Morgunblaðið - 15.05.1959, Qupperneq 1
24 siSur
46. árgangnr
107. tbl. — Föstudagur 15. maí 1959
PrentsmiSja MorgunblaSsiuk
Herter birfir Vestrœna friðaráœtlun
44
Þýzkaland verði sameinaö í 4 áföngum
— Alþýzkt ráð semji lög og reglur
um frjálsar kosningar
GENF, 14. maí. — (Reuter). — I dag lögðu Vesturveldin
fram á utanríkisráðherrafundinum heildartillögur um lausn
deilumála Austurs og Vesturs. Nefna þau tillögurnar Vest-
rænu friðaráætlunina og er meginefni þeirra að leysa Þýzka-
landsvandamálin og öryggismál Evrópu í heild.
Friðaráætlunin felur það í sér,
að Þýzkaland verði sameinað
stig af stigi í fjórum áföngum.
Fyrsti áfangi
Berlín verði sameinað með
frjálsum kosningum og skulu
stórveldin fjögur eða Sameinuðu
þjóðirnar hafa eftirlit með því
að kosningarnar séu frjálsar. Þá
skulu stórveldin ábyrgjast frelsi
borgarinnar og flutningaleiðir
til hennar unz Þýzkaland allt
hefur verið sameinað og Berlín
verður höfuðborg þess.
Annar áfangi
Sett verði á fót alþýzkt ráð,
sem skipað sé 25 fulltrúum frá
Vestur-Þýzkalandi og 10 fulltrú-
um frá Austur-Þýzkalandi. Það
á að vera verkefni þessa ráðs að
undirbúa sameiningu Austur og
Vestur-Þýzkalands, auka sam-
skiptin milli landshlutanna og
tryggja frjálsar ferðir milli
þeirra. Þá á það að vera eitt meg-
inverkefni ráðsins að semja frum
varp að kosningalögum fyrir allt
Þýzkaland. Ef fulltrúum Austur-
og Vestur-Þýzkalands tekst ekki
að ná samkomulagi um slík kosn-
ingalög fyrir allt Þýzkaland inn-
an eins árs, geta fulltrúar Aust-
ur- og Vestur-Þýzkalands hvorir
um sig samið sínar tillögur að
kosningalögum. Því næst fari
fram þjóðaratkvæðagreiðsla í
öllu Þýzkalandi um það hvor
kosningalögin menn vilji.
Ef aðrar kosningatillögurnar
Christian Herter utanrikis-
ráðherra Bandaríkjanna
fá hreinan melri hluta atkvæða
bæði í Austur- og Vestur-Þýzka-
landi skulu þær tillögur gilda um
allt landið.
í þessum öðrum áfanga er einn
lg gert ráð fyrir því að skipzt
verði á um upplýsingar herstyrks
deiluaðilja á vissum svæðum Ev-
rópu. Þá verði gerður samningur
um hámarks-herafla stórveld-
anna og er lagt til að hámarks-
herafli Bandaríkjanna og Rúss-
lands verði takmarkaður við 2,5
milljónir manna og alþjóðaeftir-
lit verði með því að þeir samn-
ingar séu haldnir.
Þriðji áfangi
Þingkosningar verði haldnar i
gervöllu Þýzkalandi ekki síðar
en 2 Vz ári eftir samkomulag stór-
veldanna um þessar tillögur. —
Kosningar þessar verði haldnar
samkvæmt kosningalagatillögum
þeim, sem hljóta samþykki þýzku
þjóðarinnar við þjóðaratkvæða-
greiðslu þá sem rætt var um í
öðrum áfanga.
Kosningar þessar verði haldn-
ar undir umsjá eftirlitsnefnda í
hverju kjördæmi um gervallt
Þýzkaland. í þessum eftirlits-
nefndum skulu eiga sæti annað
hvort fulltrúar sameinuðu þjóð-
anna eða fulltrúar stórveldanna
og Austur- og Vestur-Þýzka-
lands.
