Morgunblaðið - 14.03.1959, Blaðsíða 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. marz 1959
íslandsmót í körfuknattleik
hefst annað kvöld með stór-
leik ÍR og KFR
ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt-
leik hefst annað kvöld, sunnu-
dagskvöld kl. 8,15. Taka þátt í
mótinu um 170 keppendur, sem
keppa í 18 leiksveitum í 5 flokk-
um karla og kvenna. Strax fyrsta
kvöldið, en mótið stendur í 8
leikkvöld, verður einn af aðal-
leikjum mótsins í m.fl. karla, leik
urinn milli ÍR og Körfuknatt-
leiksfélags Reykjavíkur. Hinn
leikurinn í kvöld er 2. fl. karla
milli Ármanns A og KR
Flokkarnir 5 á mótinu eru
m.fl. karla, m.fl. kvenna, 2., 3.
og 4. aldursflokkur karla.
í m.fl. karla keppa KFR, ÍR,
IKF og ÍS (stúdentar). Lið ÍKF
er núverandi íslandsmeistari.
I m.fl. kvenna taka þrjú lið
þátt, IR, KR og A. — ÍR-stúlk-
urnar unnu titilinn í fyrra.
I 2. fl. karla keppa ÍR, ÍKF,
KR, KFR og Ármann sendir 2
lið A og B. Ármann vann keppni
þessa flokks í fyrra. í 3. fl. karla
ATHUGIÐ
að borið samar við útbreiðslu,
er la ígtum ódýrera að augiýsa
í Mcrgunblaðinu, en 1 öðrum
biöóum. —
keppa ÍR, KR og Á og í 4. fl.
karla þar sem nú er keppt 1
fyrsta sinn, keppa Ármann og
ÍR.
Nú er keppt eftir nýjum regl-
um, sem nýlega hafa verið þýdd-
ar af Boga Þorsteinssyni og Ben.
Jakobssyni. Þaer hafa þær breyt-
ingar í för með sér m. a. að tafir
í leiknum verða minni og leik-
urinn því skemmtilegri og tví-
sýnni fyrir áhorfendur. Staðið
hefur yfir dómaranámskeið
vegna þessara nýju reglna og
hafa þátttakendur verið um 50
talsins.
Nú kemur ennfremur sú breyt-
ing í framkvæmd að séu lið jöfn
að stigatölu að móti loknu ræður
ekki markahlutfall eins og verið
hefur heldur verður að keppa
aukaleik.
Frjálsíþróttamót ÍR í
innanhússgreinum í dag
KLUKKAN 4,30 í kvöld er síðasta
tækifærið að sjá frjálsíþrótta-
menn okkar keppa innanhúss á
þessum vetri.
ÍR heldur sitt árlega innanhúss
mót í án-atrennu stökkum, en
auk þess verður keppt í stangar-
stökki og hástökki með atrennu.
Á íslandsmeistaramótinu að
Laugarvatni um síðustu helgi
var hörkuspennandi keppni í öll-
um greinum, eins og sjá má á því,
að aðeins 3 sm skildu 1. og 3.
mann í þrístökkinu og aðeins 5
sm 1. og 3. mann í langstökkinu
og hástökkinu án atrennu. í há-
stökki með atrennu voru þrír
fyrstu menn með sömu hæð. Má
búast við, að sama sagan endur-
taki sig í kvöld, og að keppnin
verði skemmtileg.
Hér er svo skrá yfir beztu af-
rek íslendinga í án-atrennu
stökkum í vetur:
Langstökk:
Björgvin Hólm, ÍR, 3.25 m
Emil Hjartarson, ÍS, 3.23 m
Guðjón Guðmundss., KR, 3.20 m
Jón Pétursson, KR, 3.19 m
Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 3.18 m
Þrístökk:
Vilhjálmur Einarsson, iR, 9.80 m
Björgvin Hólm, IR, 9.72 m
Jón Pétursson, KR, 9.70 m
Emil Hjartarson, ÍS, 9.59 m
Hástökk:
Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 1.68 m
Valbjörn Þorláksson, ÍR, 1.61 m
Karl Hólm, ÍR, 1.60 m
Jón Ólafsson, ÍR, 1.58 m
Björgvin Hólm, ÍR, 1.55 m
Ársþing I. B. R.
