Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 13
Sunnudagur 12. apríl 1959
MORGUNBLAÐIÐ
13
Ógæftir og aflaleysi hafa háð útveginum í vetur, en um og upp úr páskum kom mikil aflahrota.
Myndin er frá Vestmannaeyjum.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 11. apríl
Adenauer
Fregnin um að Adenauer
kanzlari Þýzkalands mundi
bjóða sig fram við forsetakjör
kom mönnum mjög á óvart. Hinn
83 ára gamli öldungur er enn
svo ern og hefur svo mjög látið
að sér kveða, að með ólíkindum
þótti, að hann mundi leita hseg-
ara embættis. Þess vegna eru nú
uppi miklar sagnir úm, að ástæð-
an fyrir þessari ráðabreytni sé
sú, að ágreiningur og óánægja sé
komin upp með Adenauer í hans
eigin flokki. öllum slíkum sögu-
burði er varlega trúandi.
Þó að forsetinn sé ekki slíkur
valdamaður sem kanzlari, var
það ljóst af vali forsetaefnis
sósíaldemókrata, að þeir töldu
stöðuna mjög þýðingarmikla, því
að þeir hafa sett til framboðs
einn sinn vinsælasta og e. t. v.
mikilhæfasta mann. Hið sama
lýsti sér raunar í því, þegar fyrir
nokkru var rætt um, að Erhard
skyldi valinn til framboðs af
hálfu kristilegra demókrata. Þá
mun það og rétt, að þó að Aden-
auer sé ótrúlega ern, þá hafi
elli meira sótt á hann en margir
gera sér ljóst. Mjög eðlilegar
skýringar aðrar en ágreiningur
og vantraust á stjórn Adenauers
eru því fyrir hendi á framboði
hans nú.
Um þetta verður deilt. Hitt er
hafið yfir allan vafa, að Aden-
auer er ekki einungis mesti
stjórnmálamaður Þýzkalands eft-
ir daga Bismarcks, heldur og
einn merkasti forystumaður okk-
ar samtíðar hvert sem litið er.
Æviferill hans er að mörgu æv-
intýri líkastur. Fáir menn hafa
gert þjóð sinni jafn mikið gagn
og Adenauer hefur gert Þjóð-
verjum. Hann hefur með skör-
ungsskap og víðsýni leitt þá inn
á brautir lýðræðis og einlægrar
samvinnu við vestrænar þjóðir.
Fyrir þetta eru ekki aðeins Þjóð-
verjar heldur og frelsisunnandi
menn hvarvetna í heimi innilega
þakklátir hinu aldna mikil-
mennú
Vanræksla V-
stjórnarinnar
Menn voru að vonum mjög
farnir að ókyrrast yfir hvað liði
framgangi hinna helztu mála á
Alþingi, afgreiðslu fjárlaga og
kjördæmamálsins. Drátturinn,
sem á hefur orðið, er langur en
hefur náð tilætluðum árangri
með flutningi frv. um nýja kjör-
dæmaskipun. Hann á og sínar
skýringar. Vegna sundrungar og
uppgjafar V-stjórnarinnar var A1
þingi gersamlega starfslaust fram
að jólum ,að öðru leyti en því,
að í desember var unnið að
myndun nýrrar ríkisstjórnar. Úr-
ræðaleysið var svo magnað, að
fjármálaráðherra hafði alls ekki
komið saman fjárlagafrumvarpj
með því efni, sem stjórnarskrá
lýðveldisins áskilur. Fyrir Al-
þingi voru einungis lagðar frum-
varpsrytjur. Fjárveitinganefnd
var látin hætta störfum snemma
á þinginu og fékk ekki fyrr en
tiltölulega nýlega þau gögn í
hendur, sem óhjákvæmileg eru
til raunhæfrar afgreiðslu máls-
ins.
