Morgunblaðið - 15.05.1959, Síða 13
Föstudagur 15. maí 1959
MORCVNfíLAÐtÐ
13
Sameinumst á örlagastundu um:
Öfluga sókn fyrir efnahagsleari viðreisn
og blómlegum þjóðarhag
Aukning framíeiðslunna/ nýir markað
ir og sœttir vinnu og fjármagns er
höfuðtakmark Sjálfstœðisflokksins
Lifsnauðsynlegt að kynna betur málstað íslands
i landhelgismálinu
Útvarpsrœða Sigurðar Bjarnasonar þm.
N. ísf. í eldhúsdagsumrœðunum á Alþingi
stjórnina. En í útvarpsumræðun-
um í gærkveldi og oft áður var
það megin haldreipi þessara
sömu manna, að Sjálfstæðisflokk
urinn hefði haft forystu um það
innan verkalýðshreyfingarinn-
ar að brjóta niður efnahagsmála
ráðstafanir vinstri stjórnarinnar.
Flokkurinn sem fyrir " tæpum
þremur árum var að áliti Fram-
sóknarmanna gersamlega fylgis-
laus í verkalýðshreyfingunni, var
nú allt í einu orðinn þar alls ráð
andi og þess megnugur að brjóta
gjaldeyrisfríðindum, sem höfðu
í för með sér 30—40% kauphækk
un, að því er snerti flugmennina.
Kauphækkun farmannanna var
síðan velt yfir á almenning með
hækkuðum farmgjöldum. sem
síðan komu fram í vöruverðinu.
i
Hleyptu verðbólgunni
eins og óargadýrri á fólkið
Loks má á það benda, að með
sjálfum „bjargráðum" vinstri
Herra forseti, góðir hlustendur.
Af tilefni ræðna þeirra Lúð-
víks Jósefssonar og Eysteins Jóns
sonar, hér á undan, og ánægju
þeirra með vinstri stjórnina,
mætti varpa fram eftirfarandi
spurningum:
Hvernig stóð á því að vinstri
stjórnin gafst upp og fór frá fyrst
allt var í svona góðu lagi, eins
og hv. þingmenn S.-M. voru að
segja þjóðinni hér áðan?
Var fjárhagur ríkisins of góð-
ur?
Stóð útflutningsframleiðslan of
vel að vígi?
Var verðbólgan á of hröðu
undanhaldi?
Nei, ástæðurnar fyrir upp-
gjöf vinstri stjórnarinnar voru
ekki þessar heldur þvert á
móti þær,
að ríkisbúskapurinn var
komin í þrot,
að framleiðslan var að stöðv
ast og
að ný verðbólgualda var
skollin yfir.
Allt eru þetta staðreyndir, sem
alþjóð þekkir. Gort hv. þing-
manna Sunn-Mýlinga, tveggja
hæstv. ráðherra vinstri stjórn-
arinnar af afrekum hennar, er
því beinlínis hlægilegt.
Hv. 1. þm. S.-M. kvartaði yfir
því að Fiskveiðasjóði væri
ekki ætlað neitt af því erlenda
láni, sem nú er verið að taka.
En áformað hefur verið að verja
45 millj. kr. af því til raforku-
framkvæmda, 28 millj. kr. til
hafnargerða og 25 millj. til rækt
unarsjóðs Búnaðarbankans.
Vill hv. 1. þm. S.-M. draga úr
þessum fyrirhuguðu framlögum
til fyrrgreindra framkvæmda?
Það væri æskilegt að hann gæfi
skýr svör við því.
Þess má svo geta, að eftir er
að ráðstafa rúmlega 50 millj. kr.
af fyrrgreindu láni og væntan-
lega verður mögulegt að veita
Fiskveiðasjóði einhverja úr-
lausn af því fé.
Togairarnir sem ekki
komu
Lúðvík Jósefsson sagði í síð-
ustu ræðu sinni, að vestræn sam-
vinna hefði ekki viljað að íslend
ingar keyptu 15 nýja togara, sem
vinstri stjórnin hafði lofað að
láta byggja. Þess vegna hefði
ekki orðið úr kaupunum. En hv.
þm. lýsti því þó yfir hér á Al-
þingi haustið 1957 að hann væri
þegar búinn að senda menn til
útlanda til þess að semja um
smíði togaranna. Hann fullyrti
þá að málið væri komið í höfn.
En togararnir eru ekki ennþá
komnir í höfn. Svona mikið var
að marka yfirlýsingar þessa hv.