ÁRSÞING íþróttabandalags
Reykjavíkur hófst miðvikudag-
inn 11. marz í Tjarnarcafé. Þetta
er 15. ársþing bandalagsins og
minntist framkvæmdastjórnin
þess með því að bjóða fulltrúum
og öðrum gestum til kvöldverð-
ar áður en þingstörf hófust. Hóf-
ið sátu 75 fulltrúar frá 22 íþrótta-
félögum og 6 sérráðum innan
bandalagsins, auk fulltrúa frá
ÍSÍ og sérsamböndunum, íþrótta-
fulltrúa ríkisins, blaðamanna og
annarra gesta.
Áður en þingfundur hófst
minntist formaður bandalagsins,
Gísli Halldórsson, þriggja for-
ystumanna, sem létust á síðasta
ári, þeirra Erlendar Ó. Péturs-
sonar, formanns KR, Sigurjóns
Danivalssonar, formanns BÆR og
Katrínar Jónsdóttur, fulltrúa ÍK
í Fulltrúaráði ÍBR.
Skákþing íslands
í undirbúningi
SKÁKÞING íslands verður hald-
ið í Reykjavík dagana 21.—30.
marz, og verður keppt í tveimur
flokkum, landsliði oj meistara-
flokki. Sigurvegari í landsliði
hlýtur titilinn skákmeistari ís-
lands, en Ingi R. Jóhannsson er
skákmeistari 1958.
í ráði er að breyta lögum sam-
bandsins um þátttökurétt í lands-
liði og má því búast við að þetta
verði í síðasta sinn sem keppt
verður eftir gömlu lögunum.
Umsóknir um þátttöku verða að
hafa borizt til Skáksambands-
stjórnarinnar í síðasta lagi á
sunnudag. Þess má geta, að Ingi-
mar Jónsson og Halldór Jónsson,
skákmeistarar Norðurlands munu
I taka þátt í mótinu.
I setningarræðu sinni drap
formaður á helztu mál, sem efst
eru á baugi með íþróttafélögun-
um og bandalaginu, nauðsyn
aukinna námsskeiða fyrir ungl-
inga og aukningu unglingastarfs-
ins, t. d. með sumarbúðum utan
borgarinnar fyrir drengi, bygg-
ingu hins nýja íþrótta- og sýn-
ingahúss í Laugardalnum, og
byggingu miðstöðvar fyrir
íþróttahreyfinguna, bæði heild-
arsamtakanna og bandalagið og
undiraðila þess, skýrslugerðir og
reikningsskil félaganna og bygg-
ingarframkvæmdir íþróttafélag-
anna síðastliðin 10 ár og fyrir-
hugað vígslumót Laugardals-
vallarins n. k. sumar.
Þingforseti var kosinn Jens
Guðbjörnsson og 2. þingforseti
Stefán G. Björnsson, þingritari
Sveinn Björnsson og 2. þingritari
Sigurgeir Guðmannsson.
Framkvæmdastjórn banda-
lagsins lagði fram ársskýrslu sína
fyrir síðasta starfsár og kemur
þar fram að stjórnin kemur víða
við í starfi sínu fyrir sameigin-
legum hagsmunamálum íþrótta-
hreyfingarinnar. Er skýrslan á-
samt reikningum gefin út í mynd
arlegu riti, sem er prentað og um
100 bls. að stærð.
Gjaldkeri bandalagsins, Bjöm
Björgvinsson gaf yfirlit yfir fjár-
hag og afkomu bandalagsins,
íþróttahús þess við Hálogaland,
framkvæmdasjóðs og slysatrygg-
ingarsjóðs bandalagsins á síðasta
ári. Stendur fjárhagurinn traust-
um fótum og nemur skuldlaus
eign sjóðanna og íþróttahússins
um 840 þús. kr.
Fyrir þinginu lágu nokkur mál,
varðandi breytingar á reglugerð-
um um úthlutun aðgöngumiða,
og Slysatryggingarsjóðinn, samn-
inga við STEF og vígslumótið á
Laugardalsvellinum. Var þeim
öllum vísað til nefnda.
Síðari fundurinn verður hald-
inn mánudaginn 23. marz n. k.
Hver era þín? Fylgist jþá með bilum,
flugvélum eða radiotækni, smíðar l>ú
flugmÓdel eða báta. Ertu hinn góði
heimílisfaðir eða soaur sem dyttar að
heímiliim með sroálagíæringum og
sroíði, .... en ]>að er sama hvaða
áhugamál l>ú hefur, í FI.I GMÁÍ, OG
TÆKNl er aht um áhugamái allra.
mmm
p(l 'Atr Stti ER_
VÍÍÍA-RA mÍICPlCr'
AX> KAUPA rvö
EÍNfÖIC/ EF PÚ YÍLf
LE5A PAÐ ðJÁLFURV.