Morgunblaðið - 21.04.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 21.04.1959, Síða 1
24 siður 46. árgangur Þriðjudagur 21. apríl 1959 Prentsmiðja MorpunblaðstaOi Önnur umræða fjárlaga á Alþingi: Stöðvunarstefnan markar fjár- lagaafgreiðsluna - Ekki dreg- /ð úr nauðsynjaframkvæmdum Eysteini svo mikið i mun oð bera af » sér sakir oð hann beid ekki eftir að fjármálaráðherra talaði ÖNNUR umræSa um fjárlagafrumvarp fyrir árið 1959 fór fram í sameinuðu Alþingi í gær. Hófust umræður um fjárlögin um kl. 2 síðdegis í gær og var ekki lokið er blaðið fór í prentun, en gert var ráð fyrir, að umræðunni lyki í nótt. Eins og áður hefur verið skýrt frá, skilaði fjárveitinganefnd áliti í þrennu lagi. Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn skiluðu sameiginlegu áliti, en Alþýðu- bandalagsmenn og Framsóknarmenn nefndarálitum hvor í sínu lagi. Magnús Jónsson hafði framsögu af hálfu 1. minnihluta nefndar- innar, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmanna. Flutti hann ítarlega og skilmerkilega ræðu þar sem hann gerði grein fyrir afgreiðslu fjárlaga, sem dróst að þessu sinni vegna stjórnarskiptanna og vegna þess, að fjárlagafrumvarp var ekkert undirbúið í tíð fyrr- vcrandi stjórnar, enda engin samstaða um lausn efnahagsmál- ann innan V-stjórnarinnar. Samkomulag Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefði markazt af því, að stöðva skriðu dýrtíðar- innar og leiða þróun efnahagsmálanna í jafnvægisátt. Þessi stefna hefði markað afgreiðslu fjárlaganna, en þó hefði verið lögð áherzla á að draga ekki úr nauðsynjaframkvæmdum. Ræða Magnúsar Jónssonar er birt í heild inni í blaðinu. Karl Guðjónsson, íormaður fjárveitinganefndar, hafði fram- sögu fyrir 2i. minnihluta nefnd- arinnar, fulltrúa Alþýðubanda- lagsins. Skýrði hann frá því, að enda þótt alger samstaða hefði verið í fjárveitinganefnd um margar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið, hefði nefnd- in þó skipzt, er kom til afgreiðslu á tillögum stjórnarstuðnings- manna um tekjuáætlun og lækk- unartillögur á útgjaldaliðum. Karl Guðjónsson kvað Alþýðu- bandalagið mundi styðja þær til- lögur Sjálfstæðismanna og Al- þýðuflokksmanna, að 25 milljón kr. greiðsluafgangi frá fyrra ári yrði varið til að mæta útgjöld- um þessa árs og að tekjuáætlun fjárlaga yrði hækkuð um 68,6 milljónir. Stefnumunur Alþýðu- bandalagsins og stuðningsflokka stjórnarinnar væri í því fólgin, að Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn vildu lækka fram- lög til opinberra framkvæmda, en hin almenna tillaga Alþýðu- bandalagsins væri ekki varðandi almenna framkvæmdaliði, heldur varðandi rekstur ríkisstofnana. Legði Alþýðubandalagið þann- ig til, auk tillagna við einstaka liði, að stjórnarráðið, utanríkis- þjónustan, dómgæzlan, lögreglu- stjórnin og toll- og skattstofnan- irnar færi niður kostnað sinn að meðaltali um 5% og spari þann- ig þjóðinni 6 milljónir kr. Væri í þessu skyni lagt til, að sendi- ráðin í Ósló, Stokkhólmi, Lond- Framíh. á bls. 2. Órólegar kosningar ALSÍR, 20. apríl. NTB-Reuter: — Gaullistaflokkurinn UNA tryggði sér 14 af 75 meðlimum borgar- stjórnarinnar í Algeirsborg á sunnudaginn