Morgunblaðið - 14.05.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1959, Blaðsíða 20
20 MORCZJyBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. maí 1959 Frúin hlustar á allt þetta hin rólegasta. Síðan leiðir hún okk- ur brosandi til stofu sinnar. Það er stofa, sem er full af haglega gerðum húsgögnum frá Napóle- ons-tímanum og þar sem speglar eru á öllum veggjum. Þetta er íbúð, þar sem tíminn virðist standa í sömu sporum. Hér í þessu umhverfi horfins tíma verð ég vottur að atburði, sem er bæði áhrifaríkur og ber svip afturgöngunnar. ÞaC er at- burður, sem kemur manni til að gleyma árum og birtir löngu liðna tíma aftur í svo skýru ljósi, að það er eins og þeir væru yfirstandandi. Á meðan frú Blavetti fyllir glös okkar með „Aperitif", tek ég eftir því, að Hugo Bleicher litast í laumi um í stofunni. — Hvaða hugsanir skyldu það vera, sem nú koma upp aftan við enni hans? Hvaða endurminningar hann sér aftur þau herbergi, þar sem hin áhrifamikla fangelsun Armands Borni og Renée hans fór fram. En frú Blavetti gefur okkur ekki mikinn tíma til að sökkva okkur niður í hugsanir okkar. — Ég kemst að því, mér til hugar léttis, að'hún hefur auðsjáanlega ekki þekkt Bleicher aftur. Með ákafa gamallar konu, sem ekki hefur oft tækifæri til að tala, segir hún nú frá tímum, sem áreiðanlega hafa verið hinir við- burðaríkustu í hennar kyrrláta ekkjustandi. „Trúið mér til þess, herrar mín ir, ég komst þá alveg grunlaus inn í þetta óþægilega mál“. full yrðir hún. Því næst segir hún frá því, að dag nokkurn — í októ berlok 1941 — hafi ókunn kona komið til hennar og viijað fá fyrstu og aðra hæð hússins leigða hana kunningja sínum, sem græddi vel á svartamarkaðs viðskiptum og gæti því goldið leigu eftir því. Það var tilskilið, að ég lokaði augunum fyrir því, að hann kynni að fá heimsóknir viðskiptavina sinna seint á kvöld in. Blygðunarroði færist snöggv- ast yfir kinnar frú Blavetti. — „Þér getið skilið, hvernig á stóð. Dóttir mín var mjög þungt hald- in um það leyti, lækniskostnað- ur og sjúkrahúskostnaður óx upp úr öllu valdi, og við höfðum ekki annað en minn litla ekkju- lífeyri, síðan maðurinn minn féll 1915 við Verdun. Þá gripum við til þessa í neyð okkar — “ „Vissuð þér í raun og veru ekki, hvað gerðist í herbergjun- um uppi í húsi yðar?“ greip Hugo Bleicher fram í fyrir henni. „Nei, vissulega ekki, herra minn. Nú gæti ég sagt frá því og gæti meira að segja stært mig af þvi, að hafa falið leynilega sendi stöð í húsi mínu. En ég verð að játa, að þá hafði ég ekki hug- mynd um neitt. Ég hugði, að nýi leigjandinn, Armand nokkur Borni, væri auðugur svartamark aðsbraskari. Ég hafði meira að segja orðið að skuldbinda mig til að fara aldrei upp á loftið, því að þar væru hinar leynilegu vörubirgðir geymdar-------“ Frú 'Blavetti varpar öndinni. „Það gekk líka allt vel í fjórtári daga. Herra Borni fór sjaldan að heiman. Hann fór aðeins stöku sinnum til Sacré Coeur á kvöld- in. Hann hafði hina ljóshærðu frú Renée sína með sér, að minnsta kosti hélt ég þá, að hún væri konan hans. Þau fengu bæði daglega heimsókn af konu þeirri, sem hafði tekið herbergin á leigu handa þeim og þau kölluðu aldrei annað en „la chatte“ („Læðuna“>. Guð minn góður — ef ég hefði þá rennt grun í, hver þessi kona var í raun og veru, þá hefði ég rekið hana út þegar í stað. Ég var líka dálítið tortryggin í fyrstu, en viðmót hennar var svo viðkunnanlegt og sannfærandi. Hún töfraði mig beinlínis. Hugs- ið þið ykkur, herrar mínir: Þess ari persónu er það að kenna, að ég fékk fjögurra mánaða fang- elsisdóm, ég, ekkja eftir fransk- an herforingja“. „Voruð þér á sett í fangelsi, frú?