Morgunblaðið - 03.05.1959, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.05.1959, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. maí 1959 77/ Miðjarðarhafs NÚ ER TÍMI sumarferðalaganna að nálgast. Ferðaskrifstofa ríkis- ins mun stofna til nokkurra ut- anlandsferða í sumar eins og und anfarin ár. Hefst sú fyrsta í lok maí og verður farið til Ítalíu. Við skulum að gamni líta yfir áætiun- ina. Eftir að við erum komin til Hamborgar og höfum skoðað borgina höldum við í iangferða- bil suður Þýzkaland .im Ruhr- héraðið, eitt mesta iðnaðarhérað landsins og náum á öðrum degi Úr verinu Framhald af bls 3 valda byltingu í þessum veiðum. En auðvitað leiðir af því, að menn verða að hafa tvennar og helzt þrennar dýptir af nótum. Nú vilja allir nælonnætur, en samt verður vart meira en helm- ingurinn af flotanum með þær, því að það er dýrt að koma sér upp þessum nótum, þegar nótin kostar 200.000 til 300.000 krónur, svo að ekki sé talað um, ef þær þurfa að vera tvær, hvað þá þrjár. En fjöldinn hefur ekki efni á slíku, þótt það þyrfti að vera. Taugastríð Breta. Nú hefur Alþingi lýst yfir ein róma, að ekki verði hvikað frá 12 mílna línunni. Þetta er auð- vitað ekkert nýtt i málinu. Það hefur aldrei verið bilbugur á neinum flokki i landhelgisdeil- unni. En það spillir heldur ekki að fá það staðfest á sjálfu Al- þingi. Fjárhagslega veldur brölt Bret ánna íslendingum ekki teljandi tjóni. Þeir myndu taka meiri fisk við fslandsstrendur, ef þeir virtu 12 mílurnar. Þeir væru þá með togara sína meira og minna allt í kring um land, en nú er þó friður fyrir þeim nema á hinum tiltölulega litlu og afmörkuðu veiðisvæðum, sein háfa komizt niður í að vera aðeins eitt. Ef íslendingar væru stórþjóð, væri það litið alvarlegum augum | að geta ekki varið landhelgi sína fyrir erlendum þjóðum. Það jafn gildir að geta ekki varið land sitt. En íslendingar eru smæstir þeirra smáu meðal þjoðanna og vopnlausir í þokkabót að berjast fyrir lifsbjörg sinni við risann Golíat, gráan fyrir járnum. Þeir njóta því samúðar allra góðra manna. Það blandast víst engum fslend- ingi hugur um, að þeir muni vinna fullan sigur í þessu máli. En þeir vilja samt sjálfsagt binda sem fjrrst endi á þessa deilu. Það er aldrei að vita, hversu málum reiðir af á alþjóðaráðstefnum, þótt allt bendi til þess, að 12 mílunum hafi aukizt fyigi síðan á Genfarráðstefnunni. En hversu gætu íslendingar skákað Bret- um? Það eru hörð átök milli Breta og meginlandsþjóða Vestur- Evrópu út af hinu svo nefnda tollabandalagi sexveldanna. Ekki er að vita, hve mikinn þátt þessi deila á í því, að Bretar sýni nú Rússum meiri eftirlácssemi í mál efnum Þýzkalands en áður. Ef til vill eru þeir að knýja Þjóð- verja til undanhalds og til fyigis við fríverzlunarhugmynd sína o. fl. Bretum myndi ekki koma það vel, að fslendingar höiluðu sér að tollabandalagi 6-veldanna . Svo sem kunnugt er, skipa þetta tollabandalag Beneluxlönd- in, Vestur-Þýzkaland, Frakk- land og ftalía, lönd með 250 millj. íbúa eða nokkru fleiri en Bandaríkin, og væri þetta að sjálfsögðu hinn mikilvægasti markaður fyrir íslendinga. til Rínar. Rínardalurinn er fræg- ur fyrir mikla vínrækt og hér sjáum við vínviðinn teygja sig upp eftir bröttum hlíðunum, sillu af sillu, en efst upp gnæfa gamlir kastalar og kastalarústir, leifar hins forna lénsveldis. Við höfum nokkra viðdvöl á þessum fögru slóðum áður en haldið er áfram til Heidelberg, þar sem við gist- um og skoðum m. a. hinn sögu- fræga kastala staðarins. Þá liggur leiðin til Sviss, þar sem við í svifbraut upp í Pílatusfjall, sem gnæfir jafn hátt hæsta tindi ís- lands. Báðar þessar borgir standa við mikil vötn og hafa fagurt út- sýni til fjalla. Nú er haldið áfram suður Alp- ana til Ítalíu en þar biður okxar fullra tveggja vikna dvöl. Við ökum um hina frjósömu