Morgunblaðið - 14.03.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. marz 1959
9
Jónas Pétursson, Skriðuklaustri:
GrundvalIaratriði lýbræðis
að Albingi sé skipað þing-
mönnum í hlutfalli v/ð at-
kvædamagn flokkanna hjá
þjóðinni
UM þessar mundir standa yfir
miklar umræður um tilhögun
kosninga til Alþingis og kjör-
dæmaskipun. Sjálfstæðisflokkur-
inn og' Alþýðuflokkurinn hafa
lýst í megindráttum tillögum um
framtíðarskipun, með því að sam-
eina núverandi kjördæmi í nokkr
ar stærri heildir og láta hlutfalls-
tölu atkvæða ráða kjöri.
Núverandi kjördæmaskipun og
kosningatilhögun er gengin svo
úr skorðum frá því að geta þjón-
að megintilgangi stjórnarskipun-
ar okkar og réttarvitund um lýð-
ræði og þingræði að endurbætur
þola enga bið. Má segja að mæl-
irinn yrði yfirfullur í því efni
með kosningabandalagi Fram-
sóknar- og Alþýðuflokks 1956.
Verður því ekki neitað að ýmsir
unnendur lýðræðis urðu högg-
dofa, er úrslit þeirra kosninga
dæmaskiptingu. En vegna breyt-
inga á búsetu landsmanna, mundi
sá grunnur raskast mjög ört. Auk
þess myndi kosningabarátta í svo
smáum kjördæmum verða hættu-
leg pólitísku siðgæði í landinu.
Hún skapaði eða héldi við óeðli-
lega sterkri aðstöðu ófyrirleitinna
frambjóðenda eða þingmanna
gagnvart hrekklausum eða lítils-
megandi kjósendum og gæti á
sama hátt sett frambjóðanda eða
þingmann í hættulega aðstöðu
gagnvart kjósendum. Fámenni
kjördæma hefir m. ö. o. alvar-
legar skuggahliðar. En stærst er
þó e. t. v. sú hliðin að útiloka
minnihlutann í kjördæmunum
frá áhrifum og því að eignast um-
boðsmann. Stjórnmálasaga sið-
ustu ára ber þess órækt vitni.
Flokkaskiptingin hefir verið svo
föst, að með einmenningskjör-
dæmunum væru stórir hópar
landsmanna meira og minna
dæmdir úr leik til áhrifa á lands-
málin. Slíkt er óþolandi misrétti
og gæti mjög trúlega verkað
slævandi á lýðræðiskennd fólks-
ins. Hjá fjölmennari þjóðum þar
sem tugir þúsunda kjósenda eru
í einu kjördæmi, er allt öðru máli
að gegna. Þar njóta sín kostir
þessa fyriirkomulags og þar sem
þingmenn skipta hundruðum er
mikil trygging fyrir lýðræðislegri
skipan þingmanna með einmenn-
ingskjördæmum. Samanburður á
okkar fámennu þjóð um kjör-
dæmaskipan við t. d. Bandaríkin
og England er þess vegna að mínu
viti gjörsamlega út í hött.
Þá er sú skipan, sem Sjálf-
stæðis- og Alþýðuflokksmenn
hafa komið með tillögur um og ég
gat um í upphafi. Það er sú kjör-
dæmaskipun er ég tel fullnægja
bezt lýðræðisreglum og réttarvit-
und og þjóðhagslegri nauðsyn
um staðbundna þekkingu og sér-
veilur eða galla kjördæmaskip- | staka fulltrúa landssvæðanna.
Jónas Pétursson
urðu kunn og sýndu, að svo fast
var flokksfylgið, að hagnýta mátti
Það mun reynast styrkur sveit-
unum er tímar líða.
Framsók'narmenn segja að með
samfærslu; kjördæmanna sé verið
að slíta samband þingmanna og
kjósenda. Slíkt samband er vit-
anlega alveg háð hæfni þing-
manna og vilja til að kynnast
kjósendunum og setja sig inn í
þeirra viðhorf. í mínum augum
eru það. augljósir kostir stærri
kjórdæmanna að þingmenn verða
að kynna sér hag og sjónarmið
fleiri kjósenda og stærri heilda.
