Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 21. apríl 1959 MORGVIS’BLAÐIÐ 17 Oryg gisgæzla fliigsins vex stöðugt Rætt við Jóhann Gíslason, yfirflugumsjónar- mann, sem nýkominn e<r úr námsför ytra ÖRYGGISKERFI flugsins er margþætt orðið og alhliða ör- yggisgæzla með flugsamgöngum fer vaxandi ár frá ári. Farkost- irnir verða fullkomnari og ör- uggari, eftirlitið og stjórnin frá jörðu eykst —og fluggæzlumenn verða að ganga í gegnum æ þyngri skóla og njóta aukinnar alhliða þjálfunar í starfi. Árang- urinn er líka augljós — og kem- ur hvað gleggst fram í nýútkom- inni skýrslu IATA, alþjóðasam- bands flugfélaga, sem hefur 81 flugfélag innan sinna vébanda. Síðasta skýrsla IATA nær yfir árið 1957 og er byggð á ársyfir- liti, sem 71 flugfélag hafa gefið upp. Aðeins 15 þessara félaga urðu fyrir slysum það árið, en slysin voru alls 20 — og er það minna en nokkru sinni áður. Miðað við hina geysimiklu um- ferð í lofti á síðustu árum, er ekki annað hægt en fagna því hversu vel hefur orðið ágengt — og hin stranga öryggisgæzla í fluginu hefur borið góðan árang- Við íslendingar höfum ekki látið okkar eftir liggja. Við höf- um sýnt fullan hug á því að fylgj ast með — og lega lands okkar og mikilvægi i sambandi við Atlantshafsflugið' hefur þar bætt stöðu okkar til muna. Sakir fæð- ar okkar höfum við sjálfir ekki haft bolmagn til þess að rísa undir framkvæmdum og endur- bótum, sem nauðsynlegar hafa reynzt. En aðild okkar að al- þjóðasamtökum á þessu sviði hefur fært okkur styrkar stoðir — og það er ekki sízt þess vegna, að við höfum getað fylgzt jafn- vel með og raun ber vitni. heim frá Bandaríkjunum Jóhann Gíslason, yfirflugumsjónarmaður Flugfélags íslands, en þar stund- aði hann nám í veðurfræði og siglingafræði auk margra ann- arra greina, sem varða flugum- sjónarstarfið. — Á nám- skeiði þessu voru samtíma Jóhanni þarna flugumsjón- armenn frá 10 þjóðlöndum, því að skólar Bandaríkjamanna eru taldir þeir beztu, þeir eru kröfu- harðari á þessu sviði en aðrir. Við hittum Jóhann að máli á dögunum, hann er einn af elztu starfsmönnum flugfélagsins, réð- ist til félagsins árið 1945, þá loft- skeytamaður á fyrsta Katalínu- báti þess. Hann var í þeirri áhöfn, sem flaug þeim báti í fyrsta millilandaflugferð ís- lenzkrar flugvélar, til Kaup- mannahafnar. Með Katalínu var það 10 stunda ferð. Jóhann flýgur alltaf öðru hverju, en er annars yfirmaður flugumsjónar, eins og fyrr segir. — Og hver eru helztu störf flugumsjónar? spyrjum við. — öryggisgæzla flugumsjónar er aðallega tvenns konar: Undir- búningur og áætlun um flug — og eftirlit með vélunum meðan þær eru í loftinu. Fyrir sérhverja flugferð er samin nákvæm flug- áætlun, þó ýtarlegri fyrir ut- anlandsflug en innan. Þar verður Jóhann Gíslason Jón Boli í landheSgi Ort í tilefni af opnun verndarsvœðis brezkra togara við Sncefellsnes Enda þótt mikill hluti öryggis- gæzlu flugsins sé kostaður af hinu opinbera eða alþjóðasam- steypum, kosta flugfélögin sjálf mjög miklu til sams konar gæzlu auk viðhalds á sjálfum farkost- unum. Fyrir skemmstu kom t. d. - Hlustað á útvarp Fra>mh. af bls. 15 1936, en er oft hér heima. Ætlaði í upphafi að stúdera jarðfræði, einkum jöklafræði, en fyrri heims styrjöldin kom í veg fyrir það. Hann talaði um merkar minning- ar, svo sem „Spænsku veikina" 1918, hann kvað hana hafa verið versta í nóvember. Ég man vel það haust, það gleymist engum. Ég var einn af þeim er stóðu upp við Stjórnarráð, er sjálf- stæði íslands var tilkynnt, var það ógleymanleg stund, þar stóð hópur af fölum og guggnum mönnum, en þakklátir í lund