Morgunblaðið - 14.03.1959, Blaðsíða 8
8
MORGZJNRLAÐIÐ
Laugardagur 14. marz 1959
JMwgntiMiritfto
Utg.: H.f. Arvakur ReykjavUt.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
' Áðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
A<=kriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
UGCUR FRAMSÓKNAR
TÍMINN hefur það eftir
Hermanni Jónassyni, að
hann hafi í setningarorðum
sinum á flokksþingi Framsóknar
sagt:
„ — — — flokksmönnum er
það Ijóst að tímarnir eru uggvæn-
legir ------
Uggur Framsóknar kemur af
ýmsu, einkum er það þó óttinn
við missi forréttindanna, sem
skelfir hana. Hún telur framund-
an uggvænlega tíma, ef hún á að
njóta jafnréttis við aðra. Ólafur
Thors vék að þessu í Landsfund-
arræðu sinni og sagði:
„Framsóknarflokkurinn vill
ólmur halda kjördæmunum með
öllu óbreyttum, enda þótt hann
hopi á hæl, svona skref af skrefi,
þegar hann er aðþrengdastur.
Rétt svo menn sjái, hvað það er,
sem Framsóknarflokkurinn berst
fyrir með oddi og egg, skal ég
að lokum bregða upp þessari
mynd:
Við seinustu alþingiskosningar
voru kjósendur:
Á Seyðisfirði.............. 426
í Dalasýslu .............. 703
í Austur- Skaftafellssýslu .. 759
í Vestur-Húnavatnssýslu .. 803
Á Ströndum ............... 872
í Vestur-ísafjarðarsýslu .. 1020
í Mýrasýslu .............. 1065_
í Norður-Þingeyjarsýslu .. 1078
í Norður-Múlasýslu ,sem er
tvímenningskjördæmi .. 1475
Eða alls í þessum 9
kjördæmum ............. 8201
kjósandi.
Þessir 8201 kjósandi kjósa 10
þingmenn og fékk Framsóknar-
flokkurinn þá alla. í Gullbringu-
og Kjósarsýslu eru aðeins færri
kjósendur eða 7515. Þeir kjósa
einn þingmann, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn fékk.
Finnst mönnum þetta ekki á-
gætt? Er það svo sem ekki alveg
nóg, að 7515 bændur, sjómenn,
útvegsmenn og verkamenn fái
einn þingmann,úr því að þeir eru
svo vitlausir að kjósa Sjálfstæð-
isflokkinn?
Er það svo sem nokkuð meira
en þessir 8201 kjósandi verðskuld
ar, að þeir fái 10 þingmenn, úr
því að þeir hafa vit á að kjósa
Framsóknarflokkinn? Hér á við
kjörorð Framsóknarflokksins:
„Það er alls ekki sambærilegt".
Þessi forherta auðs- og valda-
klíka hefur alltaf ætlað sjálfri
sér annan og meiri rétt en öðr-
um, orðið því gráðugri, sem hún
hefur lengur nærzt á rangindum.
En er til of mikils mælzt, að
Framsóknarflokkurinn sýni það
brot af velsæmi að hætta að beita
fyrir sig bændum íslands, þegar
hann fótum treður allt réttlæti og
reynir að leggja í rúst hugsjóri
lýðræðis og þingræðis með jafn
himinhrópandi ranglæti?"
Þama er með óyggjandi tölum
sýnt fram á, að Framsókn heimt-
ar sér til handa nær tifaldan rétt
á við aðra. Uggur hennar nú
sprettur af því, að hún sér, að
yfirgnæfandi meirihluti íslend-
inga vill ekki lengur una þessu
ranglæti.
í vörn sinni fyrir ranglætinu
svífst Framsókn engra ráða. Dag-
inn áður en Ólafur Thors nefndi
þetta eftirminnilega dæmi, voru
Framsóknarmenn á Búnaðarþingi
kúskaðir til þess að flytja þar til-
lögu til styrktar Framsókn í kjör-
dæmamálinu. Búnaðarþing hafði
þá setið þriggja vikna tíma, eða
svo lengi sem því var ætlað. Bú-
izt var við, að því yrði slitið sama
kvöld eða daginn eftir.
★
Allan þennan tíma höfðu engir
hreyft kjördæmamálinu opinber-
lega á þessu stéttarþingi bænda.
Æstustu Framsóknarmennirnir
höfðu að vísu hvískrað um það,
að rétt væri að neyta flokksvalds
og fá slika tillögu samþykkta.
Þeir fengu engar undirtektir,
jafnvel hjá hinum hófsamari
sinna manna. Þeir gerðu sér
grein fyrir, að það væri bænda-
samtökunum sízt til framdráttar
að hefja í þeim deilur um eitt
harðasta ágreiningsefni íslenzkra
stjórnmála. Einkanlega þar sem
væntanlegar tillögur til kjör-
dæmabreytingar mundu ganga i
þá átt að koma kosningum til Al-
þingis í svipað horf og nú er til
sjálfs Búnaðarþings!
