Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 14
14 MORGinSULAÐIÐ Sunnudagur 12. aprll 195$ Til byggingar togara, flntningashipa o.s.frv. i þý/.k- um skipasmíðastöðvum getum vér útvegað yður fjármagn gegn ríkistryggingu. Bréfaskriftir: enska, norska, þýzka. Dr. Kiein & Co. Gmbll., Liibeck, Fostfach. Vor- og sumarfataefni nýkomin. VlfifÖS fiUBBRAWSSON & CO. Vesturgtöu 4. Klæðskerar hinna vandlátu. DAGSTOFUSETT ARMSTÓLASETT SVEFNSÓF AR tveggja manna SVEFNSÓFAR eins manna Bólstrun ÁSCRÍMS LÚÐVIKSSONAR Bergstaðastræti 2 — Sími 16807. AUGLYSIIMG um skatt á stóreignir Skattur á stóreignir skv. lögum nr. 44/1957 féll í gjald- daga 16. ágúst s.l. Gjaldendur, sem greiða eiga kr. 10.000.00 eða minna í skatt á stóreignir, skulu greiða skattinn í pcningum og skal þeirri greiðslu lokið 15. þ.m. Gjaldendur, sem greiða eiga yfir kr. 10.000.^1 skatt á stóreignir og skilað hafa tilboðum um veð til skatt- stofu Reykjavíkur, hafa heimild til að greiða með eigin skuldabréfum — til allt að 10 ára, tryggðum með veði í hinum skattlögðu eignum — þann hluta skattsins, sem eftir verður, þegar þeir hafa greitt í peningum fyrstu kr. 10.000,00 og a.m.k. 10% af eftirstöðvunum, enda hafi sú greiðsla farið fram fyrir 15. þ.m Gjaldendum skattsins í Reykjavík ber að greiða fram- annefndar peningaupphæðir til tollstjóraskrifstofunnar fyrir áðurnefndan tíma, en gefa út skuldabréfin hjá skattstjóra eftir tilkvaðningu hans. Reykjavík, 10. apríl 1959. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli. — Rvíkurbréf Framh .af bls. 13 eitt mesta hneyksli, sem gerzt hefur í íslenzkri blaðamennsku. Þar var með móðgandi myndum birt greinin illræmda: „Ráðast íslenzkar stúlkur til starfa við enskan næturklúbb?“ Skrif fjarlægari íslenzkri bændamenningu hafa sennilega aldrei sézt í íslenzku blaði. — Timinn hefur í yfirklóri sínu reynt að láta líta svo út sem þarna væri ekki um annað eða verra að ræða en venjulegar 3. síðu greinar hans sjálfs, eða þær greinar, sem blaðið af lítilli sanngimi i annara garð telur vera svipaðs eðiis í öðrum blöð- um. Sem betur fer á ekkert ann- að íslenzkt dagblað sér sams kon- ar feril í þessum efnum og Tím- inn. Auðvitað er enginn fullkom- inn í þessum efnum frekar en öðrum. Viðbúið er að stundum slæðist sitthvað með, sem vafa- samt gildi hefur. Kaupfélagsstjóra- frúin og Tíminn Ekkert íslenzkt blað hefur jafn markvisst og Tíminn sótt eftir því að vitna til hinna lægstu hvata í skrifum, eftir fyrirmynd erlendra sorpblaða. Skrifin að undanförnu sýna, að því fer fjarri að Tíminn skammist sín fyrir þetta eða skilji, hversu var- hugavert atferli hans er. Hann hrósar sér einmitt af skömmun- um og telur sunnudagsgreinina vera alveg sama eðlis og annað sem birzt hefur. Óþverraskrif Tímans er engin nýjung. Fyrir nokkrum árum hafði kona kaupfélagsstjóra úti á landi, sanntrúuð Framsóknar- AUGLÝSIIMG Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavík skal vakin á því, að frestur til að skila framtali til skattstofunnar um söluskatt og útflutningsgjald fyrir 1. ársfjórðung 1959, svo og farmiðagjald og iðgjaldaskatt samkv. 40. — 42. gr. laga nr. 33 frá 1958, rennur út 15. þ.m. Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skattinum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunnar og af- henda afrit af framtali. Reykjavík, 10. apríl 1959. SKATTSTJÓRINN I REYKJAVlK. TOLLSTJÓRINN I REYKJAVlK. Kaupið abeins ÖNDVECISHÚSGÖCN ÖIMDVEGI HF. Laugavegi 133 — Símar: 14707, 24477. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu MÁLVERK næst Þeitr, sem ætla að selja málverk á næsta málverkauppboði, eru beðnir að láta vita um það sem fyrst. — Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar Austurstræti 12 — Sími 13715. frú, það fyrir fasta reglu að klippa út tiltekna síðu úr Tím- anum og fleygja henni í sorp- tunnuna áður en maður hennar kæmi heim, til þess að hann þyrfti ekki að sjá ósómann, sem þar stæði. Hvort sem það var þessi sama frú eða önnur, þá bar það við á flokksþingi Fram- sóknar nú að þar reis upp kona og fann að sorpskrifum Tímans. Þá tók til máls einn af ráðamönn- um Tímans og sagði að sorp-síð- an ætti ekki að vera aðeins ein á hverjum degi heldur þyrftu þær að vera tvær. Þar með væri því máli lokið! Þeir, sem ábyr^ð- ina bera Það er sorglegt dæmi litil- mennsku, að nú skuli reynt að koma ábyrgð af þessu síðasta hneyksli yfir á ungan blaða- mann við Tímann. Ábyrgðin hvílir ótvírætt á þeim, sem völd- in hafa haft yfir blaðinu, og lát- ið hafa afskiptalaust í hvaða átt stefnt hefur verið. Ef hinir fínu menn, sem í blaðstjórn Tímans eru, Guðbrandur Magnússon, fyrrverandi Áfengisverzlunar- forstjóri, Hilmar Stefánsson, bankastjóri, Rannveig Þorsteins- dóttir, fyrrverandi alþingismað- ur, Vilhjálmur Þór, aðalbanka- stjóri, Sigurjón Guðumndsson, framkvæmdastjóri Freyju, Er- lendur Einarsson, framkvæmda- stjóri SÍS, Eysteinn Jónsson, fyrrv. menntamálaráðherra, Her- mann Jónasson, fyrrv. forsætis- ráðherra og Ólafur Jóhannesson, prófessor, hefðu viljað bæta Tím- ann, þá hefðu þeir að sjálfsögðu gert það. Þeir hafa horft á meðan látlaust hefur sigið á ógæfu- hlið, ekki einungis á sorpsíðunni, heldur í skrifum blaðsins yfir- leitt. Hið látlausa persónuníð og algera virðingarleysi fyrir stað- reyndum hefur stöðugt magnazt, í stað þess að úr því væri dregið. Hvernig eiga starfsmennirnir að vanda skrif sín, þegar höfuð- paurarnir ýmist sjálfir ráða versta ósómanum eða láta hann afskiptalausan í þeirri trú að með því geti blaðið ginnt ein- hverja til að kaupa sig? Fórnarlömb Framsóknar Ekki er nýtt, að Framsókn leiti að fórnarlömbum, þegar í óefni er komið. Svo virðist nú eiga að fara að hjá Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi og Olíufélag- inu h.f. Fram hjá engum hefur farið, að þar hefur síðustu árin sitt hvað við borið, sem ætti að vera með öðrum hætti. Hinir raunverulegu valdamenn hafa látið þetta afskiptalaust, þó að það hafi að sjálfsögðu ennþá síð- ur farið fram hjá þeim en öðr- um, að þarna var eitthvað meira en lítið bogið við. Nú eru höfð forstjóraskipti án þess að nokk- ur skýring sé gefin. Sá leikur hefur of oft verið endurtekinn af þessum háu herrum til þess að hann blekki nokkurn að þessu sinni. Þeir, sem taka vildu dýrð- ina, verða nú að taka ábyrgðina á því, sem þeir vissu, að bak við duldist. En vissulega er það lærdómsríkt, að í dag heldur Tím inn því fram, að Sjálfstæðismenn hafi í rauninni ráðið öllu í þess- um tveim félögum, jafnframt því, sem hann verður að játa, að „SÍS og kaupfélögin eiga 55,7%“ hlutafjárins! 10 -15% afsláttur af öllum loftljósum, veggljósum og borðlömpum .... .... , . ,, ^ x Vela- og raftækjaverzlunm ht. til mánaðamóta Bankastræti 10 — Sími 12852

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.