Það styrkir hvert réttlætis og
þjóðþrifamál, en veikir ekki.
Stærri kjördæmin leiða af sér nán
ara samstarf fleiri þingmanna,
náin kynni fleiri þ.ngmanna í
hverju byggðarlagi, og síðast en
ekki sízt, nánara samstarf þing-
manna úr fleiri flokkum um vel-
ferðarmál byggðarlaganna. Það
myndi draga mjög úr pólitískri
úlfúð og einstrengingshætti í
kjördæmunum, vegna óhjákvæmi
legs samstarfs þingmanna úr
annars andstæðum flokkum.
Jón í Yztafelli skrifar í „Tím-
ann“ 3. marz sl. langa grein um
þetta mál. Ég kynnti mér þessa
grein vel, þar sem ég hygg Jón
með ritfærari og rökvísari mönn-
um Framsóknarflokksins. Sú
grein er mjög rituð af tilfinn-
ingahita og er vottur þess hversu
sundurleit og rökvana barátta
Framsóknarmanna er gegn sam-
færslu þriggja til fjögurra nú-
verandi kjördæma í eitt kjör-
dæmi með hlutfallskosningu.
Jón minnist á átthagafélögin
og segir að kjördæmabreytingin
skeri þessi sögulegu erfðabönd
er tengi burtflutta héraðsmenn
sínu upprunahéraði. Furðuleg
röksemd! Þá segir Jón að með
einmenningskjördæmum sé kosið
um menn en ekki flokka. Hefir
íslenzk stjórnmálasaga síðusta
30 ára gjörsamlega farið fram
hjá honi i?
En niðurlag greinar Jóns má
segja að ritað sé af furðulegum
„kulda“, — þetta: „En frá hinum
dreifðu byggðum ætti svarið að
verða svo einróma nei, að aldrei
framar reyni nokkur flokkur að
ráðast á stjórnarskrá landsins og
reyna að fá henni breytt, ein-
vörðungu vegna sinna flokkshags
muna“. Þetta kalla ég að nefna
snöru í hengds manns húsi. Það
þarf furðulega flokksblindu, eða
ískalda fyrirlitningu á lesendum,
þeg'ar Framsóknarmaður — mað-
ur úr þeim flokki, sem býr við
tvöfaldan til þrefaldan rétt til
áhrifa á þjóðmál, móts við kjós-
endur annarra flokka, sakar Sjálf
stæðisflok'.inn um baráttu fyrir
flokkshagsmunum, er hann setur
fram tillögur til að tryggja jöfn
áhrif kjócondanna á þjóðmálin,
hvar í flokki sem þeir standa.
Ég treysti því að kjósendur
átti sig á þeim lýðræðislega rétti,
sem þeim er tryggður með hlut-
fallskosningum í 8—10 kjördæm-
um á landinu og svar þeirra verði
svo samhljóða já að aldrei framar
þurfi að heyja baráttu til að ná
þeim rétti.
unar og kosningatilhögunar með
útreikningum fyrirfram. Þau úr-
slit ein voru ærin sönnun þess,
að breytingar máttu ekki drag-
ast. Þar við bættust svo hin
„sögulegu rök“, þau að einn
flokkur, Framsóknarflokkurinn,
kom við hverjar kosningar út með
miklu fleiri þingmenn, en at-
kvæði svöruðu til, miðað við aðra
flokka. En það er grundvallarat.
riði lýðræðis að Alþingi sé skip-
að þingmönnum í hlutfalli við
atkvæðamr.gn flokkanna hjá þjóð
inni.
En jafrYamt því er það þjóð-
hagsleg nauðsyn, að þingfulltrú-
ar hafi sem mesta þekkingu á
atvinnumálum og högum þjóðar-
innar allrar. Því marki verður
bezt fullnægt með skiptingu
landsins í kjörsvæði — kjördæmi
—. Ný kjördæmaskipting og
kosningatilhögun verður því að
fullnægja þessum 2 sjónarmiðum.
