Morgunblaðið - 14.03.1959, Blaðsíða 16
VEÐRID
Allhvass V. eSa SV. skúrir.
KJORDÆMAMALIÐ
Sjá grein á bls. 9.
61. tbl. — Laugardagur 14. marz 1959
Nólgast þriðjti
milljónina
FJÁRSÖFNUNIN vegna sjóslys-
anna miklu nálgast nú orðið
þriðju milljónina eða nánar til
tekið rúmlega 2,7 milljón krón-
ur.
í gærkvöldi höfðu safnazt í
skrifstofu Morgunblaðsins kr.
968.085.50.
Hélt að Miðbærinn
væri að brenna
SLÖKKVILIÐIÐ sendi bíla sína
á vettvang í gærkvöldi, er eld-
bjarma sló á himininn yfir Odd-
fellowhúsinu við Tjörnina. Var
að sjá sem kviknað væri í þaki
hússins, en það var hækkað á
síðasta ári.
Er brunaverðir komu upp á
þakið, kom í ljós að mikill eldur
stóð upp úr reykháfi hússins, og
kviknað hafði í sótinu. Meðan
það var að brenna bárust slökkvi
liðinu fjöldi fyrirspurna um það,
hvort Miðbærinn væri að brenna,
þvi eldbjarminn sást víða að.
134 ábyrgöarbréf
sem enginn veit hvert eiga að fara
— eða hvaðan koma
Trillubát bjargað i vonzku veðri
ÞESSI mynd var tekin frá borði
á Reykjafossi, í byrjun febrú-
armánaðar, er skipið bjargaði
þessum opna trillubáti, um 10
mílur út af Ólafsfirði. Voru á hon-
um tveir menn. Rak bátinn til
hafs í hvassviðri, en nét hafði
farið í skrúfuna. Telja kunnugir
að ef Reykjafoss hefði ekki verið
á þessum slóðum, er bátnum
hlekktist á, sé með öllu óvíst
hvort tekizt hefði að koma mönn-
unum til hjálpar í tæka tíð. —
Þennan dag gekk á með hvöss-
um vindbyljum og komst veður-
hæðin upp í 11 vindstig í þeim.
Svo illt var í sjóinn að ógerlegt
Svartaþoka veldur hörð-
um áreskiri á Hellisheiði
1 GÆRMORGUN varð mjög
'harður árekstur austur á Hellis-
heiði, og er það álit manna, að
helzta orsökin hafi verið hve
dimm þoka var og skyggni með
fádæmum slæmt.
Misjöfn veiði
á Ströndum
GJÖGRI, Ströndum, 12. marz. —
Ekki hefur verið farið á sjó hér
í hreppi síðan í janúar, þangað
til fyrir nokkrum dögum, er
Trausti Magnússon fór á hand-
færaveiðar. í fyrradag fékk hann
ekki bein úr sjó, og einnig lengi
vel í gær, en síðan veiddi hann
1500 pund af vænum þorski á
hálfum þriðja tíma og í dag 2200
pund. Virðist fiskurinn því vera
í torfum, og hægt að moka hon-
um upp, ef hitt er á slíka torfu.
En langt er á miðin, 3% tíma
stím.
Veiðileysúbátar fóru í gær með
lóðir og fengu aðeins steinbít.
Sæmileg rauðmagaveiði er á
Gjögri. — Regína.
var að leggja að bátnum. Dró
Reykjafoss trilluna í landvar og
var hann um 3 klst. á leiðinni
inn undir land. í þessari ferð
skipsins var Þórarinn Ingi Sig-
urðsson skipstjóri.
Myndin er tekin skömmu áður
en kaðli var kastað til trillu-
bátsins frá Reykjafossi.
(Ljósm. Pétur Eiríksson)
Póststofan hefur beðið blaðið
fyrir eftirfarandi tilkynningu
til almennings:
í VÖRZU póststofunnar er mikill
; fjöldi óskilasendinga, sem ekki er
hægt að koma til skila vegna þess
að viðtakandi finnst ekki og
sendandi er ekki tilgreindur á
þeim.
Þannig eru hjá póststofunni 134
ábyrgðarbréf, sem hvorki er hægt
að koma til viðtakanda eða send-
anda. Einnig nokkur almenn bréf,
sem innihalda peninga, smá
pakkar, bókasendingar og margt
fleira. Þá eru einnig í vörzlu
póststofunnar hundruð almennra
bréfa, sem ekki er hægt að koma
til skila af sömu ástæðum.
