Morgunblaðið - 26.04.1959, Page 1

Morgunblaðið - 26.04.1959, Page 1
24 siðwr 46. árgangur 93. tbl. — Sunnudagur 26. apríl 1959 Prentsmiðja Mor junblaðs Vegur Alþingis vex vib að verða réft mynd af þjóðarviljanum Framsókn á sjálf sök á einangrun sinni. Hún hafði aðstöðu til að semja v/ð alla hina flokkana f Ur rœðu Bjarna Benediktssonar á föstudagskvöldið Umræður á Alþingi um kjör- dæmamálið héldu áfram í fyrra- kvöld fram að miðnætti og hóf- ust svo aftur eftir hádegi á laug- ardag, og var þá búizt við að þær myndu standa fram eftir degi. Fyrstur ræðumanna var Páll Þorsteinsson, sem talaði í 1 Vz klukkutíma til viðbótar nær tveggja tíma ræðu, sem hann hélt daginn áður. í frásögn Mbl. af þesum um- ræðum í gær var þar horfið frá að segja frá umræðunum, að Hall- dór Sigurðsson þingmaður Mýra- manna var að flytja aðra ræðu sína þann dag. Er hann hafði lokið að tala, kvaddi sér hljóðs að nýju Bjarni Benediktsson 1. þingmaður Reyk- víkinga. Hann ítrekaði það sem hann hafði sagt í fyrri ræðu sinni, að allt mól þetta hefði ver. ið lengi undirbúið og þaulrætt og ekki hefði andstæðingum fr’im- varpsins heldur verið varnað máls í því á Alþingi. Þeir hefðu meira að segja kvartað yfir því við fyrstu umræðu um málið, að útvarpsumræður skyldu fara fram um það, það hefðu verið þeir, sem ekki vildu, að umræð- uf um það heyrðust inn á hvert heimili. Kúvending Framsóknar Bjarni sagði, að eðlilegt væri að viðhorf manna á kjördæmaskipt- ingu hefðu tekið breytingum frá því síðasta kjördæmabreyting var gerð fyrir 17 árum, vegna þess að gjörbreyting hefði orðið í byggð landsins á þessum tíma. Hefðu menn stundum skipt um skoðun á skemmri tíma og mætti benda á það, að Framsóknarmenn hefðu ekki þurft nema 1 mánuð frá því að þing Framsóknarmanna kom saman hér í Reykjavík og þar til þingmenn þeirra á Alþingi bera fram allt aðrar tillögur í kjör- dæmamálinu, en flokksþingið samþykkti. Nú leggja Framsóknarþing- menn til að uppbótarþingsætum verði haldið þvert ofaní flokks- samþykktir sínar og þvert ofan í sínar eigin ræður hér, þar sem þeir úthúða uppbótarsætakerfinu. Byggja ekki á sýsluskiptingunni Ræðumenn Framsóknar hafa sagt að ekki mætti skipta Reykja- vík vegna þess að hún væri eitt hérað, ein heild. En hvað þá um samþyktir Framsóknar um að skipta öllu landinu nema Reykja- vík í einmenningskjördæmi? Átti þá að skipta tvímennings kjördæmunum í tvö kjördæmi, eða áttu þau að missa annan þing mann sinn? Hér á þingi hafa þeir þó ekki borið fram tillögur um slíkt, heldur vilja þeir halda tvi- menningskjördæmunum. Sýnir þetta hve röksemdafærsla Fram- sóknarmanna er laus í reipunum. Sama er að segja um þau rök þeirra að hvert lögsagnarum- dæmi sem hefur sjálfstæðan fjár- hag sé sjálfstætt kjördæmi. Hvers vegna bera Framsóknarmenn þá ekki fram tillögur um að t. d Húsavík, Sauðárkrókur, Neskaup- staður, eða Bolungarvík og hið gamla sýslufélag Austur-Barða- strandarsýsla verði sjólfstæð kjör dæmi? Sannleikurinn er sá, að tillögur Framsóknarmanna brjóta á móti meginþáttum þeirrar eigin hugsunar. Enda er engin heilleg hugsun í tillögum þeirra. Þar ræð ur alger hentistefna, miðuð við það eitt, að Framsóknarflokkur- inn haldi