En uggurinn er mikill og nýta
flest í nauðum skal. Jafnskjótt
og flokksþing Framsóknar kom
saman, voru handjárnin lögð á
flokksmennina og þá urðu þeir
nauðugir viljugir að hlýða. Var
það og táknrænt, að fyrsti fundar
stjóri á sjálfu flokksþinginu var
Jörundur Brynjólfsspn, einn upp-
hafsmanna þeirra tillagna, sem
nú eru fram bornar um bætta
kjördæmaskipun. Nú er honum
tyllt í forsæti hinnar uggandi
samkomu, sem kölluð er saman
til að berjast gegn hans æsku-
hugsjón. Fleira verður að gera
en gott þykir, þar sem flokks-
aginn er fyrir öllu.
★
Uggur Framsóknar á sér fleiri
orsakir. Það hefur lengi verið
trúarsetning hennar, að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri þröng sér-
hagsmunasamtök örfárra auðkýf-
inga, sem einkum forðuðust fram
leiðslustörfin.
Býsna mikla sjálfsblekkingu
þarf til að trúa þessu um þann
flokk, sem nýtur fylgis nær helm-
ings landsmanna. Víst hefðu þeir,
sem þessu trúa, gott af að líta yf-
ir Landsfund Sjálfstæðismanna
þessa dagana. Þar eru saman
komnir allra stétta menn víðs-
vegar af landinu, ungir og gamlir,
að efnahag eins og gengur og
gerist á íslandi, því að þar sést
einskonar þverskurður af ís-
lenzku þjóðfélagi.
Hinir glöggskyggnari Fram-
sóknarmenn eru og farnir að
skilja þetta. Uggur þeirra kemur
ekki sízt þar af. Þeir sjá, að þeir
hafa gersamlega vanmetið Sjálf-
stæðisflokkinn og ítök hans í
þjóðinni. Þess vegna óttast þeir,
að nú eigi að víkja Framsókn til
hliðar, eins og hún sagðist ætla
að gera við Sjálfstæðismenn.
En sá uggur er ástæðulaus.
Sjálfstæðismenn vilja engum
víkja til hliðar eða synja neinum
um að njóta réttar síns. Það er
jafnrétti allra, sem Sjálfstæðis-
menn sækjast eftir, svo að hver
og einn geti lagt krafta sína fram
íslenzku þjóðinni til farsældar.
Nýju penisilínlyHn eru ein-
stætt framlag til baráttunnar
gegn sjúkdómunum
Talið er vist að hinir ungu, ensku
visindamenn hljóti Nóbelsverðlaunin
fyrir afrek sitt |
MIKIL þjðóarhrifning ríkir í1
Bretlandi þessa dagana — og þá
fyrst og fremst meðal visinda-
mannanna. — „Stemningin“ er
svipuð því, sem gerðist í Rúss-
landi, þegar Spútnik I. var skotið
upp á himinbraut sína. En vísinda
afrekið, sem vakið hefir svo
mikinn fögnuð í Bretlandi, er
þó annars eðlis. Hér er um að:
ræða einstætt framlag til barátt-
unnar gegn sjúkdómunum, og
hafa margir viljað líkja því við
afrek Sir Alexanders Flemings, {
er hann fann penisilínið fyrir um
30 árum.
Fjórir ungir sérfræðingar i
lyflækningum — sá elzti 37 ára,
en sá yngsti 31 árs, sem starfa við
tilraunastofnun Beecham-lyfja-
verksmiðjanna í Surrey, hafa að
undanförnu unnið að framhalds-
rannsókn, á grundvelli hinnar
miklu uppgötvunar Flemings. Ná-
in samvinna þessara ungu vís-
indamanna hefir nú leitt til nýrr-
ar uppgötvunar, sem vékur heims
athygli, og talið er, að færa
muni þeim Nóbelsverðlaun. En
— það sem mikilvægara er —
uppgötvun þeirra mun að öllum
líkindum verða til þess að bjarga
milljónum mannslífa í framtíð-
inni.
Nóbelsverðlaunahafi sendir
heillaóskir
Prófessor Ernest C. Chain, sem
fékk Nóbelsverðlaunin áamt Flem
ing, hefir sent fjórmenningunum
heillaskeyti frá Róm, þar sem
hann tekur svo til orða, að upp-
götvun þeirra sé að líkindum hin
merkasta, síðan pensilínið kom
fyrst til sögunnar.
Eins og áður héfir verið sagt
frá í frétt hér í blaðinu, hafa
hinir ungu vísindamenn fundið
upp aðferð til þess að skipta penis
ilín-mólikúlunum, en það þýðir
í stuttu máli það, að nú er fyrir
hendi „hráefni“, sem af er hægt
að gera nær ótölulega mörg af-
brigði pensilíns. Það leiðir svo
aftur af sér eftirtalda möguleika:
• Að unnt verður að „tilreiða“
á kemískan hátt margs konar
penisilín-blöndur, ef svo mætti
segja, til þess að nota við mis-
munandi bakteríusjúkdómum.