Hundruð Siglfirðinga
liggja nú í inflúenzu
Varðarkaffið fellur
niður í dag vegna
landsfundarins
á Selfossi, Kári Forberg,
sem var á leið til Reykja-
víkur í Volkswagenbíl sínum,
sem ók framan á vörubíl
er var á leið austur. Sá bíll er
X—135. Var höggið mikið og rak
símstöðvarstjórinn höfuðið í fram
rúðuna og braut hana, en einnig
hafði hann fengið þungt högg
fyrir bringspalir. Skemmdir urðu
nokkrar á bílnum. Vörubíllinn
hafði einnig orðið íyrir þó nokkr
um skemmdum, því við árekstur
inn slitnaði fjarðafestingin öðru
megin. Dimm þoka var og munu
ökumenn bilanna ekki hafa séð til
ferða hvors annars fyrr en um
seinan og áreksturinn óumflýj-
anlegur, m.a. vegna hálkunnar á
snæviþöktum veginum.
Nýr bátur til
Neskaupstaðar
NESKAUPSTAÐ, 13. marz. —
Hingað til bæjarins kom í gær
nýr bátur, Dalaröst NK 25. Er
þetta eikarbyggður bátur, smíð-
aður í Danmörku 69,4 brúttó-
lestir. Báturinn er búinn full-
komnum siglinga- og öryggis-
tækjum, t. d. með nýjustu gerð
Decca-radartækja og rafmagns-
stýri. íbúðir skipverja eru allar
klæddar með kjörviði og eru þar
kojur fyrir 12 menn.
Báturinn gekk í reynsluför 11
mílur með 500 snúningum á aðal-
vél, sem er 600 snúninga Lister-
díesel. — Á heimleiðinni var
siglt með 10 mílna hraða að með-
alaltali og var báturinn aðeins
3 sólarhringa og 20 klst. hingað
frá bænum Tyborön, en báturinn
er smíðaður í Nyköbing. Eigend-
ur eru Glettingur h.f., en skip-
stjóri á þessum nýja báti er Þor-
leifur Þorleifsson, vélstjóri Rögn-
valdur Sigurðsson.
— FréttaritarL
SIGLUFIRÐI, 13. marz: — Fyrir
um það bil fimm dögum tók að
bera á því hér í bænum, að in.
flúenza var að stinga sér niður.
í dag var veikin svo útbreidd
orðin, að skólum bæjarins hefur
öllum verið lokað.
Það er ekki örugglega vitað
með hverjum hætti inflúensan
barst hingað, en mjög er þó að
því hallazt að veikiK hafi komið
með þýzku skipi, sem kom hingað
beint frá útlöndum. Að vísu hafði
enginn verið veikur í skipinu, er
það kom til Siglufjarðar. Margir
höfðu farið út í skipið.
Veikin hefur aðallega tekið ung
linga og yngra fólk, en einnig full
orðna. Fólk er veikt í 3—5 daga
og fylgir hár hiti, en lungabólga
Fiskur til vinnslu
á Siglufirði
SIGLUFIRÐI, 13. marz. — Vél-
skipið Margrét landaði hér á
miðvikudaginn 70 tonnum af
fiski og fór aflinn allur í frysti-
hús Síldarverksmiðjanna. Aður
var skipið búið að koma hér
inn einu sinni vegna smávægi-
legrar bilunar og landaði þá 10
tonnum. í dag er togarinn Hafliði
að losa hér um 300 tonn af fiski,
sem fara mun til frystingar og
herzlu.
Bátarnir sem héðan róa með
línu hafa verið með sáralítinn
afla, og það sem veiðist er þá
steinbítur og annar trosfiskur.
— Guðjón.
hefur ekki orðið vart, að þvi er
Halldór Kristinsson héraðslæknir
hefur skýrt frá.
í dag liggja hundruð bæjar-
búa og við borð liggur að at-
vinnulífið sé lamað —Guðjón.
Félag vefnaðar-
vörukaupmanna
AÐALFUDUR Félags vefnaðar-
vörukaupmanna var haldinn 10.
marz s.l. Björn Ófeigsson var
kosinn formaður og meðstjórn-
endur Leifur MúUer og Svein-
björn Árnason. Fyrir eru í stjórn
Halldór R. Gunnarsson og Þor-
steinn Þorsteinsson.
í varastjórn voru kosin Ed-
vard Frímannsson og Sóley Þor-
steinsdóttir.