Lýðræðislegri skipan Alþingis og
nauðsyn byggðarlaganna að velja
fulltrúa fyrir takmörkuð svæði.
Einmenningskjördæmi. Ein leið
in, sem komið hefur til álita, er
skipting landsins í einmennings-
kjördæmi, t. d. 50—60, eftir því
hve margir þingmenn yrðu vald-
ir. Til þess að sú kjördæmaskip-
un fæli í sér yfirgnæfandi líkur
fyrir því, að meirihluti kjósenda
stæði að baki meirihluta þing.
manna yrði kjósendafjöldi mjög
að liggja til grundvallar kjör-
Ég hygg þó, að ýmsir hnjóti
um það, að enn er gert ráð fyrir
uppbótarþingsætum. En ef jafna
á metin g?~n hinni betri aðstöðu,
sem þéttbýlið hefir, heldur en
landshlutarnir, sem fjær eru að-
setri stjórnar og þings, þá verður
að ætla þeim kjördæmum fleiri
þingmenn eftir íbúafjölda. Það
leiðir af sér a. m. k. möguleika
á eitthvað misjafnri þingmanna-
tölu á hvert þúsund kjósenda
hvers flokks. Þau met yrðu þá
jöfnuð með uppbótarþingsætum,
sem kæmu jöfnum höndum í hlut
hinna fámennari, sem fjölmenn-
ari kjördæma. Uppbótarsætin
bæta sem sé hlut hinna fámenn-
ari byggðarlaga um leið og þau
tryggja jöfnuð milli flokka.
Ég held þess vegna að ekki
eigi að sleppa þeim að öllu.
Þá er það mjög mikilsvert at-
riði að með stækkun kjördæm-
anna færast í heildir sveitir og
ýmsir kaupstaðir. Sú kjördæma-
skipun er tákn þess að stéttirnar
verða að vinna saman — að
sveitamenn og bæjarbúar verða
að eignast sameiginleg sjónarmið,
— þau sjónarmið að velgengni
sveita og bæja er samofin og
allra hagur. Það er eitt stærsta
mál sveitanna, að fullur skiining.
ur sé meðal bæjarbúa á gildi
þeirra í þjóðfélaginu og sá skiln-
ingur mun eflast við þau tengsl,
sem samstaða í kjördæmi skapar.
Geislavirkt ryk hefur fundizt
á Boeing-707
SÉRFRÆÐINGAR hafa enn ekki
lokið rannsókn á Boeing-707 þot-
unni, sem missti hreyfilinn yfir
N-Frakklandi á dögunum. Eins
og áður kom fram í fréttum var
þotan á reynslu- og æfingaflugi
með fimm manna áhöfn. Hún var
nýkomin til Parisar frá New
York með fullfermi — og átti
innan nokkurra stunda að halda
aftur vestur um haf með 110 far-
þega.
Flugstjórinn ætlaði í stutt
æfingaflug með nýja áhafnar-
meðlimi — og, er fyrrgreindur
atburður átti sér stað, var hann
að sýna nýliðunum hve hægt
mætti fljúga Boeing-707 án þess
að hún tapaði hæð. Hafði hann
drepið á báðum hreyflum á
vinstri væng — og notaði ein-
ungis þá á hægri væng.
Tveggja tonna hreyfill
rifnaði af
Enginn þeirra, sem innanborðs
voru gerðu sér ljósa grein fyrir
því hvað gerðist. Þotan steyptist
skyndilega — og eftir nokkur
andartök hafði flugstjórinn kom-
ið henni aftur á réttan kjöl.
„Ég veitti því fyrst enga at-
hygli, að ytri hreyfillinn á hægra
væng hafði rifnað af“, sagði flug
stjórinn. En flugmennirnir átt-
uðu sig fljótlega — og þotunni
var flogið til Lundúna án þess
að nokkuð annað óhapp ætti sér
stað.