þm., meðan hann var í ráðherra-
stól.
Sama aðstreymið til
Reykjavíkur
Hv. 1. þm. Eyfirðinga, Bern-
harð Stefánsson, sagði í ræðu
sinni hér áðan, að fólksflutning
ar til Reykjavíkur utan af landi
hefðu stöðvast í tíð vinstri stjórn
arinnar. Sannleikurinn I málinu
er sá. að aðstreymið til Reykja-
víkur var síst minna á þessum
árum en áður. Undanfarinn ára-
tug hefur fólksfjölgun í Reykja-
vík verið 1400—1900 manns að
meðaltali á ári. Á árinu 1957.
fyrsta heila valdaári vinstri
stjórnarinnar, var fólksfjölgun-
in í Reykjavík í hámarki, þ. e.
a. s. 1900 manns og árið 1958
var fólksfjölgunin í höfuðborg-
inni yfir 2000 manns.
Þessar tölur bera vissulega
ekki vott um að aðstreymið til
Reykjavíkur hafi stöðvast á valda
árum vinstri stjórnarinnar. Tölu-
vísi og sannleiksást Framsókn-
arhanna hefur enn geigað eins og
fyrri daginn.
Ekkert kjördæmi
er lagt niður
Hv. þm. S.þ. Karl Kristjáns-
son og Eysteinn Jónsson endur-
tóku þá margtuggnu staðhæfingu
Framsóknarmanna, hér áðan, að
leggja eigi niður öll gömlu kjör-
dæmin nema Reykjavík. En
þessi staðhæfing á sér enga stoð
í raunveruleikanum. Ekki eitt
einasta kjördæmi verður lagt
niður. Enda þótt fulltrúum Aust-
urlands sé fækkað um einn, verð-
ur hlutur fámennasta kjördæm-
isins þar, Seyðisfjarðar, síður en
svo fyrir borð borinn. íbúar þess
byggðarlags eiga samkvæmt
hinni nýju kjördæmaskipun rétt
á að taka þátt í kjöri 5 þing-
manna. Vitanlega gæta þessir
5 þingmenn Austfirðinga ekki
verr hagsmuna Syðfirðinga en
einn þingmaður gerði áður. Eða
er það ætlun Eysteins Jónssonar
að hafa Seyðfirðinga algerlega
út undan ef hann yrði kjörinn
þingmaður hins nýja Austfjarða-
kjördæmis?.
í öðrum landshlutum er þing-
mönnum strjálbýlisins hvergi
fækkað en sumstaðar fjölgað,
eins ig t. d. á Vesturlandi og Norð
austurlandi, þar sem veruleg
fólksfjölgun hefur orðið.
Þá lét hv. þ.m. Eyfirðinga
Bernhard Stefánsson liggja að
því, hér áðan að hlutfallskosning
arnar mundu hafa í för með sér
stórkostlega fólksflutninga úr
strjálbýlinu til þéttbýlisins.
En hefur ekki fólkinu, því
miður, stöðugt verið að fækka í
íslenzkum sveitum á undanförn-
um áratugum, þrátt fyrir okkar
litlu kjördæmi, þrátt fyrir þá
kjördæmaskipan, sem Framsókn
arflokkurinn heldur dauðahaldi
í? Það sést greinilega, þegar lit-
ið er í Hagtíðindin. Árið 1930
vinna 39 þúsund manns að land-
búnaðarstörfum, árið 1940 37
þúsund, árið 1950 rúmlega 28
þúsund og árið 1960 er gert ráð
fyrir að aðeins 20 þúsund manns
muni vinna að landbúnaðarstörf
um. Það er vissulega ástæða til
þess að harma þessa þróun, en
hún hefur gerzt þrátt fyrir það,
að sveitirnar bjuggu við þá kjör-
niður þær ráðstafanir, sem bæði j stjórnarinnar vorið 1958, lög-
Alþýðuflokkurinn og kommúnist j ákvað vinstri stjórnin 5% kaup-
ar stóðu að með Framsóknar-
mönnum.
Ég vænti að allur landslýð-
ur sjái, hversu mótsagna-
kenndur þessi málflutningur
Framsóknarmanna er, enda er
það mála r.annast að í honum
er engin heil brú. Sú stað-
reynd, að verkalýðssamtökin
snerust gegn vinstri stjórn-
inni og ráðstöfunum hennar,
rakti rætur sínar fyrst og
fremst til almennrar andúðar
hækkun, og hóf um leið sjálf
það lokakapphlaup, milli kaup-
gjalds og verðlags, sem hleypti
af stað stórfeldri nýrri verð-
bólguskriðu, sem síðan varð
stjórninni að aldurtila.