Björn Ófeigsson var kosinn
aðalfulltrúi í stjórn Sambands
smásöluverlana og Ólafur Jó-
hannesson til vara.
Félagsmönnum hefur fjölgað á
árinu og eru nú rúmlega hundr-
að verzlanir innan félagsins.
Þeim, sem telja sig hafa sent
þessar sendingar eða hafa átt von
á þeim, er gefinn kostur á að
gefa sig fram á annarri hæð póst-
hússins (gengið inn frá Austur-
stræti) kl. 16—17 virka daga
fram að mánaðarmótum.
Mozarts-ópera
kynnt í háskól-
amim
HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða
í hátíðasal háskólans á morgun,
sunnudaginn 15. marz kl. 5 stund-
víslega. Verður þá fluttur af
hljómplötutækjum skólans síðari
hluti (2. og 3. þáttur) óperunn-
ar Brottnámsins úr kvennabúr-
inu („Die Entfúhrung aus dem
Serail“) eftir Mozart, en 1. þátt-
ur var fluttur þar síðastliðinn
sunnudag. Þýzkir listamenn
flytja verkið, stjórnandi er Fer-
enc Fricsay. Róbert A. Ottósson
hljómsveitarstjóri skýrir söng-
leikinn og rifjar upp það, sem
áður var komið. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimilL
Happdrættið
DREGIÐ verður í happdrættl
Sjálfstæðisflokksins eftir að-
eins 3 daga — og því orðinn
hver síðastur að tryggja sér
miða í happdrættinu. Vinn-
ingurmn er sem kunnugt er
ný glæsileg Ford-bifreið, ár-
gerð 1959. — Skrifstofa happ-
drætUsins í Sjálfstæðishúsinu
er opin frá kl. 9 á morgnana
fram á Lvöld, og að sjálfsögðu
einnig um helgina því á mánu-
dagskvöld verður dregið.
Stefni skipsins gekk 3
metra inn í bryggjuna
AKUREYRI, 13. marz. — Ein af
bryggjunum hér á Akureyri varð
fyrir miklum skemmdum fyrir
nokkru, er togari sigldi á hana
og braut. Mun trúlega kosta tugi
þúsunda að lagfæra skemmdirnarr
og fer nú fram mat á þeim.
Landsiundurinn heldur ófram
í Sjólfstæðishúsinu kl. 10
FUNDIR hefjast kl. 1» f. h. í dag í Sjálfstæðishúsinu og
halda síðan áfram síðdegis í dag.
A fundinum, sem hefst kl. 1,30 síðdegis í dag verður
flutt framsöguræða um kjördæmamálið.
Þýzku bókasýningunni i bogasal Þjóðminjasafnsins lýkur
annað kvöld. Hún er opin kl. 10—12 og 14—22 í dag og á morg-
un. Myndin er tekin á opnun sýningarinnar og sýnir Halldór
Kiljan Laxness (t. v.) á tali við John Muccio sendiherra
Bandaríkjanna.
Það var togarinn Norðlending-
ur, sem hér um ræðir. Kom tog-
arinn hingað inn til að taka oliu,
en Esso hefur olíusölu til skipa
við svonefnd a frystihúsbryggju á
Oddeyrinni. Togarinn mun hafa
farið á allmikilli ferð skáhalt á
bryggjuna og með þeim afleiðing-
um, að stefni skipsins gekk 3 m
inn í bryggjuna, sem þarna er
rambyggileg og stórviðir hennar
allir nýlegir. — Stefnið sleit t. d.
í sundur 8 tommu olíuleiðslu, sem
varð fyrir stefni skipsins.
Skipsmenn höfðu skýrt svo frá
að áreksturinn hafi orsakast
vegna vegna þess hve seint hafði
verið svarað í vélarúminu, er tog-
arinn ætlaði að leggja að bryggj-
unni. —Magnús.
Aðalfundur skó-
kaupm.félagsins
AÐALFUDUR Skókaupmannafé-
lagsins var haldinn 17. febr. s.L
Formaður var kjörinn Lárus G.
Jónsson og meðstjórnendur Pétur
Andrésson og Björn Ófeigsson. í
varastjórn voru kosnir Sveinn
Björnsson og Sigmar Guðmunds-
son. Jón Guðmundsson var kos-
inn aðalfultrúi í stjórn Sam-
bands smásöluverzlana og Pétur
Andrésson til vara.