Morgunblaðið - 14.05.1959, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. maí 1959
MORGVNBLAÐIÐ
13
Vinstra œvintýri ð endaði með al-
gerri uppgjöf vinstri flokkanna
Framsóknarmenn láta svo sem svifta
eigi fólkið í dreifbýlinu kosningarétti
Ræða Sigurðar Óla Ólafssonar
i útvarpsumræðunum frá Alþingi
Á FRAMBOÐSFUNDUM fyrir
kosningarnar 1956, fjölyrtu fram
bjóðendur Framsóknarflokkisins
m. a. mikið um hve misskipt væri
lífsgæðum fólks hér á landi.
Sumar stéttir lifðu óhófslífi á
kostnað annarra, sem mjög væru
afskiptar. Þetta yrði að breyt-
ast, hér ættu hvorki að vera
eftirlætisbörn né olnbogabörn.
Enga mætti setja til hliðar þegar
þjóðartekjunum væri skipt. Til
að kippa þessu í lag, ásamt öllu
öðru sem aflaga færi í þessu þjóð
félagi, væri eitt óbrigðult ráð.
Nú stæðu kosningar til Alþingis
fyrir dyrum og vinstvi öfl þjóð-
félagsins hefðu gert með sér
bandalag. Þau öfl, sem áður
hefðu verið sundruð kæmu nú rak £ lreiðanum hjá
leit út fyrir að þeir væru sjálfir
farnir að trúa sínum eigin ósann-
indum. Og það munu víst hafa
verið ófáir kjósendur, sem í fullri
alvöru lögðu trúnað á fagurgala
og blekkingatal Hræðslubanda-
lagsins. Því var trúað af mörg-
um að vinstri flokkarnir væru
færir um að leysa vanda efna-
hagsvandamálanna, sem reyndar
var sagður miklu meiri en hann
var, og þau önnur vandamál sem
fyrir lágu. Og í þessari trú köst-
uðu margir atkvæði sínu á
Hræðslubandalagið, sem annars
hefðu ekki gert það. En nú er
öllum ljóst, hverjar efndir urðu
á öllum loforðum þessara manna
fram sameinuð, voldug og sterk.
Þjóðin ætti nú að veita þessu
bandalagi — en það hafði þá
fengið nafnið Hræðslubandalag
— meiri hluta vald á Alþingi.
Með því væri unnt að útiloka
Sjálfstæðisflokkinn frá öllum
áhrifum á stjórn landsins og þá
fyrst væru möguleikar fyrir „um
bótaflokkana" svo sem þeir sjálf-
ir kölluðu sig, að leysa öll vanda
mál þessarar þjóðar, annars
væru þau óleysanleg.
Það lægi t. d. nú þegar fyrir
að vandi efnahagsmálanna yrði
ekki leystur í samvinnu við Sjálf
stæðisflokkinn — flokk sérhags-
munamanna og braskara — sem
þeir kölluðu svo. Það skipti ekki
máli þó þessi vondi flokkur hefði
um 40% þjóð.arinnar bak við sig
og 10 þingmenn kjörna í sveita-
kjördæmum. Slíkir smámunir
uxu hræðslubandalagsmönnum
ekki í augum m. a. vegna þess
að þeir stefndu að því marki að
fá meirihluta á Alþingi með
rúmlega þriðjung atkvæðamagns
ins bak við sig, með því að hag
ræða kosningalögunum á áður
óþekktan hátt. Þessu lýsti Þjóð-
viljinn svo: „Það tiltæki Hræðslu
bandalagsins að skila tveimur
landslistum, enda þótt um sé að
ræða sameiginlegt framboð í öll-
um kjördæmum landsins, hafði
þann eina tilgang að ræna miklu
En á þann áburð sem notaður er
á þessu ári kemur hækkunin
fram, en hún er nú, fyrir for-
göngu Sjálfstæðismanna á Al-
þingi, greidd niður að mikiu
leyti.