var. Fékk hann því jafnmarga menn kjörna og öfga- flokkur þjóðfylkingarinnar í Alsír, sem berst fyrir því að land ið verði innlimað í Frakkland. Þjóðfylkingin er andvíg stefnu de Gaulles í Alsír-málum. í dag hófust í Alsír kosningar í bæjum og þorpum, þar sem íbúar af evrópsku bergi brotnir eru færri en þúsund. Munu þær standa fram á sunnudag, og verða þær látnar fara fram á afmörk- uðum svæðum í einu, svo að ör- yggishersveitirnar geti verndað kjósendur og varið kjörstaði. Fyrsti dagur kosninganna kost- aði 18 manns lífið, en auk þess særðist fjöldi manns vegna sprengjutilræða víðs vegar um landið. Sendiherronn slnpp naumlegn PANAMA CITY, 20. apríl. — NTB-Reuter. —• Skipið, sem flutti fyrrverandi sendiherra Panama í Lundúnum, dr. Ao- berto Arias og kona hans, hina heimsfrægu brezku balletdans- mey, Margot Fonteyn, slapp í dag til Bilboa eftir að stjórnarvöld- in í Panama höfðu sent út hand- tökutilskipun á Arias. Balboa er undir lögsögu Bandaríkjastjórnar við Panamaskurðinn. í fyrstu var ekki vitað að Arias væri á skipinu, þegar það lenti í Balboa. Samkvæmt AFP-frétt sendi ríkisstjórnin út stóran her- styrk til að stöðva skipið, en Arias var grunaður um að standa í sambandi við byltingarhreyf- ingu, sem reynt hefur að ná völd- um í Panama. Leitin að skip- inu hófst eftir að þrír fiskimenn höfðu sagt frá því, að þeir hefðu orðið vitni að því að miklum vopnabirgðum var komið í land í Panama frá skipinu, sem Arias var á. Nákominn vinur Arias var handtekinn eftir að vopnabirgð- ir fundust á heimili hans. Christian A. Herter. Kjartan J. Jóhannsson Byltmgarforin*- inn drap sig LA PAZ, 20. apríl. — NTB-AFP. — Foringi sósíalistísku falang- istahreyfingarinnar í Bolivín, Oscar Unsage de la Vega, og einn af lífvörðum hans frömdu sjálfsmorð eftir misheppnaða byltingartilraun um helgina. —■ Samkvæmt fréttum Bólivíu- stjórnar var uppreisnin bæld nið- ur á tæpum degi án hjálpar hers- ins. Allt er með kyrrum kjörum í landinu, og samt hefur verið lýst yfir hernaðarástandi. Kjartan J. Jóhonnsson, irombjóð- ondi Sjólfstæðismnnna d ísnfirði ÍSAFIRÐI, mánudag. — Á fjölmennum fundi fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna á ísafirði, sem haldinn var fyrir skömmu, va* einróma samþykkt að skora á Kjartan J. Jóhannsson, alþingis- mann, að vera í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér á ísafirði við alþingiskosningar í sumar. Hefur hann fallizt á að verða við þessari áskorun og er framboð hans því ákveðið. Kosinn á þing árið 1953 Kjartan J. Jóhannsson var fyrst kosinn á þing fyrir Isa- Herter skipaður ufan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna AUGUSTA, Georgia, 20. apríl. — NTB-Reuter. Eisenhower Banda- ríkjaforseti tilkynnti á laugardag- inn, að hann hefði valið Christian . Herter i embætti utanríkisráð. herra, en hann hefur verið að- stoðarutanrikisráðherra undanfar in tvö ár og gegnt embætti utan- ríkisráðherra í forföllum Dulles- ar, sem þjáist af alvarlegu krabba meini. í dag lagði forsetinn tillögu sina um útnefningu Herters form lega fyrir öldungadeildina en sam kvæmt stjórnarskrá Bandaríkj- anna verður öldungadeildin að samþykkja