áfram óeðlilega mörg- um þingmönnum. Og ástæðan til þess að Fram- sóknarmenn vilja ekki skipta Reykjavík upp í einmennings- kjördæmi er hvorki söguleg né héraðsleg, ástæðan er sú ein, að þá yrði útilokað, að Framsóknar- flokkurinn fengi nokkurn þing- mann kosinn þar. Og sama er að segja um Akureyri. Framsókn vildi aldrei semja Bjarni Benediktsson tók það skýrt fram í ræðu sinni, að ef Framsóknarflokkurinn hefði vilj- að leita samninga um málefna- lega lausn þessa máls. þá hefði enginn flokkur haft betri aðstöðu til að koma skoðunum sínum fram, en einmitt hann. Framsóknarflokkurinn var í mörg ár í samstarfi með okkur Sjálfstæðismönnum og við vor- um margir í þeim flokki, sem .vildum kanna hvort mögulegt væri að ná samkomulagi um ein- menningskjördæmi. Landsfund- ur okkar 1953 samþykkti heimild til að semja hvort sem heldur væri um einmenningskjördæmi eða mörg stór kjördæmi með Framh. á bls. 2. Á kænum yíir Atlantsliaf LONDON, 25. apríl. — Sex banda rískir herflugmenn og einn Breti létu úr höfn á Bretlandi í dag á tveimur smábátum. Er ætlun þeirra að sigla yfir þvert Atlantshaf, til Miami á Florida, vegalengdin er um 6,000 mílur. Vésteinn Guðmundsson Þorgils Guðmundsson Einkennilegt loftfar FRANSKUR stjörnufræðingur Audoin Dolfuss, náði í vikunni 43,000 feta hæð í all einkennilegu loftfari. Festi hann 100 smábelgi, fyllta vetni, á 1,500 feta langan nælonkaðal, sem síðan var fest- ur við loftþétta kúlu, er vísinda- maðurinn hélt sig í með tæki sín. Ætlun hans var að komast upp í 82,000 feta hæð til þess að skoða Venus, sem nú er næst jörðu. Ekki komst Dolfuss nema lið- lega helming leiðarinnar, því fleiri belgir sprungu á uppleið- inni en hann hafði búizt við, þeir þoldu ekki þensluna, voru ekki jafnsterkir og hann ætlaði. Þetta voru belgir, sem notaðir eru til þess að flytja veðurathug- unartæki upp í háloftin. Framhoðslisti Sjálfstæðis- flokksins í Eyjafjarðarsýslu Akureyri, 25. apríl. Á FJÖLMENNUM fundi trúnað- armanna Sjálfstæðisflokksins í Eyjafjarðarsýslu, sem haldinn var hér á Akureyri síðastliðinn sunnudag var einróma ákveðið, hverjir skyldu verða í framboði af hálfu flokksins í sýslunni við kosningarnar í vor. Samþykkt var að fara þess á leit við eftir- talda fjóra menn, að þéir skipi lista flokksins, og hafa þeir allir samþykkt að verða við beiðninni: Magnús Jónsson, alþingismað- ur, Reykjavík. Árni Jónsson, tilraunastjóri, Akureyri. Vésteinn Guðmundsson, verk- smiðjustjóri, Hjalteyri. Þorgils Gunnlaugsson, bóndi, | Sökku, Svarfaðardal. Magnús Jónsson er Eyfirðing- um og raunar alþjóð svo kunn- ur, að ekki er þörf að kynna hann í löngu máli. Hann hefir nú setið á Alþingi síðan á kjör- tímabilinu 1949—’53 er hann tók sæti sem varaþingmaður Stefáns Stefánssonar £ Fagraskógi. Hann hefir flutt mál Eyfirðinga af ein- urð og dugnaði. Magnús hefir Indverjar œtla að gera Tíbet að leppríki — segja kínverskir kommúnistar Hong Kong, 25. apríl.