Morgunblaðið - 21.04.1959, Side 24

Morgunblaðið - 21.04.1959, Side 24
VEÐRI** SA-grola, dálítil rigning' ,Ég vil lifa' Sjá bls. 12. 89. tbl. — Þriðjudagur 21. aprfl 1959 Bretar svara mót- mælaorðsendingu UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU barst sl. laugardag svar brezku ríkisstjórnarinnar við mótmæla- orðsendingu þeirri, sem ráðu- neytið bar fram við brezka sendi ráðið 26. marz sl., er brezkt her- skip hindraði varðskipið Þór að taka brezka togarann Carella, sem staðinn var að ólöglegum veiðum á Selvogsgrunni um 8,5 sjómílur innan íslenzkrar fisk- veiðilögsögu. Jafnframt því sem borin voru fram harðorð mót- mæli vegna atburðar þessa, var þess krafizt af hálfu ríkisstjórn- ar fslands, að brezka stjórnin gerði þegar í stað ráðstafanir til að hið íslenzka varðskip gæti haldið áfram töku landhelgis- brjótsins eða honum snúið við til íslenzkrar hafnar til þess að íslenzkur dómstóll gæti fjallað um mál hans. í svari sínu, sem sendifull- trúi Bretlands í Reykjavík af- henti utanríkisráðuneytinu sl. laugardag (18. apríl), endurtekur brezka stjórnin fyrri yfirlýsing- ar um að hún viðurkenni ekki fiskveiðilögsögu fslendinga utan þriggja mílna landhelgi og vé- fengi því rétt íslenzkra varð- skipa til þess að taka erlend skip „á höfum úti“, eins og það er orðað, eða veita þei meftirför, nema um sé að ræða brot, sem framin séu innan þriggja mílna landhelgi. Brezka stjórnin heldur þvi og fram, að togarinn Carella hafi ekki verið innan fjögurra mílna markanna samkvæmt reglugerð- inni frá 1952 um fiskveiðilög- sögu íslands, og neitar því að viðurkenna staðsetningu togarans samkvæmt mælingum hins ís- lenzka varðskips. Þá neitar brezka ríkisstjórnin að verða við kröfunni um að um mál togarans verði fjallað af íslenzkum dómstólum, þar eð hún telur að jjeglugeðin um 12 mílna fiskviðilögsögu íslands sé ógild að alþjóðalögum. Vernd sú, sem hið brezka herskip veitti togaranum hafi verið utan 3ja sjómílna yfirráðaréttar íslands og því heimil samkvæmt alþjóða lögum, en auk þess sé það ekki á valdi brezku stjórnarinnar að fyrirskipa brezkum fiskiskipum að halda til erlendrar hafnar. Loks tekur brezka stjórnin Afli Akranesl>áta AKRANESI, 21. apríl. — Ellefu bátar voru á sjó héðan í gær, sunnudag, og fengu alls 137 lest- ir. Aflahæstir voru Sigrún 22 lestir, Höfrungur 21 lest og Keilir 17 lestir. Á laugardaginn lönduðu 19 bátar og höfðu þeir samtals 223 lestir. Þá voru aflahæstir Sig urvon með 28 lestir, Sæfari 24 lestir. Minnstur afli hvorn dag- inn var tæpar tvær lestir á bát. Á laugardaginn reru 11 trillur héðan og fiskuðu vel. Hæst var Sæljón með 2,5 lestir, þá Már 2,3 lestir og fjórar fiskuðu um 1,5 lestir hver. — Oddur. Málvcrkasýningu Karls Kvarans lýkur annað kvöld MÁLVERKASÝNING Karls Kvarans í Bogasal Þjóminjasafns ins hefur nú staðið í eina viku. Þar eru til sýnis 23 gouachmynd- ir eftir listamanninn. Hefur að- sókn að sýningunni verið góð og nokkrar myndir selzt. Nú fara að verða síðustu for- vöð að sjá sýningu þessa. Henni lýkur á miðvikudagskvöld. fram, að hún telji líklegustu leiðina til þess að koma megi í veg fyrir að atburðir sem þessi endurtaki sig — meðan ekki liggi fyrir niðurstaða væntanlegrar al þjóðaráðstefnu vorið 1960 um réttarreglur á hafinu — að fund- in verði bráðabirgðalausn varð- andi fiskveiðar hér við land, annaðhvort með samningaviðræð um eða með því að visa málinu til alþjóðadómstólsins. (Frá utanríkisráðuneytinu). Mjög umfangsmik.il rann■ sókn á starfsemi H í 5 á Keflavíkurflugvelli Ol'iufélagið h.f. dregst einnig inn i málið ~3> Jóhann Hafstein Tímamót í íslenzk- um stjórnmálum Jóhann Hafstein frummælandi á Varðarfundi í kvöld LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Umræðuefni