útnefninguna, áður en hún tekur gildi. Utanríkismálanefnd öldunga- deildarinnar hefur verið kvödd saman til fundar á morgun til að afgreiða málið, og er búizt við að sú afgreiðsla taki stutta stund. fjarðarkaupstað árið 1953 meS miklu fylgi kjósenda. Hefur hann síðan verið þingmaður kaupstaðarins og reynzt hinn ötulasti málssvari bæjarbúa á Alþingi. Nýtur hann mikils og vaxandi trausts í bænum. Munu ísfirðingar hafa hug á að gera kosningu hans sterkari en nokkru sinni fyrr í kosningunura í sumar. — Fréttaritari Sfefán Jóhann sendi• herra í Tyrklandi HINN 18. apríl sl. afhenti Stefán Jóhann Stefánsson Tyrklandsfor- seta trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra fslands í Tyrklandi með að setri í Kaupmannahöfn. - (Frá utanríkisráðuneytinu). Heimköllun sendiherra íslands hjá NATO og í Lon- don vekur athygli KAUPMANNAHÖFN, 20. apríl. — Einkaskeyti til Mbl. — Lundúnafréttaritari danska blaðsins „Politiken“ skýrir frá því, að það sé almennt álit manna, að sambandið milli íslands og Bretlands hafi versnað verulega eftir hina harðorðu orðsendingu Breta, sem var birt í gær, þar sem Bretar neita að senda Fleet- wood-togarann „Carella“ aft- ur til Islands, svo íslenzkur dómstóll geti fjallað um mál hans. Stjórnmálafréttaritari „Daily Telegraph“ telur senni legt að orðsendingin geti leitt til þess, að sljórnmálasam- band landanna verði rofið, a. m. k. á þann hátt að sendi- herrar landanna verði ekki sendir aftur til starfa. Blaðið skýrir frá því að sendi- herra Íslandsí Lundúnum fari heim á þriðjudag (21. apríl) og sendiherrann hjá Atlantshafs- bandalaginu fari einnig heim til íslands, sennilega til að ræða við ríkisstjórnina um næsta skref sem taka beri vegna hinna sí- felldu brota Breta innan íslenzkr ar fiskveiðilögsögu. o o o Mbl. sneri sér í gær til Bjarna Guðmundssonar blaðafulltrúa og spurðist fyrir um það, hvað ut- anríkisráðuneytið hefði um frétt- ina að segja. Ilann kvað dr. Kristin Guðmundsson sendi- herra í London koma heim í dag (þriðjudag) samkvæmt ósk utan- ríkisráðuneytisins til viðræðna við ríkisstjórnina. Hans G. And- ersen sendiherra hjá NATO hefði komið til landsins um helgina, en hann sótti afmælisliátíð At- lantshandalagsins í Washing- ton og kom hér við á Ieiðinni til Parísar samkvæmt ósk utanríkis- ráðuneytisins. Þegar þessi um- mæli blaðafulltrúans voru borin undir Guðmund t. Guðmundsson utanríkisráðherra kvað hann engu við þau að bæta. Hér væri um að ræða venjulega heim- kvaðningu sendiherranna til við- ræðna um ýmis mikilvæg mál- efni. Þriðjudagur 21. april. Efni blaðsins m.a.: Bls. Kirkja Óháða safnaðarins. — 6: Eimskip flutti 225 þús. smál. si. ár. Áburðarverksmiðjan framleiddi 89 þús. tonn af kjarna. — 8: Bókaþáttur „í kompaníi við al- lífið“. — 10: Berlín — Tveir heimar austuri og vesturs. — 11: Margvísleg verkefni í málefn- um öryrkja. — 12: Forystugreinin — „Fjárlögin á lokastigi“. „Ég vil lifa“ — harmasaga Barböru Graham. — 13: Ræða Magnúsar Jónssonar við umræður um fjárlög á Alþingi. — 15: Hlustað á útvarp. Ályktun landsfundar um kirkja mál og áfengismál. ★---------------------------*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.