Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. april 1959 jjittMðfrifr Utg.: H.f. Arvakur ReykjavllL Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. RÉTTLÆTISMAU TRYGGÐUR FRAMGANGUR Með samkomulagi þriggja flokka Alþingis um flutning kjör dæmafrumvarpsins hefur miklu réttlætismáli verið tryggður framgangur. Ný og réttlátari kjör dæmaskipun verður samþykkt á þessu þingi og óhætt mun að full yrða, að yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar muni greiða henni atkvæði og tryggja þannig endanlega samþykkt stjórnar- Ekrárbreytingarinnar á aukaþingi, sem háð verður að kosningum loknum. Á komandi hausti munu síðan fara fram nýjar alþingis- kosningar og verður þá kosið eft ir hinni nýju kjördæmaskipun. Það eru eins og kunnugt er Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið, sem samið hafa um framgang kjördæmamálsins. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn bundu það fastmælum, er stjórnar skiptin urðu í desember s.l., að beita sér fyrir stjórnarskrárbreyt ingu og nýrri kjördæmaskipun. Undanfarnar vikur hafa svo farið fram viðræður við fulltrúa frá Alþýðubandalaginu um stuðning við málið. Hafa þessar viðræður nú borið þann árangur sem fyrr segir, að allir þessir þrír flokkar hafa náð samkomulagi um frum- varp, sem felur í sér tillögur um að landinu skuli skipt í 8 kjör- dæmi með hlutfallskosningu. Strjálbýlið heldur þing- mannatölu sinni Þegar um það var að ræða, hvernig það ranglæti skyldi leið- rétt, sem ríkir nú í kjördæma- skipun okkar, kom tvennt til greina: Annað hvort að fækka fulltrúum sem kosnir eru í strjál- býlinu og bæta þeim síðan við þéttbýlið sem nú hefur aðeins brot af þeirri fulltrúatölu, sem því raunverulega ber, eða að láta strjálbýlið halda fulltrúa- tölu sinni og bæta úr ranglætinu gagnvart þéttbýlinu með þvi að fjölga þingmönnum nokkuð. Það hefur jafnan verið stefna Sjálfstæðisflokksins að fara bæri siðari leiðina, láta strjálbýlið halda sínum fulltrúum en fjölga fulltrúum þéttbýlisins. Þessi hefur einnig orðið niður- staðan í hinu nýja frumvarpi. Strjálbýlið heldur öllum sínum fulltrúum nema að fækkað er um eirm á Austurlandi. í þremur kjördæmum útan Reykjavíkur er þó bætt við þingmönnum. f Vest- urlandskjördæmi er þingmönn- um fjölgað um einn. í þessum landshluta hefur orðið töluverð fólksfjölgun. Þá er og bætt einum þingmanni við Norðausturlandskjördæmi, það er landssvæðið, sem nær yfir Eyjafjörð, Akureyri og Þing- eyjarsýslur. En einnig þar hafði skapazt mikið ósamræmi milli íbúatölu og þingmannafj ölda. Mest er þingmannafjölgunin í Reykjarneskjördæmi og íReykja- vík. En þar hefur fólksfjölgunin eins og kunnugt er orðið langsam lega mest á undanförnum árum. í Reykjarneskjördæmi er fjölgað um 3 þingmenn og í Reykjavík um 4. Fer því þó víðs fjarri að höfuðborgin fái þá þingmanna- tölu, sem samsvarar íbúafjölda hennar. En íbúar hennar fá veru lega réttarbót. Sannari mynd af þjóðarviljanum Með hinni nýju kjördæmaskip un mun löggjafarsamkoma þjóðar innar verða miklu sannari og réttari mynd af þjóðarviljanum heldur en hún er nú. Hér er því um að ræða