Morgunblaðið - 21.04.1959, Síða 10
MORCUNBLAÐ1Ð
Þnðjudagur 21. apríl 1959
10
Ber I í n
Tveir heimar austurs og vesturs
FYRIR nokkru sagði Krúsjrff
einræðisherra Rússlands í ræóu,
er hann flutti:
„Vestur-Berlín er cins og
krabbameinscind á sósialisku
ríkjunum. Þaff er óþolandi og
verffur að uppræta það“.
★
Nokkrir mánuðir cru síðan
Rússar hófu nýju herferð gegn
Vestur-Berlín. Þeir hafa komiff
fram með ýmsar nýjar tillögur
í því efni, eins og að fela austur
þýzku kommúnstastjórninni völd
in á flutningaleiðum til borg-
arinnar, aff setulið Vesturvcld-
anna skuli flutt á brott þaðan,
að borgin verði gerð að vopii.
Iau.su borgríki. Öllum þessum til-
lögum er það sameiginlegt, að
Rússar vilja einangra borgina og
gera hana varnarlausa.
Á sama tíma hafa kommúnistar
í Austur-Þýzkalandi efnt til her-
sýninga á hinu gríðarstóra Karl
Marx-torgi í Austur-Berlín, þar
sem þýzkur kommúnistaher hef-
ur þrammað á gæsagangi grár
fyrir rússneskum járnum.
★
Þetta er ekki í fyrsta skipti,
sem kommúnistar reyna að kúga
Vestur-Berlín til hlýðni og hrifsa
hana til sin eins og hverja aðra
bráð. Hatrömmustu tilraunina
gerðu þeir 1948—48, þegar þeir
ætluðu að svelta borgarbúa til
hlýðni. Þeir settu algert sam-
göngu og flutningabann á borgina
og þar sem matvælaframleiðsla
er lítil sem engin í þéttbýlinu
hefði það haft í för með sér
hungur og mannfelli, ef Vestur-
veldin hefðu ekki gripið til þess
ráðs að hefja stórfellda flutninga
í lofti til borgarinnar á hvers
konar vistum.
Hótanir Rússa að þessu sinni
er enn alvarlegri, því að þeir
hafa jafnvel verið með ógnanir
um aff beita hervaldi til að upp-
ræta þetta „krabbamein“, sem
þeir kalla svo.
★
Þegar heimsstyrjöldinni sið-
ustu lauk, var svo ákveðið að
stórveldin fjögur, Bandaríkin,
Bretland, Frakkland og Rúss-
Iand skyldu sameiginlega her-
nema Berlín, höfuðborg Þýzka-
lands. Fluttu Vesturveldin her-
námslið þangað, en seldu Rúss.
um í staðinn í hendur stór lands-
svæðið í Saxlandi og Þyringa-
landi, sem þeir höfðu tekið í loka
þætti styrjaldarinnar. Var Berlín
skipt milli fjórveldanna í fjögur
afmörkuff hernámssvæði.
Stórveldin hétu því í samning-
um um hernám Berlínai að hafa
ekki afskipti af stjórnmájum íbú-
anna, að öðru leyti en því, að
uppræta nazismann.
Þetta loforð sviku Rússar. Við
bæjarstjórnarkosningar í Berlín
kom í ljós að Jafnaðarmenn og
Kristilegi lýðræðisflokkurinn
höfðu mest fylgi. En Rússar ætl-
uðu að beita valdi til að fela
minnihlutaflokki kommúnisla öll
völd. Reyndu þeir að þröngva
jafnaðarmönnum í alþýðufylk-
ingu þar sem komm;nistar liöfðu
öll völd. Til þess að koma sínum
vilja fram, hófu Rússar fjölda-
hantökur og hverskyns ofsóknir.
Leiddi það brátt til þess að borgin
skiptist 1947 í tvö aðgreind svæði
Austur- og Vestur-Berlín, eins og
sést greinilega á uppdrættinum
af borginni hér fyrir ofan.
★
Sitt hvoru megin við marka.
línuna milli Austurs- og Vesturs
sem liggur í hlykkjum frá norðri
til suðurs yfir miðja borgina, hafa
siðan þróazt tveir gerólíkir heim-
ar. í Austur-Berlín sitja rúss-
neskir leppar við völd, sem hafa
aldrei þorað að leita álits þjóð-
arinnar á gerðum sínum með
frjálsum kosningum. Stórir borg
arhlutar liggja enn í rústum og
húsaruðningarnir enn ekki verið
hreinsaðir til. Á hverju strái eru
öryggislögreglumenn, sem fram-
kvæma handtökur og flytja póli-
tíska andstæðinga í fangabúðir.
Þar varðar margra ára fangelsi
að hafa dagblað frá Vestur-Berlín
í vasa sínum. Stræti borgarinn.
ar eru næstum auð og tóm, bif-
reiðaumferð sama og engin nema
helzt rússneskir herbílar. Ugg-
vænleg þögn ríkir yfir öllu. Eina
tilbreytingin er á hátíðisdögum
kommúnista, þá eru haldnar her-
sýningar á Karl Marx-torgi. Þar
ganga fylktu liði jafnvel konur
og börn úr deildum kommúnista,
vopnuð smávélbyssum og rifflum.