En þrátt fyrir allar þessar gíí-
urlegu skattahækkanir og gengis
fellingu, sem bjargráðm höfðu í
för með sér, var hér aðeins um
að ræða bráðabirgðaúrræði.
Vinstri r jórnin tilkynnti strax
að nýjar aðgerðir yrðu að koma
með haustinu.
Ný verðbólgualda
Öllum er
hvernig fór.
nú kunnugt um
Bjargráðin höfðu
Blekkingar
Hræðslubandalagsins
Framsóknarmenn .sögðu sem
sagt fyrir kosningarnar 1956, að
ef Hræðslubandalagið fengi
meirihl. á Alþingi þá væri mögu-
legt að útiloka Sjálfstæðisflokk-
inn frá öllum áhrifum á stjórn
landsins. Með því væri allur
vandi leystur. Efnahagsvanda-
málin yrðu þá leyst, ekki með
uppbótum og niðurgreiðslum eins
og hingað til heldur eftir nýj-
um leiðum, með varanlegum að-
gerðum.
Þetta var með ö. o. aðaluppi-
staðan í áróðri Framsóknar fyrir
kosningarnar og þeir voru bún-
ir að segja þetta svo oft að helzt
vinstri
fleiri þingmönnum en atkva;oi | efndir
heimila. Það tiltæki er í eðli
sínu ekkert annað en kosninga-
svik og er í fyllstu andstöðu við
ákvæði stjórnarskrár og kcsn-
ingalaga.
Hitt er svo annað mál, að þessi
ummæli áttu kommúnistar eftir
að éta ofan í sig ásamt mörgum
öðrum álíka og ekki betri. En
fyrir það ofaníát fengu þeir tvo
ráðherrastóla í vinstri stjórninni
og voru þau kaup fyrstu svik
Hræðslubandalagsins við kjós-
endur sína.
V-stjórninni
Vinstri stjórnin var mynduð
með þátttöku kommúnista í júlí
1956. Strax hófst stjórnin handa
með því að fá erlenda sérfræð-
inga til að gera upp þjóðarbúið.
Álit þeirra og tillögur fengust
aldrei birtar, þrátt fyrir ítrek-
aðar óskir og kröfur Sjálfstæð-
ismanna þar um. Gizkað var á, að
álit og tillögur sérfræðinganna
hefðu ekki farið saman við það
sem vinstri flokkarnir og sér-
staklega Framsókn höfðu hald-
ið fram um ástand efnahagsmál-
anna og hafi verið tillögur um
varanleg úrræði að ræða, þá
hafi þær ekki farið saman við
vilja vinstri stjórnarinnar í
þeim málum.
Vandi efnahagsmálanna var
ekki leystur á árinu 1956 eftir
nýjum leiðum. En í lok þess árs
kom svo hin svokallaða jólagjöf
til þjóðarinnar frá ríkisstjórn-
inni, 300 milljón króna nýir
skattar. Það voru úrræðin á því
ári.
Árið 1957 leið án þes að hin
nýju úrræði kæmu fram, allt rak
á reiðanum þar til á miðju ári
1958, að bjargráðin birtust,
bjargráðin, sem í einu vetfangi
lögðu 790 milljónir króna nýja
skatta á þjóðina á ári. Þetta voru
hinna miklu
stjórnarinnar
loforða
þannig
Sigurður Ó. Ólafsson
sem fyrirfram var reyndar vitað,
stóraukna verðbólgu í för með
sér. Nóvember vísitalan varð
202 stig, hækkun í einu um 17
stig. Vitað var að þessi þróun
héldi áfram því fyrir lágu upp-
lýsingar um að vísitalan myndi
með sama áframhaldi verða 270
stig í nóvember 1959. Um ástand
ið í heild sagði efnahagsmála-
ráðunautur vinstri stjórnarinnar
í október: „En hitt verður þá
jafnframt að hafa í huga, að það
sem nú skiptir mestu er stöðv-
un verðbólguþróunarinnar. Tak-
ist sú stöðvun nú, eru möguleik-
ar á því að ráðast að öðrum þátt-
um efnahagsvandamálanna síðar
var f arið að því aö leysa vanda j meir. Takist hún ekki, verður
efnahagsmálanna, sem lofað
hafði verið að gera án þess að
þjóðin fyndi til, eða um neina
verulega kjaraskerðingu yrði að
ræða.