í kosningum þessum verði kjör
ið alþýzkt þjóðþing og skal hlut-
verk þess vera að setja Þýzka-
landi nýja stjórnarskrá og kjósa
landinu ríkisstjórn. Jafnskjótt og
alþýzk ríkisstjóm hefur komizt
á laggirnar, skal hún taka við
öllu framkvæmdavaldi, þar á
meðal utanríkismálum, en stjórn-
ir Austur- og Vestur-Þýzkalands
lagðar niður.
Fjórði áfangi
Friðsamningar verði gerðir við
hið sameinaða Þýzkaland og
skulu öll þátttökuríki S. Þ. und-
irrita hann. Þýzkalandi skal
heimilt að ganga hvort sem það
vill fremur í NATO eða Varsjár-
bandalagið og hver önnur al-
þjóðasamtök sem það kýs.
Christian Herter, utanríkisráð-
herra Bandaríkjaúna, fylgdi frið-
aráætluninni úr hlaði. Hann lagði
áherzlu á það að tillögur þessar
væru ein heild enda væru ein-
stök atriði þeirra tengd náið inn-
byrðis.
Hann sagði að tillögur þessar
sýndu ,að Vesturveldin vildu
ganga mjög langt til móts við
Rússland til þess að jafna deil-
urnar og reyna að sannfæra
Rússa um að þau vilji aðeins
frið í Evrópu.
Benti Herter á það að Vestur-
veldin hefðu nú gengið enn
lengra til móts við Rússa en á
Genfarráðstefnunni 1955 og
kvaðst hann einlæglega vona að
Rússar kæmu nú einnig jafn-
langt fram til móts við Vestur-
veldin. Ef þeir gerðu það gætu
menn verið bjartsýnir um árang-
ur af þessari ráðstefnu.
Herter sagði að óskiljanlegt
væri að Rússar héldu fast við
það að Berlínarmálið yrði leyst
eitt út af fyrir sig. Berlín væri
kjarni Þýzkalandsvandamálsins,
sem aftur væri þungamiðja ör-
yggisvandamáls Evrópu.
★
Selwyn Lloyd utanríkisráð-
herra Breta tók til máls á eftir
Herter. Hann kvaðst litlu hafa
við ræðu Herters að bæta. Frið-
aráætlunin væri sameiginlegar
tillögur Vesturveldanna, sem
hefðu lagt á sig mikla fyrirhöfn
og erfiði við að semja hana og
hefðu þau meðal annars tekið til
lit til sjónarmiða Rússa í alþjóða-
málum að undanförnu. Kvaðst
Lloyd styðja Friðaráætlunina af
Framh. á bls. 23.
Kínverjar
ræna skútum
HONG KONG, 14. maí (Reuter).
Sá atburður gerðist í morgun, rétt
fyrir utan hafnargarðinn í Hong
Kong, að dráttarbátur frá Rauða-
Kína sigldi upp að tveimur kín-
verskum skútum sem þar lágu og
dró þær með valdi til Kína. Allt
fólkið sem var í bátunum utan
þrjú börn, kastaði sér útbyrðis
og synti í land.
Danir kveðast fúsir
ad ræda um hand-
. itin
Kaupmannahöfn, 14. maí.
(Frá Páli Jónssyni).
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Dana Jörgensen sagði í dag, að
hann fagnaði þvi að íslendingar
hefðu nú frumkvæði að því að
vekja upp handritaniálið (Mun
hann þar eiga við þingsályktun-
artillögu Péturs Ottesen og Svein-
björns Högnasonar, sem Alþingi
samþykkti fyrir nokkru, m.a. um
skipun sérstakrar nefndar.
Jörgensen sagði, að Danir væru
reiðubúnir að hefja nýjar við-
ræður við íslenzku ríkisstjórnina
og íslenzka þingnefnd um hand-
ritin og kvaðst hann líta svo á,
að aðgerðir íslendinga nú gætu
orðið upphafið að viðræðum þar
sem málið yrði rætt af raunsæi og
hægt væri að fara út í einstök
atriði, en ekkert tækifæri hefur
gefizt til slíks fram að þessu.
Kvaðst ráðherrann æskja þess, að
lausn fyndist á málinu, sem báð
ir aðiljar Danir og íslendingar
mættu vel við una.
