Morgunblaðið - 14.03.1959, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐID
Laugardagur 14. marz 1959
Dömurnar og herrarnir læra skrefið. Hægri — tá — haell — vinstri — hæll — tá.
Dansinn temur mönnum prúð-
mannlega framgöngu
í heimsókn á dansnámskeiði hjá
Heiðari Astvaldssyni á Akureyri
NÝLEGA hitti tíðindamaður
blaðsins ungan danskennara að
máli þar sem hann var að kenna
nokkrum krökkum einn af nýj-
ustu samkvæmisdönsunum á ein-
um af göngum Barnaskólans á
Akureyri. Sporið frétti ég síðar
að nefnt væri jive (eins konar
rock’n roll). Brennandi áhugi
barnanna sýndi að þau nutu til-
sagnarinnar og höfðu hina mestu
ánægju af. Ungi maðurinn, sem
stóð fyrir framan hópinn og end-
urtók í sífellu hægri — tá — hæll,
yinstri — hæll — tá o. s. frv.
heitir Heiðar Ástvaldsson og er
Siglíirðingur að ætt og uppruna.
Hann hefir stundað nám í dansi
bæði í Reykjavík og einnig er-
lendis.
Þroskandi íþrótt
Einhver kann ef til vill að segja
að óþarfi sé að fara að kenna
unglingum að dansa, þeir muni
læra þetta nógu snemma og byrja
í tima að sækja skröllin.
Aðrir eru ekki á sama máli, og
þeir munu sennilega vera fleiri,
sem halda því fram að þetta muni
koma sér vel, því þessarar
skemmtunar njóti svo margir að
sjálfsagt sé að kunna á henni ein
hver skil. Það mun einnig verja
margan unglingin minnimáttar
kennd og feimni í umgengni við
félaga sína og jafnaldra á skemmt
unumí ef hann kann að dansa, en
einmitt þær kenndir verða oft til
þess að unglingarnir leiðast út í
annað, sem er verra.
Þetta mun valda því að forystu-
menn kennslumála á Akureyri
eru því fremur hlynntir en hitt
að Heiðar kenni börnunum og
unglingunum í skólum bæjarins
að dansa. Mjög mikill fjöldi sæk-
ir líka danstímana hans í barna-
gagnfræða- og menntskólanum.
Danskennsla fyrir almenning
Nú i byrjun marz mun Heiðar
síðan hefja dansnámskeið fyrir
almenning en um það mun nokk-
uð hafa verið sótt. Ennfremur
tíðkast það að nokkur pör taka
sig saman um að læra samkvæm-
isdansa og fá þá kennara í nokkr-
ar kennslustundir.
Ég rabbaði nokkra stund við
Heiðar Ástvaldsson. Hann kvaðst
hafa stundað bæði verzlunarnám
og dansnám erlendis, í Englandi
og Þýzkalandi og ennfremur
kynnt sér danskennslu í Frakk-
landi og Sviss. Hann hóf nám hjá
Rigmor Hanson í Reykjavík og
var um skeið aðstoðarkennari hjá
henni.
Síðan hefir hann svo kennt á
námskeiðum bæði á Siglufirði og
á Akureyri. Nú hefir honum boð-
izt kennarastaða við dansskóla
og væntir hann þess að kenna við
skóla hans í New York, en dans-
skólar Murrys eru viðs vegar um
Bandaríkin.
Heiðar ragði að alls staðar væri
mikill áh’ gi fyrir dansnámi. Yfir
leitt væri sú skoðun ríkjandi að
dansinn hefði mikla þýðingu í
sambandi við almenna framkomu
háttprýði í framgöngu og fagrar
og menntun. Dansinum fylgir
hreyfingar.
Heiðar kennir alla nauðsynlega
Og nú tekur herrann dömuna í fang sér og dansinn dunar.
(Ljósm. vig.)
samkvæmisdansa og má þar
nefna enska valsa og Vínarvalsa,
tango, quich step, rúmbu, samba,
jive, cha-cha-cha, auk þess alla
gömlu dansana, einnig stroll, sem
nú er mikið leikið af hljómsveit-
um.
Heiðar Ástvaldsson hyggst
stunda danskennslu á Akureyri
til aprílloka en halda síðan í maí
mánuði út til Englands til náms
í dansskóla Victor Silvester og
reyna síðan að ná sér í gullmerki
danskennara, en tveimur fyrri
stigunum, brons og silfri, hefir
hann þegar náð. Gullmerkið veit-
ir danskennara viðurkenningu
um allan heim til þess að stunda
kennslu í list sinni.
Ég spurði Heiðar hvort hann
hefði ekki stundað nám í list-
dansi, en hann kvaðst hafa lítið
gert að því. Þessar tvær greinar
færu ekki vel saman.