Eysteinn Jónsson hafði það
fyrir fastan sið að undirbúa fjár-
lög með þeim hætti, að þau gæfu
ekki rétta mynd af tekjum og
gjöldum ríkisins. Þetta var gert
af ásettu ráði til þess að fjár-
málaráðherrann gæti ráðstafað
tugum milljóna án heimildar Al-
þingis og stært sig af tekjuaf-
gangi, sem síðan var ráðstafað
með allt öðrum hætti en stjórn-
arskráin ætlast til. Þessum skolla
leik verður að ljúka. Alþingi
á að fá réttar skýrslur um lík-
legar tekjur og fyrirhuguð út-
gjöld. Þessu ber að ráðstafa í
fjárlögum. Fjármálaráðherra er
skyldugur til að fara eftir þeim
fyrirmælum, sem þar eru gefin.
Af þessum sökum þurfti nú eftir
áramót að hefja undirbúning
fjárlaga alveg að nýju. Verk
Eysteins Jónssonar var verra en
gagnslaust.
Ríkisst jórn ber að
undirbúa mál fyrir
Alþingi
Annar undirbúningur mála af
hálfu V-stjórnarinnar fyrir Al-
þingi var með svipuðum hætti,
sem sé enginn. V-stjórnin lagði
m. a. s. engar tillögur um lausn
verðbólguvandans fyrir þingið.
Hermann Jónasson lét „nýja
verðbólguöldu skella yfir“ án
þess að hafast nokkuð að. Eftir
á leyfði hann sér að færa þá af-
sökun fyrir aðgerðarleysi sínu,
að hann hafi skuldbundið sig
við myndun V-stjórnarinnar til
að leita úm lausn þeirra mála
til annara aðila en Alþingis Is-
lendinga! Freklegra brot á em-
bættisskyldu forsætisráðherra er
erfitt að hugsa sér.
Af þessu leiddi að minnihluta-
stjórn Alþýðuflokksins varð
einnig í þessu að byggja frá
grunni. Stöðvunarlögin fengust
þó sett i janúarlok og var það
eftir atvikum vel af sér vikið.
Eymd Framsóknarflokksins, sem
tekið hafði að sér forystu Al-
þingis eftir kosningarnar 1956,
var þá svo mikil, að hann valdi
sér versta kostinn og sat hjá við
lausn þess vanda, sem Framsókn
öðrum fremur bar ábyrgð á.
Öll þessi frammistaða sýnir,
að brýn þörf er á nýrri kjör-
dæmaskipan, sem skapi meiri
líkur fyrir öruggu stjórnarfari.
Auðvitað hefði verið æskilegt,
að það mál hefði verið undir-
búið, áður en Alþingi kom sam-
an, og lagt fyrir þingið af sterkri
stjórn, sem í meginatriðum hefði
verið búin að tryggja framgang
málsins. Eins og á stóð var því
ekki að heilsa. Minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins réði ekki yfir
nægum þingmeirihluta og hafði
eðli málsins samkvæmt ekki haft
færi á að undirbúa málið fyrir
þing. Þessum staðreyndum varð
að taka eins og þær eru. Þess
vegna hefur með langvinnu samn
ingaþófi þurft að reyna að
tryggja málinu íramgang.
Það hefur nú tekist. Saga
þeirra samninga verður ekki rak-
in nú. Þar bar þó margt frásagn-
arvert við. Framsóknarmenn
treystu því örugglega að þeim
tækist með flugumönnum sínum
að eyða málinu. Vonbrigði Tím-
ans í morgun eru og mikil. Hann
segir með stórum stöfum:
„Kommúnistar féllu frá öllum
þeim skilyrðum sínum, er veru-
legu máli skipta".
Ekki leynir sér á hverja Her-
mann treysti í lengstu lög.
