Morgunblaðið - 03.05.1959, Síða 16
16
MOnCVWBLAfílÐ
Sunnudagur 3. mai 1959
S/ölug á morgun:
Sólveig Jónsdóttir
frá Nesi við Seltiörn
SJÖTUG verður á morgun frú
Sólveig Jónsdóttir, í Nesi við Sel-
tjörn Sólveig er fædd 4. maí 1889
að Vík í Innri-Akraneshreppi.
Foreldrar hennar voru hjónin
Sigríður Ólafsdóttir og Jón Sig-
urðsson, útvegsbóndi I Vík. Föð-
ur sinn missti Sólveig 6 ára gömul
og ólst hún upp með mðður sinni
ásamt tveimum öðrum systkinum,
Soffíu, sem er fimm árum eldri
og Sigurjóni sem var yngri. Sól-
veig varð snemma liðtæk til allra
starfa og hefur mér verið sagt að
um fermingu hafi hún verið eins
dugleg til útivinnu eins og rösk-
ustu lcarlmenn. Innan við tvítugt
fluttist Sólveig til Reykjavlkur
með móður sinni og bróður, fór
hún þá að læra saum á vetrum en
fór í fiskivinnu eða kaupavinnu á
sumrin. Sólveig giftist 2.3 ára göm
ul Gunnsteini Einarssyni, bónda
og skipstjóra í Skildingarnesi,
hann var ekkjumaður og átti 3
börn, auk þess fylgdu heimilinu
gamalmenni svo að það var nóg
verkefni sem biðu ungu konunnar
er tók við hinu stóra heimili í
Skildingarnesi, svo bættust fljót-
lega við hennar eigin börn, sem
urðu 7 eða 10 með stjúpbömun-
um. Nú kom í góðar þarfir það
sem hún hafði þegar lært í skóla
lífsins. Fáar hafa frístundirnar
irðið og lítill svefntími, því að
loknu dagsverki settist hún við I
saunva bæði við að fata f jölskyJd- 1
una og vinna fyrir aðra utan |
heimilis. Árið 1919 seldu þau hjón
in Skildingarnesið, en keyptu Nes j
II. við Seltjörn og fluttust þang-
að. Þar ráku þau eingöngu bú-
skap, lögðu mikið í að færa út
ræktun og bæta jörðina. Þó að
Sólveig hefði þungt heimili og oft
við erfið kjör að búa hefur hún
ætíð verið veitandi á lífsleið sinni,
enda ótaldir þeir hlutir, er hún
hefur rétt að þeim, sem illa voru
settir eða áttu við vanheilsu að
búa, slík vinsemd við þá sem
hart hafa orðið úti er ríkur þátt
ur í skapgerð hennar. Árið 1935
missti hún stjúpson sinn, eftir
langvarandi sjúkdóm og árið eftir
son sinn 14 ára gamlan af slys-
förum, eftir það bar Gunnstsinn
aldrei sitt bar og andaðist af
hjai-taslagi 1937. Þetta voru þung
áfödl og hefur gengið nær Sól-
veigu þó hún bæri ekki harm
sinn á torg, þó sumt af börnun-
um væru uppkomin voru þau
yngstu í ómegð og tímar mjög
slæmir, en hún rak búið með frá-
bærum dugnaði og hagsýni. Enda
tokst henni að yfirstíga efnahags-
örðugleikana og sjá frám á ör-
ugga framtíð fyrir sína. En þessi
sigur var dýrkeyptur, hið mikia
starfsþrek hefur látið undan, fyr-
ir aldur fram og hefur hún nú
Five Keys við komuna til Reykjavíkur.
Hljómleikar Five Keys
afhurða skemmtilegir
SÖNGKVINTETTINN Five Keys,
sem er skipaður fimm amerísk-
um svertingjum söng í fyrsta
um langt skeið átt við mjög vond-
an sjúkdóm að stríða og þurft að
líða mikla þjáningar, þó er hug-
urinn enn sem fyrr, fullur af
þrótti og lifandi af starfsþráa.
Ég vil svi óska Sólveigu til ham-
ingju með afmælisdaginn og vona
að hún megi lifa marga gleði-
stundir í hópi afkomehda simra
og skilduliðs.
, — Kunnugur.
sinn hér á landi á hljómleikum
í Austurbæjarbíói í gærkvöldi.
Kvintettinn söng nær tuttugu
lög hvert öðru skemmtilegra.
