Morgunblaðið - 14.05.1959, Blaðsíða 2
MOttÖVNBl'ABlÐ
Fimmtudagur 14. maí 1959
Utanríkisráðherrar fimm vestrænna ríkja hittust í Genf dag-
Inn áður en ráðstefna stórveldanna þar í borg hófst. Þeir sjást
hér talið frá vinstri: Fella frá ítalíu, Selwyn Lloyd frá Bret-
landi, Herter frá Bandarikjunum, von Brentano frá Þýzkalandi
og Couve de Murville frá Frakklandi.
Deila Breta og ís-
lendinga hættuleg
KAUPMANNAHÖFN, 13. maí —•
(Frá Páli Jónssyni). Kvöldberl-
ingur skrifar í forustugrein í dag
um þá tillögu Lundúnablaðsins
Times, að Danir eða Norðmenn
miðli málum í landhelgisdeilu
Breta og íslendinga. Blaðið telur
að Bretar vilji í einlægni leysa
þorskastríðið, en nú vanti aðeins
kæna meðalgöngumenn.
Blaðið segir að NATO geti
misst álit af þessari deilu tveggja
bandalagsþjóða. Nú þegar hafi
báðar þjóðir skotið aðvörunar-
skotum og hætta er á að deilan
harðni smámsaman unz fallbyssu
báta-samskipti geti haft örlaga-
ríkar afleiðingar, annaðhvort
vegna óhappa eða vegna þess að
menn verði taugaóstyrkir. Vel
geti svo farið að fallbyssukúla
falli, þar sem hún átti ekki að
falla og þá verði ómögulegt að
halda aftur af þeim öflum með
kommúnistum í broddi fylking-
ar, sem óski eftir því að ísland
gangi úr NATO.
Þá segir Kvöldberlingur að rök
Bretlands fyrir því, að viður-
kenna ekki tólf-mílna landhelgi
séu þungvæg, en efnahagsleg rök
Vesturveldin heita Rússum fundi
æðstu manna ef vel genguríGenf
íslendinga fyrir því að krefjast
viðurkenningar á tólf-mílna land
helgi sé'u engu léttari á metaskál-
unum.
Að lokum segir blaðið, að von-
andi sé að fullnægjandi lausn
finnist á málinu á næsta sjórétt-
arráðstefnu í Genf, en hættulegt
sé að láta deiluna standa óbreytta
þangað til.
Poseidon með lík
af sjómaimi
UM kl. 7 í gærkvöldi kom þýzka
eftirlitsskipið Posedon hingað til
Reykjavíkur. Var skipið með
þýzka fánann í hálfa stöng. Skip-
ið flutti hirigað lík af þýzkum
sjómanni. Hafði hann dáið á sótt-
arsæng í þýzkum togara, sem var
á leið til Grænlands. Var lík sjó-
maimsins sett hér í land og héð-
an mun það verða flutt út til
Þýzkalands.
Ellefu þúsund flótfa
menn ytirgeta Tíbet
Genf, 13. maí
(NTB/Reuter)
í DAG var haldinn þriðji
fundur ráðstefnu utanríkis-
ráðherra austurs og vesturs.
Stóð hann í 2 Vz klst. og lagði
Christian Herter, sem nú var
í forsæti, til, að ráðherrarnir
flyttu nú inngangsræður sín-
ar. — .ZZijum-______
Gromyko fulltrúi Rússa hóf
að nýju máls á því að utanrík-
isráðherrar Póllands og Tékkó-
slóvakíu fengju aðild að ráðstefn-
unni. Hann setti þó engin úr-
slitaskilyrði þar að lútandi. Þrlr
utanríkisráðherrar Vesturveld-
anna álitu að það mál mætti ræða
síðar. Töldu þeir að ekki mætti
dragast lengur að komast að
kjarna málsins og hefja umræð-
ur efnislega um heimsvandamál-
in. Lét Gromyko málið síðan
kyrrt liggja að sinni, en hugsan-
legt að hann ítreki það enn á
næsta fundi.
f frumræðum sínum lögðu ut-
anríkisráðherrar Vesturveldanna
áherzlu á það, að þau vildu að
fundur æðstu manna stórveld-
anna yrði haldinn seinna sum-
ars og þó því aðeins að ráðstefnu
utanríkisráðherranna lyktaði svo
að hægt væri að gera sér vonir
um einhvern árangur. Um þetta
mæiti Herter m. a- á þessa leið:
„Það getur verið að þessi ráð-
stefna okkar verði inngangur að
fundi æðstu manna stórveldanna.
Ef nokkur árangur næst á þessari
ráðstefnu okkar er Bandaríkja-
stjórn þess fýsandi að fundur
æðstu manna komi á eftir til að
staðfesta þann árangur, sem næst
á þessari ráðstefnu og e. t. v.
til að auka og bæta samkomulag
sem hér myndi nást. Bandaríkja-
stjórn vill kappkosta að ná, sem
mestum árangri í þessari ráð-
stefnu, en slíkt er ekki aðeins á
valdi Vesturveldanna. Rússar
verða einnig að leggja nokkuð af
mörkum til þess að árangur náist.
