Morgunblaðið - 15.05.1959, Side 8

Morgunblaðið - 15.05.1959, Side 8
8 Moncrnvnr 4r>ir> Fóstuflagur 15. maí 1959 Rafvœöing landsins undir forystu Sjálfstœðisflokksins Vinstri stjórnin fyrirskipaði frestun fjölda rafmagnslína Ræða Friðjóns Þórðarsonar i eld- húsdagsumræðunum frá Alþingi Herra forseti! Góðir hlustendur! EITT af því, sem mjög virðist hafa raskað ró og jafnvægi hátt- yirtra Framsóknarmanna á Al- þingi undanfarna daga, er endurr skoðun sú, sem raforkumálastjóri og starfsmenn hans hafa gert á hinni svonefndu 10-ára áætlun um rafvæðingu landsins. Hefur aðal-málgagn Framsóknarflokks- ins, Tíminn, haft stór orð um þessi efni, tekið fram sitt svart- asta letur og rætt um „stórfelld svik í raforkumálunum", afnám eða „dráp 10-ára áætlunarinnar", útstrikun bankaframlaga í þessu skyni o. fl. Allar þessar upphrópanir blaðs ins, sem eru raunar aðeins berg- mál af hávaða Framsóknarmanna í þingsölunum, eru meira og minna staðlausir stafir. Sama gildir um orðbragð háttvirts þm. Suður-Þingeyinga í kvöld, þegar hann ræddi um „að níðast ætti á landsbyggðinni" í þessu máli. — í sama dúr talaði og hv. fyrri þingmaður Eyfirðinga. — Ekki verður hjá því komizt, að taka þetta til athugunar í örstuttu máli. Ríkisstjórn sú, sem mynduð var eftir kosningar 1953, undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, ákvað að hefjast handa um skjóta rafvæð- ingu landsins alls. Var þessi ákvörðun staðfest með lögum vorið 1954. Samkvæmt þeim var raforkumálastjóra og raforkuráði falið að gera á því ári áætlun um raforkuframkvæmdir á árunum 1954—1963. Þetta er tvímælalaust einhver allra merkasta og mikilvægasta ákvörðun, sem nokkur ríkisstjórn hefur gert í" þágu hinna dreifðu byggðarlaga, en jafnframt eitt mesta risaátak, að ég hygg, sem nokkur þjóð hefur færzt í fang í þessum efnum, miðað við allar aðstæður. Framkvæmdir gengu mjög vel fyrstu árin og var þá unnið mun meira en ráðgert hafði verið, en seinna fór að þyngjast fyrir fæti. Kostnaður við rafvæð- inguna hækkar gífurlega í fjárlagafrumvarpi ársins 1959, eins og það var lagt fram af hæstv. fyrrverandi fjármála- ráðherra, var gert ráð fyrir því, að ríkissjóður legði fram 10 millj. kr. á þessu ári til nýrra raforkuframkvæmda. Við 3. um- ræðu frumvarpsins skýrði fram- sögumaður fjárveitinganefndar frá því, að ákveðið hefði verið að taka þetta ákvæði út úr frum- varpinu, þar sem tryggja ætti fé til þessara framkvæmda á annan 45 millj. kr. af væntanlegu láni frá Bandaríkjunum í þessu skyni. Ætti þá að vera fulltryggt, að unnt væri að halda rafvæð- ingunni áfram með jöfnum hraða, ljúka 10-ára áætluninni á tilskildum tíma og leggja dreifi- veitur út um sveitir á þessu ári, eigi minni en ráð hafði verið fyrir gert. . Jafnframt var skýrt frá því, að raforkumálastjórnin hefði talið óhjákvæmilegt að endurskoða 10-ára áætlunina á grundvelli fenginnar reynslu, enda væri tímabilið nú hálfnað. Grundvallarástæðan fyrir þess ari endurskoðun eru hinar stór- kostlegu verðbreytingar, sem orð ið hafa í landinu á þessu tíma- bili. Þegar áætlunin var gerð ár- ið 1954, hafði verðlag verið sæmi lega stöðugt um alllangt skeið, en árið 1955 varð á því mikil röskun, svo sem alkunnugt er. Nú er svo komið, að allt bendir til þess, að framkvæmd rafvæð- ingaráætlunarinnar