Blaðið Kvöldberlingur birtir
þessi ummæli ráðherrans í dag
og bætir því við, að miklar líkur
séu til að Jörgensen menntamála
ráðherra heimsæki íslands næsta
sumar. Ef samningum yrði þá
lokið og fullgildar heimildir
fengnar gæti vel svo farið að ráð
herrann afhenti fslendingum
persónulega hluta af handritun-
um.
Að lokum segir blaðið, að hand
ritamálið virðist hafa tekið nýja
stefnu. Hingað til hafi það verið
ófrávíkjanleg krafa íslendinga,
að fá öll handritin, — nú virðist
hinsvegar að hægt verði að koma
á málamiðlun um að nokkur hand
ritanna verði eftir í Danmörku.
Sigurður Óli Ólafsson
Steinþór Gestsson
Gunnar Sigurðsson
Sveinn Skúlason
Fromboðslisti Sjólfstæðisilokks-
ins í Árnessýslu ókveðinn
Á AÐALFUNDI Fulltrúaráðs
Sjálfstæðismanna í Árnessýslu,
er haldinn var þriðjudaginn 5.
maí sl. í Selfossbíó, var einróma
samþykkt að framboðslisti flokks
ins í Árnessýslu við kosningarn-
ar í sumar verði skipaðar þessum
mönnum: Sigurður Óli Ólafsson,
alþm., Selfossi; Steinþór Gests-
son, bóndi, Hæli, Gunnar Sig-
urðsson, bóndi, Seljatungu;
Sveinn Skúlason, bóndi, Bræðra-
t.ungu.
Hafa þessir menn allir fallizt
á að verða við akvörðun fundar-
ins og er listinn því ákveðinn svo
sem hér að ofan getur.
Sigurffur Óli Ólafsson er Ár-
nesingur að ætt og uppruna og
hefir helgað því héraði allt sitt
starf hvort heldur litið er til at-
vinnumála eða félagsmála. Hann
vac fyrsti oddviti Selfosshrepps
og gengdi því forustuhlutverki
Selfossbúa allt fram til síðasta
árs. Munu allir sanngjarnir menn
bera honum það orð, að hann hafi
í því starfi lagt svo góðar undir-
stöður að öðrum verði þar auð-
velt á að byggja. Fulltrúi í sýslu-
nefnd fyrir Selfosshrepp var 'Sig-
urður um mörg ár og ávann sér
þar sem annars staðar traust og
virðingu samverkemanna. Hann
tók sæti á Alþingi fyrir Sjálf-
stæðismenn í Árnessýslu, er hinn
vitri og vinsæli forustumaður Ár
nesinga, Eiríkur Einarsson frá
Hæli lézt á árinu 1951. Hefir
hann á Alþingi reynzt héraði
sínu og þjóðinni allri hinn traust
asti málsvari. Hirðir hann jafnan
meira um raunhæfa athugun
mála heldur en fimbulfamb lýð-
skrumarans. Sigurður er sá mað-
ur, er vex með hverju starfi, sem
hann tekur að sér að vinna.að.
Steinþór Gestsson, er merkur
bóndi og víðkunnur hæfileika-
maður á sviði menningar- og .'é-
lagsmála. Hann hefir um langt
skeið gengt ýmsum forustustörf-
um félagsmála siunar sveitar, svo
sem oddvita og sýslunefndar og
nýtur þar óskoraðs trausts og vin
sælda. Hann er formaður Lands-
Framh. á bls. 23.
★---------------------------★
Föstudagur 15. maí
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Alþingi slitið.
— 6: Ingólfur Jónsson, fimmtugur.
Styrkir úr Raunvísindasjóði.
— 8: Rafvæðing landsins undir for-
ystu Sjálfstæðisflokksins (Ræða
Friðjóns Þórðarsonar á eldhús-
degi).
— 10: Grafið og plægt (Á.G.E.).
— 12: Forystugreinin: Viðburðaríku
þingi lokið.
Eilíf ást I fjórða sinn (Utan úr
hemi).
— 13: Öflug sókn fyrir efnahagslegrl
viðreisn og blómlegum þjóðar-
hag. (Ræða Sigurðar Bjarna-
sonar á eldhúsdegi).
— 22: Heiðmörk.