“ spurði ég. „Já, ég var tekin til fanga af Þjóðverjum þegar eftir húsrann- sóknina hjá mér. Það var herða- breiður risi með stór, svört horn- spangargleraugu, sem tók mig fasta“. Þegar gamla konan sagði síð- ustu orðin, tók Hugo Bleicher af sér gleraugun og fór að þurrka af þeim hægt og mjög ná- kvæmlega. En frú Blavetti tók ekki eftir þessu, til þess var hún of niður sokkin í frásögn sína. Hún sagði okkur frá því, að „Læðan“ og bæði Borni-hjúin hefðu nærri daglega lent í orðasennu og að „Læðan“ hefði sagt henni frá því dag nokkurn, auðsjáanlega vegna afbrýðisemi, að Armand og Renée væru í rauninni alls ekki gift. Því næst sagði hin fjörlega gamla frú frá því, sem gerðist hinn gráa nóvember- morgun árið 1941, þegar ógæfan skall yfir hennar eigin borgara- legu tilveru, yfir njósnasamtök- in „Interalliée", yfir Armand, Renée og loksins einnig yfir „Læðuna“ sjálfa. „Hugsið þér yður“, heldur frú Blavetti áfram hinni fjörugu frá sögn sinni, „þessi herðibreiði með svörtu gleraugun yfirheyrði mig sjálfur — og honum sagði ég þá frá „Læðunni". Einmitt þess- um manni, sem ég síðar frétti, að hafi verið Hugo Bleicher sjálf ur, hinn frægi Hugo Bleicher, — enda þótt ég geti ekki gert mér það reglulega í hugarlund —“ Frú Blavetti þagnar snöggvast, til þess að draga andann og senni lega einnig til þess að sjá, hvaða áhrif þetta fræga nafn hefði á okkur. Ég lít á Bleicher, en hann beygir sig yfir gleraugun sín og það er engu líkara en að hann geti alls ekki hreinsað þau í þetta skipti. Mér flýgur í hug, hve sjald- gæfur maður þessi Hugo Bleic- her hlýtur að vera. Það er hann sem hefur líka vindlabúð í Tettn ang, hann, sem eitt sinn var ógn leynihreyfingarinnar á Frakk- landi og háttsettur franskur landamæraembættismaður hafði heilsað í dag með handabandi og mikilli virðingu, eins og hann ætti að mæta vini en ekki fyrr- verandi andstæðingi. Það er þessi Hugo Bleicher, sem Sús- anna flýtir sér á móti með opn- um örmum, enda þótt hún hafi ekkert af honum frétt í tíu ár og hefði orðið að vera þrjú ár í fangelsi vegna ástar sinnar á honum. Það er þessi Hugo Bleicher, sem tigin, gömul París- arfrú kallar „frægan mann“ með hrifningu í svip sínum, enda þótt hún hafi setið í fjögurra mánaða gæzlufangelsi af hans völdum. Mér verður hvað eftir annað á að hugsa, hver þessi Hugo Bleic- her sé, hve hann sé sjaldgæfur maður. „Ég verð að segja ykkur frá því í einstökum atriðum, herrar mínir, hvernig því var varið“, tekur frú Blavetti aftur til máls. „Já, — þegar Þjóðverjarnir höfðu handtekið herra Borni og Renée uppi á efri hæð, leið nokk ur tími. En á meðan urðum við dóttir mín að bíða, undir gæzlu, hérna niðri í þessu sama her- bergi, sem við nú sitjuna í. Og hugsið yður, ég mátti ekki tala orð við dóttur mína, í mínu eig- in húsi og við mína eigin dótt- ur“. Frú Blavetti hristir höfuð- ið og skilur ekki í þessu. — „Jæja — og svo fóru þeir með Borni niður þennan stiga í hand- járnum. Þá varð ég verulega hrædd. Og síðan kom hann ofan af loftinu, sá sem sagt er, að hafi verið Hugo Bleicher sjálfur, en ég trúi því nú ekki enn í dag, og á meðan hann var að yfirheyra mig, þá var hringt útidyrabjöll- unni. Bleicher — ef það þá hefur verið hann — segir við mig: — „Pardon Madame“ (afsakið frú), stendur upp, opnar útidyrahurð- ina og þar fyrir utan stendur einn þeirra sem ég hafði áður haldið að væru svartamarkaðs- braskarar, en var í rauninni njósnari. Bleicher segir honum að fara upp á loft, „le chef vous attend“, foringinn bíði eftir honum, og þegar njósnarinn var kominn upp í miðjan stigann, þá hringdi Bleicher bjöllunni þris- var. Ég heyrði uppi á efri hæð- inni skarkala og dynki, eins og Opnum í dag verzlun okkar í nýjum húsakynnum á Hverfisgdtu 49 Síml 15500 ~ Ægisgötu 4 SIVi IÐI R: Vantar nú þegar menn vana blikksmíði eða járnsmíði a r i á J O /V) Markús, þú ert ekki með öllu mjalla. — Stína ástfangin af hon- um SiggaH Já, Róbert. Kannski má kalla það barnabrek, en það er nógu al- varlegt samt. 2) Hvernig veiztu þetta? í fyrsta lagi leggur hún sig alla fram við að kenna honum anda- kvak, til þess að hann sigri í sam- keppninni — og hún vonar, að hann velji hana sem drottningu sína á dansleiknum. 