Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 20
20 MORGTlvnr 4 T>1Ð Sunnudagur 12. apríl 1959 TP——T7- BETTER EAT PLENTy SCOTTY... IT'S GONNA BE COLP X. OUT TWERE IN ] . THE BLIND/ J 4:00 A.M. THE NEXT DAY » YOU KIPS 6ET SET...THB OUCKS'LL BE COMING OVER IN A FEW MINUTES/ x Þriöjudagur 14. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Bai-natími: Ömmusögur. —■ 18,50 Framburðarkennsla í esper- anto. 19,00 Þingfréttir. Tonleikar. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). 20,35 Tvö hundr- uðasta ártíð Hándels: a) Björn Franzson flytur erindi um tón- skáldið, fléttað tóndæmum. b) Dr. PáH Isólfsson leikur orgelverk eft ir Hándel. 21,45 íþróttir (Sigurð- ur Sigurðsson). 22,10 Á förnum vegi. 22,20 Upplestur: „Að verða barni að bana“ smásaga eftir Stig Dagerman (Hjálmar Ólafs- son kennari þýðir og les). 22,30 Islenzkar darishjólmsveitir: Neo- kvintettinn leikur. Söngkona: —■ Susan Sorell. 23,00 Dagskrárlok. 1) Kl. 4 daginn eftir. „Þú skalt borða vel, Siggi. Það verður kalt útfrá, í fylgsninu". 3) „Takið þið ykkur stöðu, krakkar. Endurnar koma hér yf- ir eftir nokkrar mínútu“. i 21. Hamingja hennar yfirskyggði óttann og ótti hennar yfirskyggði hamingjuna. Rannsókn sú sem lögreglan hafði framkvæmt í kyrr- þey hafði leitt í ljós áð tíma- sprengja var falin í vél bifreiðar- innar og það leyndi sér ekki að spellvirkjarnir höfðu flýtt sér of mikið til að koma henni þar fyrir. Sprenging hennar hefði óhjá- kvæmilega haft dauða þeirra sem í bifreiðinni voru, í för með sér. Afgreiðslumaður bifreiðageymsl- unnar var saklaus. Vélfræðingur hafði verið handtekinn, en ekk- ert samband hans við tilræðismenn ina hafði enn verið gannað. „Hvens vegna sækjast þeir eftir lífi mínu?“ spurði Helen. „Þeir vita að þú fórst á bak við þá“, sagði Morrison. — „Já, meira að segja framseldir Zadar. Það eitt er næg ástæða". „Verðum við aldrei látin í friði?“ „Kahnske. Kannske þegar þess- nm málarekstri er lokið“. Hann hruikkaði brúnirnar. Málið gegn morðingja Jan Möll- ers skyldi tekið fyrir hinn 15. september. Þau Helen og Morrison höfðu dvalizt í New York. Morrison gaf sig að störfum sínum og viðskipt- um. Helen kom sér fyrir í húsinu við Park Avenue. Það var ekki óttinn einn sem eitraði líf hennar. Hún vissi hversu þung sú byrði var sem þjak „Mohaer“ er I aði Morrison. Óvinir hans í fyrir- tækinu. Hinir pólitísku andstæðing ar. Ruth Ryan, Sherry og hvað þeir nú hétu, höfðu biðið ósigur, en þau höfðu eklki lagt niður vopn in. Skjöldur Morrisons hafði verið hi’einn, áður en hann kynntist henni einn haustmorgun í Berlín. Þess vegna hafði hann verið yfir- sterkari öllum sínum andstæðing- um. Nú lifði Morrison undir stöð- ugu fargi. Hann minntist aldrei á það, ásakaði hana aldrei. En „ú hamingja sem hún hafði fundið, ga. aldi-ei orðið fullkomin, fyrr en henni hefði tekizt að frelsa hann frá þeirri hættu sem leyndist í myrkrinu. Síðasta gjaldið hafði hún enn ekki greitt. Svo nálgaðist 15. september óð- um. Regnþrunginn, ótímabær haust- dagur huldi hina risastóru höfuð- borg grárri þoku. Efri hæðir dóms hallarinnar sáust naumlega. — 1 einum glugga loguðu rafljós. Þetta var einmitt rétti dagurinn fyrir málarekstur, þar sem fjallað var um dauða mannlegs einstaklings, morð hans og e. t. v. fleiri fyrir- huguð morð. Það átti að kalla Helen fram sem fyrsta vitni, vegna þess að morðinginn hafði verið handtek- inn í bifreið hennar. Athöfnin hafði byrjað um morg uninn með eiðfestingu kviðdómar- anna og lestri kæruatriðanna. Um klukkan fjögur e. h. átti Helen að standa tilbúin. dragtir kjólar tízkuefnið í ár Hún hafði beðið Morrison að leyfa sér að fara einni, en hann vildi óhagganlega aka henni. — 1 bifreiðinni, sem brunaði með þau í gegnum borgina, ræddust. þau ekkert við. Heleri