Morgunblaðið - 03.05.1959, Síða 24
Kommúnistar seftu blett
á hátíðahöldin 7. maí
Sviku gert
og komu
frekju og
samkomuíag
fram með
dólgshœtti
ekki einustu svik kommúnista
þennan dag. Þeir bættu gráu of-
an á svart með því að smygla
nokkrum kröfuspjöldum inn í
gönguna en um öll spjöldin var
gert samkomulag fyrirfram og
voru kommúnistar aðilar að því
samkomulagi.
Lýðræððissinnar hafa aetíð
lagt á það megináherzlu, að
verkalýðssamtökin gangi óklofin
til hátíðahaldanna 1. maí og
höfðu lýðræðissinnar nú lagt sig
alla fram til að ná því sam-
komulagi, sem nú varð, þrátt
fyrir margháttaða óbilgirni
kommúnista. En samt sem áður
rufu kommúnistar með frekju
og dólgshætti það, sem samið
hafði verið um.
3635 íbúar
á Akranesi
AKRANESI, 2. apríl. — Sam-
kvæmt síðustu skýrslum er íibúa-
fjöldinn hér á Akranesi 3685
manns. Fyrir 5 árum voru ílbúam-
ir 3139, fyrir 10 árum 2500 og
geta má þess að fyrir réttum 25
árum voru bæjarbúar 1400. Á
þeísum aldarfjórðungi hefur tala
íbúanna langt til þrefaldast.
Kröfugangan í Hafnarstræti
Harrison skipstjóra sleppt
gegn 779,400 kr. tryggingu
dæmdur í þriggja mánaða varð-*~
hald.
HÁTÍÐAHÖLD verkalýðsins 1.
maí fóru fram í stórum dráttum
skv. þeirri dagskrá, sem birt var
hér í blaðinu á fimmtudag.
Þó gerðu kommúnistar tilraun
í þá átt að spilla fundinum á
Lækjartorgi, svo sem nú verður
frá skýrt:
Fundarstjóri var Jón Sigurðs-
son, formaður Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna og tóku
ræðumenn til máls, eins og áður
hafði verið ákveðið. Þriðji ræðu-
maðurinn var Guðni Árnason,
formaður Trésmiðafélags Reykja
víkur. Er hann var kominn fram
í ræðuna, sem birt er í heild á
2. síðu blaðsins í dag, hóf öskur-
kór kommúnista upp óp og ó-
hljóð. Þessi ólátamenn voru ekki
margir en höfðu raðað sér beint
fyrir framan ræðustólinn og var
það sýnilega fyrirfram undirbúið
af kommúnistum. Óhljóðin hóf-
ust þegar Guðni sagði eftirfar-
andi:
„Ef skerða á kjör okkar, eða
brjóta þarf okkar rétt, þá fer
bezt á því, að það sé nefnt réttu
heiti og að slíkar ráðstafanir séu
ekki gerðar í nafni heildarsam-
taka okkar. íslenzk verkalýðs-
hreyfing frábiður sér í framtíð-
inni slíkan Hannibalisma. Hún
mótmælir því að pólitískir ævin-
týramenn séu að flækja Alþýðu-
samtökunum inn í refskák síns
pólitíska metnaðar“.
Vegna óhljóða kommúnista-
hópsins varð Guðni að gera hér
hlé á máli sínu en í sömu and-
ránni kom Snorri Jónsson, form.
Fél. járniðnaðarmanna, til fund-
arstjóra og krafðist þess af hon-
um, að Guðni fengi ekki að ljúka
máli sínu. Þessu neitaði fundar-
stjóri enda hefði hver ræðumað-
ur fullt málfrelsi. Nú stóð svo á,
að eftir var annar af ræðumönn-
um kommúnista, og fundarstjór-
inn tók skýrt fram við Snorra,
að ef Guðni lyki ekki máli sínu,
mundi fundi verða slitið þegar
í stað, vegna skrílsláta kommún-
ista. Ruddist þá Snorri Jónsson
upp í ræðustólinn, án leyfis fund
arstjóra og hrópaði til öskur-
kórsins: „Við skulum lofa mann-
inum að ljúka máli sínu“. Þögn-
uðu þá öskrin samstundis. Þessi
ummæli Snorra og viðbrögð ösk-
urkórsins sýna það og sanna, að
þessi hópur, sem þarna var sett-
ur beint framan við ræðumenn-
ina, var undir stjórn Snorra og
til þessa alls stofnað til að hleypa
fundinum upp, ef kommúnistum
sýndist.