Dulbúin gengislækkun
Með bjargráðunum var geng-
ið fellt þó það héti öðru nafni.
Lagðir voru á stórkostlegir nýir
tollar og skattar sem kom’u hart
niður á eintsaklingum og öllum!
atvinnurekstri til lands og sjáv- þegar
ar. Sjávarútvegurinn fékk 55%
álag á allar erlendar rekstrar-
vörur sínar. Landbúnaðurinn
fékk einnig sínar gjafir, stór-
hækkun á öllum landbúnaðar-
vélum. Má t. d. benda á að drátt-
arvélar, sem bændur áttu í pónt-
un og höfðu greitt að fullu fyrir
fram fyrir fleiri mánuðum,
hækkuðu nú allt í einu um 10 til
20 þúsund krónur, vegna þessara
ráðstafana vinstri stjórnarinnar.
Allir varahlutir til véla, olíur
og benzín, fóðurbætir og tilbú-
inn áburður, allt stórhækkaði.
Þó kom hækkunin ekki á tilbúna
áburðinn fram á árinu 1958,
vegna þess að bændur voru búnir
að kaupa hann áður en bjarg-
ráðalögin komu til framkvæmda.
ekki við aðra erfiðleika ráðið,
hvorki nú né síðar.“
En vinstri stjórnin reyndist
ekki þeim vanda vaxin að fara að
pesum ráðum. Hún var sjálfri
sér sundurþykk, ósammála og
ráðalaus og hröklaðist frá völd-
um í byrjun desember. Þannig
endaði vinstra ævintýrið með al-
gerri uppgjöf vinstri flokkanna
við að leysa þau vandamál sem
við var að etja. Hermann Jónas-
son sagði í ræðu sinni á Alþingi
hann baðst lausnar að
skollin væri á dýrtíðaralda og
það væri ekki á valdi stjórnar-
innar að leysa vanda efnahags-
málanna.
Okkur Sjálfstæðismönnum
kom þetta ekki á óvart. Við höfð
um ávallt vitað og sagt að vandi
efnahagsmálanna yrði ekki leyst
ur með neinum töframeðulum,
þau töframeðul eru ekki til. Á
því sviði gildir aðeins hið sígilda
lögmál, að eyða ekki meiru en
aflað er.
allt hygg ég að svo geti verið.
Þeir sem trúnað hafa lagt á full-
yrðingar vinstri flokkanna um
að þeir einir væru færir um að
stjórna landinu og fyrsta boðorð-
ið væri að útiloka Sjálfstæðis-
flokkinn frá öllum áhrifum,
flokk sem hefir rúmlega 42%
atkv. allra landsmanna bak við
sig, ættu að vera reynslunni rík-
ari. Það getur verið dýrt að láta
blekkjast af óvönduðum áróðri,
en stundum getur það orðið nauð
synleg reynsla. Þá reynslu hefir
íslenzka þjóðin nú fengið af
vinstri stjórninni og ég hygg að
hún láti sér þá reynslu að kenn-
ingu verða.
Framsóknarmenn gera nú til-
raun til að leiða huga þjóðar-
innar frá sinni eigin uppgjöf í
efnahagsmálunum. Þeir kæra sig
ekkert um að tala um vinstri
stjórnina, fall hennar og við-
skilnað. Nú hafa þeir fengið ann-
að að tala um, þar sem er kjör-
dæmamálið. Um það mál eru nú
hafðar í frammi slíkar blekking
ar að slíkt er áður óþekkt.
