Morgunblaðið - 15.05.1959, Side 3

Morgunblaðið - 15.05.1959, Side 3
Föstudagur 15. maí 1959 MORGUNBLAÐIB 3 Hagnýtar upplýsingar FJÁRÖFLUNARNEFND Sjálf- stæðisflokksins mun gefa út á næstunni handbók með ýmiss konar hagnýtum upplýsingum þar á meðal verður AXVINNU- SKRÁ. Nú er verið að safna auglýsingum í bókina, sem án efa verður eftirsótt vegna hinna margháttuðu upplýsinga, sem í henni er að finna en auk þess er handbókin einnig happdrætt- isnúmer. Verður dregið á kosn- ingadaginn 28. júní n.k. Vinning ur er glæsilegur Radíófónn með segulbandi. Verðmæti kr. 35 þús. 500 kr. fyrir að upp lýsa dúfnaþjófiiað MAÐUR að nafni Gísli Helgason hefur um margra ára skeið feng- izt við dúfnarækt og hefur hann haft dúfnahús sitt við Reykholt, sem er fyrir neðan Miklubraut, skammt frá Miklatorgi. f vetur hafa dúfnaþjófar þrisvar lagt leið sína í nús hans og stolið frá hcnum dúfum. Fyrir nokkru hef- ur verið brotizt þar enn einu sinni inn. Nú hafa dúfnaþjófarn- ir látið greipar sópa og te’.ur Gísli að stolið hafi verið um 40 dúfum, og það ekki af handahófi heldur dúfnapör þrautræktuð afbrigði. Gisli hefur tilkynnt rannsókn- arlögreglunni um þennan stór- fellda dúfnaþjófnað og hefur hann ákveðið að veita þeim 500 króna verðlaun, sem bent getur lögreglunni á hvar dúfurnar nú eru niðurkomnar. Varðskipaflotir- Atvinnuskrá Laxveiði Srldveiðarnar Fuglaltf á tjörninni Margskonar aðrar hagnýtar upplýsingar Bókauppboð dag SIGURÐUR Benediktsson held- ur listmunauppboð í Sjálfstæðis- húsinu í dag kl. 5 stundvíslega. Að þessu sinni býður hann upp 114 ritverk, meðal þeirra ýmis torgæt verk, svo sem „Heimspeki eymdarinnar" og „Hvíta hrafna“ eftir Þórberg Þórðarson, „Huldu drenginn" eftir Ingimund Sveinsson, „Kvæði og nokkrar greinar" (Khöfn 1852) eftir Bene dikt Gröndal, „Óð einyrkjans" (1921), „Heljarslóðarorustu" (Khöfn 1861), „Kvæði“ (Khöfn 1847) eftir Bjarna Thorarensen, „Ljóðmæli“ (1881) eftir Stein- grím Thorsteinsson, „Ættir Skag firðinga” (1914) eftir Pétur Zop hóníasson, 1—6. tölublað af „Bónda“ (1851), „Sýslumanns- ævir“ (I—V, 1881—1930), „Ár- bækur íslands“ (I—XI, Khöfn 1821—54) eftir Jón Espólín, „Óð- in“ (I—XXXI árg., 196—35, 25 fyrstu árgangarnir bundnir). Alþingi slitið v/ð há- tíblega athöfn í gær Þingmenn leggja út i orrustuna og óvist hverjir eiga afturkvæmt ÞINGLAUSNIR fóru fram í gær og sleit forseti Islands, Ásgeir Asgeirsson, 78. löggjafarþinginu. Var fundur í sameinuðu þingi og þar lokið afgreið^u tveggja mála, en þá las forseti sameinaðs þings, Jón Pálmason, skýrslu yfir störf Alþingis, sem er birt annars staðar í blaðinu og mælti því næst nokkur kveðjuorð, en Eysteinn Jónsson kvaddi forseta þings fyrir hönd þingamnna. Sleit forseti Íslands síðan Alþingi. Kveðjuorð Jóns Pálmasonar voru á þessa leið: Það Alþingi, sem nú er að ljúka störfum, hefur orðið með- al lengri þinga. Liggja til þess orsakir, sem þjóðinni eru kunn- ar. Það hefur starfað á órólegu tímabili. Það var stjórnarskipta- þing og þing nýrra, vandasamra Stangaveiðimenn mót- mcela yfirboði S.H. Samþykkt félagsfundar Sfangaveiðifél. Rvk SUNNUDAGINN 26. apríl sl. var haldinn almennur félagsfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur til þess að mótmæla framkomnu til- boði Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, um leigu á Laxá í Leir- ársveit, sem áður hefir verið frá sagt í fréttum. Á fundinum voru mættir 250 félagsmenn og var samþykkt þar eftirfarandi tillaga með öllum greiddum atkvæðum: „Fundur í SVFR samþykkir að fela stjórninni að mótmæla harð- lega yfirboði Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Laxá í