merkilegt spor í rétt- lætisátt. Mun það jafnframt eiga ríkan þátt í því að treysta grund- völl íslenzks lýðræðis og þing- ræðis, og skapa möguleika á heil- brigðara stjórnarfari. Framsóknarflokkurinn er eini sjórnmálaflokkurinn í landinu, sem berst eins og ljón gegn þess- ari fyrirhuguðu kjördæmabreyt- ingu. En það er ekki ný saga. Framsóknarflokkurinn hefur allt af barizt gegn öllum leiðrétting- um á kjördæmaskipun lands- manna. Ástæða þess er einfald- lega sú, að hann hefur haft póli- tiskan hagnað af ranglætinu. Framsóknarmenn segja að vísu nú, að þeir telji sjálfsagt að fjölga þingmönnum þéttbýlisins, t,d. í Reykjavík og á Reykjanes- skaga. En þeir mega ekki heyra nefndar hlutfallskosningar úti um land, enda þótt strjálbýlið eigi samkvæmt hinum nýju til- lögum að halda þingmannatölu sinni fullkomlega. Afstaffa Framsóknarmanna er í stuttu máli sú, aff þeir vilja hafa hlutfallskosningu áfram í Reykjavík, þar sem þeir sjálfir geta grætt á því, af því aff þeir eru þaff lítill flokkur. Úti um land, þar sem Framsóknarmenn eru sterkari og sumsstaffar stærsti flokk- urinn, vilja þeir hins vegar hafa meirihlutakosnnigu. Tillögur Hannesar Hafstein Á það má enn benda í þessu sambandi, að sú kjördæmaskip- un, sem nú verður tekin upp, byggist í aðalatriðum á tillög- um, sem Hannes Hafstein lagði fyrir Alþingi fyrir rúmum 50 ár- um. Þar var lagt til að öllu land- inu yrði skipt í nokkur stór kjör dæmi með hlutfallskosningu. Undir þessa tillögu Hannesar Haf stein tóku meðal annars menn eins og Pétur á Gautlöndum, Ól- afur á Álfgeirsvöllum, Þórhallur Bjarnarson biskup og síðar Jónas Jónsson frá Hriflu. Alkunnugt er éinnig, að einn af núverandi mið- stjórnarmönnum Framsóknar- flokksins, Gunnar í Grænumýra- tungu, birti fyrir 5 árum grein í Tímanum, þar sem hann lagði til að teknar yrðu upp hlutfallskosn ingar í stórum kjördæmum um land allt. Alþjóff mun fagna því að kjördæmamálinu hefur nú ver iff tryggffur framgangur. Fram sóknarflokkurinn stendur ein- angraffur, en allir frjálslyndir menn í landinu munu taka höndum saman um að treysta grundvöll íslenzks lýöræðis og þingræðis. Söngvamyndin verðlaun Susan Hayward og David Niven voru 1 kjörin bezta leik- kone og bezti leikeri ársins IER Óskarsverðlaunin voru veitt 4 dögunum var söngvamyndin r„Gigi“ kjörin bezta mynd ársins ' og hlaut níu bronzverðlaun. Eng- in mynd hefur hlotið jafn eftir- minnilega viðurkenningu við veit ingu Óskarsverðlauna, síðan „Á hverfanda hveli“ setti metið fyr- ir 10 árum. Susan Hayward var kjörin bezta leikkona ársins fyrir leik sinn sem dauðadæmd kona í kvikmyndinni „I want to live“. Sú leikkona, sem var skæðasti keppinautur Susan Hayward við þessa verðlaunaveitingu, var Elízabet Taylor og kom hún til greina fyrir leik sinn í kvik- myndinni „Köttur á heitu tin- þaki“. David Niven var kjörinn bezti leikari ársins fyrir leik sinn í hlutverki majórsins í „Separate // mmm Maurice Shevalier og Her- mione Gingold (amman) í kvikmyndinni „Gigi“. Tables" eftir Terence Rattigan. Negrinn Sidney Poitier kom til greina við þessa veitingu fyrir 111:11(1 Susan