Guðni lauk svo ræðu sinni,
sem fékk góðar undirtektir fólks-
ins, en sýnilegt var að almenn-
um áheyrendum ofbuðu þessar
aðfarir kommúnista.
Innan þeirra samtaka, sem
skipulögðu hátíðahöldin, var gert
ráð fyrir því að hver fengi að
halda sína ræðu á þann hátt, sem
hann vildi og var framferði
Snorra Jónssonar og manna hans
freklegt brot á því, sem talað
hafði verið um og til þess fallið
að setja blett á hátíðahöld dags-
ins.
Þess má geta, að ræðumenn
kommúnista fengu að halda ræð-
ur sínar ótruflaðir þrátt fyrir
það þótt þeir héldu hákommún-
ískar ræður, sem öllum fjöldan-
um mun ekki hafa geðjast að.
Önnur svik komma
Brot á ræðufriðnum 1. maí,
eins og lýst er hér að ofan, voru
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ voru
settar fram tryggingar þær er
bæjarfógetinn í Vestmannaeyj-
um, Torfi Jóhannsson, hafði
krafizt vegna dómsins í máli
Harrisons skipstjóra á brezka
togaranum Lord Montgomery.
Er alls um að ræða kr. 779,
400,00.
Þegar dómur gekk í málinu,
var að lokinni áfrýjun þess til
Hæstaréttar, krafizt 379,400,00
króna vegna greiðslu sektar, upp
töku afla og veiðarfæra, svo og
málskostnaðar.
Bæjarfógetinn hafði leyft að
settar yrðu 400,000 krónur til
tryggingar fyrir nærveru Harri-
sons skipstjóra, þegar endanleg-
ur dómur fellur í máU hans. —
Skipstjórinn var sem kunnugt er
Milli kl. 7 og 8 að kvöldi 1.
maí höfðu allar tryggingar verið
settar fram vegna togarans og
Harrisons skipstjóra, samtals að
upphæð 779,400 krónur. Voru
skipstjóranum þá skömmu síðar
afhent skipsskjöl og lét togarinn
úr höfn þá um kvöldið.
Búist er við að reynt verði að
fá málsmeðferð fyrir Hæstarétti
flýtt svo sem tök eru á.
Er enn við
Stakksnes
Fulltrúaráðs-
fundur í Sjálf-
stæðisfél.
í Kópavogi
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé.
laganna í Kópavogi heldur full-
trúaráðsfund á morgun, mánudag
inn 4. maí, kl. 20,30. Fundurinn
verður haldinn að Melgerði 1,
Kópavogi.
Á þessum fundi ræðir Magnús
Jónsson, alþm., stjórnmálavið-
horfið.
______________^ Lárus Þorsteinsson •---- .
Hættulegar atrennur herskips-
ins gátu leitt til manntjóns
VARÐSKIPIÐ María Júlía, skip
herra Lárus Þorsteinsson, er hér
í höfninni, eftir að hafa verið á
gæzlusiglingu í 10 daga Lárus
skipherra sagði í viðtali við Mbl.
í gærmorgun, að hann hefði í þess
um leiðangri orðið fyrir barðinu
á brezka herskipinu Contest, sem
brotið hefði allar siglingareglur
og teflt öryggi hins litla varð-
skips í beinan háska, vegna á-
byrgðarleysis hins brezka skip-
Iherna þess.
Þetta hafði gerzt á miðvikudag
og fimmtudag á Selvogi og við
Vestmannaeyjar. Þá hefði her-
skipið brezka í 20—30 skipti brun
að að varðskipinu Maríu Júilíu,
farið þvert í veg fyrir það, rétt
framan við stefni þess, en her-
skipið dró á eftir sér í stálvír
flofcholt. Hafði varðskipið því orð-
ið að sveigja af leið og jafnvel
stöðva alveg vélina til þess að
lenda ekki á herskipinu eða flot-
holtinu. Mikill stærðarmunur er
á Maríu Júlíu og herskipinu og
hefði árekstur orðið, þá hefði
varðskipið brotnað.