Skiptust þar á róleg lög og lög
í nokkurskonar rokkstíl. Fyrsti
tenórsöngvari kvintettsins söng
að jafnaði einsöng í rólegu lög-
unum og hefur líklega aldrei fyrr
heyrst jafn bjartur tenórsöngur
á hljómleikum hér.
Sviðframkoma þeirra Five
Keys var einkar skemmtileg, og
látbragðsleikur þeirra í siðasta
laginu var frábærlega skemmti-
legur, má með sanni segja að
áhorfendur hafi velzt um í sæt-
um sínum af hlátri.
Enginn vafi leikur á, að Bivé
Keys er allra skemmtilegasta atr-
iði sem hingað hefur komið er-
lendis frá. Er ánægjulegt til þess
að vita að svo vel skyldi hafá
tekizt til um val hjá Blindrafé'-
laginu, er það efnir til skemmf-
anahalds til styrktar blindraheim
ili sínu. Enda létu áheyrendur
hrifningu sína óspart í Ijós, því
söngvararnir ætluðu ekki að
sleppa af sviðinu fyrr en þeir
höíðu sungið nokkur aukalög, og
þá jók það enn á hrifninguna að
eitt aukalagið var íslenzka lagið
Ljúfa vina og sungu þeir það á
isienzku.
Þá átti K.K. sextettinn stóran
þátt í þessum skemmtilegu hljóm
leilcum því hann lék undir söngn
um af mikilli smekkvísi (voru
kannske fullsterkir) og léku jafn
framt nokkur lög sjálfstætt með
hinum skemmtilegu söngvurum
hljómsveitarinnar þeim Elly Vil-
hjálms og Ragnari Bjarfnasyni,
sem sönnuðu en ná ný, að þau eru
bæði skínandi góðir söngvarar og
framkoma þeirra á sviði er að
verða tl fyrirmyndar.
Ég vil eindregið hvetja fólk til
að láta skemmtun þessa ekki fara
framhjá sér, því mér þykir ótrú-
legt að von verði á öðru eins atr-
iði hingað til lands um árabil.
Aflafrétt frá
Akranesi
AKRANESI, 2. maí: — Fimmtu-
dagsafli Akranesbáta var um 200
tonn alls og voru hæstu bátar
með yfir 20 tonn: Sigrún 26,6
tonn, Ólafur Magnússon 25,5
tonn og Reynir 21 tonn. — Hæsta
trillan var með 2ð4 tonn af
slægðum fiski þennan dag.
— Oddur.
9
LESBÓK BARNAKNA
LESBÓK BARNANNA
9
unum og honum fannst
sér sortna fyrir augum.
En þá var eins og gamla
góða vélin hans iðraðist
þess, hversu illa hún
hafði hagað sér. Á síðustu
stundu tókst honum að
koma hreyflinum í gang.
Jón beit á jaxlinn, greip
um hæðarstýrið og beindi
vélinni í krappri beygju
upp á við. Gamli hreyf-
illinn tók á öllu, sem hann
átti til og vængirnir
svignuðu, svo að það
brakaði og brast í þeim.
Myndu þeir þola það
feiknarlega átak, sem
þurfti til að knýja vél-
ina upp?
Það tókst. Fáum sek-
úndum áður en vélin
hefði steypzt ofan á hús-
in, hafði hún rétt sig við
og hækkað flugið. —
Skömmu siðar lenti hún
heilu og höldnu á flug-
vellinum.
Vinir Jóns þyrptust að
til að óska honum til
hamingju með hvernig
honum tókst að afstýra
slysinu. En þeim gafst
ekki langur tími til að
fagna hetjunni. Varla var
hann kominn út úr vél-
inni, þegar boð bárust
um, að hann ætti strax að
mæta á skrifstofu flug-
félagsins.
F ramkvæmdast j órinn
var alvarlegur, þegar
hann heilsaði Jóni. Hann
skýrði honum frá því, að
félagið væri í þann veg-
inn að verða gjaldþrota
og yrði að hætta starf-
semi sinni. — En, bætti
framkvæmdastjórinn við,
þó var eitt úrræði til,
sem hefði getað bjargað
þeim út úr erfiðleikun-
um. Hann hafði fengið
tilboð um ,að félagið
tæki að sér gullflutning-
ana frá námasvæðinu hin
um megin við fjöilin.
Gullið átti að flytja í
bankann í Árbæ. Áður
hafði gullið verið flutt á
hestum, en í seinni tið
hafði gulllestin oft sætt
árásum ræningja og gull-
grafarnir orðið fyrir
miklu tjóni. Þess vegna
var nú talað um að flytja
gullið loftleiðis. Hvort
það tækist var að miklu
leyti undir Jóni og „Eld-
ingunni" komið. Slikt
flug var áhættusamt, þar
sem leiðin iá yfir fjöllótt
og hættulegt land. En
gullgrafarnir myndu
borga vel og ef fyrsta
ferðin heppnaðist, átti
Jón að fá nýja flugvél.