muni kosta á 7. hundrað millj. króna, en átti að kosta 250 millj. Þessi gífur- lega hækkun raskar gersamlega þeim rekstrargrundvelli, sem 10- ára áætlunin byggðist á. Árlegur rekstrarhalli á Rafmagnsveitum ríkisins er nú orðinn 15 millj. kr., enda hefur stofnkostnaður hækk að frá vorinu 1955 til þessa dags um 80%. Á sama tímá hefur raf- magnsverð aðeins hækkað um 30%. í öðru lagi var engin von til þess, að stjórn raforkumálanna gæti með vissu spáð því árið 1954, hver þróunin yrði á hinum ýmsu stöðum úti á landsbyggð- inni á komandi áratug, né sagt nákvæmlega til um orkuþörfina. Hefur slíkt jafnan reynzt örðugt. Þannig var ein röksemdin fyrir því, að staðsetja Sementsverk- smiðjuna á Akranesi sú, að þar væri næg afgangsorka fyrir hendi frá Andakíl. Þegar til átti að taka, var þessi orka fullnýtt til annarra hluta, og Sements- verksmiðjan varð að fá rafmagn frá stærri orkuveitu, Soginu. Svo fer jafnan þar sem þróunin er ör og athafnalíf í blóma. Endurskoðaða áætlunin táknar aðeins breytta röð ftramkvæmda Umrædd endurskoðun leiddi á hinn bóginn í ljós, að lækka mætti heildarstofnkostnaðinn við 10-ára áætlunina um 88 millj. króna, og jafnframt bæta heildar rekstrarafkomu áranna 1960— 1964 um 25 millj. kr., án þess að fækka nýjum notendum og án þess að rýra þjónustuna við eldri og nýja notendur. Þessi framkvæmdum nokkuð á annan veg en upphaflega var fyrirhug- að, fresta lagningu nokkurra tengilína milli héraða, en stækka í þess stað dieselstöðvar umfram það, sem áður var áætlað, og veita orkunni út frá þeim. Hin endurskoðaða áætlun, sem víðast hvar táknar aðeins breytta röðun framkvæmda, leiðir til þess, að á árinu 1962 verður kom- ið á jafnvægi og Rafmagnsveitur ríkisins reknar hallalaust. Þess ber ennfremur að geta, að Friðjón Þórðarson. með umræddri skipulagsbreyt- ingu fæst meiri orka, sem nemur 4000 kw, heldur en orðið hefði samkvæmt hinni eldri áætlun. Sú eina breyting, sem þetta hefur í för með sér, hvað nýja notendur snertir, er að um 110 sveitabýli, sm áður var ráðgert að tengdust við sumar af veit- unum þeim, sem frestað verður, raflýsast með dieselstöðvum í staðinn, en á móti fá jafnmörg býli annars staðar á landinu raf- magn frá samveitum. Á það má og benda, að sam- kvæmt 10-ára áætlunni var jafn. an gert ráð fyrir því, að raf- magnsþörf um það bil 2600 sveita býla yrði að leysa með einka- vatnsaflsstöðvum eða diesel- stöðvum, þar sem byggð er strjál- ust og lengst milli bæja. Dieselstöðvarnar vara- stöðvar — Bætt þjón- usta við neytendur í greinargerð raforkumála- stjórnarinnar er einnig bent á það, að hið breytta fyrirkomu- lag þýði á engan hátt fráhvarf frá notkun vatnsafls, þótt fyrst um sinn sé stuðzt nokkru meira við dieselafl en frumáætlunin gerði ráð fyrir. Nær allt diesel- aflið verður nefnilega ýmist strax eða fljótlega notað sem toppafl með vatnsafli og bætir þannig mjög nýtingu vatnsaflsstöðvanna. Auk þess verða dieselstöðvarnar varastöðvar við línubilanir og aðra truflanir, sem þýðir bætta þjónustu við notendur. Þess er áreiðanlega full þörf að hafa nægilega margar varastöðvar í góðu lagi. Rafmagnsveitur ríkisins munu og láta sömu gjaldskrá gilda, hvort sem þær selja rafmagn frá vatnsafls- eða dísilstöð. Það skal greinilega fram tekið, að