Að síðustu sagði hann að það
væri álit sitt að sem allra flestir
ættu að læra að dansa og í raun-
inni væri sjálfsagt að allir íþrótta
kennarar gætu kennt undirstöðu
samkvæmisdansa. Þótt sumir
kynnu að álíta þetta allt að því
hégómamál þá væri svo ekki.
Ávallt þætti augnayndi að horfa
á prúðmannlegan og vel stiginn
dans. Dansinn styddi að hátt-
prúðri framkomu og hefði því
menningargildi.
En víkjum aftur að litlu krökk-
unum í barnaskólanum. Fyrst
skipuðu þau sér í raðir, dömurn-
ar fyrst, síðan herrarnir. Þá var
tekið til óspilltra málanna að
læra sporið. Kennarinn sýndi
þeim það hægt fyrst um leið og
hann skýrði hreyfingarnar, siðan
hraðar með skýringum og loks
með þeim takti, sem lagið er leik-
ið. Þegar þetta hafði gengið
nokkra hríð var grammófónninn
settur af stað og nú var skrefið
stigið eftir hljóðfallinu. Auðvitað
gekk krökkunum mismunandi vel
að læra þetta, eins og gengur, en
sum þeirra voru merkilega fljót
að ná því.
Loks var svo herrunum sagt að
bjóða dömunum upp, hneigja sig
kurteislega og rétta dömunni
hægri hönd og leiða hana fram
á dansgólfið. Og nú hófst loka-
stigið, samæfing paranna.
Það var ánægjulegt að horfa á
krakkana hve áhuginn var mikill
og hve prúðmannlega þau gengu
að þessari gleðinnar íþrótt.
vig.
Cirkus - kabarettinn
EINS og allir Reykvíkingar muna
hafa á undanförnum árum verið
haldnar hér allmargar kabarett-
sýningar með mjög fjölbreyttum
og skemmtilegum sýningaratrið-
um. Hafa átta slíkar sýningar far-
ið fram á vegum Sjómannadags-
ins og ein á vegum Blaðamanna-
félagsins. Hafa þessar kabarett-
sýningar notið að verðleikum mik
illa vinsælda, enda hefur fram-
kvæmdastjóri þeirra, Einar Jóns-
son jafnan gert sér far um að
vanda sem bezt til þeirra.
Nú hefur Einar sjálfur efnt til
kabarett-sýningar í Austurbæjar-
bíói, sem hann stendur einn að,
og hefur hann ákveðið að sá á-
skrifar úr
daglegq lifínu
íslandsvinurinn
Thor Johnson
ÞAÐ vekur alltaf hjá mér
nokkra furðu, þegar ég rekst
á þessa svokölluðu íslandsvini.
Þetta fólk ,sem hefur tekið ást-
fóstri við fjarlægt, lítið land
langt í burtu frá heimkynnum
þess og íbúana sem það byggja,
og missir ekki áhugann árum eða
áratugum saman.
Ennþá furðulegra er þetta,þeg-
ar íslandsvinurinn er víðföruil og
alls staðar aufúsugestur og hefur
meira en nóg að gera í sambandi
við starf sitt og aðaláhugamál.
Þannig er um gest, sem nú er
staddur hér á landi — hljóm-
sveitarstjórann Thor Johnson.
Dr. Thor Johnson er, eins og
kunnugt er, einn af þekktustu
hljómsveitarstjórum Bandaríkj-
anna og hefur hann stjórnað öll-
um helztu sinfóníuhljómsveitum
þar í landi. Til merkis um álit
það sem hann nýtur, má geta
þess að þegar Toscanini treysti
sér ekki til að fara í erfitt ferða-
lag um Asíu með NBC sinfón-
íuhijómsveitina, einhverja beztu
hljómsveit í heimi, trúði hann
Thor Johnson bezt fyrir henni á
hl j ómleikaferðinni.
Jafn mikla tiltrú hefur banda-
ríski píanósnillingurinn Cliburn,
sá sem sigraði alveg óvænt í Tjai-
kovsky-keppninni í Moskvu í
Arthur Murrys í Bandaríkjunum fyrra, á honum. Þegar hann hélt
sína fyrstu hljómleika eftir heim-
komuna fyrir 2500 áheyrendur,
þá sendi hann Johnson skeyti og
bað hann um að koma og aðstoða
sig með því að stjórna sinfóníu-
hljómsveitinni, sem hann átti að
leika með.
Margvíslegur
vináttuvottur
EN það var ekki álit Thors
Johnsons út um heim, sem ég
ætlaði að gera að umræðuefni,
heldur sá vináttuvottur, sem
hann á allan hátt sýnir íslend-
ingum. Dr. Johnson kom hér fyrir
tveimur árum og stjórnaði þá Sin-
fóníuhljómsveit íslands á nokkr-
um tónleikum. Áður hafði hann
hitt islenzka tónlistarmenn er-
lendis.