Þörf á sterkri
stjórn
Ófremdarástand síðustu ára
sýnir þörfina á því að gjörsam-
lega verði breytt um stjórnar-
hætti og starf Alþingis. Tryggja
þarf meirihluta á Alþingi, er
styðji sterka stjórn og geti unn-
ið að málum á milli þinga og
lagt þau fyrir Alþingi um það
bil, sem það kemur saman. Þá
verður þinginu að gefast hæfi-
legur tími til þess að athuga
málin og afgreiða þau með eðli-
legum hætti. Hverfa verður frá
því, sem aldrei hefur orðið eins
áberandi og á tímum V-stjórn-
arinnar, að Alþingi er látið sitja
starfslaust vikum og mánuðum
saman og síðan fyrir það lögð
oft flókin og vandasöm mál mörg
samtímis, og þess krafizt að Al-
þingi afgreiði þau á örfáum dög-
um Þvílíkar aðfarir skapa í senn
óvirðingu fyrir Alþingi og draga
úr möguleikum þess til að veita
málum þá meðferð, sem þeirra
sjálfra vegna er nauðsynleg.
Með skynsamlegum vinnu-
brögðum og hæfilegri forystu af
hálfu ríkisstjórnar er vanda-
laust að stytta þingtima um
a. m. k. 2—3 mánuði á ári hverju.
Á meðan Alþingi er án forystu
meirihlutastjórnar og sjálft þar
með án nokkurs fasts meirihluta
í báðum deildum, er vonlaust að
koma þessari breytingu á. Það
er hvarvetna ríkisstjórnin, sem
ræður því, hversu lengi löggjaf-
arþing situr og á að undirbúa
mál í hendur þess. Hér hefur
allt verið látið fljóta sofandi að
feigðarósi. í þessu þarf gjör-
breytingar. Vonlaust er að hún
fáist nema réttlátari kjördæma-
skipun komist á.
Vitlausasta
greinin
Svo er að sjá sem Framsókn
hafi efnt til samkeppni um það,
hver gæti skrifað vitlausustu
greinina um kjördæmamálið í
Tímann. Þar hafa ýmsir mætir
menn lagt sig alla fram. Verður
þó að segja eins og er, að í
þeim tilraunum gætir furðanlega
lítils hugmyndaflugs. Flestar
virðast þær skrifaðar eftir sömu
forskrift og sýndist höfundur
hennar helzt vera Vigfús Guð-
mundsson, og hefur honum þó í
skrifum sínum hvergi nærri tek-
izt að ná eins langt í fjarstæð-
unum og sumum þeirra, sem eftir
forskrift hans hafa farið. ís-
lenzkri bændamenningu til lofs
eru skrif þeirra bænda, sem sent
hafa Tímanum pistla ólíkt skyn-
samlegri, en grein eftir „heim-
spekinginn", sem í Tímanum
birtist sl. sunnudag undir fyrir-
sögninni: „Afnám kjördæm-
anna felur í sér dauðadóm hins
íslenzka lýðræðis."
Þar er strax í fyrirsögninni
staðreyndunum gersamlega snú-
ið við. Engum hefur komið til
hugar að afnema kjördæmin,
heldur einungis stækka þau og
sameina, svo sem breyttir þjóð-
arhættir krefjast. Og því fer
svo fjarri að dæma eigi „hið ís-
lenzka lýðræði til dauða“, að
því á að veita aukinn styrk og
innihald. Ef taka ætti tillögur
Framsóknar um kjördæmaskipun
bókstaflega mundu 15—20% allra
kjósenda geta ráðið meirihluta
á Alþingi. Um lýðræðið, sem í
slíku felst, þarf ekki að ræða.
Eftir umbótatillögunum er
tryggt að meirihluti kjósenda
ráði meirihluta á Alþingi. Þeir
sem segja, að slík regla feli í
sér dauðadóm lýðræðisins vita
bersýnilega ekki hvað þeir segja.
Vitleysan er þar komin út yfir
að vera umræðuhæf. Þarf því
ekki að efast um, að grein þessi
fái verðlaunin í vitleysusam-
keppni Framsóknar, enda hefur
Tíminn getið hennar með sér-
stakri aðdáun og gert kenningar
hennar að sínum.
Hvort eru Langnes
ingar líkari Indó-
nesíubúnm eða
Reykvíkingum?