hin endurskoðaða rafvæðing- aráætlun er ekki gerð eftir nein- um stjórnarfyrirmælum, heldur samkvæmt ótvíræðri embættis- legri skyldu raforkumáiastjóin- arinnar, sem sá, að rekstri raf- magnsveitnanna væri stefnt í fjll komið óefni, ef ekkert yrði að gert. Hefði ella orðið að hækka rafmagnsverðið stórlega, eða verja árlega mikilli fúlgu af al- mannafé til að jafna rekstrar- hallann, sem ég áðan nefndi að orðinn væri um 15 millj. kr. á ári. Framsóknarmenn ættu að líta í eigin barm og rifja upp gerðir sínar meðan vinstri stjórnin var enn ofar moldu. Þegar hún hrökklaðist frá völd um í skammdeginu skömmu fyrir síðustu áramót, höfðu enn ekki verið lagðar 17 héraösveitur, sem samkvæmt 10-ára áætluninni og ákvörðunum Raforkuráðs átti að leggja á árunum 1957 og 1958; m. a. gaf fyrrverandi forsætis- ráðherra, Hermann Jónasson, bein fyrirmæli um að fresta lagn ingu 11 héraðsveitna, sem röðin var komin að á sl. ári, og Raf- orkuráð hafði gert tillögur um. Samkvæmt þessu eina valdboði var horfið frá að leggja rafmagn á 124 sveitabýli. Heitir þetta ekki , á máli Tímans: Stórfelld svik í raforkumálunum? Sem dæmi um tengilínú, sem frestað er að leggja að sinni. er lína frá Rjúkandavirkjun á Snæ- fellsnesi til Stykkishólms. Virkj- un þessi, sem vera mun tæp 1000 kw, er nú fullnýtt, þannig að ekki er um neina afgangsorku að ræða, sem leiða mætti til Stykkis hólms. Þetta er aðeins eitt dæmi um mikla og vaxandi orkuþörf. Lína milli þessara staða mun kosta um 5 millj. Sjá allir, hversu mikil hagsýni væri að leggja svo dýra línu meðan hún hefur ekkert rafmagn að flytja. Hins vegar má fastlega gera ráð fyrir þvi, að veita þessi verði lögð, þegar búið er að leggja línu að sunnan til Snæfellsness frá samveitu Andakíls- og Sogs, en sú lína var ekki talin með í hinni upphaflegu áætlun. Rafæsingaskrif Tímans Eitt af því, sem dagblaðið Tím- inn hefur svartletrað í þessum rafæsingaskrifum sínum, e*- að felldur verði úr gildi samningur- inn við íslenzka banka um !án til raforkuframkvæmda Þetta er ekki hálfur -.annleikur. Hið rétta er, að þetta mál er á viðiæðu- stigi við bankana. Tímablað eitt talar um niður- skurð raforkufjár á þessu ári um 30—40 millj króna. Hvað er hið sanna í því máli? Fyrirhugað var að verja 73 millj. króna til raívæðingar á þessu ári, en unnið verður fyrir 49 millj. og er þá ekki meðtalin ný veita, sem lögð verður í sum- ar út á Reykjanes. Þessu fé er að venju skipt í þrennt: Afls- stöðvar og aðallínur, sveitaveitur og innanbæjarkerfi. Ætla mætti, að sveitaveitur væru Framsókn- armönnum hugstæðastar. Til þeirra átti að verja 15 millj. kr. í ár, en það verða 17—18 millj. samkvæmt hinni endurskoðuðu áætlun. Það er ósköp eðlilegt. að Framsóknarmönnum þyki þet*a „furðuleg tíðindi“ og „harla ný- stárlegar fréttir", og séu ekki ýkja hrifnir af. Það :m skiptir meginmáli er, að enda þótt fjár- festingarupphæðin sé lægri. Þá verður lagt til fleiri nýrra not- enda í ár, og aflsstöðvar auknar meira en hin upprunalega áætlun gerði ráð fyrir, — og það er ein- mitt í þessu sem kostur hinnar endurskoðuðu áætlunar liggur, að meira fæst fyrir minna fé. — En hvað vildu Framsóknar- menn gera? Tvær þingsályktun- artillögur hafa litið dagsins ljós frá þeirra hendi, er snerta þessi mál. Hin fyrri