vissi að Morri- son vildi ekki láta heyra skjálft- ann í rödd sinni og sagði því ekki orð á leiðinni. Ég er ekki vitni, ég er hinn ákærði, hugsaði Helen með sér. Og ég hef dregið eigin- mann minn með mér í fallinu. Mað urinn minn er Morrison blaðakóng ur, Richard Morrison II., sem menn kalla hinn „mikla Morrison". Yrði hann ekki að þessum degi liðnum kallaður hinn „vesæli Morrison"? Heil hersing blaðaljósmyndara beið þegar í stiga dómshúsisins. Það voru fréttamenn frá sam- keppnisblöðunum. En nokkrir ljós- myndarar frá Morrison-blöðunum voru líka þar á meðal. Þegariblaða kóngurinn og frú hans stigu út úr svörtu * „Cadillac“-bitfreiðinni, leiftruðu hvarvetna blossar mynda tökuvélanna umhverfis þau. Morri son tók undir handtegginn á Hel- en. Það var algerlega eðlileg hreyf ing, sem enginn veitti athygli. — Helen ein skildi að hann vildi með þessari hreyfingu vernda hana. Fyrir framan dyrnar á réttar- salnum urðu þau að skilja. Einnig hér stóðu fréttamennirnir í þétt- um röðum. Fjölmargir forvitnir gestir, sem ekki höfðu fengið neitt rúm 'inni í yfirfullum salnum, fylgdust í laumi með hverri hreyf- ingu hinnar fögru konu í látlausu, gráu dragtinni og stóra, herði- breiða mannsins með hárlausa höf- uðið. Þau fengu ekki tóm til að kveðjast. Morrison flýtti sér til blaðamannastúkunnar og fyrir aftan Helen lokuðust dyr vitna- klefans. Hún sat næstum heila klukku- stund og beið, ásamt öðrum vitn- um. Hún þekkti þau ekki. Þarna var leigusalinn sem Zadar hafði búið hjá, dyravörðurinn á „Hotel Union“, stofuþerna, tveir svip- þungir og skuggalegir menn. — Stundum sýndist Helen að hótel- þernan — sútarleg, roskin mey- kerling með ljótt, oddhvasst nef — virti hana hæðnislega fyrir sér. — Hafði gamla jómfrúin séð hana laumast inn í herbergið til Jans forðum? Hún þorði ekki að mæta augnaráði þernunnar. Hún horfði út um kámugar gluggarúðurnar, á eldvarnarvegg dómshússins. Smá- ir regndropar féllu á rúðurnar með tilbreytingarlausu hljóði. „Frú Helen Cuttler-Morrison". Hún hrökk við og flýtti sér að lagfæra á sér kjólinn. Svo sá hún ekkert í nokkrar mínútur. Það sem hún gerði, gerði hún ósjálfrátt. Það var eins og blæja hefði verið dregin fyrir aug- un á henni. Hún var leidd að vitna sætinu, þægilegum, leðurfóðruðum stól, við hliðina á kviðdómara- bekknum. Tólf andlit störðu á hana, framandi, fjandsamleg and- lit. Hún gat ékki þekkt forsetann — gráhærðan mann með háan, hvítan kraga — frá hinum með- dómendunum: Maðurinn á sak- borningsbekknum var Zadar, Alias Wagner hinn síðasti „hr. Wagn- er“. En hafði hún raunverulega ekið með honum um götur borgar- innar? Hún þekkti hann ekki. — Sækjandinn og verjandinn. Hver var hver? Þarna var blaðamanna- stúkan. í fremstu röð slkein á hár- laust höfuð Morrisons. „Ueggið þér höndina á biblíuna". Skyndilega var eins og blæjan væri dregin frá augum hennar. Hún heyrði rödd forsetans greini- lega: „Sannleikann .... ekkert nema sannleikann. . . . “ Hún var staðin á fætur. „Sannleikann .... ekkert nema sannleikann....“, endurtók hún. Samkvæmt ríkjandi reglum í am- erískum málarekstri, lagði for- setinn aðeins spurningar um auka- atriði fyrir Helen. Aðal yfiiiheyrsl an var ætluð sækjandanum og verjandanum. Málafærslumaðurinn var hold- grannur maður með þunnt grátt hár . og svört hornspangargler- augu. Hann hafði hina hvössu áhrifamiklu rödd, sem einkenndi svo marga starfsbræður hans, en nú þegar hann yfirheyrði ákæru- vitnið, sem auk þess var fyrrver- andi sendi'herra, reyndi hann sig í hinni annars svo óvenjulegu list alúðar og kurteisis. Eftirvæntingarþrungin þögn ríkti í réttarsalnum. Fram að þessu hafði það eitt verið kunn- ugt, að Helen Cuttler-Morrison hefði komið lögreglunni á spor saik borningsins. Myndi það nú loks verða