Fulltrúi Frakka Couve de
Murville gat ekki verið viðstadd-
ur fundinn í dag, þar eð hann
veiktist af inflúenzu og lá rúm-
fastur. Hinsvegar var lesið ávarp
frá honum, þar sem hann tók
skýrt fram, eins og Herter, að
það væri undir úrangrinum af
þessari ráðstefnu komið, hvort
hægt væri að halda fund æðstu
manna á eftir. Couve de Murville
legði einnig áherzlu á það í á-
varpi þessu, að festa og öryggi
væri óhugsandi í Evrópu fyrr en
Þýzkalandsmálið væri leyst.
Það er álit manna hér, að Vest-
urveldin muni ekki útiloka full-
trúa Pólverja og Tékka frá þátt-
töku, heldur komi þeir með gagn-
tillögu um að þeir fái að sitja á
ráðstefnunni, sem ráðgjafar með
takmörkuðu málfrelsi, líkt og
fulltrúar Vestur- og Austur-
Þýzkalands gera nú.
De Gaulle býður
mönnum í Alsír byrginn
ALGEIRSBORG 13. maí (Reuter)
— Æðsti stjórnarfulltrúi Frakka
í Alsír Paul Dalouvrier hershöfð-
ingi sagði öfgamönnum meðal
franskra landnema í landinu að
„halda sér saman eða fara úr
landi brott“. Ræðuna flutti hann
við hátíðahöld ítilefni þess, að eitt
ár er liðið siðan uppreisn var
gerð í Alsír, sem leiddi til þess
að de Gaulle komst til valda í
Frakklandi.
Það voru einmitt sömu öfga-
mennirnir, sem nú er sagt að
þegja, sem komu uppreisninni af
stað. Samtök þeirra ákváðu að
taka ekki þátt í hátíðahöldunum í
dag, heldur skyldi litið á þetta
sem sorgardag. Samtökin telja að
de Gaulle hafi svikið franska land
nema í Alsír, en hin hörðu um-
mæli sýna að forsetinn þykist nú
geta boðið landnemunum byrg-
inn.
Delouvrier flutti ræðu sína yfir
50 þúsund manns, sem safnazt
höfðu saman fyrir framan stjórn
arráðsbygginguna í Algeirsborg.
Hann sagði m.a. að í Alsir væri
hópur öfgamanna, sem talaði allt-
of mikið meðan aðrir sem hógvær
ari væru í skoðunum hefðu sig
of lítið í frammi. Hann sagði að
ástæðulaust væri fyrir franska
landnema að verða óstyrkir á
taugum, þótt styrjöldin í landinu
hefði staðið í 4% ár.
Delouvrier skoraði á Serki að
taka virkan þátt í stjórnmálum
landsins og hefja samstarf við
Frakka um allsherjar viðreisn í
Alsir.
Þegar ræðuhöldum var lokið
fór fram hersýning i Algeirsborg.
Viðstaddur hersýninguna var Jac
ques Massu hershöfðingi yfir-
maður fallhlífasveitanna, sem
átti virkan þátt í uppreisninni sl.
ár. Hann er enn sem fyrr traust-
ur stuðningsmaður de Gaulles.
íhaldsmeim sigra
LONDON 13. maí (Reuter). —
íhaldsflokkurinn brezki tilkynnti
í dag, að hann hefði unnið 321
bæjarfulltrúasæti í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningunum, sem
fram fóru í síðustu viku. Hins
vegar var því haldið fram að
Verkamannaflokkurinn hafi tap-
að 379 sætum.
Úrslit kosninganna í heild eru
þessi:
íhaldsflokkur 3003 aukn. 321
Frjálslyndi fl. 138 — 33
Óháðir 756 — 25
Verkamannafl. 2887 fækk. 379
Það fylgir með þessari skýrslu,
að íhaldsflokkurinn hafi unnið
alls staðar og nokkuð jafnt á. En
þetta er talið sýna, að nú sé f-
haldsflokknum óhætt að boða
skjótlega til almennra þingkosn-
inga.
TEZPUR í Indlandi 13. maí
(Reuter)—Fyrsti hópur tíbetskra
flóttamanna kom í dag til bæjar-
ins Missamari í Assam, þar sem
indverska stjórnin hefur ákveð-
ið að setja upp fyrstu flótta-
mannabúðirnar fyrir tíbetska
flóttamenn. f þessum fyrsta hópi
voru 92 rnenn,, þar af einn lama-
prestur. Sumir í þessum hópi
höfðu komið alla leið frá Lhasa.
Þeir höfðu flúið frá höfuðborg
Tíbets, þegar kommúnistar hófu
fallbyssuskothríð í borginni.
Það er nú álitið að um 11 þús.
tíbetskir flóttamenn hafi komið
inn yfir landamæri Indlands eða
til smáríkjanna Bhutan og Sikk-
im. Yfirgnæfandi meirihluti
flóttafólksins er þó enn á leið
gegnum frumskógaþykkni og nið
ur fjallhlíðarnar og hafa ekki enn
gefið sig fram við indversk
stjórnarvöld.