Póslétcu til Mílanó og þaðan áfram til Bologna og vestur yfir Appenína- fjöll til Flórens, listaborgarinnar miklu. Þar höfum við nokkra við- dvöl, skoðum hina undurfögru - " mmmmm SjóbaSslaður dómkirkju, listasöfnin og margt annað. Og enn er haldið áfram og nú liggur leiðin um Siena og Viterbo til Rómaborgar. Við dveljumst hér í þrjá daga og not- um vel til að skoða borgina því margt er að sjá, m. a. Péturs- París — INolre Dame. kirkjuna og Vatíkanið. Péturs- kirkjan e_ stærsta kirkja krist- inna manna og er að sögn reist á gröf Péturs postula. í Vatíkan- inu sjáum við sixtinsku kapell- una, sem er skreytt af Micel Ang- elo, en þar fer páfakjörið einmitt fram. Við skoðum Pantheon, Kol- osseum og fjölda annarra merkra bygginga og við förum niður í I Katakomburnar, langa neðan-1 jarðaranghala fyrstu samkomu- staði hinna kristnu safnaða í Rómaveldi. En þó alla þessa merkilegu hluti beri fyrir augu okkar, þar sem við getum rakið; sögu kynslóðanna langt aftur í aldir, þá verður líf íólksins sem við höfum stöðugt fyrir augun- um, sjálft þjóðlífið kannski það eftirminnilegasta. Við kveðjum nú „borgina eilífu" og höldum um mikil ræktarlönd til Napoli. Við förum þaðan i stutta ökuferð til að skoða Pompei, hina fornu róra- versku borg, sem grófst undir ösku frá Vesuveus á fyrstu ölo eftir Krist en hefur verið grafin upp. Hér skyggnumst við inn í löngu horfna tíð og lifum upp söguna á mjög sérstæðan og á- 34-3-33 'Þungavinnuvélar „TJNDBAGLERIN" — FÁAB SÝNINGAR EFTIR Barnaleikritið „Undraglerin" verður sýnt í 19. sinn næst- komandi sunnudag, og hefur verið húsfyllir á öllum sýningum fram að þessu. Um 11300 leikhúsgestir hafa séð þessa bráð- snjöllu barnasýningu. Nú fer skólum að Ijúka og þá verða börnin send í sveitina, svo að nú eru aðeins eftir fáar sýn- ingar á „Undraglerjunum". — Myndin er af Bessa Bjarna- syni í hlutverki Tobiasar hæsnahirðis. hrifamikinn hátt. Á næsta degi stígum við um borð í skip sem flytur okkur út í hina margróm- uðu eyju allra ferðamanna Capri. Hér dveljumst við daglangt skoð- um „bláa hellinn" og njótum út- sýnisins yfir sólglitað Miðjarðar- hafið. Nú liggur leiðin aftur norður á bóginn og við fylgjum ströndinni um Fallonica og Písa þar sem við skoðum „skakka turninn" og höld um svo áfram um Vigareggio og Genúa til Monte Carlo, dvergríkis ins fræga á Rívíeraströndinni. Hér skoðum við sjávardýra- safnið og spilavítið og höldum eftir skamma dvöl um Nissa og Lyon til Parísar. Við dveljumst í þessar’i fögru borg í tvo daga og skoðum allt það markverðasta, m. a. Notre Dame, Sigurbogann, Eiffelturninn, Louvre- safnið og gröf Napoleons svo eitthvað sé nefnt. Þá förum við einnig tix Versala og skoðum hina frægu höll „Sólkonungsins" Loðvíks 14. Við kveðjum svo París og fljúgum um London til Reykja- víkur eftir rúmlega mánaðar ferð um marga fegurstu staði álf- unnar. Fermingar í dag Háteigssókn Ferming í Dómkirkjunni 3. maí kl. 2 e.h. (Séra Jón Þorvarðsson). Stúlkur: Anny Helgadóttir, Mávahlíð 20. Aslaug Jóhannesdóttir, Sunnuhvoli við Háteigsveg. Erna Dagmar , Guðmundsdóttir Barmahlíð 50. Ester Alberísdóttir, Baldursgötu 30. Hafdís Hafsteinsdctíir, Seljalandsv. 12 Halldóra Guðmundsdóttir, Skólavörðu stíg 36. Hekla Pálsdóttir, Flókagötu 66. Hólmfríður Sveinbjörnsdóttir, Meðal holti 32 Sigríður Jónsdóttir, Stangarholti 32. Sóley Benna Guðmundsdóttir, Barma hlíð 46. Steinunn Þóra Sigurðardóttir, Mið- stræti 7. Drengir: Ágúst Robert Schmith, Barmahlíð 16. Áki Gíslason, Oddagötu 16. ' Benedikt Carl Bachmann, Laugav. 32. Björn Snorrason, Barmahlíð 47. Einar Nikulásson, Barmahlíð 50. Eyþór Bollason, Mávahlíð 26. Friðrik Jónsson, Skipholti 26. Guðjón Magnússon, Blönduhlíð 19. Guðmundur Snævár Ólafsson, Löngu- hlíð 11. Hákon Magnús Skaftfells, Hamrahl. 