Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ
NA-stinningskaldi — víðast
léttskýjað.
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
Bryggjan við Faxagarð
endurbyggð í sumar
FAXAGARÐUR, sem verið hefur
helzta togarabryggjan hér í Rvík,
verður endurbyggð nú í sumar og
mun því verki vart lokið fyrr
en með hausti. Faxagarður er um
160 m langur og er þar hægt að
losa samtímis 3 togara. Endur-
byggingunni verður þannig hag-
að, að aldrei verður meira undir
í senn, en sem svara einni tog-
arálengd. Er þetta verk nú hafið
og búið að rífa upp bryggjugólfið
fremst. Undirstöður þess, sem eru
úr járni, verða nú fjarlægðar. f
stað þeirra verða settir tréstólp-
ar, og verður bryggjan öll gerð
úr hinni sverustu Oregonfuru.
Verður Faxagarður rammbyggi-
legri en nokkru sinni fyrr, eftir
þessa endurbyggingu og á bryggj
an að þola 18 tonna þunga flutn
ingabíla og krana hvar sem er.
Meðan á endurbyggingu þessra
fyrsta hluta bryggjunnar stendur,
verður bryggjupláss fyrir 2' tog-
ara, og þegar byrjað verður á öðr
um áfanga við endurbygginguna,
verður hægt fyrir togarana að
leggja að hinum nýsmíðaða hluta
bryggjunnar.
Vonbrigði Framsóknar:
Stendur nú einangruð með
ranglæti og misrétti
Tímamenn vilja hlutfallskosningar t
Reykjavík en meirihlufakosningar úti
á landi
AUÐSÆTT er að mikil vonbrigði ríkja nú meðal Framsóknarmanna
vegna samkomulags þess, sem tekizt hefur milli þriggja þingflokka
á Alþingi um framgang kjördæmamálsins. Segir Timinn frá aðal-
atriðum samkomulagsins í smáfrétt í gær. Jafnframt segir blaðið
að kommúnistar hafi fallið „frá flestum skilyrðum sínum um eftir-
lit með ríkisstjórn Alþýðuflokksins“. Er greinilegt að Framsóknar-
mönnum finnst það hörmulegt að kommúnistar skuli ekki hafa
SVikið margendurteknar yfiriýsingar um fyigi við nýja og réttlátari
kjördæmaskipun.
Strjálbýlið heldur þingmanna-
tölu sinni
Það veldur Framsóknarmönn-
um einnig miklum vonbrigðum,
Hlutavelta Hvatar í dag
í dag klukkan 2 hefst hluta-
velta Sjálfstæðiskvennafélagsins
Hvatar í Listamannaskálanum. Á
hlutaveltunni er mjög mikið af
glæsilegum og góðum munum,
sem fengur er í að fá fyrir lítinn
pening.
Reykvíkingar, komið sem fyrst
á hlutaveltuna og freistið gæf-
unnar.
að allar fullyrðingar þeirra um
að ætlunin væri að fækka þing-
mönnum strjálbýlisins stórkost-
lega hafa reynzt fleipur eitt og
blekking. Samkvæmt hinu nýja
kjördæmafrumvarpi fjölgar kjör-
dæmakosnum þingmönnum utan
Reykjavíkur um fjóra. Allir
landshlutar halda þingmannatölu
sinni nema Austfirðir en þar er
fækkað um einn þingmann, þar
sem eitt kjördæmi, Seyðisfjörður,
hefur innan við 400 kjósendur.
Framsókn einangruð með
ranglætinu
Framsóknarflokkurinn stend-
ur nú uppi einangraður í banda-
lagi við gamalt ranglæti og mis-
rétti. Allir flokkar Alþingis nema
Framsókn hafa bundizt samtök-
um um að treysta grundvöll ís-
lenzks lýðræðis og þingræðis.
Tíminn hefur undanfarið blás-
ið upp allskonar kviksögur og
blekkingar um fyrirhugaða kjör
dæmabreytingu. Hann hefur sagt
að fjölga ætti þingmönnum upp í
65 og svipta ætti sveitirnar öllu
áhrifavaldi.