gerði ráð fyrir því, að einungis 30 milljónir af áðurnefndu iáni rynnu til raf- væðingar. Eins og áður er sagt, var endanlega ákveðið í fjárlög- um, að 45 millj. króna skyldi varið til þessara verkefna. Hin síðari tillaga 5 Framsókn- armanna slær því föstu, að fram- kvæma beri 10-ára áætlunina í upphaflegri mynd, hvað sem það kostar og hvað sem allir kunn- áttumenn og sérfræðingar í þess- um málum segja eða ráðleggja. Þeirra mark og mið virðist vera umfram allt að eyða tilteknum fjölda milljóna, án þess að at- huga, hvað fæst í aðra hönd eða hversu margir landsmenn fá not- ið þessara eftirsóttu lífsþæginda. Fyrir um það bil 3 áratugum töldu Framsóknarmenn á Alþingi það ganga glæpi næst að láta sér detta í hug að veita rafork- unni út um byggðir landsins og leggja í stórvirkjanir. Þeirra víð- sýnustu menn þá, töldu þó koma til mála að virkja „þúsundir bæjarlækja“ úti um land, eins og þeir kmoust að orði. Sú saga er alkunn, enda varðveitt í Al- þingistíðindum og vitund alþjóð- ar. Enn í dag markast afstaða þeirra til þessara mála af skiln- ingsleysi og skammsýni. En því mega þeir treysta, að þetta baráttumál Sjálfstæðis- flokksins, sem er jafngamalt hon. um sjálfum, þessi hugsjón, verð- ur að veruleika, en að sjáifsögðu framkvæmd af hagsýni að beztu og færustu manna yfirsýn. Það mun áreiðanlega verða allri þjóð- inni fyrir bezztu. Lifið heil. — Skipstjóri veiktist HVALLÁTRUM, 13. maí — f gær var skipstjóranum á Stjörnunni frá Ólafsfirði, Sigurði Arnbjörns syni skotið á land í Kollsvikinni, en hann hafði veikzt úti á sjó. Var hann svo veikur er hann sté á land, að menn þurftu að styðja hann. Héraðslæknirinn á Patreks firði kom á vettvang og flutti manninn á sjúkrahúsið á Pat- reksfirði, en þangað var um tveggja tíma akstur. Skipstjórinn hafði veikzt um borð í bát sínum, og er Stjarnan hitti trillubát úr landi, fór hann um borð í hann. Er þrautirnar ágerðust var farið með hann í land. Þegar héraðslæknirinn hafði skoðað manninn, var hann fluttur inn til Patreksfjarðar. Vegir eru mjög slæmir, en hér- aðslæknirinn hefur sendiferða- jeppa með drifi á öllum hjólum, og í honum er hægt að flytja sjúklinga. Reyndist ekki nauðsynlegt að skera manninn upp og leið hon- um vel í dag. — Þórður Lúðrasveii 15 ára STYKKISHÓLMI, 3. maí. — Lúðrasveit Stykkishólms hefir um þessar mundir starfað í 15 ár, en hún var stofnuð á sumardag- inn fyrsta 1944 af 9 manns. Nú eru hlj óðfæraleikarar um 15. Frá fyrstu tíð hefir Víkingur Jóhanns son verið stjórnandi hennar. Het- ir hún oft leikið fyrir bæjarbua og eins farið á ýmsa staði og hald- ið hljómleika. Stjórn hennar skipa nú Árni Helgason, formaður, Bjarni Lár- usson, gjaldkeri og Benedikt Lár- usson, ritari. Lúðrasveitin lék uti á sumardaginn fyrsta og eins i. maí. Utsölumaður Morgunblaðið vantar útsölumann í Sandgerði frá n.k. mánaðarmótum að telja. • Upplýeingar gefur Axel Jónsson, kaupmaður Sandgerði. hátt. Væri fyrirliugað að verja niðurstaða fæst með því að haga Sæigætisgerð Höfum til sölu sælgætisgerð, vel búna að vélum og áhöld um. Allar vélar eru í góðu standi. <idýrt leiguhúsnæði. Engin efnislager. Sanngjarnt verð. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. Isleifsson, hdl., Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.