Með þessu er í örfáum orðum
svarað þeim rakalausu fullyrðing
um, sem hv. þm. Strandamanna
og aðrir Framsóknarmenn héldu
fram í umr. í gærkveldi um að
Sjálfstæðisfl. hafi á valdatímum
vinstri stjórnarinnar haft for-
og vantrúar fólks í öllum j ystu um stórfellt kapphlaup milli
stjórnmálaflokkum á stefnu kaupgjalds og verðlags. Þessar
fullyrðingar afsannast líka enn-
þá greinilegar með því, að um
i leið og vinstri stjórnin er oltin
hennar og aðgerðum.
Stjórnin hafði lofað því að
stöðva verðbólguna ög kapp-
Sigurður Bjarnason
dæmaskipun, sem Framsóknar-
flokkurinn telur eina samræmast
hagsmunum strjálbýlisins. Að
eins stóraukin tækni hefur gert
íslenzka landbúnaðinn mögu-
legt að gegna sínu mikilvæga
hlutverki, þrátt fyrir mannfæð-
ina í sveitunum. , ,
Margt bendir til þess, að með
stækkun kjördæmanna verði að-
staða strjálbýlisins betri til al-
hliða uppbyggingar. Með því fæst
aukin yfirsýn yfir aðstöðu lands
hlutanna, og samvinna hérað-
ar.na sjálfra og fulltrúa þeirra á
Alþingi og heima fyrir verður
nánari og síður háð pólitískri tog-
streitu. eins og hv. þm. Borgfirð-
inga, Pétur Ottesen benti á í
hinni merku ræðu sinni hér í
gærkveldi.
Þetta skilja hinir þröngsýnu
og afturhaldssömu leiðtogar
Fi-amsóknarflokksins ekki, jafn-
vel ekki Karl Kristjánsson, sem
skýrði þjáðinni frá því hér áðan,
að hann hefði þó „hjartað á
réttum stað“!
Andúð verkalýðsins
á V-stjórninni
Þegar Framsóknarflokkurinn
hafði forystu um myndun vinstri
stjórnarinnar og tók kommúnista
í stjórn, var það megin röksemd
hans fyrir þeirri róðabreytni, að
það væri óhjákvæmilegt vegna
þess að þeir réðu verkalýðssam-
tökunum og stefnu þeirra. En án
náinnar samvinnu við verkalýðs-
samtökin væri ekki hægt að leysa
vanda efnahagsmálanna. Sjálf
stæðisflokkurinn væri hins veg-
ar gersamlega fylgislaus innan
verkalýðshreyfingarinnar og sam
vinna við hann um efnahagsmál-
in ekki aðeins gagnslaus heldur
beinlínis skaðleg.
Þetta sögðu Framsóknarmenn
áður en þeir mynduðu vinstri
hlaupið milli kaupgjalds og verð
lags, sem kommúnistar höfðu
skapað árið 1955, með nýjum leið
um og varanlegum úrræðum. En
niðurstaðan varð sú að hún
gerði ekkert nema leggja á nýja
skatta og tolla á allan almenn-
ing í landinu.
Þá mátti lækka
’aupgjald
Hún byrjaði að vísu á því
haustið 1956 að binda kaupgjald
og skerða vísitöluna um 6 stig.
En næsta skref hennar voru stór
kostlegar skattaálögur strax fyr-
ir jólin 1956.
En það er athyglisvert. að
þá fannst kommúnistum ekk-
ert athugavert við það að
lækka kaupgjald. Það var
allt í lagi með að skerða kaup
gjald verkamanna og laun-
þega almennt, ef það gat
tryggt tveimur kommúnistum
áframhaldandi sæti í ráð-
herrastól. Þetta hefði hv. 7.
þm. Reykvíkinga, Hannibal
Valdimarsson, átt að muna
þegar hann deildi hart á nið-
urfærsl'i kaupgjalds og verð-
lags nú.
Á meðan kommúnistar áttu
menn í ráðherrastólunum. var
líka sjálfsagt að hafa „her í
landi“ og taumlaust brask með
olíu og fleira á Keflavíkurflug-
velli engin goðgá, hvað þá held-
ur, „hermang".