Þjóðin veit sannleikann
Alþjóð hefir nú gefizt tæki-
færi til þess að vita sannleikann í
þessu máli. Strjálbýlið heldur
þingmannatölu sinni en fjölgað
er um 8 þingmenn til þess að
bæta úr misréttinu gagnvart þétt
býlinu. Framsóknarmenn hafa
sjálfir lýst yfir fylgi við hlut-
fallskosningar í Reykjavík vegna
þess að þeir telja það hentugt
fyrir flokk sinn. En þeir telja
hinsvegar hlutfallskosningar úti
um land, þar sem þeim hentar
meirihlutakosning betur, tilræði
við hagsmuni sveitanna!!
Þannig mótast öll afstaða
Framsóknar af klíkuhagsmun-
um hennar og löngun til þess
að græða á ranglætinu.
í forystugrein blaðsins í dag
er rætt nánar um hina nýju kjör
dæmaskipan.
AKRANESI, 11. apríl. — Heildar
aflinn hjá 21 báti, sem héðan var
á sjó í gær, var 146 lestir. Afla-
hæstir voru þessir fjórir bátar:
Sigrún 15 lestir, Böðvar 14 1.,
Sæfari 13 1. og Sigurvon 11 lestir.
Menn eru nú að byrja að veiða
rauðmagann hér. í gær fékk einn
70, annar 17 og hinn þriðji 9 stk.
— Fyrir þrem vikum var seldur
hér í búðum nýr rauðmagi norðan
af Húsavík, og reyndist hann
prýðilegur, þrátt fyrir hinn langa
flutning. — Oddur.
Arndís Björnsdóttir hyllt ó irum-
sýningu í Þjóðleikhúsinu
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi í fyrrakvöld leikritið „Húmar hægt
að kveldi“ eftir Eugene O’Neill. Var þetta jafnframt afmælissýn-
ing fyrir Arndísi Björnsdóttir leikkonu, þar sem nú eru liðin 40
ár síðan hún byrjaði að leika. Lék Arndís eitt aðalhlutverkið í
þessu stórbrotna leikriti.
Aðrir leikendur voru þeir Val-
ur Gíslason, Róbert Arnfinnsson,
Erlingur Gíslasan og Kristbjörg
Kjeld. Leikstjóri var Einar Páls-
son. Leikendum var ógætlega tek
ið af leikhúsgestum og Arndís
Björnsdóttir var innilega hyllt í
leikslok. Flutti Guðlaugur Rósin-
krans þjóðleikhússtjóri henni
þakkir fyrir merkilegt listastarf.
Jafnframt afhenti hann henni
fagra blómakörfu.
Þeir Valur Gíslason og Brynjólf
ur Jóhannesson ávörpuðu leik-
konuna einnig og færðu henni
blómakörfur frá samstarfsmönn-
um hennar og Leikfélagi Reykja-
víkur. Leikhúsgestir hylltu hina
ágætu leikkonu með ferföldu
húrrahrópi. Að lokum sagði Arn-
dís Björnsdóttir nokkur orð og
þakkaði þann sóma og þá velvild,
sem sér hefði verið sýnd.
Forsetahjónin voru meðal gesta
á sýningunni.
Frjáls Verzlun komin út
í nýjum búningi
48 lesmálssíður af fjölbreyttu efni
auk fylgirits
TÍMARITIÐ Frjáls Verzlun, 1.—2.
hefti 19. árgangs, er komið út.
Ritið hefir nú skipt um ytri bún-
ing, og er það hið smekklegasta
og vandaðasta að öllum frágangi,
sem fyrr. Það er 48 lesmálssíður
að stærð og prýtt mörgum mynd-
um.— Auk þess er fylgirit, sem
nefnist Bílamarkaðurinn.