upplýst, hvernig hin fagra og glæsilega kona, hefði kynnst morðing j an-um ? Öðru h erju heyrðist óánægju- og vonbrigðaklyður. Spurningar kærandans voru lágar og Helen svaraði þeim með næstmm óheyran legri röddu. Málafærslumaðurinn sneiddi með mikilli lagni hjá öllum persónulegum spurningum. Hann lét sér nægja að ákveða, að Hel- en hefði þekkt sakborninginn sem sama mann og þann, er þau Jan Möller og hún höfðu séð í „Café Union“. Hann spurði ekki hvers vegna hún hefði verið stödd í þessu Broadway-lkaffihúsi. Þegar hún sagði að Jan hefði skýrt sér frá erindi sínu á vegum austur-þýzku leyniþjónustunnar, spurði hann ekki, hvers vegna þýzki blaðamað- urinn hefði sérstaklega kosið hana fyrir trúnaðarmann sinn. Yfiiheyrslan stóð yfir í rúma klukkustund. Ljósin voru kveikt í salnum. Svipur sakborningsins var næstum ögrandi. Einn kviðdómar- inn geispaði. Að lokum gaf forsetinn verjand anum orðið. Það var sú stund sem Helen hafði óttast og kviðið fyrir. Rob'ert Tuffy málafærslumaður var þekktur sem framúrskarandi, en jafnframt óbilgjarn og hlífðar laus verjandi. Honum stóð alveg á sama um það, hvort skjólstæðingur hans var heldur, sekur eða sak- laus. Hann hugsaði um það eitt, að bjarga honum undan dómi. —- Auk þess var Tuffy vinur Ruth Ryans. Stóri, herðibreiði maðurinn í of víðu fötunum kom í áttina til Hel- en. Hann hafði rautt æðabert and- lit, sem stunduim er einkenni of- drykkjumanna. Með gysna hárið umhverfis beran hvirfilinn, stuttu, óhirtu fingurna og djúpa bjarnar róminn, var hann efalaust mjög að skapi hins almenna borgara. „Herra ákærandinn", sagði hann — „hefur lagt margar merki legar spurningar fyrir vitnið. — Mig furðar samt á því, að hann skyldi algerlega sleppa þeim mikil vægustu“. SHUtvarpiö Sunnudagur 12. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 10.30 Fermingarguðsþ.jónusta í Fríkirkjunni (Prestur Langholts- safnaðar í Reykjavík, séra Árelíus Níelsson. Organleikari: Helgi Þor láksson). 13,15 Endurtekið efni: a) Leikþáttur og gamanvísur frá skemmtisamkomu kvenfél. Hrings ins í vetur. Umsjón hefur Harald ur Á. Sigurðsson (Áður útv. á þrettándanum). b) Upplestur: Lár us Pálsson les kaflann „Skógartúr inn“ úr Islenzkum aðli eftir Þór- berg Þórðarson (Áður útv. á af- mæli skáldsins, 12. marz). 14,90 Hljómplötuklúlbburinn. Gunnar Guðmundsson). 15,30 Kaffitíminn: Josef Felzmann og félagar hans leika. Jens Book Jensen syngur létt lög (plötur). 16,30 Veðurfregn ir. — Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur. Stjórnandi: Hans Anto- litsch. 17,00 Við dans og söng: Marlene Dietrich syngur á veit- ingastaðnum „Gafé de Paris“ í Lundúnum (plötur). 17,30 Barna- tími (Anna Snorradóttir). — 18,30 Miðaftanstónleikar (plötur). 20,20 Erindi: Islendingur í Tyrklandi: fyrra erindi (Dr. Hermann Ein- arsson fiskifræðingur). 20,40 Tón- leikar frá tékkneska útvarpinu. — 21,00 „Vogun vinnur — vogun t-apar“. — Sveinn Ásgeirsson hag- fræðingur stjórnar síðasta þætti sínum á vetrinum. 22,05 Danslög plötur). 01,00 Dagskrárlok. Múnudugur 13. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Um meðferð dráttaiwéla (Þórður Runólfsson öryggismálastjóri). 18,30 Tónlist- artími barnanna (Jón G. Þórarins- son kennari). 19,00 Þingfréttir. —■ Tónleikar. 20,20 Á förnum vegi. — 20.30 Einsöngur: Rita Streich syngur, við undirleik hljómsveitar (plötur). 20,50 Um daginn og veg inn (Jónas Sveinsson læknir). — 21,10 Tónleikar (plötur). — 21,30 Utvarpssagan: „Ármann og Vil- dís“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XII. Höfundur les). — 22,10 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttárritári). 22,30 Kammertónleikar (plötur). 23,05 Dagskrárlok. , MJVRKJVDURIIUIU Laugaveg 89. MOHAER kápur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.