Morgunblaðið - 21.04.1959, Page 11

Morgunblaðið - 21.04.1959, Page 11
T>ri('Siuclan,m- 91 apríl 1959 MORCUNBLAÐIÐ 11 Margvísleg verkefni í málefnum öryrkja Pæða Gunnars Thoroddsen á Alþingi um nefndarkosningu um oryrkjamál Á FUNDI sameinaðs Alþingis sl. miðvikudag var tekin til fyrri umræðu tillaga til þingsályktun- ar um kosningu milliþinganefnd- ar um öryrkjamál. Fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar, Gunnar Thoroddsen, 6. þingmaður Reyk. víkinga, hafði framsögu fyrir henni og mælti á þessa leið: Gunnar Thoroddsen: Herra for- seti. í sambandi við umræður um frv. til laga um íramlengingu á vöruhappdrætti Sambands ísl. berklasjúklinga, var allmjö'g rætt um öryrkjamálin í heild. í fjá- hagsnefnd Ed. voru meðal annars fengnar umsagnir og upplýsingar frá ýmsum félögum öryrkja. Um leið og ákveðið var af n. að mæla með frv., urðu nefndarmenn allir sammála um að flytja hér í sam- einuðu þingi till. til þál. um kosn- ingu milliþingan. um öryrkjamál, Ég skal ekki fara ýtarlega út i þessi mál að þessu sinni, aðeins stikla á stóru. Hér eru til nokkur félög, sem vinna að öryrkjamálum, Sam- band isl berklasjúklinga, sem unnið hefur þrekvirki á þessu sviði, meðal annars við byggingu og starfsemi Reykjalundar, Styrkt arfélag lamaðra og fatlaðra, I Blindrafélagið, Blindravinafélag- j ið, Sjálfsbjargarfélögin sem eru j félög fatlaðra, og ennfremur fé- lagið Heyrnarhjálp. Þessi félög hafa unnið mjög merkilegt starf. Gerðar hafa verið tilraunir til þess að stofna samtök öryrkja- félaganna um land allt, en ennþá hefur það ekki tekizt. Hins vegar er mikil nauðsyn á því, að mál þetta sé tekið til heildarathugun- ar og reynt að samræma alla starfsemi í þessum efnum. Ég skal aðeins nefna hér nokk- ur hin helztu viðfangsefni og verkefni, sem athuga þarf í sam- bandi við öryrkjamálin. í fyrsta lagi er brýn nauðsyn að hafa starfandi rannsóknarstöð, sem rannsakar vinnuhæfni öryrkj anna, þ. e. a. s. gerir, með aðstoð lækna, sálfræðinga og annarra sérfræðinga, rækilega athugun á því, hvers konar starf muni helzt vera við hæfi hvers einstaks ör- yrkja. í nánu sambandi við þetta standa leiðbeiningar til öryrkj- anna um val á starfi eða námi, sérstaklega ef um ungt fólk er að ræða. í þriðja lagi koma vinnulækn- ingar. í fjórða lagi vinnustofur og verkstæði, sem hafa það hlutverk að endurþjálfa til vinnu þá, sem misst hafa að einhverju leyti orku sína. Yfirlæknirinn í Reykjalundi tjáði okkur í n., að yfirleitt mundi það vera eitt til tvö ár, sem ör- yrkjar þyrftu að vera á slíkum vinnustofum til þjálfunar og kennslu, áður en þeir gætu hafið að nýju eðlilegt starf í hinu frjálsa athafnalífi. Auk þess eru slíkar vinnustofur nauðsynlegar fyrir þá öryrkja, sem heilsu sinn- ar vegna geta ekki farið út í hið frjálsa athafnalíf, en verða að vera áfram á slíkum stofnunum. 1 fimmta lagi má nefna vinnu- heimili, þaT sem öryrkjarnir geta einnig átt heima. Á þetta m. a. við þá sem heilsu sinnar vegna getu ekki sótt langt á vinnustað og þurfa því að hafa svipaða að- stöðu, eins og er á Reykjalundi. í sjötta lagi má nefna hina brýnu nauðsyn lamaðra og fatl- aðra að greiða fyrir smíffi tækja og gervilima. Þó að hér séu til færir menn á því sviði, þá er þörfin svo mikil, að þeir geta hvergi nærri annað eftirspurninni og verða sumir öryrkjanna að bíða jafnvel eitt til tvö misseri eftir að fá hina nauðsynlegustu gervilimi. Hér þarf að bæta úr, bæði með því að fá fleiri sérfræð- inga og með kaupum hinna nauð- synlegustu tækja til slíkrar fram. leiðslu. í sjöunda lagi má nefna vinnu- miðlun. í reglugerð um Ráðning- arstofu Reykjavíkurbæjar 1954 og í hina almennu reglugerð ríkis- ins um vinnumiðlun frá 1956 voru tekin upp ákvæði um að vinnumiðlunarstofur eiga