fyr ir fengið frelsi. — ★ 100 ára afmælis dr. Jóns Þor- kelssonar þjóðskjalavarðar var minnzt 16. þ.m. með ræðu og upp- lestri. Dr. Jón var einn af þeim mönnum er settu svip á bæinn á fyrstu tugum aldarinnar, ekki mun neinn hafa verið hér í bæ. sem ekki þekkti hann í sjón. I kvæðabók hans eru mörg sígild kvæði og margt vann hann sér til frægðar. Annars hefur hans verið rækilega getið hér í blað- inu. ★ f greininni um útvarpið er kom 15. þ.m. voru nokkrar prentvill- ur. Eina vil ég leiðrétta. Þar stóð „margar aðrar þjóðir mótmæltu lögunum (um 12 m. landhelgi) og töldu þau í samræmi við alþjóð- reglur“, átti að vera „ekki í sam ræmi“ o.s.frv. — Þorsteinn Jónsson. Ægi við á íslandsgrunni oft er tvísýnn leikur háður. í stórsjó, myrkri, stormi og hríðum þar striðir þjóð sér lífs til bjargar, en útlent hervald aldrei fyrri ógnaði þar sjómannslífi. En banhungrað er brezka ljónð BOLI JÓN sem oft er kallað, liggur fram á lappir sínar, lygnir augum, blóðþyrst dýrið. Grimmt er bæði og gamalt orðið girnist bráð, þótt fækki dáðum. Hjarta þess mun hugdeigt orðið, hreysti og gömul frægð að dvína. Smálömb helzt til blóðs það bítur bezt þar sínu afli treystir, en sinn jafningja ef sér það, fornan sinakreppt í felur skríður. Tíguleiki og tign þá hækkar, tannabrot í skolti glamra, kvikuslitnar klær inn dregur kostur þess nú helzt er slægðin. Eftir bráð sér minni máttar, má það bíða unz að náttar. Af heimsveldinu er horfinn ljóminn hryðjuverkin dagleg iðja. Alls staðar samt á undanhaldi ágirnd þó við stýrið sitji. Auðvaldsstétt þó öllu ráði uppsker líkt og til hún sáði. Oft hafa Bretar íslendinga — áður rænt og stundum kúgað og fiskimið að fjörusteinum fordjarfað um alda raðir, en íslendinga að yfirskini oftast kallað sína vini. En nú hefur Bretinn lægst þó lotið launað þjónkun stríðsáranna. Vináttuna í verki sannað vígdrekum á landið stefnt og öllum landslýð bjargir bannað, að búa við sitt, sem frjálsri þjóð. Sæmir það ensku sægörpunum svivirðingu slíkri að hlýða á varnarlausum vopn sín níða með vetrarstormum ganga í lið, mót smá- þjóð, sem oft lið þeim lagði og leyst hefur marga af skipbrots- fjöl? Fáir munu og fremur trúa á friðarviljann sameinaða, ef aðilann hinn allra mínnsta arðræninginn fær að kúga, landhelgina að lítilsvirða, lög og réttinn — menninguna. Hver, sem verður banabitinn brezka ljónsins þurftarfreka, innan frá er hefndin hörðust hrokinn oft er feigðarboði. Sá dómur vofir öllum yfir, sem á yfirgangi og ránum lifir. Allt er landið umgirt hættum og enn er í reifum litla þjóðin. Bretar níðingsverk þó vinni verða þeir um heim til að svara. íslendingar eiga réttinn ef hann kunna með að fara. Og Snæfellsásinn ægifríður þá óvættinn við Nestá lítur, þó bjóði sólin bezta kossinn byrgir hann sig í þrumuskýi. Og mætti hann „Bárður“ úr því anda óvættinum mundi hann granda. Valdimar Kristófersson Skjaldartröð, Hellnum, Snæfellsnesi. að taka tillit til alls: vinda, flug- þols, þunga flugvélar o. s. frv., en meginatriðið er, að þar er áætlaður flugtími vélarinnar áætlaða flugleið, svo og tíminn milli ákveðinna staða á leiðinni. * KVIKMYNDIR + BÆJARBÍÓ: Þegar Trönurnar i'ljúga — Auk þess ber margs annars að gæta. T. d. verður að ákveða varaflugvöll áður en flugið er hafið. Verður flugvélin þá að sjálfsögðu að hafa eldsneyti til þess að fljúga frá hinum áætlaða flugvelli, ef hann lokast, til vara- vallar — a. m. k. að hafa elds- neyti til 45 mínútna flugs að auki. Ef flugleiðin er löng má reikna með að vindum sé mis- jafnlega háttað á leiðinni, sums staðar meðvindur, annars staðar mótvindur — og allt þetta verð- ur að taka í reikninginn við samn ingu flugáætlunar, sem að tölu- verðu leyti er byggð á nýjustu veðurathugunum hverju sinni. — Jafnframt því sem flugum- sjón fylgist stöðugt með flugvél- um félagsins á flugi — með milli- göngu flugumferðarstjórnar og flugturns, fylgist flugumsjón jafn an með öllum veðrabreytingum á svæði því, sem flugvélar fé- svæðum. Svo getur farið, þegar flugvél er hálfnuð á utanlands- flugleið, að lendingarskilyrði á ákvörðunarstað versni. Við lát- um flugvélina þegar vita af því og gerum viðeigandi ráðstaaf- anir. Við stöndum í stöðugu fjarritasambandi við alla þá staði heima og erlendis, sem okkur eru mikilvægir í þessu starfi. ★ — Hvaða varnagla sláip þið fyrir hreyfilbilun í flugtaki? Margir hafa sjálfsagt áhuga á að vita það. — Hámarksflugtaksþungi flug- véla er jafnan reiknaður út fyrir hvert flug — og þar verður að taka tillit til hindrana við braut- arenda, vinds, halla og lengd flugbrautar, loftþrýstings, hita- stigs og hæð flugbrautar yfir sjávarmáli. Og t. d. fjögurra hreyfla flugvélar eru aldrei hlaðnar meira en svo að þær geti hafið sig til flugs þrátt fyrir að einn hreyfill bili eftir að flugtak er hafið. Þá er reiknað með, að tveir hreyflar geti bilað samtímis á flugi — og á það heldur ekki að koma að sök. — En tveggja hreyfla flugvél- ar? — Þær geta flogið fullhlaðnar á öðrum hreyfli og ekki á nein hætta að vera á ferðum. ÞESSI rússneska kvikmynd, sem er með ensku tali, hefur verið sýndí Bæjarbíói í Hafnarfirði alllengi undanfarið. Efni mynd- arinnar er saga ungra elskenda, sem eru að því komnir að giftast. En svo skellur stríðið á og ungi máðurinn, verður að kveðja unn- ustu sína og halda til vígstöv- anna, — og þaðan kemur hann ekki aftur. — Saga þessi er harm_ saga um vonbrigði lífsins og ógnir trylltrar styrjaldar. Baráttan er ekki aðeins háð á vígstöðvunum, heldur einnig á heimilunum þar sem fólkið lifir við skort og sí- felldan ótta við árásir óvinanna, en þó einkum við stöðugan kvíða og hræðslu um örlög ástvina sinna sem daglega standa and- spænis dauða og tortímingu á víg- völlunum. Mynd þessi er mjög áhrifarík, enda ágætlega gerð og prýðisvel leikin — og sérstaklega er at- hyglisvert hversu afburðasnjöll myndatakan er. Mynd þessi er tvímælalaust ein allra bezta rússneska kvikmynd- in, sem sýnd hefur verið hér á landi. Ego. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12 laust líf hinar ungu konu og síð- an örvæntingarfulla baráttu hennar fyrir lífi sínu. — Hæst þykir leikur hennar rísa í lokin, en þrisvar er hún leidd til baka til fangaklefans — sála íð hinnar dauðadæmdu er átak m- legt. — Það hefir verið s um þessa kvikmynd, að liún só ein skarpasta ádeila á da' .efsing- ar, sem fram hefir kcmið á síðari árum. Kvikmyndahandritið var byggt á bréfum Barböru Graham og fjölmörgum blaðagreinum, sem Edward Montgomery skrifaði um þetta umdeilda mál og rannsókn- ir sínar á því. I. O. G. T. St. Dröfn nr. 55 Fundur í kvöld kl. 8,30. Kosn* ing og innsetning embættis- manna. Kosning fulltrúa á um- dæmisstúkuþing.' Hagnefndarat- riði G. M. Æ.T. Aðstoðarstúlka óskast á ljósmyndastofu. Upplýsingar á Laugaveg 30. STUDÍÓ Skrifstofusiúlka óskast til símavörzlu og annara skrifstofu- starfa, frá 1. maí n.k. Tilboð merkt: ,,4492“, sendist afgr. Mbl. Til leigu er skemmtileg 3ja herbergja íbúð i nýju húsi, Hverfisgötu 49 III. hæð. íbúðin er sérlega hentug fyrir . erlenda sendiráðsstarfsmenn. íbúðin verður til sýnis milli kl. 5—7 í dag og á morgun. Upplýsingar á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.