Hayward (t. v.) í hlutverki Barböru Graham. Gigi" fékk níu bronz mynd lék smávaxna, franska leikkonan Leslie Caron í fyrsta sinn meiriháttar hlutverk, og sL mánudagskvöld var hún hyllt í Hollywood fyrir leik sinn í hlut- verki Gigi. Þetta er í annað sinn, sem kvik mynd er gerð eftir skáld|ögu Col- ettes um ungu saklausu stúlkuna, sem var alin upp til að verða gleðikona. Fyrir allmörgum ár- um var gerð eftir skáldsögunni jfrönsk kvikmynd með Danielle jpélorme í aðalhlutverkinu. — Audrey Hepburn vakti fyrst á sér athygli á Broadway í leikriti, sem gert var eftir „Gigi“. Og nú er „Gigi“ orðin söngva- mynd í litum. Höfundar kvik- myndarinnar eru tónskáldið Frederic Loewe og textahöfund- urinn Alan Jay Lerner. Þeir sömdu tónlistina og textann við „My Fair Lady“. Bæði Loewe og Lerner voru sæmdir Óskarverð- laununum í ár. Leikstjóranum Vincente Min- elli kvað hafa tekizt vel að sýna skemmtilega og spaugilega mynd af „hinni léttúðugu Parísarborg“ um aldamótin. Á móti Leslie Caron leikur landi hennar, Louis Jourdan, sem fer með hlutverk hins unga munaðarseggs, Gastons Niven sem majórinn Lachaille. Amma Gigi og frænka „Separate Tables“. hennar vilja, að hún verði ást- kona hans. Þeim til mikillar undr leik sinn í „The Defiant Ones“. Franska kvikmyndin „Mon oncle“ var kjörin beztá erlenda kvikmynd ársins. Hún er góðlát- leg ádeila á aukna tækni og fram farir. Með hliðsjón af því, að þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem til Hollywood, held ég, að óhætt sé að segja, að ég hafi kom izt vel fram úr þessu, sagði franski kvikmyndaleikstjórinn sem stjórnaði „Mon once“, Jac- ques Tati, þegar Ingrid Berg- man, sem afhenti Óskarsverðlaun in í ár í Pantages-leikhúsinu, fékk honum bronzstyttuna. Söngvamyndinni „Gigi“ var stjórnað af Vincente Minelli. Er þetta í fyrsta sinn í átta ár, sem söngvamynd hlýtur Óskarverð- laun. Söngvamyndin, sem síðast hlaut verðlaunin, var „Banda- ríkjamaður í París“. í þeirri kvik .. _ Leslie Caron sem Gigi. unar hafnar Gigi því. Þegar henni verður ljóst, að Gaston er sá, sem hún ann, fellst hún á að gerast ástkona hans. En þá kem- ur Gaston öllum á óvart með því að vilja kvænast henni. Einn frægur Frakki að auki fer með mjög mikilvægt hlut- verk í kvikmyndinni. Það er Maurice Chevalier, sem leikur föður Gastons. Honum voru veitt heiðursverðlaun fyrir að hafa veitt mönnum góða skemmt- an í söngleikahúsum um margra ára skeið. Chevalier er nú 71 árs að aldri. Bretinn Cecil Beaton teiknaði leiktjöldin og búningana í kvik- myndinni „Gigi“ og fékk sín Óskarsverðlaun fyrir það. Hann teiknaði einnig leiktjöldin og búningana í „My Fair Lady“. Susan Hayward hefUr fjórum sinnum áður komið til greina við veitingu Óskarsverðlaunanna. — Loksins varð af því, að þessi unga leikkona fengi þá viður- kenningu, sem eftirsóttust er í kvikmyndaheiminum. Hún þykir túlka á mjög áhrifaríkan hátt hlutverk sitt sem Barbara Gra- ham, sem dæmd er til dauða fyr- ir morð og er tekin af lífi í gas- klefa í fylkisfangelsinu í Kali- fórníu. David Niven hefur held- Framb. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.