m. a. eftir föngum að útvega öryrkjum atvinnu. í áttunda lagi þarf að skipuleggja sem bezt lánastarf- semi fyrir öryrkjana. Margir þeirra geta stundað vinnu, ef þeir fá fyrirgreiðslu með hagkvæm- um lánum til að kaupa sér nauð- synleg tæki og koma þannig s;álí ir undir sig fótunum. í níunda lagi er margvisleg félagsleg fyrirgreiffsla, sem ör- yrkjunum er nauðsynleg, svo sem húsnæði og fjölmargt fleira. Og í tíunda lagi vil ég nefna það, með hverjum hætti megi afla fjármagns til allra þessara marg- háttuðu verkefna. Samband ísl- berklasjúklinga hefur með vöru- happdrættinu í undanfarin ára- tug aflað mikils fjár og byggt fyrir það Reykjalund með sínum miklu og glæsilegu vistarverurn og ágætu verkstæðum. Sum önn- ur samtök öryrkja hafa fengið að- stöðu til vissrar fjáröflunar, t. d. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra nokkurt álag á eldspýtustokka. 1952 samþykkti Alþingi lög um erfðafjársjóð, en hlutverk hans er „að veita lán og styrki, til þess að koma upp vinnuheimilum, vinnustofum, og vinnutækjum fyrir öryrkja“. Þessi sjóður mun nú vera um 5,3 millj. kr., en úr honum hafa ekki verið veittar nema 800 þús. kr., þannig að handbært fé sjóðsins var um sl. áramót vera um 4Vz millj. kr. Hér er því töluvert fjármagn fyrir hendi, sem nota má í þessu skyni. Auk þess bætist árlega álitleg fúlga í þenna sjóð. Þetta eru nokkur meginatriði, sem taka þarf til athugunar og sem verða verkefni þeirrar milli- þinganefndar, sem ég vænti að hæstv. Alþ. fallist á að kjósa. Um tölu öryrkja á íslandi liggja ekki fyrir nákvæm gögn. Vafa- laust eru þeir ekki undir 2000, og er það vissulega mikilsvert, bæði fyrir þá sjálfa og fyrir þjóð- félagið í heild, að nýta sem bezt þá orku, þá vinnugetu, sem þeir hafa eða geta endurheimt með skynsamlegri þjálfun, kennslu og öðrum aðgerðum hins opinbera. Ég legg til, að þessari till. verði vísað til síðari umræðu og hátt- virtrar fjárveitinganeíndar. AlSf á sama stað Hjólbarlsr m 590x13 500x14 500x15 550x15 560x15 590x15 650x15 700x15 710x15 700/760x15 800/820x15 MICHEIIN BARUM 500x16 525x16 600x16 650x16 750x16 165x400 450x17 550x18 700x20 750x20 900x20 1100x20 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er Eglll VilhjáimssoB hf. Laugaveg 118, sími 2-22-40 (JTBOD Tilboð óskast í mótasmíði á 245 fermetra húsi, sem er kjallari og 4 hæðir. Upplýsingar (ekki í síma) gefnar á skrifstofu MÁLFLCTNINGSSTOFA Sigurður Reynir Pétursson hrl. Agnar Gústafsson hdl. Gísli G. Isleifsson hdl. Austurstræti 14 Sníðum og málum skilti. AUGLÝSINGA Sandblásum í gler og plast. 8. Málum á bifreiðir. SKILTAGERÐIN Ý Öll skilti frá okkur eru málm jjHraunteig l'fe .J húðuð, og eru því örugg fyrir Sími 36035 ryði. — Munið sandblásnu jluggaskiltin hjá okkur. Sendum sýnishorn. Amerísk. hjón óska eftir 3ja til 4ra herbergja íbúð Fqtt full- orðið í heimili. Upplýsingar í síma 23986. íbúðoihæð í Vesturbænum helzt Melunum, óskast til kaups. Stærð 130—150 femr — Þarf ekki að vera laus til íbúðar. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR hrl. Málflutningsskrifstofa — Fasteignasala Norðurstíg 7. Sími 19960 KYR TIL SÖLIJ Nokkrar góðar ungar kýr til sölu. Upplýsingar í síma 50830. Tíf leigu skrifstofuherbergi í Austurstræt 12. Uppl. í síma 13851. íbúð óskast Hefi kaupanda að góðri 2ja—3ja herbergja íbúð. Mikil útborgun. íbúðin þarf ekki að vera laus fyrr en í fyrsta lagi 1. okt. n.k. Uppl, gefur (ekki í simi). Jón N Sigurffsson, hæstaréttarlögmaffur Laugav. 16. Byggingarfélag verkamanna Reykjavtk Tveggja herbergja íbúð til sölu í I byggingarflokki. Félagsmenn skili umsóknum sínum á skrifstofu fé- lagsins í Stórholt 16 fyrir 25. þ.m. STJÓRNIN Czechoslovak Ceramics — Prag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.