3) Jæja, og hvað þá um Sigga? Hann er yfir sig hrifinn af Lindu — hefirðu ekki tekið eft- ir því? þar væru áflog, og síðan varð allt hljótt. Bleicher settist aftur alveg sakleysislega hjá mér, eins og ekkert væri um að vera, sagði „afsakið töfina“ og hélt áfram að yfirheyra mig. Rétt á eftir var hringt aftur. Aftur opnaði Bleicher dyrnar, aftur kom hann með setninguna „la chef vous attend“, aftur kom þrenn hring ing, síðan skark og dynkir og svo hin kurteislega orð hans: „afsak- ið töfina“. Þannig gekk það þrisvar sinnum. Loksins var ég orðin svo rugluð og af mér geng in, að ég fór að tala um „Læð- una“, og síðan bauð ég Bleicher kaffibolla. Þér skiljið, að það var til þess að gera hann svo- lítið vingjarnlegri, en hann svar aði: „Mér þykir það leitt, frú, en ég get ekki þegið það, því ég verð því miður að taka yður fasta“. „Já — ég var svo heimsk, að ljóstra upp um „Læðuna“ við Bleicher“, Síðan þegir hún, sorg- mædd á svip. „Ég hef orðið að gjalda mikið fyrir þá heimsku mína“, segir frú Blavetti, og rýfur aftur þögnina. „Eftir að fangarnir voru látnir lausir 1945, var Reriée Borni stefnt fyrir auka- rétt, þar eð „Læðan“ hafði full- yrt, að hún hefði svikið hana. En Renée varði sig með því að benda á, að það hefði ekki verið hún, heldur ég, sem í raun og veru hefði ljóstrað upp um „Læð- una“ og — í strangasta skilningi er það því miður satt“. Því næst rekur hin litla frú raunir sínar með hjartnæmum orðum. Hún segir frá því, að vegna þessarar „heimsku sinn- ar“ hafi legið við, að henni yrði stefnt fyrir aukarétt fyrir „land ráð vegna gáleysis". Þess vegna hafi ekki verið viðurkennt, að hún hefði beðið „tjón vegna hersetunnar" og hún hefði ekki fengið eyri í skaðabætur fyrir varðhaldið. Það var í rauninni mjög sorgleg saga. „Já, — þessi herðibreiði með gleraugun, sem sagt er að hafi verið sjálfur Hugo Bleicher — hann tók mig fasta undir eins eftir yfirheyrsluna. „Þér eruð yfir Borni-hjúunum“, sagði hann upp í opið geðið á mér“, heldur frú Blavetti áfram sögu sinni. „Rangminnir yður ekki þarna dálítið, frú?“ SHUtvarpiö Fimmtudagur 14. maí: Fastir liðir eins .og venjulega. 12,50—14,00 „Á frivaktinni", sjó mannaþáttur (Guðbjörg Jónsdótt ir). 19,00 Þingfréttir. — Tónleik- ar. 20,30 Erindi: Séð og heyrt í sjúkrahúsi, eftir Þórgný Guð- mundsson bónda (Þóroddur Guð mundsson rithöfundur fiytur). 20,55 Úr hljómleikasal: Irmgard Seefrid syngur lög eftir Schu- bert, Moussorgskij og Bartók; Erik Werba leikur undir á pía- nó (segulband). 21,35 Útvarps- sagan: „Úr ösku í eld“ eftir Dag- finn Sveinbjörnsson; II. (Ævar Kvaran leikári). 22,10 Garð- yrkjuþáttur: Ole P. Pedersen garðyrkjufræðingur talar um ræktun í kirkjugörðum. — 22,25 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23,05 Dagskrárlok. Föstudagur 15. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvars son kand. mag.). 20,35 Kvöld- vökuþættir frá Dalvík og úr Svarfaðardal; — Kristinn Jóns- son oddviti hefur safnað saman. a) Björn Árnason frá Atlastöð- um talar um annálaritara á 17. og 18. öld. b) Tryggvi Árnason kveður hestavísur. c) Baldvin Sigurðsson segir frá selveiðum. d) Guðrún Þorkelsdóttir flytur frásögu af sjóhrakningum sín- um. e) Sigurður Jónsson kaup- maður rekur þróunarsögu Dal- víkur frá aldamótum. f) Krist- inn Jónsson oddviti kveður ferða vísur. g) Zóphónías Jóhannsson segir frá hákarlaveiðum. 22,10 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). 23,05 Dagskiárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.