Fyrsti 92 manna hópurinn kom
í dag til Missamari, en búizt er
við mörgum slíkum hópum til
byggða næstu daga. Er sýnilegt
að það verður all mikið vanda-
mál fyrir Indverja að hýsa, fæða
og klæða þann mikla fjölda, sem
nú flýr kúgun kommúnista.
Indverska stjórnin hefur til-
kynnt, að hún muni ábyrgjast
flóttafólkinu húsnæði og nauð-
synjar. Hefur verið stofnuð sér-
stök hjálparnefnd, sem allir
stjórnmálaflokkar, nema komm-
únistar eiga sæti í og er formað-
ur hennar Aiharya Kripalani for-
maður Jafnaðarmannaflokksins.
Er til þess ætlazt að öll aðstoð
við hið tíbetska flóttafólk gangi
gegnum nefnd þessa, þar á meðal
hjálpparfé frá öðrum löndum.
Nú þegar eru fjármunir og ým-
is hjálpargögn farin að berast frá
Bandaríkjunum. Hafa safnazt um
700 þúsund dollárar þar í landi
til hjálpar Tíbet-búum og banda-
ríski Rauði-krossinn sendi ný-
lega 5 þúsund dollara ávísun til
indverska Rauða-krossins, sem
ætlað er tíbetskum flóttamönn-
um.
Nehru’ forsætisráðherra Ind-
lands sagði nýlega í ræðu, að þótt
tíbetsku flóttamennirnir fengju
í fyrstu bústað í flóttamannabúð-
um væri það ekki ætlunin að
loka þá þar inni eða einangra.
Bezta hjálpin sem þeim væri
veitt, væri sú, að þeir fengju að
leita sér að vinnu í Indlandi.
Kommúnistar í Indlandi hafa
lýst því yfir, að Indland eigi að
neita að taka við þessu flótta-
fólki. Slíkt hafi aðeins í för með
sér fjandskap við Kína. Komm-
únistar standa einir og einangr-
aðir um þessa skoðun.
Ný úra- og
gripaverzlun
r DAG opnar úra- og skartgripa-
ver2lunin Jóhannes Norðfjörð og
Co. í nýju húsnæði. Verzlunin,
sem er elzta verzlun sinnar teg-
undar hérlendis og verið hefur
um áratugaskeið í Austurstræd
14, hefur nú fengið nýtt og glæsi-
legt húsnæði að Hverfisgötu 49.
Er þar nú opnuð glæsilegasta
verzlun sinnar tegundar hér á
landi. Verzlunin í Austurstræti
14 verður rekin sem verið hefur.
Nánar verður sagt frá hinni nýju
verzlun á morgun.
mn
LONDON — Brezka blaðið
Daily Telegraph skýrir frá
því og kveðst hafa það eftir
öruggum heimildum, að rúss-
neskt herlið hafi fyrir nokkru
Carið inn í Afganistan og tekið
sér stöðu í vesturhluta lands-
ins við bæinn Herat. Segir
blaðið að hernám þetta sé
með samþykki ríkisstjórnar
Afganistans.
Daly Telegraph segir, að Rúss-
ar hafi nýlega veitt Afganistan
mikla efnahagsaðstoð og hafi það
i
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
EFNT verður til ferðar á Snæfellsnes um hvítasunnuna og |
gengið á Snæfellsjökul. Lagt verður af stað á laugardag i
kl. 2 e. h. og komið til baka á mánudagskvöld. Væntanlegir;
þátttakendur hafi samband við skrifstofu félagsins í Valhöll S
við Suðurgötu, sími 17102. Farseðlar óskast sóttir í dag. —\
s
^ *.*.*.*.*■*■*■ J.
Rússneskt herlið sent
í Afganistan
Ferðadeild
Heimdallar
komið í staðinn að Rússum var
heimilt að senda herlið inn í land
ið.
Það er talið að ákvörðun Rússa
um hersetu í vestur hluta Afgan-
istan sé einn liðurinn £ tanga-
sókn þeirra gegn Persíu. Eru
Rússar nú orðnir mjög uggandi
um sinn hag„ þar sem hættan
er talin á því, að kommúnistar
taki völdin í írak, sem er að vest-
anverðu við Persíu og nú hefur
rússneskt herlið sótt inn í Afgan-
istan, sem næst fyrir austan.
Stykkisliólms-
bátar að hætta
STYKKISHÓLMI, 13. mai —
Stykkishólmsbátar eru nú sem
óðast að hætta róðrum og 4 þeg-
ar hættir. Frá 2—9 maí veiddu
bátarnir 91 lest í 28 löndunum.
Þennan tíma var Smári hæstur
með 69 lestir í 3 löndunum. 8.
maí fékk hann 32 lestir, en það
var eftir þriggja daga lögn. 1
fyrradag var aflinn rýr, eða frá
lVs lest upp í 4.
Sýslufundur Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu hófst í Stykkis-
hólmi s.l. mánudag og er gert
ráð fyrir að honum ljúki í dag.