Strax eftir heimkomuna gerði
hljómsveitarstjórinn ráðstafanir
til að fá landa sinn, sem orðinn
er nægilega frægur til að semja
öll sín verk eftir pöntun (eins og
gömlu meistararnir), til að semja
sinfóníu fyrir hljómsveit á borð
við okkar sinfóníuhljómsveit —
verk sem þarfnast alls þess sem
sú litla hljómsveit hefur og
krefst heldur ekki meira — og
tileinka verkið Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Þetta gerði hann
óbeðinn og án þess að láta nokk-
urn mann vita um það.
Velvakandi veit af tilviljun um
annað vináttubragð, sem dr.
Johnson hefur sýnt Islendingum.
Skömmu fyrir jól í vetur fékk
Ragnar Jónsson í Smára tilkynn-
ingu um að niðri á höfn lægi
geysi þung stór sending til hans
frá Ameríku. Þar voru komnir
tveir stórir og miklir trjábolir,
hinn fínasti viður, og var hann
beðinn um að gjöra svo vel að
koma sendingunni til Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara. '3end
andinn var Thor Johnson. Hann
hafði komið til Ásmundar, og séð
hann vera að skera út í einhverj.
ar samannegldar eða samanlímd-
ar spýtur. Svo ótækt þótti honum
að sjá jafn mikilhæfan listamann
vinna verk sín í jafn ómerkilegt
efni, að skömmu eftir að hann
kom vestr.r, fór hann að gera ráð-
stafanir til að útvega boli úr
bezta viði, það reyndist erfitt og
tafsamt að koma þeim yfir þver
Bandaríkin og alla leið til ís-
lands. Aðeins flutningurinn á við-
arbolunum að skipshlið í New
York mun hafa kostað gefandann
250 dali.
Þessi tvö dæmi sýna betur en
nokkuð annað hvern hug þessi
maður ber til íslands og íslend-
inga. Þess má líka geta, að dr.
Johnson hefur flutt 30 fyrirlestra
um ísl. málefni víðs vegar um
heim á síðastliðnum tveimur ár-
um.
Er nokkur furða þó slík starf-
sp.mi komi manni á óvart.
góði, sem kann að verða af sýn-
ingunum renni allur til samskot-
anna vegna hinna hörmulegu sjó-
slysa, er b. v. Júlí og vitaskipið
Hermóður fórust.
Skemmtiskrá sirkus-kabaretts-
ins nú er mjög fjölbreytt, atriðin
alls 12 og hvort öðru furðulegra
og skemmtilegra. Má þar sjá hin-
ar djörfustu jafnvægislistir, er
John Codex sýnir, — er vekja
bæði hroll og hrifni áhorf-
enda, skemmtilega hunda-leik-
fimi, kylfukastarann Fleer, sem
er bæði með kylfur, pípuhatta
og bolla á lofti í einu og hefur
það allt fullkomlega á valdi sinu.
Og þá er það Hvíta kanínan, —
slöngukonan, sem er svo sveigj-
anleg í öllum líkamanum að mað-
ur trúir varla sínum eigin augum
og er það ef til vill bezta sýningar
atriðið. Þá má nefna rúlluþraut-
ina, jafnvægisfimleika þriggja
snillinga og dauðastökkið, allt
spennandi atriði. Þá sýnir þarna
„atom-þjónninn“ þá list, sem
áreiðanlega er á heimsmæii-
kvarða, eins og stendur í skemmti
skránni, að hann varpar upp á
höfuð sér bakka og því næst disk-
um og bollum og undirskálum,
hnífapörum og könnu, og guð veit
hverju og eru þetta orðnar fleiri
„tasíur“ eða hæðir áður en lýkur,
en allt fer þetta á réttan stað og
haggast hvergi. — Þá syngja þær
og leika á gítar og sylofon litlu
stúlkurnar Gitta og Lena af
frábærri leikni og vekja mikla
hrifni. Og ekki má gleyma asnan-
um litla, sem sýnir mannfólkinu
ekki meiri virðingu né úndirgefni
en svo, að hann hristir jafnharðan
af sér hvern þann, sem ætlar að
reyna að komast á bak honum. —
En hlægilegasta sýningaratriðið
fannst mér tvímælalaust dýra-
hringekjan, einkum vegna apa-
kattanna tveggja, — og þó sér-
staklega annars þeirra, sem er
mesti galgopi og stríðinn og ó-
hlýðinn en skemmtir sér bersýni-
lega konunglega.
Eitt atriði enn, Músík-klóninn,
er á sýningarskránni, en kom
ekki fram kvöldið sem ég sá
kabarettinn.
Hljómsveit Sveins Ólafssonar
leikur við sýninguna og Baldur
Georgs er kynnir og skemmtileg-
ur að vanda.