Ofsi Framsóknar
í kjördæmamálinu
Frumvarp það um kjördæma-
breytingu ,sem nú hefir náð sam
þykki á Alþingi, felur það tvennt
í sér, í fyrsta lagi að leiðrétta að
nokkru það misræmi sem nú er
orðið á kosningarétti manna, eft-
ir því hvar þeir eru búsettir á
landinu og er það gert með því
að fjölga þingmönnum þar sem
fjölmennið er mest, og í öðru lagi
að sameina núverandi kjördæmi,
að frátalinni Reykjavík, í stærri
heildir, og mynda með því kjör-
dæmi með 5—6 þingmönnum, sem
kosnir skulu hlutfallskosningu.
Framsóknarmenn berjast nú
með miklu offorrsi á móti stækk-
un kjördæmanna. Að öðru leyti
ber ekki mikið á milli. Þeir vilja
hafa 60 þingmenn, þar af 12
kjörna í Reykjavík. Þeir vilja
fjölga þingmönnum þar sem
fólksfjölgunin hefir orðið mest og
gera því tillögu um að taka upp
einmenningskjördæmi í Kjósar-
sýslu, Keflavík, Kópavogi, Akra-
nesi, og gera Akureyri að tvímenn
ingskjördæmi, með hlutfallskosn
ingu. Þeir vilja hafa hlutfalls-
kosningar í öllum tvímennings-
kjördæmunum og þeir vilja hafa
10 uppbótarmenn.
En þeir vilja ekki að kjördæm
in séu stækkuð og umhverfast
gjörsamlega þegar þeir fara að
ræða um þá hlið málsins.
Háttvirtur fyrri þm. Árnesinga,
Ágúst Þorvaldsson, talaði hér í
þessum umræðum í gærkvöldi.
Hann ræddi nær eingöngu um
kjördæmamálið og á sama hátt
og allir framsóknarmenn gera nú
Aðalkjarni máls hans var þessi:
Hin fornu kjördæmi verða lögð
niður, grundvellinum er kippt
undan héruðunum, samband kjós
enda og þingmanna rofnar, raddir
bygðarlaganna heyrast ekki
framar á Alþingi, hægt hefði ver-
ið að lagfæra misræmi á kosn-
ingarétti fólksins án þess að ræna
strjálbýlið rétti sinum. Þetta þýð
ir umbúðalaust að fólkið sé svipt
kosningarrétti og kjördæmin lögð
niður, engin þingmaður strjálbýl-
isins'framar til.
En af hverju stafar þessi ofsi
framsóknarmanna í þessu máli?
Ofsi sem leiðir menn út í svo
öfgafullan og fjarstæðukenndan
málflutning sem hér á sér stað
og við hvaða rök hefir þessi mál-
flutningur að styðjast?
að minnast á Suðurlandskjördæm
ið eins og það á að verða sam-
kvæmt fyrirhugaðri breytingu.
því þar erum við báðir kunnug-
astir. Kjördæmið mun ná yfir
hinar þrjár sýslur suðurlandsund-
irlendisins, ásamt Vestmannaeyja
kaupstað. Hvernig er nú félags-
skap og atvinnu há.tað á þessu
svæði? Það má benda á Búnaðar-
samband Suðurlands, þar nær
nákvæmlega yfir þetta sama
svæði, að Vestmannaeyjum með-
töldum. Þessi félagsskapur sunn-
lenskra bænda kýs 5 fulltrúa á
Búnaðarþing, með hlutfallskosn-
ingu.
Ég hefi ekki heyrt þess getið
að framsóknarmenn hafi haft til-
burði í frammi um að kljúfa
þetta sambandssvæði og gera það
t.d. að fimm einmenningskjör-
dæmum. Ef til vill hafa þeir það
samt bak við eyrað. En ég get
stillt mig um að minna á ummæli
fyrrverandi landbúnaðarráðherra
Hermanns Jónassonar, sem hann
við hafði við opnun hinnar stóru
og myndarlegu landbúnaðar-
sýningar sem haldin var á vegum
Búnaðarsambandsins á sl. hausti.