— ALLUR blaðakostur kín- verskra kommúnista réðst í dag harkalega á Nehru og' Indverja og sakaði ind- verska forsætisráðherrann um að hafa á prjónunum ráðagerðir um að gera Tíbet að leppríki Indlands. Nehru ræddi við Dalai Lama í gær í fyrsta sinn eftir að Lama kom til Indlands á flótta sínum undan kínverskum kommúnist- um. Ræddust þeir lengi við og að loknum fundinum lét Nehru svo um mælt að Indverjar mundu taka vel á móti Panchen Lama eða hverjum öðrum fulltrúa kín- verskra kommúnista, sem vildi koma til Indlands og ræða við Dalai Lama um framtíðarsambúð Tíbets og Kína. Var þetta almennt skilið svo sem Nehru vildi opna Framh. á bls. 23. haft á hendi mörg trúnaðarstörf og þýðingarmikil fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og verið framkvæmda- stjóri hans nú um allmörg ár. Magnús er maður einkar vin- sæll meðal Eyfirðinga, hvar í flokki sem þeir standa, enda fer hann aldrei í flokks- eða mann- greinarálit, þá er til hans er leitað með fyrirgreiðslu, er al- þingismenn títt inna af hendi. Árni Jónsson tilraunastjóri hef- ir nú í áratug staðið fyrir til- raunastöðinni hér á Akureyri og er eyfirzkum bændum vel kunn- ur. Árni hefir jafnan frá því hann fluttist hingað tekið virkan þátt í félagsmálum og þá fyrst og fremst þeim, er að búskap og öðrum áhugamálum bænda hafa lotið. Árni Jónsson hefir við tvennar undanfarnar alþingis- kosningar skipað annað sæti list- ans í sýslunni. Vésteinn Guðmundsson verk- smiðjustjóri á Hjalteyri skipar nú þriðja sæti listans. Hann hef- ir um langt árabil unnið ötul- lega að framgangi mála Sjálf- stæðisflokksins í Eyjafjarðar- sýslu. Vésteinn er fæddur 1914 að Hesti í önundarfirði, sonur Guðmundar bónda Bjarnasonar og konu hans Guðnýjar Arngríms dóttur. Hann varð stúdent 1935 og lauk prófi í efnaverkfræði frá D.T.H. í Kaupmannahöfn 1940. Hann vann að loknu prófi við niðursuðuverksmiðju £ Keflavík, síðan við hraðfrystihús í Innri- Njarðvík, og verkfræðingur Hjalt eyrarverksmiðjunnar hefir hann verið frá 1941, og frá 1947 hefir hann verið framkvæmdastjóri verksmiðjunnar. Vésteinn hefir auk þessa unnið að endurbótum Framh. á bls. 2. j Arias flóttamaður - Fonteyn s/app, en..? PANAMA, 25. apríl. — Roberto Aias, sem Panamastjórn hefur leitað mjög undanfarna daga, hefur leitað hælis í braziliska sendiráðinu í Panama og beðizt hælis, sem pólitískur flóttamaður. Braziliski sendiherrann hefur í hyggju að fá íeyfi til þess að flytja Arias úr landi — og bíður nú svars stjórnar sinnar við því hvort honum sé heimilt að gera þessa tilraun. Panamastjórn hefur nú upp- lýst, að eiginkona Arias, brezka balletdansmærin, Margot Font- eyn, sem sat í fangelsi í sólar- hring í Panama en var sleppt og komin er til Bretlands, hafi verið sek um þátttöku í áformum um að seeypa stjórn Panama af stóli. Sönnunargögn hafi nú fundizt, en of seint. Verið geti, að Bret- ar verði beðnir að framselja kon una Panamastjórn til yfirheyrslu. ★------------------------★ JUurgMElíIa&i&' Sunnudagur 26. april Efni blaðsins m. a.: Bls. 3: Sumri fagnað (Kirkjuþáttur). Úr verinu. — 6: Frú Voillery kveður éftir M ára dvöl á íslandi. — 8: Sitt af hverju tagi. — 10: Fólk í fréttunum. ~ 12: Forystugreinin: Skuggi vinstri stjórnarinnar. Brúðkaup í írlandi (Utan ir heimi). — 13: Reykjavíkurbréf. — 14: Ferming í dag. — 15—16: Barnalesbókin. — 16: Skák. — 22: íþróttafréttir. ★------------------------* L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.