Leir- ársveit. Felur fundurinn stjórninni að beita öllum tiltækilegum ráðum til þess að vernda hagsmuni fé lagsins og koma í veg fyrir að bæði auðhringar, er njóta styrks af almannafé, og önnur fyrirtæki noti fjármagn sitt til þess að seil- ast inn á svið íslenzkra stanga- veiðimanna og gerá . þar með bæjarbúum ókleift að njóta sport veiði í frístundum sínum“. Þessu til viðbótar má geta þess, að á fundi, sem stjórn Stanga- veiðifélagsins átti með frétta mönnum nú í vikunni, í tilefni þess, að félagið á 20 ára afmæli n.k. sunnudag, lét formaður fé- lagsins, Viggó Jónsson, þess get- ið, að það væri fyrst og fremst fordæmi það, sem hér væri gef- ið, er félagið liti illu auga og fordæmdi, en ekki hitt, að það missti nú umrædda á, þótt það væri nógu slæmt, þar sem segja mætti, að öll veiðisvæði væru fullkomlega setin. — Þá tók formaður það fram, að félagið teldi í sjálfu sér eðlilegt, að bænd ur tækju slíku tilboði og áfelldist þá ekki á nokkurn hátt fyrir það. Kvað hann samvinnu félagsins við bændur ávallt hafa verið hina ánægjulegustu í alla staði. úrræða, sem alltaf valda deilum. Það hefur orðið þing stjórnlaga- breytinga og þingrofs, sem ævin- lega kosta langan tíma og harð- ar deilur. Um það, hvort starfsemi þessa þings verður til gæfu eða ekki fyrir okkar þjóð, er ekki mitt að dæma um. Þar sker framtíðin og reynslan úr. En að leiðarlokum þessa Al- þingis vil ég láta í ljósi þá ósk og von, að starfsemi og afgreiðsl- ur þessa þings verði til gagns og hamingju fyrir okkar þjóð. Ég þakka hv. alþingismönnum góða og vinsamlega samvinnu við mig sem forseta. Þar hefur mál- efnislegur ágreiningur ekki verið til hindrunar. Ég þakka varaforsetum og skrifurum mikilsverða aðstoð. Skrifstofustjóra Alþingis og öllu starfsfólki þakka ég góða starf- semi og ánægjulega samvinnu. Við alþingismenn stöndum nú á vegamótum. Við erum eins og það lið, sem til þess er dæmt að leggja út í orustu. Hverjir það- an koma heilir og hverjir hverfa er ólíka óvíst eins og það, hvern- ig veðrið verður á morgun eða hinn daginn. Nú þegar er þó vitað, að nokkr- ir af eldri og reyndari alþingis- mönnum, ætla að draga sig í hlé og halla sér að friðsamlegri og kyrrlátari störfum. Ég vil alveg sérstaklega þakka þessum mönn- um langa og góða samvinnu og heilladrjúga starfsemi og ég óska þeim allrar hamingju á komandi tíð. Um okkur hina, sem í óvissuna leggjum, er sú bót í máli, að or- ustan er annars eðlis en vopna- viðskipti fyrri alda. Hún varðar ekki líf og dauða í bókstaflegum, líkamlegum skilningi heldur hitt, hverjir eiga afturkvæmt í fylk- ingu alþingismanna og hverjir ekki, og hvort sem við hittumst fleiri eða færri sem alþingismenn að loknum kosningum, þá vil ég nú óska öllum hv. alþingismönn- um og þeirra fjölskyldum góðr- ar heilsu og persónulegrar ham- ingju. Hinar sömu óskir flyt ég öllu starfsfólki Alþingis. Er Jón Pálmason hafði lokið máli sínu kvaddi Eysteinn Jóns- son sér hljóðs og kvaðst vilja þakka forseta sameinaðs þings skörulega og réttláta fundar- stjórn og óska honum og fólki hans allra heilla og alls góðs fyrir hönd alþingismanna. — Tóku þingmenn undir þau orð með því að rísa úr sætum. Því næst gaf forseti samein- aðs þings forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, orðið og mælti hann á þessa leið: Hv. alþingismenn. 