Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 23
Sunnudagur 12. apríl 195J MORGinSBLADlEh 23 ..J * KVIKMYNDIR + Tjainarbíó: :í VILLTUK ER VINDURINN ÞETTA er ný amerísk kvikmynd, gerð 1958, undir stjórn Georgé Cukor’s. — Fjallar myndin um auðugan fjárbónda í Nevada, Gino að nafni, sem verið hefur ekkjumaður um alllangt skeið, en kemur nú heim til sín með systur fyrri konu sinnar, sem hann hefur hitt í kynnisför til skyldfólks síns á ítalíu og kvænzt þar. Gioia, en svo heitir þessi kona Gino’s, er tekið með mikl- um fögnuði af heimafólki bú- garðsins, jafnvel svo að henni þykir nóg um. Horfir þetta til vandræða er frá líður, en þó er mesta vandamálið það að Gioia verður þess brátt vör, að Gino ber ennþá minningu fyrri konu sinnar í huga meira en hún get- ur fellt sig við og tekur ekki nægilegt tillit til hennar sjálfrar. Særir þett^ hana mjög og verður það til þess að hún dregst að ungum manni, skjólstæðingi Gino’s, sem vinnur þarna á bú- garðinum, og hefur orðið ást- fanginn af Gioiu. — Leiðir þetta til sterkra og áhrifamikilla átaka með þessum þremur manneskj- um og allt bendir til þess að hjónaband þeirra Gino’s og konu hans sé hrunið í rúst. — En ekki verður hér sagt frá því hversu fer að lokum. Mynd þessi er afburðavel gerð og leikurinn frábær, enda fara þau Anna Magnarii og Anthony Quinn níeð aðalhlutverkin, Gioiu og Gino, og allir aðrir leikendur fara prýðilega með hlutverk sín, einkum Anthony Franciosa, sem leikur Bene, elskhuga Gioiu. — Hef ég sjaldan séð betri og áhrifa ríkari mynd, enda eru hér ekki neinar gljáfægðar leikbrúður eða innantómar „hetjur“ á ferðinni, heldur raunsannar manneskjur, sem eru mannlegar og sannfær- andi í öllum viðbrögðum sínum, sem þjást og gleðjast, reiðast og sættast, og elska af öllum hug og hjarta. Leikur þeirra önnu Magn ani og Anthony Quinn er svo sannur og áhrifamikill að hann mun seint gleymast þeim, sem sjá hann. Anna Magnani er stór- brotin í leik sínum nú, sem endranær, en Anthony Quinn gefur henni ekkert eftir. Frábær mynd, sem ég eindreg- ið mæli með. Ego. — Þjóbernissinnar Framh. af bls. 1. ★ Þá segir „Indian Times“, að herfhitningaflugvélar þjóð- ernissinna á Formósu hafi varpað niður birgðum til Khamba-hermanna, sem berj- ist gegn Kínverjúm í Chaíng- hai-héraði í Kína. Segir blað- ið, að þessir flutningar þjóð- ernissinna hafi heppnazt. Indversk blöð herma í morg- un, að kínverskir herflokkar séu nú önnum kafnir við að gera við iriannvirki, sem eyðilögðust í bar- dögunum í Lasha í fyrra mánuði, Hafa innfæddir mjög verið hvattir til þess að taka þátt í viðreisnarstarfinu. Segja blöðin, að þó nokkur brögð séu að því, að kínverskir hermenn hafi geng ið í liðssveitir Khamba-manna. ★ Samkvæmt fregnum frá Pek- ing hefur bráðabirgðastjórn sú, sem kommúnistar settu á lagg- irnar eftir að Dalai Lama flúði — og hinn 21 árs gamli Panchen Lama situr í, gefið út yfirlýsingu þar sem allir Tíbetbúar eru hvatf ir til þess að taka höndum sam- an við hinn frelsandi her Kín- verja, berja ofstækisfulla bylting artilraun heimsvaldasinna niður og vinna í sameiningu að stofnun sósíalistísks nýs Tíbets. Hin fyrri stjórn var sökuð um land ráðastarfsemi af versta tagi. enda hefði hún verið á snærum heims- valdasinna. ★ Var yfirlýsing þessi að sögn kínversku fréttastofunnar m. a. undirrituð af Panchen Lama, en Tan Kuan-san, fulltrúi Peking- stjórnarinnar í Lhasa og pólitísk- ur yfirkommisar kínversku herj anna í Tíbet, á einnig sæti í bráðabirgðastjórninni. MANILA, 11. apríl. — 38 manns, þar af mörg börn, biuu bana, er stór sprengja sprakk í höndum nokkurra sjómanna í dag. Leika ekki við blökkumenn HÖFÐABORG, 11. apríl. — Sam- kvs^mt símskeyti frá Kubitchek, forseta Brazilíu, var brazilisku knattspyrnuliði, sem leika átti við S-Afríkumenn í dag, skipað að mæta ekki til leiks. Hefur leikn- um því verið aflýst. Ástæðan er sú, að í liði Brazilíumannanna voru fjórir þeldökkir menn, sem neitað var um landgöngu í S- Afríku. Kváðust forráðamenn s-afríkönsku knattspyrnusamtak- anna ekki getað teflt liði sínu gegn þeldökkum og vildu, að hvít jr varaménn kæmu í stað blökku- mannanna í brazilíska liðinu. Fermmgarbörn söínuðu í sl} sasamskotin REYKJUM, 10. apríl: — Hér í Mesfellssveit er lokið fjársöfnun almennings í slysasamskotin. Fermingarbörn í sveitinni fóru á hvert heimili og söfnuðu þau alls krónum 10,439,05. Sóknarprestur inn séra Bjarni Sigurðsson á Mos felli, hefur fyrir nokkru afhent söfnunarféð biskupsskrifstofunni. Öll heimili í sveitinni lögðu meira og minna af mörkum. Ýmsir höfðu áður en söfnunin hófst lagt fram sinn skerf til hennar t.d. þeir sem þátt tóku í fjársöfnunum á vinnustöðum sínum. Þá höfðu nokkrir einstaklingar afhent sóknarprestinum gjafir til söfn- unarinnar. SAGT FRÁ PÉTRI Á. JÓNSSYNI 1 TÓNLTSTARTlMA barnanna í útvarpinu annað kvöld kl. 18,30 segir Jón G. Þórarinsson börnun- um frá Pétri Á. Jónssyni, óperu- söngvara, og frægðarferli hans. — Einnig verða leiknar nokkrar hljómplötur með söng Péturs. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12 ur ekki fengið Óskarsverðlaunin áður. Burl Ives og Wendy Hiller fengu Óskarsverðlaun fyrir bezt- an leik í aukahlutverkum. Hin umdeilda kvikmynd, „The Defiant Ones“, sem fjallar um kynþáttavandamálið fékk tvenn Óskarsverðlaun, fyrir listræna ljósmyndun og fyrir handritið. Það sömdu þeir Nathan Douglas Og H. J. Smith. Það vakti tölu- verða athygli, að Nathan Douglas skyldi fá verðlaunin, þar sem hann er sagður hafa verið á svörtum lista í Hollywood síðan 1953 „vegna óæskilegra pólitískra skoðana". Hann var einn af þeim, sem á sínum tíma neitaði frammi fyrir rannsóknarnefnd McCarthys að svara þeirri spurn- ingu, hvort hann hefði einhvern * 1 tíma verið kommúnisti. Banda- ■ ríska kvikmyndaakademían hef- ur nú ákveðið, að stjórnmála- skoðanir megi ekki hafa nein áhrif á listrænt mat. Ingrid Bergman hefur ekki komið til Hollywood undanfarin 10 ár, og var hún hyllt bæði úti fyrir Pantagesleikhúsinu og inni. í fylgd með Ingrid voru eigin- maður hennar, Lars Schmidt, og dóttir hennar af fyrsta hjóna- bandi, Jenny Lind. Kranahíll Til sölu er sem nýr hálf-kubikyard kranabíll með drifi á öllum hjólum, ásamt skurðgröfu, ámokstursskóflu, krabba (clamcell) og 50 feta bómu. I krananum er 40 hest afla Buda-dieselvél. Vélaslökun er fyrir krók og bómu, sjálfvirkar læsingar á mismunadrifum og útdragarar niðurskúfaðir. Tækið er í mjög góðu ástandi. GUNNAR A. PÁLSSON, HRL. Aðalstræti 9 — Sími 17979. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður haldinn í I. kennslustofu Háskólans, mánudaginn 13. april 1959 og hefst kl. 9 síðdegis, stundvíslega. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. íbúð óskast Pólska sendiráðið óskar að taka á leigu tvö her- bergi, eldhús og bað fyrir starfsmann sinn, helzt í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 19709 á skrifstofutíma. il lesgu 2 saml. skrifstofuherbergi í Austur- stræti 12. Uppl. í síma 13851. Vanur útvarpsvirki sem gæti tekið að sér varkstjórn á verkstæði, óskast sem fyrst. Tilboð sendist á afgr. Morgun- blaðsins f. 15. þ.m. merkt: „Framtíðaratvinna — 5920“. I B U 4—5 herb. íbúð, 100—120 ferm., á fyrstu hæð, óskast til kaups, helzt á hitaveitusvæði. Útborgun 200—300 þús. Tilboð sendist Mbl. fyrir 17. þ.m. merkt: „5929“. Lokað mánud. 13. þ.m. vegna jarðarfarar Guðinundar Stefánssouar. Verzl. Mælifell Austurstræti 4. Innilegustu þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmælinu mínu þann 5. apríl með heimsóknum, góðum gjöfum og skeytum. Guðsblessun fylgi ykkur. Halldór Eiríksson, Úthlíð 13. Innilegar þakkir sendi ég eftirtöldum mönnum er unnu við björgun á búfé mínu við hina gífurlegu flæðihættu á páskadag síðastliðinn. Garðar Andrésson, Einar Sturluson, Gísli Gíslason, Marteinn Gíslason, Þórður Marteinsson, Grétar Guðmundsson, Sverrir Guðmunds- son.Ármann Einarsson, Gísli Pétursson og Marta Þórð- ardóttir. Með beztu kveðju. Kristján Pétursson, Skriðnafelli Barðaströnd. Faðir okkar og tengdafaðir GUÐMUNDUR STEFÁNSSON húsasmíðameistari, fyrrum bóndi að Lýtingsstöðum Skagafirði verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. þessa mán- aðar kl. 1,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlega afþökkuð. Hervin Guðmundsson, Anna Guttormsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Elín Hallgrímsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir, Magnús Sigurðsson, Stefana Guðmundsdóttir, Ólafur Sveinsson, Kveðjuathöfn um BJARNA JÓNSSON Ósi, Reyðarfirði. sem andaðist 6. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 13. april kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Börnin. GUNNAR HALLDÓRSSON frá Strönd á Eyrarbakka, andaðist 8. þ.m. Jarðar- förin fer fram frá Eyrarbakkakirkju miðvikudaginn 15. þ.m. kl. 2. Börn hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns SVEINBJARNAR ODDSSONAR prentara. Fyrir mína hönd, barna minna og tengdabarna. Viktoría Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.