Hv. 1. landskjörinn þm Alfreð
Gíslason hældi vinstri stjórnina
mjög fyrir afrek henna í upp-
hafi ræðu sinnar í gær. En í
síðari hluta hennar lagði hann
áherzlu á að þar hefði einn svik
ið þetta og annar hitt. Mynd hans
af vinstra samstarfinu var því
heldur ógæfusamleg útlits.
Framsóknarmönnum má svo
benda á það. að það var Sam
band íslenzkra samvinnufélaga,
sem reið á vaðið með almenna
kauphækkun til starfsfólks síns
fyrir áramótin 1956 á meðan
kaupbindingarlögin voru ennþá
í gildi. Og það er ekki lengra
síðan en s. 1. haust, að hv. 1. þm.
S.-M.. Eysteinn Jónsson, sendi
deildarstjóra ráðuneytis síns á
fund í bæjarstjórn Reykjavíkur
til þess að krefjast 12% kaup-
hækkunar til handa Dagsbrúnar-
mönnum, þegar vitað var að
verkamennirnir sjálfir ætluðu
sér að semja um 9—10% kaup-
hækkun, eins og einnig varð
lokaniðurstaðan að þeir gerðu.
Enn má á það benda í sam-
bandi við kauphækkanir til flug-
manna og yfirmanna á kaupskipa
flotanum, að það var stjórnin
sjálf, sem ^eysti þær kaupdeilur.
sumpart með beinum kauphækk-
unum, sumpart með stórauknum
frá völdum, er það Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem á drýgstan þátt-
inn í því að afstýra þeim voða,
sem verðbólguflóð vinstri stjórn-
arinnar hafði leitt yfir þjóðina,
með því að beita sér fyrir nokk-
urri niðurfærslu kaupgjalds og
verðlags, sem almenningur hef-
ur tekið af skilningi og ábyrgð-
artilfinningu. ,
En nú telja Framsóknarmenn
og kommúnistar slíkar ráðstaf-
anir svívirðilegar árásir á laun-
þega og bændur. Mennirnir, sem
gerðu ekkert annað en leggja á
skatta og skerða kjör alls al-
mennings í landinu í 2% ár og
hleyptu verðbólgunni eins og
óargadýri lausbeizlaðri á fólkið,
veigra sér ekki við það að koma
nú fram fyrir það og rógbera
Sjálfstæðisflokkinn fyrir að
hafa gert raunhæfa ráðstöfun til
þess að forða því að vísitalan
kæmist, á þessu ári, upp yfir 270
stig, og að allt atvinnulíf þjóð-
arinnar stöðvaðist.
Halda Framsóknar ienn og
kommúnistar virkilega að ís-
lenzkur almenningur sé svo
heimskur að hann sjái ekki i
gegnum þennan loddaraleik?
Samgöngurnar lífæð
framleiðslunnar
Önnur megin ádeila Framsókn
armanna í þessum umræðum var
sú að núverandi valdhafar hefðu
beitt sér fyrir stórfeldum niður-
skurði á verklegum framkvæmd-
um og þá fyrst og fremst þeim,
sem væru í þágu sveitanna. En
staðreyndir fjárlaganna svara
þessari staðhæfingu bezt. Fram-
lög til vega og brúagerða hafa
ekki verið lækkuð um einn eyri.
Þvert á móti hefur framlagið til
millibyggðavega af benzinfé
hækkað um 2 millj. kr. og auk-
in áherzla verður á það lögð að
koína þeim landshlutum í ak-
vegasamband, sem ennþá eru án
sambands við meginakvega-
kerfi landsins. Það er og skoð-
un okkar Sjálfstæðismanna að
samgöngurnar séu lífæð fram-
leiðslunnar, ekki aðeins í sveit-
unum, heldur og í sjávarbyggð-
um landsins. Þess vegna munum
við leggja á það höfuðáherzlu að
bæta samgöngur við alla lands-
hluta á landi, sjó og í lofti. Og
að því höfum við unnið af kappi
og forsjá þegar við höfum haft
aðstöðu til þess. Það veit fólkið
út um allt land.
1 þessu sambandi má minna
á það, að á síðasta valdaári
vinstri stjórnarinnar lá fjöldi
stórvirkra vegagerðavéla ónot-
hæfur vegna þess að ekk' fengust
fluttir inn varahlutir í þær. Bitn
aði þessi ræfildómur vinstri
Frh. á bls. 14.