þessa fundar verður: Tímamót í íslenzkum stjórnmálum, frum- mælandi Jóhann Hafstein banka- stjóri. Á undanförnum mánuðum hafa orðið mikil umskipti á vett- vangi stjórnmálanna. Vinstri stefnan beið mikið gjaldþrot þeg ar fyrrverandi ríkisstjórn hrökkl aðist frá völdum í desember sl. Þá hófst atburðarás, sem nú hef- ur leitt til samstöðu allra flokka nema Framsóknarflokksins um bætta kjördæmaskipan. Þessa dagana er frumvarp til stjórnar- skrárbreytingar til umræðu á Al- Aílohrofa í Keflavík? SÆMILEG aflahrota virðist vera að byrja á miðum Kefla- víkurbáta eða að minnsta kosti vona menn að svo sé, sagði fréttaritari Mbl. þar, seint í gærkvöldi. Þá voru ekki margir bátar komnir að, en þeir sem komnir voru, höfðu ágætisafla, allt upp í 30 til 40 lestir. Gegnum talstöð hafði heyrzt að þeir bátar, sem enn voru úti, væru með allt upp í 70 lestir. Friðrik liafnaði í 7.-9. sæti í skák- mótinu 1 Moskvu SKÁKMÓTINU í Moskvu lauk á sunnudag. Þau urðu endanleg úr- slit á mótinu að Smyslov, Spassky og Bronstein (allir Rúss- ar) voru efstir með 7 vinninga hver. í 4—6 sæti dr. Filip Tékkó- slóvakíu, Vasykov Rússl. og Por- tish Ungverjal. með 6 vinninga og í 7—9 sæti eru Aronin Rússl., Milev Búlgaríu og Friðrik ÓI- afsson með 5 vinninga hver. 10. er Simagin Rússl. með 4*4 vinn- ing, 11. Bent Larsen Danmörku með 4 vinninga og 12. Lutikov Rússl. með 314 vinning. f siðustu umferð mótsins urðu úrslit þau að Bent Larsen vann Lutikov, Portish og Spassky ski/du jafnir, sömuleiðis Friðrik Ólafsson og Smyslov, einnig dr. Filip og Milev svo og Bronstein og Aronin og Simagin gegn Vasyukov. þingi. Framundan eru kosningar og barátta fyrir miklu réttlætis- máli. Kjördæmabreytingin mun valda þáttaskilum í íslenzkum stjórnmálum. Á Varðarfundinum í kvöld mun Jóhann Hafstein taka mál þessi til meðferðar. Ekki er ólík- legt að Sjálfstæðisfólk muni fjöl menna á fund, sem fjallar um svo þýðingarmikil mál. BLAÐINU barst i gær eftir- farandi fréttatilikynning l)rá utanríkisráðuneytinu: „Að undanförnu hefur farið fram opinber rannsókn á starf- semi Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags á Keflavíkurflugvelli. Rannsóknin hefur reynzt mjög umfangsmikil og mun því drag- ast nokkuð að henni verði að fullu lokið. I sambandi við rann- sóknina hefur það nú komið fram, að Olíufélagið h.f. hefir einnig átt hlutdeild að viðskipt- Froskmaður mun aðstoða síldarbátana AKRANESI, 21. apríl. — Frosk- maðurinn hér, Hafsteinn Jóhanns son, mun hafa ákveðið að fara norður í sumar um síldveiðitím- ann á hraðbát sínum, Eldingu, sem er 12 tonn að stærð og geng ur 18 mílur. Ætlar hann að að- stoða síldarbátana, ef þess gerist þörf. — Oddur. Inflúensan breiðist ört út í Reykjavík INFLÚENZSUFARSÓTT hefur breiðzt ört út í Reykjavík síð- ustu dagana. Er veikin mjög smit andi, svo á sumum heimilum liggja heilu fjölskyldurnar og orð in eru brögð að því að fólk vanti á vinnustaði. Hér mun ekki vera um sérstaka tegund af inflúenzu að ræða, sam kvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær frá skrifstofu borgar- læknis. Virðist veikin ekki leggj- ast frekar á einn aldurflokk en annan, og eftir því að dæma hve margir veikjast hlýtur að vera langt síðan nákvæmlega þessi vír us var hér á ferðinni síðast. Inflúenza þessi byrjar venju- lega með þurrahósta. særindum íhálsi og beinverkjum og fylgir henni hár hiti. Tekur veikin yfir leitt 3—4 daga, en henni getur fylgt kvef, sem verður stundum nokkuð þrálátt. Fólk ætti því að fara vel með sig fyrstu dagana eftir að það kemur á fætur. Vaðlalieiði og Öxnadalsheiði færar AKUREYRI, 21. apríl. — Allir vegir hér í nágrenni Akureyrar eru nú færir og ennfremur heið- arnar, bæði austur og vestur á bóginn. Lokið var að ryðja Öxna- dalsheiði