★
Efni þessa heftis er með allra
fjölbreyttasta móti, < g skal hér
getið hins helzta. — Ritið hefst á
forystugrein, er nefnist „Ein fjöl-
skylda“. Þá er greinin „Bkapa
þarf traust efnahagskerfi“ eftir
Valdimar Kristinsson, viðskipta-
fræðing. — Næst er „Hægri og
vinstri", ávarp, sem Bjarni Guð-
mundsson, blaðafulltrúi, flutti á
kvöldvöku Varðar í Sjálfstæðis-
húsinu hinn 22. febr. sl. — Þor-
varður J. Júlíusson, hagfr., skrif-
ar grein, sem hann nefnir „Verð-
ur verðbólgan stöðvuð?" — Getið
er helztu vörusýninga, sem haldn-
ar verða í Evrópu fyrrihluta þessa
árs. Þá er grein um Sjóvátrygg-
ingafélag íslands 40 ára. —
„Antoine Pinay og úrræði
Frakka" heitir þriðja greinin í
flokknum „Menn og málefni",
sem Birgir Kjaran, hagfr. skrifar
fyrir ritið. — Tómas Tryggvason-,
jarðfræðingur, skrifar um vinnslu
jarðefna á fslandi. — „Skip mitt
er komið að landi“ nefnist grein
eftir Viggó E. Maack, skipaverk-
fræðing. — Þá er birt ræða, sem
Ólafur Björnsson, prófessor, flutti
á fundi Stúdentafélags Reykja-
víkur 10. marz sl. Nefnist hún
„Hve mikil opinber afskipti eru
samrýmanleg lýðræðislegu þjóð-
skipulagi?“
Nýr þáttur, sem nefnist „At-
hafnamenn og frjálst framtak“,
hefst í þessu tbl. Fjallar þessi
fyrsti þáttur um Garðar heitinn
Gíslason, stórkaupmann. — Þá er
samtal við Guido Bernhöft. stór-
kaupmann, um frímerkjasöxnun.
Birt er útvarpserindi eftir Harald
Árnason, ráðunauí, er nefnist
„Vinnubrögð". — Næst er smá-
sagan „Útlagi“ eftir Þóri Bergs-
son. Síðan samtal við Martein
Þorsteinsson um verzlun fyrr á
tímum. — Og loks er að geta ann-
ars nýs þáttar, sem nú hefst í
Frjálsri Verzlun og nefnist „Úr.
gömlum ritum“. Heitir hann að
þessu sinni „Framtíð Reykjavíkur
og Eyrarbakka" og er tekinn úr
ritinu „Framtíðarmál“ eftir Boga
Th Melsted, sem gefið var út 1891.
Hugsað til ferðalaga í
björtu helgarveðri
Flestir vegir um
nœrsveitir Reykja-
víkur greiðfœrir
ÞAÐ eru horfur á óbreyttu veðri
um sunnanvert landið fram yfir
helgi, það er norðaustan golu,
heiðskíru lofti, svölu veðri á
daginn og lítils háttar nætur-
frosti.
Það mátti heyra á fólki á göt-
um bæjarins í gærmorgun að
margir virtust hugsa sér til
hreyfings um helgina. Margir
komu í búðir til að kaupa sér
ýmislegt í nestið og þar mátti
heyra ungt fólk tala um skíða-
ferðir og gott skíðafæri til fjalla.
Aðrir ræddu um að í svona
veðri, svölu en björtu, væri á-
kjósanlegt að fara í ökuferð út
í sveit, t. d. austur til Þingvalla
og hringinn. Það væri hægt að
láta fara vel um sig í lautu mót
sól, en betra er að vera þá vel
klæddur, sagði náungi einn, sem
á var að heyra að vanur væri
svona ferðalögum með fjölskyld-
una um þetta leyti árs.
Að því er vegamálaskrifstofan
tjáði Mbl. í gær, eru engar um-
ferðartakmarkanir á vegum hér
í nærsveitum Reykjavíkur, nema
hvað nokkrar hindranir munu
enn vera á Krýsuvíkurleiðinni,
en þar er nú daglega unnið að
lagfæringum.
Fermingarskeyti sumarstarfs
KFUM og K í Vatnaskógi og
Vindáshlíð verða afgreidd í húsi
KFUM við Amtmannsstíg 2 B,
Kirkjuteigi 33 og víðar.
Málfundafélagið Óðinn heldur
kvikmyndasýningiu fyrir börn
félagsmanna í Trípólíbíói í dag
kl. 1,30 — Aðgangur er ókeypis,
og eru miðar afhentir við inn-
ganginn.