Hann sagði eitthvað á þá leið að
slíkt stórvirki, sem þessa sýningu
væri ekki hægt að halda, nema að
henni stæðu öflug félagssamtök,
eins og hér ætti sér stað. Aðeins
vegna þess að þetta stóra sam-
band væri ein heild, væri þessi
framkvæmd framkvæmanleg.
Getur háttv. fyrri þm. Árnes-
inga tekið undir þessi ummæli
foringja síns?
Dýrkeypt reynsla
Fátt er svo með öllu illt að
ekki boði nokkuð gott. Verður
þetta sagt um vinstri stjórnina
og starfsferil hennar? Þrátt fyrir
Væntanlegt
Suðurlandskjcirdæmi
Vegna þess að ég vitna sérstak-
lega í ræðu háttv. fyrra þm. Ár-
nesinga, Ágústs Þorvaldssonar,
sem hann hélt í gær, leyfi ég mér
j Aðstaða kjördæma
stórbatnar
Við skulum víkja að atvinnn-
háttum á þessu svæði. M.B.F. er
eign bænda í þeim þremur sýsl-
um sem mynda eiga Suðurlands-
kjördæmi, Sláturfélag Suðurlands
hefir starfsemi sína á öllu svæð-
inu. Eru líkindi til þess að þessi
samvinna bændanna á Suðurlandi
spillist þó sýslurnar verði gerðar
að einu kjördæmi. Myndu ekki
allir 6 þingmenn kjördæmisins
styðja að því á Alþingi að vega-
kerfið á öllu svæðinu væri auk-
ið og brýr byggðar. Skyldi verða
nokkuð erfiðara að styðja að á-
framhaldandi hafnargerð í Þor-
lákshöfn eftir breytinguna? Nei,
vissulega ekki, þvert á móti
myndi öll aðstaða þessara kjör-
dæma stórbatna við að sameinast
í eina heild. Kjósendur ættu kost
á að tala við 6 þingmenn sína i
stað eins eða tveggja nú og að-
staða þingmanna myndi styrkjast
við það að verða fleiri í stærra
kjördæmi.
Þó ég hafi hér aðallega minnzt
á Suðurlandskjördæmi, þá á vit-
anlega hið sama við um hin önn-
ur kjördæmi landsins.
Og ég vil nú spyrja. Er það
sama og að leggja kjördæmin nið-
ur að sameina þau og stækka,
er með því verið að svipta fólkið
út um land kosningarrétti, er
með þessu verið að tortíma efna-
hagslegum og andlegum verðmæt
um héraða landsins?
Það þarf vissulega kokhreysti
til að halda slíku fram og er ekki
á færi annarra en forhertustu
framsóknarmanna að gera slíkt,
manna sem finna að þeir berjast
vonlausri baráttu á móti réttlæt-
ismáli sem yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar krefst að nái
fram að ganga.
Nei, það ætti öllum að vera
Ijóst ,að með fyrirhugaðri breyt-
ingu á kjördæmaskipaninni, að
sameina núverandi kjördæmi í
stærri heildir, með 5—6 þingmönn
um, verður til bóta, hvort heldur
miðað er við hina einstöku kjós-
endur eða kjördæmið í heild.
5—6 þingmenn hafa ólíkt sterk-
ari aðstöðu á Alþingi að koma
fram hagsmunamálum kjördæmis
ins heldur en einn eða tveir áður.
Þeir verða nú t.d. oft úr þremur
flokkum og hafa því möguleika á
að tala máli kjördæmisins hver í
sínum flokki. Um þetta ættu ekki
■að vera skiptar skoðanir. En
framsóknarmenn eru á öðru máli.
Þeir vinna nú eftir annarlegura
Framh. á bls. 22