★
í Vestur-Berlín lifir 214 millj.
íbúa við vestræna siðmenningu
og vestrænt frelsi. Þar er allt á
ferð og flugi. Sífelldur straumur
fólksbíla um öll stræti. Fyrir
löngu er búið að græða sárin eftir
styrjöldina og nýtízkuleg íbúðar-
hverfi halda áfram að rísa upp
út um alla borgina. Þar hafa ver-
ið byggð leikhús, sjúkrahús, nýr
háskóli, gistihús og skemmtistað-
ir. Á hverju ári kemur þangað
fjöldi skemmtiferðafólks frá
Vestur.Evrópu. f stríðslok rúðu
Rússar allar verksmiðjur borgar-
innar að vélum. Nú hafa verk-
smiðjurnar risið upp aftur hálfu
stærri en áður, raftækjaiðnaður,
eins og Siemens og AEG, dísil-
vélar eins og Mercedes og einn
fullkomnasti vélaiðnaður og ná-
kvæmnis tækjaiðnaður Evrópu.
En það eru fleiri en skemmti-
ferðamenn sem koma til Vestur-
Berlínar. Austan að stendur stöð-
ugur straumur flóttafólks, þús-
undir manna á hverjum einasta
mánuði, stundum tugir þúsuna.
Það er fólk, sem hefur ætlað sér
þrátt fyrir allt að reyna að
þrauka á sínu feðraláði austan
járntjalds, en gefizt upp, vegna
þess að það átti yfir sér hand-
töku, fangelsun og dauða. Það
er breytilegt hvernig hópar flótta
mannanna eru skipaðir. Eitt árið
stóð yfir eignarnám í landbún.
aðinum, þá voru flóttamennirnir
í miklum hluta bændur. Annað
árið voru kommúnistar að herða
tökin yfir skólafólkinu, þá voru
flóttamennirnir kennarar, mennta
skólanemar ogstúdentar.
Síðustu árin hafa hvað eftir
annað staðið yfir hreinsanir í
sjálfum kommúnistaflokki Aust-
ur-Þýzkalands. Þá fundust meðal
flóttamannanna gamlir kommún-
istar, sem voru að bjarga lífi sínu
á síðustu stundu.
V-Berlín hefir tekið opnum
örmum við öllum þessum skara
allslausra flóttamanna, sem liöfðu
orðið að skilja eftir allt sitt, ef
þeir aðeins gætu bjargað lífinu.
Það er þetta, sem er kommún-
istum svo mikili þyrnir í augum,
svo og allur hinn táknræni sam-
anburður milli Austurs og Vest-
urs, sem er svo skýr í Berlínar
borg.
VesturBerlín er hinum undir-
okuðu Austur-Þjóðverjum, jafn-
vel öllum kúguðum þjóðum Aust-
ur-Evrópu táknrænt vonarljós.
Hún er einangruð 150 kílómetra
fyrir austan járntjaldið, en hún
býður kommúnistum byrginn.
Þess vegna kalla kommúnistar
hana krabbamein og vllja upp-
ræta liana.
★
En Vestur-Berlín verður aldrei
yfirgefin. Að sið kommúnista vill
Krúsjeff strika línur út af landa-
bréfi án þess að spyrja fólkið og
íbúana um vilja þess. En þó Vest-
ur-Berlínarbúar skiptist í marga
flokka er vilji þeirra þó einn, að
þeir hafna kommúnismanum eftir
persónulega reynslu af honum.Og
vestrænar þjóðir hafa lýst því
einróma yfir á ráðstefnum NATO,
að 2,500,000 ibúar borgarinnar
verða ekki framseldar ógnar-
stjórn kommúnista.
Fatnaði stolið frá
Þjóðdansafélaginu
í FYRRINÓTT var brotizt inn í
þurrkhjall við Klapparstíg. Hékk
þar mikið af þvotti, sem var eign
Þjóðdansafélags Rvíkur, og var
öllum þvottinum stolið. Var hér
um að ræða skyrtur, blússur,
millipils og sokka, og höfðu þjóí-
arnir hvert tangur og tetur á
brott með sér, eins og áður segir.
Höfðu þeir sprengt upp hengilás,
sem var fyrir hurðinni.
Búningar Þjóðdansafélagsins
eru mjög fallegir og vandaðir, og
er mikið tjó'n að því fyrir félagið
að tapa þeim. Þeir, sem gætu
gefið einhverjar upplýsingar varð
andi stuldinn, eru beðnir að hafa
þegar samband við rannsóknar-
lögregluna. Þess má að lokum
geta, ef það kynni að geta orðið
til leiðbeiningar, að fatnaðurinn
er allur hvítur, og skyrturnar eru
ekki með flibbum.