Á fimmtudaginn kvaðst Lárus
skipherra hafa verið orðinn svo
þreyttur á þessum hættulega leik
hins brezka skiplherra á Cintest,
að hann sendi honum orðsendingu
og benti honum á að með siglingu
sinni hefði hann brotið gróflega
allar siglingareglur og kvaðst
Lárus hafa kvatt Bretann til að
kynna sér siglingareglurnar ítar-
lega, því svo hættulegur væri
leikur sá er hann stundaði að
manntjón gæti auðveldlega hlot-
ist.
Nokkru síðar svaraði skipherr-
ann þessari orðsendingu. Þá tók
hann upp flotholtið. Hann kvað
framferði íslenzkra varðskipa
brjóta í bága við brezk lög og her
skipið væri hér aðeins til þess að
vernda brezka togara gegn af-
skiptum ísl. varðskipa. Nokkru
fleiri orðaskipti áttu sér stað
milli skipanna, en skömmu eftir
þetta var þessu lögbrotasvæði
brezka flotans lokað.
Lárus Þorsteinsson kvaðst telja
að í þessum „leiðangri“ hefðu
hann og skipsmenn hans kært um
40 brezka togara. Hittum við tvo
sem íslenzkir menn eru á. Annar
þeirra er Northem Prince sem
Þorsteinn H. Eyvindsson er á.
Hann var ekki kærður, var á sigl
ingu út er við komum. Þá mætt-
um við nýlegum togara, Jarley,
sem Sigurður Þorsteinsson er skip
stjóri á. Hann er einn hinna fáu
brezku toganar sem stunda veið-
ar hér við land og aldrei mun
hafa verið skrifaður upp, hvað þá
meira. Hann var á heimleið, með
allt upp bundið og þurrt á dekk-
inu sjá sér, sagði Lárus.
ALLT er tíðinalaust af töku tog-
arans Ashanti, sem varðskipið Al-
bert stóð að veiðum 9 mílur fyr-
ir innan línu við Vestmannaeyjar
á miðvikudagskvöldið.
1 gærdag var Albert enn yfir
togaranum, sem stöðugt nýtur
verndar herskips, á hinu nýopnaða
lögbrotasvæði brezka flotans við
Stokksnes. Þar var sæmilegt veð-
ur og ltíill afii hjá lögbrotatogur
unum þar.
Þvottavél stolið
Fyrir nokkru var brotist inn í ó-
læstan kjallara í húsi einu við
Óðinsgötu og var þar stolið mjög
nýlegri þvottavél, Rando-gerð.
Hefur þjófnaður þessi verið kærð
ur til rannsóknarlögreglunnar. —■
Eru það eindregin tilmæli hennar
til þeirra er gefið gætu uppl. um
vél þessa, að þeir geri sér aðvart.
Komumenn fundu fjölda
fjár í svelti og dauða
NOKKRIR Reykvíkingar sem
voru á ferð austur í Grímsnesi á
fimmtudaginn, komu þar
heim á mannlausan bæ, og fund
ið þar margar kindur sem ýmist
voru að því komnar að deyja úr
hungri, eða þegar orðnar hung-
urdauða.
Komumenn höfðu ekki fundið
neinn mann þar á bænum, en hér
var um að ræða Þóroddsstaði í
Laugardal. Við nánari athugun
kom í Ijós, að 10 kindur voru
dauðar, en um tölu þeirra sem
aðframkomnar voru, var ekki vit-
að, en 250 höfðu verið á fóðri í
vetur.
Mál þetta var kært til sýslu-
mannsins og var rannsókn þess
á byrjunarstigi í gær. Mennirnir
sem komið höfðu heim ó Þórodds
staði, höfðu gefið hina hroðaleg-
ustu lýsingar á þeirri óhugnan-
legu sjón sem við þeim blasti
þar.
Maður ofan úr Borgarfirði hef-
ur haft jörðina á leigu í vetur.