- flokksblaðsins á Akureyri eru vissulega athyglisverð, bæði fyr- ir þá Framsóknarbændur, sem kusu frambjóðendur Alþýðu- flokksins í síðustu Alþingiskosn- ingum og aðra landsmenn. Bragi Sigurjónsson ásakar ekki Fram- sóknarbændurna sjálfa um skort á skynsemi, enda er vitað að margir þeirra eru greindir og gegnir menn. En ritstjórinn hik- ar ekki við að staðhæfa, að hjá leiðtogum Framsóknarflokksins og þeim sem rita Timann „fyrir- finnist engin skynsemisskikkja". MikiII fjöldi hugsandi fólks, jafnvel í röðum Framsóknar- manna, mun geta tekið undir þessi ummæli ritstjóra Alþýðu- mannsins á Akureyri. Ánægjulegur fundur Öllum, sem sitja 13. Iandsfund Sjálfstæðisflokksins, mun bera saman um það, að þessi lands- fundur flokksins sé mjög ánægju- legur. Meðal hins mikla fjölda fulltrúa, sem fundinn sitja úr öllum landshlutum, rikir hin bezta samvinna og samhugur. Þarna starfa menn úr öllum stétt- um og starfshópum saman að mótun stefnu stærsta og þrótt- mesta stjórnmálaflokks þjóðar- innar. Það er vissulega gleðileg staðreynd, að á þessum geysif jöl- menna fundi, sem skipaður er öll um stéttum þjóðfélagsins, skuli ekki verða vart þess rígs og úlf- úðar stéttabaráttunnar, sem svo mörgu illu hefur komið til leiðar, bæði í okkar þjóðfélagi og öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.