síðastliðinn laugardag og Vaðlaheiði var rudd í dag. Eng in aurbleyta er á vegunum, en nokkur klaki mun þó vera í þeim. Færi er því ágætt enn sem kom- ið er. um á Keflavíkurflugvelli. Ráðu- neytið hefir því í dag gefið út viðbótarskipunarbréf til umboðs dómarans, sem rannsókn málsins hefur með höndum, þar sem lagt er fyrir hann að rannsaka einnig starfsemi Olíufélagsins h.f. á Keflavíkurflugvelli“. Benedikt Jónasson á Sey ðisf irði látinn BENEDIKT Jónasson kaupmaður á Seyðisfirði lézt í gær tæpra 75 ára að alri. Hann var um skeið verzlunarstjóri fyrir Hinar sam- einuðu íslenzku verzlanir á Vest- dalseyri, en keypti síðar eignir félagsins þar og starfrækti verzl- un og fiskþurrkun og síðar verzl un á Búðareyri um skeið. Bene- dikt átti sæti í bæjarstjórn Seyð- isfjarðar um langt skeið. Hann var vararæðismaður Þjóðverja á Seyðisfirði og síðustu árin bóka- vörður við bókasafnið þar. Benedikt var fréttamaður Morg unblaðsins á Seyðisfirði um langt árabil. Bruni á Akureyri AKUREYRI, 21. apríl. — Kl. 7,12 í morgun var slökkviliðið hér í bæ kvatt að húsinu nr. 45 við Strandgötu, sem er eign Odds Ágústssonar kaupmanns. Á efri hæð hússins var mikill eldur í einu herbergi. en í því bjó kona sem fyrir hálfri stundu var far- in til vinnu sinnar, er þetta gerð- ist. Þótt herbergið væri alelda tókst fljótlega að ráða niðurlög- um eldsins. Hér er um að ræða gamalt timb urhús og má telja fullvíst að geysimiklar skemmdir hefðu orð ið á húsinu bæði af eldi og vatni, ef slökkviliðið væri ekki búið jafngóðum tækjum og raun ber vitni. Eldurinn var kæfður með háþrýstiúða og urðu því vatns- skemmdir sáralitlar, lítilsháttar á næsta lofti fyrir neðan. Innanstokksmunir í herbergi konunnar eyðilögðust, en þeir voru óvátryggðir. Kviknað mun hafa í út frá rafmagnshitakönnu. — Vignir. írskir sjómenn hverfa vonsviknir heim úr skiprúmi hér Neyðarástand heima hjá þeim vegna vanskila við þá SÍÐDEGIS í gær sátu fimm blá- fátækir írar á Hjálpræðishern- um, vonsviknir menn yfir íslands ferð sinni, en hingað höfðu þeir komið til sjómennskustarfa, en allir eru þeir fiskimenn heima í írlandi. Þeir fara væntanlega heim í dag, þar eð þeir telja að samningar hafi verið brotnir á sér. Telja þeir sig eiga 80—100 sterlingspunda kröfu, hver um sig á útgerðina sem- þeir störfuðu hjá. Þessir írar eru úr hópi 15, sem komu hingað til lands 2. febrúar síðastl. Voru þeir ráðnir til starfa hjá Jóni Gunnarssyni í Hafnar- firði. írarnir skýra svo frá að samn- ingar hafi verið brotnir á sér, allt frá því er þeir komu til landsins. Hafi þeir því orðið að leita aðstoð ar ræðismanns íra hér, Ólafs Hall grímssonar. Fyrir milligöngu hans hefur írska utanríkisráðu- neytið tekið að sér að greiða fyrir þá flugfarið heim. Jafnframt hafa þeir leitað aðstoðar lögfræð- inga og mun mál sjómannanna koma fyrir Sjó- og verzlunardóm Hafnarfjarðar er fjalla mun um kröfur íranna. Það er einkum í sambandi við yfirfærslu á launum þeirra til heimsendingar, er írarnir telja sig hafa verið svikna. Hingað hafi þeir komið, vegna þess að þeim hafi verið boðið upp á mun betri kjör en heima í bænum Wicklow. I gær voru írarnir fimm svo illa á vegi staddir pen- ingalega, að írski ræðismaðurinn varð að hjálpa þeim um tóbak. Einn íranna hefur skýrt frá því, að í bréfi að heiman, hafi sér verið skýrt frá því að barna- verndarnefndin þar muni þá og þegar taka börn hans í sína um- sjá, vegna þess hve mikill skort- ur er ríkjandi á heimili hans. Allir eru fimmmenningarnir fjölskyldumem með 3—4 börn á framfæri sínu. Einn íranna var farinn áður heim, en þeir níu sem eftir eru, munu reyna að fá hlut sinn rétt- ann og munu ekki vera á förum heim, a.m.k. ekki í bili. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.