1 dag hefir verið gefið út for- setabréf, sem svo hljóðar: FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt. Alþingi, 78. löggjafarþing, mun ljúka störfum í dag, fimmtudag inn 14. maí 1959. Mun eg því slíta Alþingi í dag. Gjört í Reykjavík, 14. maí 1959 ÁSGEIR ÁSGEIRSSON . Emil Jónsson. FORSETABRÉF um þinglausnir. Samkvæmt þessu bréfi, sem ég hef nú lesið, lýsi ég yfir því, að þessu þingi, sem nú hefur lokið störfum, er slitið. Ég óska þingmönnum velfarn- aðar, þjóðinni allra heilla og bið þingmenn að minnast fósturjarð- ar vorrar, íslands, með því að rísa úr sætum. Þingmenn risu úr sætum og Emil Jónsson, forsætisráðherra, sagði: Heill forseta vorum og fósturjörð og tóku þingmenn undir það með húrrahrópi. STAKSTEINAR Þegar hjúin deila Tíminn birtir i gær grein 1 ramma á áberandi stað, þar sem blaðiff er að áminna Lúðvik i Jósefsson fyrrv. viðskiptamála- i ráðherra um að segja sannleik- ann og mun þess að vísu ekkl vanþörf, en margir munu segja að það komi úr hörðustu átt, þegar Tíminn er að áminna um slíkt, þvi aldrei hefur það blað verið kennt við sannleikann. , Eins og kunnugt er var eitt af I stórloforðum stjórnarinnar að byggðir skyldu togarar, en tog- ararnir komu aldrei. Út af þvi spinnst nú þessi deila milli hjú- anna. Til fróðleiks fer grein Tímans hér á eftir: „Lúðvik Jósefsson sagði með miklum þjósti í útvarpsumræð- unum i fyrrakvöld, að togara- kaupin hefðu dregizt hjá fyrr- verandi ríkisstjórn af því að neitað hefði verið að taka lán til kaupanna austan tjalds. Vilja menn ekki sjá, hvað Lúðvik Jósefsson sagði um þetta mál á Alþingi 12. nóv. sl. — rétt áffur en fyrrverandi ríkisstjórn fór frá? Þá sagði hann svo í ræðu: „Það er því ekki vegna nelnna fordóma, sem lán hefir ekki verið tekiff í Sovétríkjunum á sama grundvelli eins og fyrir skipin tólf til byggingar í stöðvum í Austur-Þýzkalandi, heldur vegna þess, að það þótti ekki tiltæki- legt, á meðan ekki var fyllilega gengið úr s ’>m það, hvort þaff væru mögul ar af fjár- hagsástæðum að byggja skipin í Vestur-Þýzkalandi og í Bretlandi, þá þótti ekki rétt að fara í þessa lántöku og efna til byggin-'—r á skipum i Austur-Þýzkalandi, og einnig var þetta mjög örðugt aff koma því við á sama tíma, sem byggingar á 12 skipunum stóðu þar yfir“. Þarna sjá menn hvernig málið stóð. Hvernig lízt mönnum svo á málflutning Lúðvíks Jósefsson- ar“. Þannig eru ummæli Tímans. En nú er spurningin, hvor segir satt, og lætur Lúffvík væntan- lega ekki standa á svörum af sinni hálfu um það, hvernig stóð á togaraleysi ríkisstjórnarinnar. Hvað er „sannur vinstri maður Tíminn kemst aff þeirri niður- stöðu í forystugrein i gær, að „enginn sannur vinstri maður“ geti nú kosið kommúnista né AI- þýðuflokkinn. Það væri ekki með öllu ófróðlegt að fá nánari skýr- ingu á því hjá blaffinu, hvað felst í þessu slagorði: „Sannur vinstri maður“. Einu sinni var til hér í bænum félagsskapur drengja ,sem hét „Sannir Vest- urbæingar“ og mun láta nærri að augljósara sé hvað þeir áttu við með þeirri nafngift ,heldur en Tíminn þegar hann talar um „sanna vinstri menn“. Vafalaust gefur Tíminn glögga og góða skýringu á því, hvað í því felist að vera „sannur vinstri maður“, því satt að segja er slagorð eins og þetta orðið útjaskað cg ber á sér lítinn svip. I forsíðugrein Alþýðublaðsins í gær er talað um „umbótabanda- lag flokkanna frá síðustu kosn- ingum“. Nú heitir víst Hræðslu- bandalagið og samstarfið við kommúnista „umbótabandalag", en „umbæturnar“ þekkja lands- menn. Eitt af slagorðunum, sem mikið hefur verið notað og þá ekki sízt í Tímanum og raunar víða er það, að einhver sé eða eigi að vera „frjálslyndur um- bótamaður“ og er það jafn óljóst hvað í því felst, eins og þegar talað er um sanna vinstri menn. Allt þetta slagorðagums er orðið gatslitið, eins og gamalt fat, sem kannski einhvern tíman hefur setið vel en fer nú illa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.