Sem stendur eru einungis til
fimm eða sex afbrigði af penisi-
lini, og oft hafa læknar orðið að
beita þeim öllum, áður en ljóst
var, hver helzt gat ráðið niður-
lögum sýklanna, sem barizt var
við. Og stundum hefir allt orðið
árangurslaust.
• Margir sjúklingar þola illa
penisilín, eða eru beinlinis
ofnæmir fyrir því. Talið er lík-
legt, að hin nýja uppgötvun leiði
til þess, að unnt verði að setja
saman sérstakar penisilinblönd-
ur fyrir fólk, sem þannig er á-
statt um, svo það þurfi ekki að
verða fyrir óþægindum af þessum
sökum.
• Hið venjulega penisilin er
aðeins hægt að gefa í tak-
mörkuðum skömmtum. Ef það er
gefið of oft, öðlast bakteríurnar
viðnámsþrótt gegn lyfinu, og það
verður gagnslitið eða gagnslaust.
Með öllum þeim margbreytilegu
möguleikum til samsetningar
lyfsins, sem skapazt hafa við
hina nýju uppgötvun, ætti einnig
þessi annmarki að vera úr sög-
unni.
• Alvarlegasta dæmið um það,
er sýklar gerast ónæmir
gagnvart penisilíni, er hin svo-
nefnda staffylokokka smitun, sem
viða hefir borið mjög á undan-
farið í sjúkrahúsifm. — Ástæða
virðist til að vænta þess að nú
reynist unnt að framleiða penisi-
lin-samsetningu, sem verði ban-
væn fyrir staffylokokkana.
• Enda þótt tekizt hafi að
lækna fleiri sjúkdóma með
penisilíni en nokkru öðru lyfi,
eru þó til margar bakteriutegund
ir, sem tilgangslaust hefir reynzt
að beita því gegn. Nú er gert ráð
fyrir miklum frekari „landvinn-
ingum“ í þessu efni með tilkomu
hinna fjölmörgu, nýju penisilin-
afbrigða.
Stórsigur fyrir læknavísindin
Það, sem sagt hefir verið hér
að framan, er aðeins stuttur út-
dráttur úr lýsingu hins virta,
brezka læknablaðs, „The Lanc-
et“, á uppfinningu fjórmenning-
anna.
Það er hefðbundin regla allra
góðra vísindatímarita — og á
það ekki sízt við um umrætt
læknablað — að fara varlega í
sakirnar að lofa nýjar uppfinn-
ingar, þar til víðtækar rannsókn-
ir hafa sýnt og sannað, að þær
séu raunverulega það, sem þær
virðast vera. En „The Lancet“
virðist vart eiga nógu sterk orð
til að lýsa því, hvílíkum alda-
hvörfum þessi nýja uppgötvun
muni valda — og forstöðumaður
Beecham-verksmiðjanna, Mr. Laz
ell, sagði í blaðaviðtali í London
á dögunum, að þetta væri slíkur
stórsigur fyrir læknavísindin, að
erfitt væri að gera sér fulla grein
fyrir honum, eða meta hann að
verðleikum enn sem komið væri.
Hugmynd, sem var
gulls ígildi
Mestan heiðurinn af þessari
merku uppgötvun hlýtur hinn
elzti þeirra fjórmenninganna,
Frank Peter Doyle, sem er þó að-
eins 37 árá gamall. Honum kom
til hugar, eiginlega af tilviljun,
hvort ekki mundi ómaksins vert
að gera tilraunir með að skipta
móiikúlum penisilínsins til þess
að fá fram fleiri afbrigði lyfsins
en hingað til höfðu verið þekkt.
— Hann lagði hugmyndina fyrir
samstarfsmenn sína, þá Frank
Batchelor, John Nayler og George
Newbolt Robinson — og þeir kom
ust fljótlega að þvi, að hugmynd
Doyles var sannarlega gulls
ígildi. — Árangurinn af samstarfi
hinna ungu og ötulu vísinda-
manna er nú sem sagt að nokkru
kominn í ljós — og hið nýja pen-
isilín hefir þegar fengið sitt vís-
indalega heiti: „Hrein 6-amino-
penisilínsýra".
2 + 2=5 ...
Fjórmenningarnir störfuðu und
ir stjórn dr. John Farquharson,
tilraunastjóra Beecham-stofnun-
arinnar. Hann viðhafði þau orð í
blaðaviðtali, að hinir ungu vís-
indamenn hefðu náð þessum ein-
stæða árangri vegna þess, að þeir
hefðu gefið sér góðan tíma til
starfsins, væru miklum hæfileik-
um búnir — og hefðu neitað að
trúa öðru en „að 2 og 2 gætu ver-
ið 5“. Hann sagði einnig, að brátt
yrðu hin nýju penisilínlyf reynd
við 50 mismunandi sjúkdómum,
þar á meðal inflúensu, lungna-
bólgu, kighósta, heilahimnu-
bólgu og skarlatssótt.
Mr. Lazell, forstöðumaður
Framh. á bls. 15.