Morgunblaðið - 14.05.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1959, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 14. maí 1959 Reynslan hefur kennt okkur að þoka okkur saman Forysta Sjálfstœðisflokksins um upp- byggingu afvinnulífsins um land allt Ræða Kjartans J. Jóhannssonar í útvarpsumræðunum frá Alþingi Herra forseti! VIÐ heyrum alltaf öðru hvoru hjáróma raddir um það, að ís- Jendingar séu, og hljóti að verða áfram tvær andstæðar fylkingar, dreifbýli og þéttbýli. Þetta er hin versta villa, við erum öll í sama bát, og vegnar ekki vel, nema við sjáum um að jöfnuður hald- ist á milli sjávar og sveita, dreií- býlis og þéttbýlis. Þetta ætti raun ar að vera öllum sæmilega við- sýnum mönnum augljóst, að bændum, sem helzt þurfa að selja allar afurðir sínar fólkinu við sjávarsíðuna, getur ekki farn azt vel nema fólkið komist svo vel af að það geti keypt þær með þolanlegu verði. Og við, sem höf- um þekkt mjólkurhungur og skort á öðrum landbúnaðarvöv- um skiljum það áreiðanlega að nauðsynlegt er að bændur geti aukið og bætt bú sín við fögnum því, ef þeir geta þannig gert þau arðmeiri og um leið tryggt bkkur gegn þyi að eiga slíkan skort yfir höfði okkar og barna okkar. Mér er ánægja að geta sagt frá því hér, að innan Sjálfstæðis- flokksins hefir þessi skoðun alla tið verið ríkjandi. Það er vafa- laust einmitt m. a. þess vegna sem Sjálfstæðisflokkúrinn á jafnt fylgi að fagna til sjávar og sveita í dreifbýli og þéttbýli. Þeir sem hafa kynnzt þessu farsæla samstarfi innan flokksins sjá að það er báðum til skilningsauka og þjóðinni allri til hags. — Aðr- ir stjórnn.álaflokkar hér í landi eiga meginhluta fylgis s;ns ým- ist í dreiíbýli eða þéttbýli, og hafa því stundum af þröngu flokk sjónarmiði freistazt til að mis- muna öðrum á kostnað hir.s, en slíkt er stórskaðlegt og hefnir sín, eins og öll rangindi gera fyrr eða síðar. Fé til atvinnuaukningar og jöfnunar Þegar alvarlega var farið að kreppa að mörgum byggarlögum á vestur, norður og austurlandi aðallega vegna langvinns afla- brests og fjárhagsörðugleika er af honum leiddi, þá var það fyrir baráttu Sjálfstæðismanna á Al- þingi og áhugamanna heiman úr héruðunum, að loks var byrjað að veita fé til atvinnuaukningar og jöfnunar. Og það voru Sjálf- stæðismenn, sem lögðu á það mesta áherzlu að þessu fé yrði varið til að stuðla að því að keypt væru atvinnutæki eða byggð upp varanleg framtíðar-. atvinna. eftir því sem vænlegast væri á hverjum stað gagnstætt þvi, sem því miður hafði of oft verið um svolcallað atvinnubóta- fé áður, sem stundum fór mest í að moka snjó eða berja grjót upp úr klaka, — þó aflabrestur væri aðalundirrót neyðarástands ins, þá átti afturkippurinn, sem kominn var í atvinnulífið sé_r sums staðar enn dýpri rætur'. Á ísafirði mátti t d. rekja hann allt til þess að ísfirðingar fengu ekki leyfi til þess á árunum 1934—1938 að kaupa sér stærri og fullkomnari fiskiskip. Þeir marg sóttu um það en fengu ávallt neitun. Sú ríkisstjórn, sem þá sat að völdum hafði ekki trú á að auka útgerðina eða þá a. m. k. ekki nema með smáfleytum. Fyrst bar stjórnin við gjaldeyris- skorti. En þótt það mál væri þá leyst þannig að greiða mátti skip in með þeim gjaldeyri, sem þau væntanlega öfluðu á síldveiðum, fékkst samt ekki leyfi til að kaupa þau. Á þessum árum og raunar miklu lengur var það allt að því trúaratriði bæði hjá Fram sóknrflokknum og Alþýðuflokkn um að skipin ættu að vera lítil. Slæmar ríkisstjórnir Ég get þessa hér vegna þess grobbs, sem nýlega var í blaði Framsóknarmanna, Tímanum, Nýr sendiferðabíll (frá í janúar) til sölu strax. Bíllinn er að öllu leyti sem nýr. Skoda tegund með niðurfelldum sætum. Upplýsingar í síma 12165 og 22222. Oldsmobile 1949 2ja dyra til sölu. Upplýsingar í Sendiráði bandaríkjanna, Laufásvegi 21. Stúlka óskast strax í þvottahús. Upplýsingar í síma 2-4866. Fiskbúð í fullum gangi til sölu. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir föstudagskvöld merkt: „55 — 9930“. Kjartan J. Jóhannsson um þessa löngu liðnu stjórn, sem að okkar reynslu var hin versta sem verið hefur, a. m. k. þangað til hæstv. fyrrv. ríkisstjórn kom til. Hvor verri var er erfitt að dæma um vegna mismunandi að- stæðna, en hjá okkur vestra var reynslan afleit af báðum. Meðal annars af þessu það er, að út- gerðarmenn fengu ekki að bæta skipakost sinn og auka á þessum árum, leiddi svo það að hagur útgerðarinnar vænkaðist ekki eins rnikið næstu árin eins og annars staðar á landinu. í stríðs- lok voru því ekki til nýbygging- arsjóðir eða varasjóðir, sem um munaði, hvorki til að endurnýja skipastólinn eða mæta aflabrest- inum, varð útgerðin því ekki samkeppnisfær. Auk þessa urðu fsfirðingar út- undan næstu árin þar á eftir um fjármagn til atvinnutækja og verksmiðja, ef til vill af því að fjárskortur var heima fyrir, svo ekki var unnt að afla þar mót- framlags á móti þeim lánum er þá fengust. Ég tek hér dæmi af ísafirði af því að þar er ég kunnugastur þessum málum annan þennan tíma sem um er að ræða, en ég veit að ástandið, aflaleysi og vandræði, var svipað víðast á Vestfjörðum, Norður- og Austur- landi. Beinn spatrnaður fyrir ríkissjóð Af þescu er auðskilið, að það var nauðsynlegt og eðlilegt, að ríkissjóður hlypi undir baggann, og liðsinnti þeim byggðalögum, sem út undan höfðu orðið um ný atvinnutæki. Það er líka mjóg ánægjulegt að nú er farið að koma í ljós, að þetta atvinnu- aukningafé hefir víða komið að mjög miklu gagni, sums staðar alveg ótrúlega miklu. Það er meira að segja alveg vafalaust, að beinn sparnaður hefir verið að því fyrir ríkissjóð að veita þetta fé, t. d. þar sem svo hagaði til að til voru sæmi- legar íbúðir, skólar og önnur op- inber mannvirki fyrir fólkið, en vantaði rðeins hjálp til þess að eignast atvinnutæki til þess að geta bjargað sér. Fyrstu árin var fénu skipt á milli þeirra, sem mest kallaði að, að hjálpa að dómi embættis- manna ráðuneytisstjóra í stjórn- arráðinu. En eftir að ráðherrar í hæstv. fyrrverandi ríkisstjórn tóku úthlutunina í sínar hendur, lék grunur á að ekki væri alltaf farið eftir sjónarmiðum, eða lík- um á að féð yrði að sem mestu gagni þeim byggðarlögum. sem það fengu og um leið þjóðhags- lega með því að stuðla að aukinni framleiðslu og betri nýtingu vinnuafls þjóðarinnar. Það styrkti gruninn, að ekki fengust upplýsingar um úthlutun fjárins þó eftir væri leitað. Réttlát skipting tryggð Við lögðum því til nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að þessum málum væri komið í fastara form, ákveðin framlög í 5 ár 15 millj. á ári en úthlutun fjárins og stjórn sjóðsins annað- ist 5 manna nefnd kosin hlut- fallskosningu af Alþingi. Við töldum það tryggja sem réttlát- asta skiptingu og a. m. k. koma í veg fyrir allt laumuspil með það. Um þetta hefir ekki fengizt samkomulag, fyrr en nú, að sam- komulag er orðið um það milli Sjálfstæðisflokksins, Al- þýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins að nefndin skuli kosin á þessu þingi. Hún var einmitt kos in á fundi í Sþ. í ár og var fjár- hæðin lækkuð á fjárlögum úr 13,5 millj. í 10 millj. króna að tillögu hæstv. fjármálaráðherra. Hann taldi þetta fært, því vænta mætti að nokkur lán fengjust úr sjóði Atvinnuleysistrygginga til þeirra framkvæmda er hér jm ræðir. Hvort það reynist svo verð ur reynslan að sýna. En úr sjóðn- um hafa, það sem af er þessu ári, verið ákveðnar lánveitingar til hafnarbóta og fleiri fram- kvæmda víðs vegar um land tæp ar 8 milljónir króna. Ég hef rætt þetta svona ítar- lega til þess að það komi skýrt fram, að þetta fé .er ekki hugsað af okkur sem nein ölmusa held- ur aðeins leiðrétting á misræmi sem orðið var milli byggðarlaga. Þetta er fé sem, sé því skynsam- lega varið, á raunverulega að gefa þjóðarbúinu góðan arð. Þar sem ég er nákunnugastur, þ. e. á Vestfjörðum, hefur að mestu tekizt vel um úthlutun fjárins sem þangað hefur farið. Það hef- ur komið að góðu gagni, bætt atvinnuna ekki aðeins í svip, heldur skapað grundvöll að betri og stöðugri vinnu en áður var. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Fjárhagur byggðanna er að rétta við og almenningur á góðri leið með að komast úr örbirgð til bjargálna. Þarna vantar enn bagalega at- vinnutæki og endurbætur á þeim, sem fyrir eru, en samt er nú þegar komið svo að þetta fólk framleiðir verulega meira en hinn hlutfallslega skerf af út- flutningsverðmæti þjóðarinnar og gæti þó enn stóraukið fram- leiðsluna ef fleiri tæki fengjust án þess að fjölga fólki, nema sem svarar eðlilegri fjölgun heima fyrir. — Fyrir 2 árum var þarna frá litlu sjóplássi flutt út svo mikið magn sjávarafurða á hvern íbúa, að útflutningsverð- mæti allrar þjóðarinnar hefði átt að vera um 4 milljarðar kr. í stað tæplega eins, ef aðrir landshlutar hefðu að þessu leyti staðið jafn- fætis. Ég er ekki að miklast af þessu eða gefa í skyn að önnur framleiðsla eigi ekki rétt á sér. En okkur er það samt hollt að muna að sjávarafurðir eru enn grundvöllur allrar annarrar framleiðslu og afkomu okkar allra. Rétt leið til að bæta af- komuna Ég segi líka frá þessu af því að sú leið sem þarna hefur verið farin er sú eina rétta leið, sem fær er til þess að bæta afkom- una, þ. e. með því að auka fram- leiðsluna og það er rétt leið, þótt lánsfé þurfi til þess, ef þess er aðeins gætt að verja því til þeirra beztu framleiðslutækja, sem fá- anleg eru á hverjum tíma. Það er eina leiðin, sem þarna var fær. Það var ekki hægt að bíða eftir að fjármagn myndaðist heima fyrir, það fór síþverrandi. Því meðan verst gekk fluttu þeir burt, sem bezt voru stæðir og áttu því hægast með að flytja. Það er nú mjög kvartað um að menn vilji ekki sækja sjóinn. Og það er rétt að oft er vöntun á sjómönnum, en þó er það svo hjá okkur, að enn eru til menn sem vilja fara á sjó en vantar skip, menn sem hafa viljað og vilja leggja aleigu sína í að kaupa þau, en ekki fengið það enn. Við höf- um vinnufúsar hendur, sem eru þess albúnar að vinna gull úr sjónum, ef við fáum aðeins að bæta við okkur þeim tækjum, sem enn vantar svo vel sé. — Við ætlum ekki að vinna það með nýrri undraaðferð, heldur með gamla laginu sem Vestfirðingar lengi hafa kunnað manna bezt. Bráðu hruni afstýrt í vetur var hér mikil bölsýni einkum á síðustu vikum hæstv. fyrrv. ríkisstjórnar, sem sagði að algert efnahagshrun væri yfir- vofandi ef hún fengi ekki sjálf- dæmi eða einræðisvald. Alþýðu- sambandið vildi ekki hnífakaup, óséð, og lái því hver sem vill. Eftir uppgjöf hennar lögðum við Sjálfstæðismenn fram tillög- ur til að stöðva hrunið, sem stefna hennar var að leiða yfir þjóðina. Við fengum ekki stuðn- ing annarra flokka, en Alþýðu- flokkurinn tók að sér að mynda stjórn með málefnalegum stuðn- íngi okkar. Hinu bráða hruni var þannig afstýrt, fyrst og fremst vegna ábyrgrar málefnalegrar af stöðu Sjálfstæðismanna. Vonandi fæst þannig tækifæri til að snúa efnahagsmálum okk- ar til betri vegar. Það hefur tek- izt með öðrum þjóðum og við getum það líka, ef þjóðin vill. Reynslan hefir kennt okkur að þoka okkur saman Háttvirtum framsóknarmönn- um vil ég segja að það þýðir ekki fyrir þá að segja okkur Vest firðingum að nánari tenging byggðanna í stærri heildir muni skaða þær og verða til landauðn- ar. Reynslan hefur einmitt kennt okkur að þoka okkur saman. Þess vegna stofnuðum við fjórð- ungsþing Vestfirðinga og þess vegna stofnuðum við samtök til þess að vinna að rafvæðingu Vestfjarða. Án þeirra samtaka hefði enn ekki verið gerð stór- virkjun á Vestfjörðum. Sama máli gegnir um samgöngumál og fleiri sameiginlega hagsmuni og áhugamál. í sumar verður unnið meira að vegagerð á Vestfjörðum en nokkru sinni fyrr, einmitt vegna samtaka og samstöðu byggðanna heima fyrir. í kosningunum í sumar verður kosið um meira jafnrétti milli kjördæma en verið hefur, en við megum ekki gleyma því að það er líka kosið til þess að forða okkur frá hrunstefnu fyrrver- andi ríkisstjórnar. Til þess að fá styrka stjórn með raunveruleg- um meirihluta þjóðarinnar að bakhjarli, til þess að vinna að heilbrigðari þróun efnahagsmála en verið hefur. Tíma þeim, sem við Sjé’fstæðis menn höfum til umráða í kvöld er nú lokið. Við erum sannfærðir um að við erum að berjast fyrir réttlæti milli kjördæma og far- sælli þróun efnahagsmálanna en verið hefur, í þeim átökum sem framundan eru. Við treystum þjóðinni og leggjum málin óhik- að undir hennar dóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.