Eitt af því, sem gengur upp
aftur og aftur í uppskriftaræfing-
um Tímans, er sú fjarstæða að
líkja kjördæmaskipun á íslandi
við reglur um val fulltrúa á þing
Sameinuðu þjóðanna. Til þess að
gera samlíkinguna sem allra á-
hrifaríkasta, er í Tímanum talað
á þessa leið:
„En ég vil benda mönnum á
eitt dæmi, þar sem sterkustu lýð-
ræðissamtök veraldar mynduðu
sér grundvöll til uppbyggingar.
Á ég þar við Sameinuðu þjóð-
irnar.“
Andagtin er svipuðust því, sem
verið væri að tala um hin „forn-
helgu" kjördæmi, sem Dana-
konungur fyrirskipaði hér á sín-
um tíma, og eiga rætur sínar
að rekja til ástands útlends ein-
veldis, einokunar og niðurlæg-
ingar íslenzku þjóðarinnar. Tal
um styrkleika Sameinuðu þjóð-
anna minnir á þessa fjarstæðu
um „fornhelgi" kjördæmanna.
Fundir Sameinuðu þjóðanna eru
að vísu góðra gjalda verðir, en
styrkleíkanum hefur þar ekki
verið fyrir að fara, samanber
örlög Ungverja og Tíbetbúa nú.
Vanmátt Sameinuðu þjóðanna
verður að skilja og fyrirgefa,
einmitt vegna þess, að samtök
þeirra eru gerð af mörgum og
gerólíkum sjálfstæðum ríkjum,
sem ekki vilja lúta sameiginleg-
um lögum og reglum. Þar eru
fulltrúar þúsunda milljóna sam-
an komnir í stofnun, sem enn er
á algjöru tilrauna- og byrjunar-
stigi en á vonandi efth' að þrosk-
ast. íslendingar eru á aftur á
móti hin minnsta meöal allra
Sameinuðu þjóðanna og nátengd-
ari innbyrðis að menningu og
skyldleika en nokkur önnui þjóð
í víðri veröld. Tilraun ti'. að
skipta okkar litla þjóðfélagi ihð-
ur í slíka fjandsamlega og sunvi-
urleita hópa, sem saman kom»
í Sameinuðu þjóðunum, er til-
ræði við heill og hamingju ís-
lendinga og þó vonandi öllu frem
ur gagnslaus heimska, sem ó-
sennilegt er að jafnvel þeir, sem
láta hafa sig til að skrifa á þenna
veg, trúi sjálfir á.
Þó að þegnar hins íslenzka
þjóðfélag séu nátengdir og inn-
byrðis skyldir, steðjar óneitan-
lega að því viss hætta. Það er
nú orðið allt öðru vísi saman
sett en fyrir einum mannsaldri,
hvað þá hundrað árum. Megin-
þorri þjóðarinnar býr nú í þétt-
býli. Hann verður ekki með
nokkru móti til lengdar svipt-
ur eðlilegum áhrifum á gang
þjóðmálanna. Eina vonin til
þess að eðlilegt jafnvægi hald-
ist er, að samúð og samhugur
geti ríkt á milli allra landsins
barna. Að því er stefnt með kjör-
dæmabreytingunni nú. Ranglætí
ið er þar hættulegasti þröskuld-
ur í vegi og það er skiljanlegt,
að þeir, sem því vilja halda við,
vitni í skipulag samtaka, sem á
að ná til jafn gjörólíkra og fjar-
skyldra þjóða, sem eru aðilar
samtaka Sameinuðu þjóðanna.
En hafi nokkrir reynt að vega
að „íslenzkri bændamenningu",
sjálfsagt ekki af ásetningi held-
ur blindu ofstæki, eru það menn-
irnir, sem vilja sundra þjóðinni
svo, að t. d. Langnesingar telji
sig ekki tengdari Reykvíkingum
en Indónesíumönnum.
„Fall og endalok
hinnar íslenzku
bændamenningar64
Engin tilviljun er, að einmitt
í sama blaði og „fall og endalok
hinnar íslenzku bændamenning-
ar“ er boðað, ef réttlátari kjör-
dæmaskipun yrði komið á, varð
Framh. á bls. 14