5. Hjörtur Hjartarson, Barmahlíð 38. Ingvar Þórólfsson, Drápuhlíð 35. Jón Breiðfjörð Ólafsson, Mávahlíð 35. Magnús Gunnarsson, Smáragötu 7. Marinó Ólafsson, Stórholti 19. Markús Einar Jensen, Leifsgötu 3. Nikulás Friðrik Magnússon, Skiph. 9. Ólafur Eyjólfsson, Bólstaðarhlíð 9. Ólafur Guðbjörn Gústafsson, Máva- hlíð 47. Ólafur Rúnar Albertsson, Stórholti 37. Pétur Sveinbjörnsson, Drápuhlíð 17. Reynir Arnar Eiríksson, Bólstaðar- hlíð 12. Sigðmundur Sigfússon, Blönduhlíð 31. Sigurður Hörður Sigurðsson, Bústaða- hverfi 2. Valdimar Gunnar Vaídimarsson, Barmahlíð 30. Vilhjálmur Rafnsson, Blönduhlíð 17. Völundur Þorgilsson, Eskihlíð 22. Þorkell Guðbrandsson, Háteigsveg 28. — Reykjavikurbréf Framh .af bls. 13 hóp, hversu illa hafi til tekizt og kenna forystumönnum sínum með réttu um. Skúli Guðjónsson segir: „Og nú verður mér á að spyrja: Hvað á ég, sem hef lent utan veltu við þessa tvo stjórn- málaflokka að gera? Á ég að taka imdir hallelúja-söng Sjálf- stæðisbændanna, eða á ég að taka á mig kross Framsóknar- bænda og láta Tímann birta af mér mynd, eins og Játvarði Jökli“. „Aldi ei að hafa mök við óréttmn46 Skúli heldur áfram: „í þann tíð, er Eysteinn gekk enn á stuttbuxum og taldi gim- burskeljar austur á fjörðum, en Hermann glettist við bolakálfa norður í Skagafirði, sennilega báðir jafnófróðir um Framsókn- arflokkinn, var ég farinn að lesa Tímann“. Síðan rekur Skúli fylgd sína við Framsókn og ségist sérstak- lega hafa trúað á þessi orð þeirra: „Aldrei að hafa mök við óréttinn", og heldur áfram: „Svo liðu árin fram til 1931. Þá var ég orðinn nokkurn veg- inn eins og góður flokksmaður átti að vera, efaðist ekki um, að allt sem flokkurinn gerði og segði væri rétt. í átökunum miklu um kjördæmamálið var ég spenntur eins og pílubogi og kosningasigurinn mikli steig mér til höfuðs, þannig að ég lifði í sætlegri vímu fyrst á eftir. Enginn getur lifað í vímu til lengdar og sízt af öllu kosninga- vímu. En þegar víman rauk úr mér, fór ég að hugsa, því vitan- lega hafði ég ekkert hugsað, með- an á ósköpunum stóð. Á því var heldur engin þörf, því Tíminn hugsaði fyrir mig. En þegar ég fór að hugsa, rifj- aðist upp fyrir mér hið gamla vígorð Tímans: Aldrei að hafa mök við óréttinn. Mér fannst sem ég hefði látið ginnast til að fylgja röngum mál- stað, óverjandi málstað. Ég hafði haft mök við óréttinn. Út af fyrir sig var það nógu vont að vita sig hafa þjónað röngum og óverjandi málstað. Hitt var þó enn verra að hafa látið blekkjast til að gera það og gera sig þar með að viðundri' frammi fyrir sjálfum sér. Síðan hefur aldrei gróið um heilt milli mín og Framsóknar- flokksins." Leiðin út í éf æruna Frásögn Skúla Guðjónssonar er harla lærdómsrík. Þarna seg-. ir greindur maður frá því, hvern- ig fagurgali og blekkingar Fram- sóknar urðu beinlínis til að leiða hann út í kommúnismann. Tím- inn hefur áratugum saman iðk- að niðurrif og róg um flest það, sem haldið hefur uppi íslenzku þjóðfélagi. Þetta var gert undir yfirvarpi þess, að verið væri að vinna fyrir fagrar hugsjónir og heill almennings. Með slyngum áróðri hefur Tímanum tekizt að leiða verulegan hluta þjóðarinn- ar í vímu hugsunarleysis og of- stækis. En víman rennur aí og hugsunin vaknar hjá mörgum. Þá segir niðurrifsstarfið til sín og í örvæntingu leiðast menn út á villigötúr kommúnismans vegna loforða hans um allra meina bót. Þess er þá ekki gætt, að svo slæmir sem gallar Fram- sóknar eru, þá eru þeir aðeins smækkuð mynd af því óláni, sem veltist yfir fólkið í kommúnisku þjóðfélagi. Ráðið er að láta ekki vímuna renna á sig, að gera sér grein fyrir, að engir erum við fullkomnir og ætíð hlýtur margt að fara aflaga. Viðleitnin hlýtur þó ætíð að vera sú að hugsa rétt og vilja vel, byggja á þeim grunni, sem fyrir er, og laga mis- ferlurnar, þó að hægt gangi stund um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.