—• Framkvæmdastjórinn
i lauk máli sinu með því
að spyrja Jón, hvort hann
vildi taka þetta að sér.
Jón sagðist hiakka til
að eiga svona ævintýra-
lega ferð fyrir höndum og
i hann og . „Eldingin“
| mundu gera eins vel og
þau gætu.
Framkvæmdastjórinn
lofaði honum að gert
skyldi vera við gömlu vél
ina hans eftir föngum. —
Hreyfillinn yrði að vinna
vel til að lyfta vélinni
fullhlaðinni upp í mörg
þúsund metra hæð, svo að
hún slyppi við fjallstind-
ana. Síian kvaddi hann
Jón og árnaði honum
allra heilla í förinni, sem
átti að hefjast morguninn
eftir.
Þeir myndu tæplega
hafa verið eins bjartsýn-
ir, ef þeir hefðu vitað, að
uppi á loftinu yfir skrif-
stofunni, hafði skuggaleg
ur náungi falið sig. Hann
hafði heyrt hvert orð af
því, sem fram fór.
Um kvöidið, þegar Jón
hélt heim af flugvellin-
um, átti hann leið um
dimma götu í útjaðri
þorpsins. Maður nokkur,
sem Jón ekki þekkti,
gekk þá í veg fyrir hann.
„Halló, Jón“, sagði hann,
„lagleg flugsýning þetta,
sem þú s ýndir okkur í
dag. Komdu inn í krána
og fáðu þér eitt glas.“
„Nei, takk“, sagði Jón
stuttaralega, honum leizt
illa á þennan náunga.
En ókunni maðurinn
var sýnilega ekki á því
að gefast upp. „Hefurðu
ekki tíma til að ræða svo-
lítið um viðskiptamál?"
spurði hann.
„Eg stunda engin við-
skipti, þú hlýtur að fara
mannavilt", svaraði Jón
um leið og hann hraðaði
sér af stað.
„Þetta verður sjálfsagt
skemmtileg ferð, sem
þú leggur upp í á morg-
un!“
„Hvað veizt þú um
það?“
Meira.
Ráðning
'á krossgátu
Lárétt: 1. et, 4. ljón, 6.
gæjar, 8. S.Ó., 9. ar, 11.
lýsi, 12. ára, 13. ak.
Lóðrétt: 1. egg, 2. æja,
3. in, 4. ljósa, 5. óra, 7.
æsir, 10. rik, 11. lá.
Nú á að grafa jarðgöng
gegn um hæsta f jall
Evrópu, Mont Blanc og
gera þar bílabraut. Byrj-
að er á verkinu, en gert
er ráð fyrir, að það taki
þjú ár að Ijúka því.
Jarðgöngin stytta leið-
ina milli Parísar og Mil-
anó um 300 km. Sjálf
verða göngin 7 km. löng
og 9 metra há. Auðvitað
verða þau öll raflýst og
komið verður fyrir tækj-
um sem gefa frá sér vatns
úða, svo að hitinn í göng-
unum verði ekki of hár.
Búist er við að árlega
fari 600 þús. bílar um
jarðgöngin með um það
bil 1% milljón farþega.
í göngunum verða 24
viðgerðarstöðvar, sem
geta framkvæmt minni
háttar viðgerðir á bílum,
svo að ekki verður langt
á næsta „verkstæði“.
Kostnaðurinn við jarð-
göngin skiptist jafnt milli
Frakklands og ftalíu, sem
eiga sinn helminginn
hvort í þessu mikla mann
virki.
Gyða Ólafsdóttir, Vest-
urgötu 117, Júlíana
Bjarnadóttir, Vesturgötu
123 og Júlía Baldursdótt-
ir, Bakkatúni 6, allar á
Akranesi, vilja skrifast á
við stúlkur eða drengi 12
—14 ára. — Anna Nína
Stefnisdóttir, Nýbýlavegi
34a, Kópavogi (sem hef-
ur mestan áhuga á teikn-
ingu og dansi) við dreng
eða stúlku 12—13 ára. —
Guðmundur Halldórsson,
Rauðalæk, Holtum, Rang.
við pilt eða stúlku 13—
15 ára og Sigurður R.
Kjartansson, Brekkum,
Holtum, Rang., við pilt
eða stúlku 9—11 ára.