Menn, sem fylgdust með þot-
unni af jörðu niðri sögðu, að hún
hefði hvolfzt í loftinu, en rétzt
skjótlega við aftur. Hinn tveggja
tonna þungi hreyfill féll til jarð-
ar — og kom niður á akurlendi
— og grófst djúpt í jörðu.
Atburðurinn vakti töluverðan
ótta meðal farþeganna, sem áttu
að fara með þotunni til Banda-
ríkjanna þá um kvöldið. Talsmað
ur félagsins sagði þeim hins veg-
ar, að í farþegaflugi væru þot-
urnar aldrei reyndar á þennan
hátt — og slíkt sem þetta gæti
þá ekki komið fyrir.
29.000 feta steypiflug
En þetta var engan veginn nóg,
því að nokkru áður höfðu blöðin
skýrt frá því, að Boeing-707 þota,
sem var á leið vestur yfir haf,
hefði skyndilega steypzt úr 35.000
feta hæð — og flugmennirnir
hefðu naumlega forðað stórslysi.
í 6.000 feta hæð tókst þeim loks-
ins að rétta þotuna við — og
flogið var inn til Gander í
þeirri hæð. Orðrómur var á
kreiki um að loftþrýstiútbúnað-
ur hefði bilað — og flugstjór-
inn gripið til þessa óyndisúrræð-
is, því að farþegum og áhöfn
var bráður bani búinn, ef loft-
þrýstingurinn inni í þotunni
hefði skyndilega fallið til jafns
við það, sem hann var uppi í
35.000 feta hæð.
Nú staðhæfir flugstjórinn hins
vegar, að sjálfsstjórnartæki (auto
pilot) þotunnar hafi bilað. Far-
þegar hafa borið það, að flug-
stjórinn hafi verið staddpr í far-
þegaklefanum, þegar þotan
steyptist.
Gegn m hljóðmúrinn
Allt fór á annan endann í far-
þegarúminu — og flugstjórinn
komst við illan leik fram í stjórn-
klefann þar sem aðstoðarflug-
maðurinn sat og remdist við
stýrið árangurslaust. Þá var þot-
an í beinni stéfnu til jarðar —
og komin gegnurm hljóðmúrinn.
Flugstjórinn greip þegar til
sinna ráða, dró af hreyflunum og
setti lofthemlana örlítið niður til
þess að reyna að draga eitthvað
úr hraðanum. Síðan lögðust bæði
flugstjórinn og aðstoðarflugmað-
urinn á stýrið af öllum kröftum
— og loks tókst þeim að sveigja
þotuna í lárétta stefnu. Þá hafði
hún flogið í fjórar mínútur í
beinni stefnu til jarðar, steypzt
29.000 fet.
Boeing-flugvélaverksmiðjurn-
ar tóku þoturnar þegar til. at-
hugunar. en ekki hafa niðurstöð-
ur verið birtsr.
Geislavirkt ryk
En þessi þeta hafði ekki verið
lengi í húsakynnum verksmiðj-
unnar, þegar það barst út, að
fundizt hefði á búk hennar geisla
virkt ryk.
Skömmu síðar var upplýst, að
orðrómurinn hefði við rök að
styðjast. Talsnsaður Pan Ameri-
can tjáði fréttamönnum, að
geislavirknin hsfði fundizt af til-
viljun. Sagði hann, að bandaríkja
flugher fylgdist að jafnaði með
því, hvort geislsvirkt ryk settist
á háloftsþotur hersins. Ósjaldan
hefði slíkt ryk fundizt á orrustu-
þoturn, en þetts væri í fyrsta
sinn, sem rykið fyndist á far-
þegaþotu. Kvað hann allar þot-
ur félagsins mundu rannsak’aðar
jafnóðum og þasr kæmu tjl Ne»
York.
Sagði hann og, að rykmagnið
hefði ekki verið mikið, eða minna
en 1 á röntgen mælikvarðanum
— og til samanburðar gat hann
þess, að starfsmenn kjarnorku-
stöðva Bandarikjamanna væru
búnir undir að þola geislamagn,
sem svaraði til 15 á röntgen
mælikvarðanum.
Framh. á bls. 15.